Morgunblaðið - 28.03.1969, Side 28

Morgunblaðið - 28.03.1969, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. MARZ 19&9 — Þetta var dásamlegt af þér John, sagði hún, þakk'lát. Henni hefur sjálfsagt fundizt það, en mér ekki. Mig langaði ekkert til að aka heim með John. En eins og á atóð virtist ekki vera um annað að raeða. Við yf- irgáfum litla bílinn og stigum upp í Bentley Johns, Lucy og ég aftur í, en Kay við hliðina á rafh/öður fyrir ÖU viðtæki Heildsala- smásala VILBERG & ÞORSTEINIM Laugavegi 72 simi 10259 honum. Þegar langi, liðlegi bíllinn lagði suðandi af stað, andvarpaði Kay af hrifningu. — Þetta er yndislegur bíll John. Þetta er í fyrsta sinn, sem ég kem upp í hann. — Ég fékk hann nú héldur ekki fyrr en í vikunni, sem leið. Þú verður að koma út að aka með mér einhvern daginn. Þú Lucy og Melissa. — Hvaða dag? spurði Kay, sem lét aldrei gott tækifæri fram hjá sér fara. — Þú verður að muna, að ég er vinnandi stúlka. — Það verður að vera þegar ég kem heim aftur. — Hvert ætlarðu? — Til Rómar. — Þú átt svei mér góða daga, sagði hún. Aldrei förum við neitt. — Það færð þú seinna. Þú hef- ur tímann fyrir þér. Þú þarft að eignast ríkan mann. — Þá verður þú að finna hann handa mér, sagði Kay. John hló. — Ég skal sjá til, hvað ég get. Nú vorum við að beygja heim að hliðinu hjá okkur. Ég sá strax, að Mark var kominn heim því að það var ljós í forstofunni og setustofunni. Ég kvaddi John í snatri og hjálpaði Lucy út úr Bentleybílnum og upp framdyra tröppurnar. Kay var lengur að kveðja. Kay var eitthvað veik fyrir John, vissi ég. Og 'líklega ekki hvað sízt í kvöld, að því að henni hafði lent saman við Don. — Andartak, Melissa! sagði John, um leið og Kay kom til mín og ætlaði inn, og ég var í þann veginn að loka framdyrun- um. Ég sneri mér við með nokk- urri tregðu. — Ég þarf að segja nokkuð við þig, sagði hann. Kay og Lucy voru komnar inn og við stóðum þarna tvö úti í hlýju kvöldrökkrinu. Þetta var allt mjög svo rómantískt, nema hvað ég var ekki með réttum manni. — Hatarðu mig? sagði John og leit á mig. — Já. Og furðar þig nokkuð á því? — Nei, mér þykir bara fyrir því. En ég hef ekki hugsað mér 77 að taka aftur eitt orð af því, sem ég sagði í morgun. — Heldur ekki ég. — Jæja, þú hefur þennan hálfa mánuð til stefnu. — Já, það ertu þegar búinn að taka nógu greinilega fram. Þegar ég sneri mér til að fara inn, og næstum áður en ég vissi hvaðan á mig stóð veðrið, hafði John gripið mig í fang sér og var að kyssa mig. Ég brauzt um eins og villidýr. En hann var sterkur og hélt mér eins og í járngreipum. — Slepptu mér! hvæsti ég. En í þess stað kystsi hann mig enn og hélt sterkri hend- inni undir hökuna á mér, svo að ég gat ekki hreift höfuðið. Loksins tókst mér að slíta mig lausa. Ég sendi honum langt augnatillit, sem ég vonaði, að segði miklu meira en nokkur orð hefðu getað, og þaut svo inn í húsið. Ég heyrði Kay og Lucy vera að tala saman í eldhúsinu og gat mér þess til að Kay væri að hita þeim eitthvað að drekka. Ég flýtti mér upp og kal'laði til þeirra „góða nótt um leið, en bætti því við, að ég væri þreytt og ætlaði að fara að hátta. Þetta var óvenjulegt af mér, vissi ég sjálf. Venjulega breiddi ég ofan á Lucy og kyssti hana góða nótt. Andartaki seinna kallaði Kay til mín og spurði, hvort