Morgunblaðið - 26.04.1969, Page 28

Morgunblaðið - 26.04.1969, Page 28
28 MORGU'NBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. APRÍL 1969 legri maður handi henni Don yrði heldur en John og óskaði þess, að John vildi draga sig í hlé og lofa þeim að taka upp þar sesm fyrr var frá horfið. En þegar við komum inn í dansoalinn, kom John til okkar og heilsoði Kay innilega, en mér sama skapi kuldalega. — Þú lítur dásamlega út, Kay. Nú skal enginn nema ég fá að dansa við þig í kvöld. Hún hló glaðlega með ertnis- svip í a Jgunum, um leið og hún sagði, að hún mundi nú dansa við hvern sem henni þóknaðist og hann aky’di ekkert seinka á sér. Seinna, þegar ég var að dansa við Rupert, sá ég, að hún vair að dansa við Don, og þau virtust vera orðin góðir vinir aftur. Þetta var bráðskemmtilegur dansleikur og mikið gladdi það mig að sjá Kay dansa hvað eftir annað við Don. Og þegar við fór um inn til kvöldverðarins, var hún enn með honum. Þegar mér varð litið á andlitið á John, sem stóð skammt frá þeim, vissi ég, að hann öfundaði Don. Og Kay vissi þetta líkia, þóttist ég alveg viss um. Það var sýnilegt, að hún var þarna að etja tveimur karfmönnum saman. — Eruð þið búin að láta spá fyrir ykkur? sagði Emma, er hún kom til okkar. Sumarbústaður óskast til leigu, til lengri eða skemmri tíma í sumar. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl., merkt: „SUMARBÚSTAÐUR — 2757". Höfum til sölu varahluti í margskonar amerískar vélar og tæki svo sem þungavinnuvélar, bifreiðar og önnur flutningatæki. Ennfremur varahluti í rafmagns og fjarskiptatæki svo sem út- vörp, sjónvörp og talstöðvar. Kynnið ykkur hvort varan er til hjá okkur áður en þér pantið erlendis frá. SÍMAR 31333 og 31232. SÖLUNEFNDIN. HUSBYGGJENDURH Nælongófteppin komin aftur. Falleg — Sterk — Ódýr. Verð frá kr. 330 fermeterinn. Sendum um allt and. Grensásvegi 3 • Sími 83430 — Nei, Hefurðu nú spákonu hérna? — Já, sannarlega. Hún er inni í lesstofunni hans pabba. Við héldum að það gæti verið ágætt skemmtiatriði. — Þetta er alveg dásamlegur dansleikur, Emma, og þú hlýtur að skemmta þér vel. — Já, sannariega. Og ég vona að þið getið sagt það sama. Við Rupert fullvissuðum hana um að við skemmtum okkur ágæt lega. — Jæja, eigum þið þá að at- huga spákonuna? sagði Rupert að lokinni máltíðinni. — Ekki svo að ski'lja, að ég hafi mikla trú á þeim. — Það held ég, að ég hafi ekki heldur. Sannast að segja held ég ekki, að ég hafi nokk- umtíma látið spá fyrir mér. — Jæja, einusinni verður allt fyrst. Við gengum inn í lesstofu hr. Lipcombs, þar sem dálítill hóp- ur beið eftir að komast að hjá 29 spákonunni. Þegar að okkur kom, sagði Rupert mér að fara á undan. Spákonan reyndist vera rosk- in kona, klædd eins og Tatari. Hún sat þar við borð með krystal og spil fyrir framan sig. Hún benti mér til sætis andspænis sér. — Vi'ljið þér draga? — Ég gerði það og beið svo í ofvæni eftir því, sem hún kynni að hafa að segja. Og snögg- lega þegar hún fór að gefa spil- in óskaði ég þess heitast, að ég hefði aldrei farið að láta spá fyr ir mér. Ekki vissi ég hversvegna Var ég ekki nýbúin að segja Rupert að ég tryði ekki á það? Samt var ég vör dálítils óró- leika. Ég var næstum búin að taka til fótanna, þegar konan byrjaði að lýsa bænum okkair fyr ir mér. — Þú átt bróður og systur þar heima. Ég held að systirin sé yngri en þú og eitthvað hölt. — Já, það er hún, sagði ég. — Þú hefur haft miklar áhyggj ur undanfarið, í sambandi við systkini þín. Ég varð líka að játa, að þetta væri svo. — Og það eru tveir menn ást fangnir af þér. Annar þeirra er góður maður, en hinn. . . Hún hristi höfuðið — Ég held hann hæfi þér ekki. Og enda þótt hann elski þig, þá hatar hann rafh/öður fyrir ÖU viðtæki Heildsala-smásala VILBERG & ÞORSTEINN Laugavegi 72 simi 10259 þig lika, og vi'll gera þér eitt- hvað illt, ef þú ekki gætir þín. Það fór hrollur um mig. Hver gat