Morgunblaðið - 28.03.1969, Side 11

Morgunblaðið - 28.03.1969, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. MARZ 196® 11 Islendingar þykja mér oft „málaglaðir" menn Rœtt við Hákon Cuðmundsson yfirborgardómara „EKKT vil ég fullyrða, að Reyk- víkingar eigi heimsmetið í fjölda einkamála, en mér þykir það á hinn bóginn alls ekki ótrúlegt“. — Með þessum orðum leiðir Há- kon Guðmundsson, yfirborgar- dómari, mig til sætis inni í skrif- stofu sinni. „Mér virðist áber- andi“, heldur hann áfram, „hversu mjög fólk lætur sér í léttu rúmi liggja, hvort það stendur við skuldbindingar sínar eða ekki og einnig er áberandi, hve fólk gengur oft illa frá kaup- og sölusamningum sín i milli; t.d. erum við nú með eitt mál, sem er tilkamið vegna þess, að maður nokkur keypti hæð í húsi hér í borg og snýst málið um, hvort rishæðin hafi átt að fylgja með í kaupunum eða ekki!“ — Hvenær var Börgardómara einbættið stofnað, Hákon? — Árið 1943 var skipan lög- reglumála og meðferð opinberra mála fyrir sakadómi korpin í það horf, sem nú er. Hins veg- ar fór embætti það, sem Lög- mannsembættið í Reykjavik nefndist, þá með einkamál, fógetaréttarmál, skiptamál, upp- boð og þinglýsingar. En 1. janú- ar 1944 var það embætti lagt niður og þess í sta’ð stofnuð tvö embætti; Borgarfógétaembættið og Borgardómaraembættið. — Hvaða mál heyra undir þitt embætti? — Jú, það eru öll einkamál, en það eru mál, þar sem fjár- krafa er aðalefnið. Einnig fram- kvæmum við borgaralegar hjóna vigslur, gefum út leyfisbréf til undanþágu frá lýsingu og leyf- isbréf til skilnaðar að borði og sæng í þeim málum, sem sam- komulag hefur náðst í um skil- mála. Náist ekki samkomulag um skilmála, fer málið til dómsmála ráðuneytisins. Dómsmálaráðu- neytið afgreiðir einnig öll lög- skilnaðarmál eftir að : þau hafa verið tekin fyrir hér. — Er það ekki fátítt nú, að hjónaefni láti lýsa með sér? — Mjög svo. í fljótu bragði jnan ég ekki eftir nema einu dæmi nýlega og þá þótti það svo merkilegt, að blöðin slógu því upp sem frétt. Nú, Sjó- og Verzlunardómur heyra undir Borgardómaraembætt ið. Þeir dæma, eins og nöfnin 'benda til, í málum, sem rísa út af skipum og siglingum og verzl- unarmálum. — En Félagsdómur? — Nei. Félagsdómur er sér- stofnun. Hann fjallar um mál, sem rísa út af kjarasamningum og dæmir t.d., hvort verkfall sé löglsgt eða ekki. í Félagsdóm eru skipaðir dómarar til ákveð- ins tíma í senn og dómum hans er ekki hægt að áfrýja. —- Hvað eru borgardómarar nú margir? — Auk mín starfa hér nú 6 fulltrúar. Svo starfa hér bókarar og vélritarar; 7 talsins. Þegar embættið byrjaði, störf- uðu hjá því einn borgardómari, þrír fulltrúar og tveir vélritarar. — Þessi starfsliðsaukning á ræt- Hákon Guðmundsson. ur sínar að rekja til sívaxandi viðfangsefna embættisins. Árið 1956 voru þingfest hjá embætt- inu um 1100 mál og voru 850 þeirra afgreidd. 1967 voru þing- fest mál 6019 og var það 20% aukning frá árinu áður. í fyrra borgardómarar og 6 löglærðir urðu þingfest mál 6800 alls og Sjódómur að störfum. Sjódómur er fjölskipaður dómur og ' skipa hann tveir tilkvaddir meðdómendur auk héraðsdómarans. (Ljósm.: Mbl. Sv. Þorm.). fengu 6425 afgreiðslu. — Af þessum 6425 málum var um 60 áfrýjað til Hæstaréttar. — Liggur þessi aukning á ein- hverjum einum málaflokki öðr- um fremur? — Ekki er hægt áð greina það. Obbinn af okkar málum hef ur alltaf verið og er víxil- og almenn skuldamál —Jíklega um og yfir 90%. — Hvað með hjónavígslur og skilnaði? — í fýrra gáfum við saman 47 hjón og var það heldur færra en árið áður. Miðað við sívax* andi íbúafjölda Reykjavíkur má segja, að borgaralegum hjóna- vigslum hafi stórfækkað. Og við erum síður en svo að kvarta ýf- ir því. 160 leyfi til skilnaðar að borði og sæng gáfum við út í fyrra en alls komu hér^ fyrir 416 hjóna- skilnaðarmál. Árið áður var 441 hjónaskilnaðarmál tekið fyrir og 142 leyfi gefin til skilnaðar að borði og sæng. — Þú sagðir, að um og yfir 90% væru vixil- og almenn skuldamál. Ef ég man rétt, var í fyrra gerð einhver ráðstöfun til að auðvelda afgreiðslu þeirra mála. — Það er rétt. Á sl. ári voru samþykkt lög um svonefnd á- skorunarmál, sem einfalda með- férð skulda- og víxilmáia án þéss að draga nokkuð úr réttar- örygginu. Þessi lög hafa reynzt vel og nú eru áskórunarmálin um þriðj- ungur allra skulda- og víxilmála. Áskorunarmál eru vönjulegast af greidd tveimur til þremur dög- um eftir þingfestingu en önnur víxla- og skuldamál; þau, sem flutt eru skriflega, eru venjuleg- ast dæmd innan tveggja vikna frá þingfestingu, en þegar munn legur málflutningur fer fram, taka málin mjög misjafnlega lang an fíma. Áskorunarfyrirkomulágið hef- . ur gert okkur kleift að mæta vaxandi málafjölda með óbreyttu starfsliði til þessa, en fjölgi mál- um áfram með þessum hraða, er . einsýntað fjölga varður dómend um við embættið. — Hvað ræður úrslitum um, Pramhald á bls. 21 SpánitogPortúgal- ttl sólarlanda w Flugfélag fslands býður nú einkar ódýrar og þægilegar einstakl- ingsferSi með nsr 40% afslætti til Spónar og Portúgals. Þotuflug til Barcelona, Malaga og Palma de Mallorca á Spáni og Lissabon og Faro í Portúgdl Viðdvöl í London á heimleið ef óskað er. Allar frekari upplýsingar og fyrirgreiðsla hjá lATA-ferða- skrifstofunum og Flugfélagi fslarids. Hvergi ódýrari fargjöid. FLUGFÉLAG ÍSLANDS ÞJÓNUSTA - HRAÐI - ÞÆGINDI Bdkaútsala - enskar og þýzkar bækur Einstakt tækifæri í aðeins 4 daga Opið til kl. 4 laugardag BÖKAVERZLUN SNÆBJARNAR, Hafnarstræti 9

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.