ég vildi ekki heita mjólk eða kókó. Ég hallaði mér fram yfir stig- ann og vonaði, að ekki sæist framan í mig. — Nei, þakka þér fyrir. — Er allt í 'lagi með þig, Mel- issa? — Vitanlega. Ég er bara þreytt. Ég flýtti mér að hátta, fór upp í rúmið og slökkti ljós- ið. Og nú brutust tárin fram, sem mér hafði tekizt _að hafa hemil á allan daginn. Ég grét hljóð- lega, en ákaft. Ég grét vegna hans Bob, sem hafði kysst mig um morguninn, og svo skömmu seinna heyrði ég, að hann meinti ekkert með þessum kossi sínum. Ég grét vegna hans Nick, sem hafði gert þá glópsku að stela frá John og þannig komið okk ur öllum á vald Johns. Og ég grét af skömm yfir þessum kaup um, sem John hafði reynt að gera við mig og ósvífni hans að hafa haldið mér í fanginu og kysst mig. Ég hevrði fótatak í stiganum og vissi, að Kay og Lucy voru á 'leiðinni í rúmið. Ég heyrði svefnherbergisdyrnar þeirra lok ast. Ég reyndi að stilla mig um nýja grátkviðu, af því að her- bergi Lucy var þarna alveg við hliðina á mér, en sízt af öllu vildi ég láta hana heyra mig gráta. En nokkrum mínútum seinna var drepið létt á dyr hjá mér. Ég svaraði ekki. Ég vonaði að Lucy — því að auðvitað hlaut þetta að vera hún, en ekki Kay — héldi mig vera sofnaða. En svo heyrði ég, að dyrnar voru opnaðar hægt og óstöðugt fóta- tak ltom haltrandi yfir að rúm- inu mínu. — Ertu viss um, að ekkert sé að, Melissa? spurði blíða röddin í Lucy. Ég rétti út aðra höndina og greip hennar hönd og þrýsti henni upp að kinninni á mér, án þess að átta mig á því nógu snemma, að kinnin var tárvot. Engu að síður sagði ég hressi Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl Þér verður sýnt traust og þú kemst að einhverju. Notfærðu þér það, því svona tækifæri eru ekki á hverju strái. Nautið, 20. apríl — 20. maí Þú færð góðar fréttir, og verður hissa, en láttu það ekki glepja þig frá skyldustörfunum. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní Reyndu að fá kauphækkun. Reyndu að vinna þannig að þú eigir frí. Krabbinn, 21. júni — 22. júlí Nú er bezt að ljúka öllum samningum. Rómantíkin er í nánd. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst Þú hefur merkilega mikinn kraft, ef nauðsyn krefur. Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. Áríðandi viðræður vegna verkfæra, farartækja, eða þ.h. verða. Vertu róiegur, og komdu til móts við kröfur annarra. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Nú gengur allt betur, og ljúktu hverju máli eftir röð. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Allt fer eftir því, hve vel þú hcfur undirbúið. Vertu umburðar- lyndur þótt aðrir flækist fyrir. Bogamaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Fjármái, safnfé og þ.h. þarfnast eftirlits. Þér græðist fé. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Viðskipta og samgöngur eða eitthvað mikilvægt eru frek á tíma þinn. Reyndu að ljúka fljótt skyldustörfum, því að einhvers verður krafizt af þér síðar, er verður tímafrekt. Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. Ljúktu samningum og þvíliku, ef ráðgjafi þinn leyfir. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz Ljúktu daglegum störfum, en hættu svo. Biddu betri tíma með fjárkröfur. Taktu lífinu með ró.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.