þetta verið annar en John? John, sem aðeins beið færis að ná sér niðri á mér. Og til þess mundi hann nota Kay. Aftur langaði mig til að hlaupa út. Ég vildi helzt ekki heyra meira. En samt sat ég kyrr og hlust- aði. — Þú getur ekki gifzt mann- inum, sem þú elskar, eins og er, vegna þess að einhver hindr un er í veginum. En sú hindr: un er bráðlega úr sögunni. Hjartað í mér hoppaði. Nú langaði mig ekki lengur til að taka til fótanna. Nú var ég feg- in að hafa komið og látið spá fyrir mér. — Gerið svo vel að halda áfram. Mig furðar á, hve þetta er nókvæmt. Ég brosti. — Og það er dásamlegt. að þessi hindr un skuli ætla að hverfa. Konan leit á mig. — Þú veizt ekki, hver hún er? Ég hristi höfuðið. — Nei, en ég vildi ósku að ég vissi það. — Þú færð að vita það mjög bráðlega. Það sé ég í krystall- inum. En þó að þú haldir, að þú sért búin að höndla hamingjuna, þó er það ekki nema rétt í bi'li. Önnur kona kemst upp á milli ykkar. Hún er há og grönn og mjög falleg, með hrafnsvart hár og hvítt hörund. Konan strauk hendinni um ennið. — Þvú mið- ur, er myndin að hverfa, svo að ég get ekki sagt þér neitt meira. Þegar ég fór frá henni og hitti Rupert aftur, sagði ég ein- beittlega við sjálfa mig, að ég skyldi ekki láta það, sem ég hafði heyrt, hræða mig. Það væri heimskulegt að láta undan þeirri hræðsiu. Það hlaut að vera hrein til- viljun, að hún hafði sagt mér svo margt sem ég vissi vera satt. Ég mátti ekki fara að setja fyrir mig þessa hóvöxnu, svart hærðu konu, sem mundi komast milli okkar Bob. Það væri ekki nema heimska. Ég fann Dóbóru og Nick í sam ta'li við Rupert, og þau voru líka að bíða eftir að láta spá fyrir sér. — Var hún góð, Melissa? spurði Debóra forvitin. — Hún sagði mér margt, sem ég vissi að var satt, sagði ég, — en ég trúi nú ekki meir en svo á hana. Nú er komið að þér Ru- pert. — Vertu ekki mjög lengi, sagði Debóra. — Ég er alveg æst að komast að hjá henni. — Þú getur komið í staðinn fyrir mig, sagði Rupert. — Mig lamgar meira að komast í dans- inn aftur. Hvað er klukkan? sagði ég þegar við komium inn í danssal- inn. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl Sá á fund .... segir máltækið. Þetta á ekki síður við hugmynd- ir en áþreifanlega hluti. Nautið, 20. apríl — 20. maí Ef eitthvað liggur þér þungt á hjarta, skaltu hiklaust ráðfæra þig i við sérfróða menn. Ótti þinn verður ástæðulaus. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júni l Tími til kominn til að hugsa til hreyfings. En hvert? Þú eygir mögu leika innan skamms, sem hagkvæmir vcrða. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Ef þér geðjast ekki að því, hvernig fólk farnast vlð gamlan kunningja, géturðu óefað bætt honum það upp fyrirhafnarlítlð. L-jónið, 23. júlí — 22. ágúst Oft er þörf, en nú er nauðsyn. Þetta hefurðu lengi vitað, en þéi virðist auðvelt að gleyma smámunum sem þessu. Mcyjan, 23. ágúst — 22. sept. Ef ekki fer eitthvað að gerast i hagsmunamálum þínum, er élík- legt að nokkur breyting verði fyrr en i næstu vlku. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Þér er mikið niðri fyrir, og full ástæða til þess. En þú getur mik- ið lagfært eigin málefni. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Athafnafrelsið á vel við þig. Þú gctur notað þér það ótrúlega mik- ið. Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Þér hefur tekizt vel með áformin, og þvi finnst þér þú eiga gott skllið. Gakktu ekki of langt. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Gerðu þér ljést, hvar takmörkin iiggja. Annars veldurðu von- brigðum. Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. Ilaltu áfram uppteknum hætti. Þetta heppnast vel. Fiskamir, 19. febr. — 20. marz J:, Já. I.áttu bara, eins og þú hvorki sjáir né heyrir. En hug- leiddu líka, svona undir niðri, i hvaða augum þú ert að varpa rykl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.