Morgunblaðið - 13.08.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.08.1969, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST Ii96® UIM tlMGT FOLK I UMSJON GUNNARS SVAVARSSONAR OG INGIMUNDAR SIGURPÁLSSONAR - SUNDLAUG Roof Tops Framhald af bls. 5 lengi verið á döfinni hjá Blönduósingum og margs kon ar möguleikar athugaðir vand lega, jarðhita skorti og varð því undir öllum kringumstæð um að notast við upphitað vatn. Miklir örðugleikar voru á framkvæmd lögskipaðrar sundkennslu fyrir börnin. Það knúði fast á óg flestir voru sammála um að með einhverj um ráðum yrð: að koma upp sundlaug í kauptúninu. Laug in er fyrst og fremst ætluð til sundkennslu fyrir börn og unglinga. Þriggja vikna sund- námskeið hefst á morgun, en jafnframt er laugin opin fyr- ir almenning nokkurn tíma á degi hverjum. Sundkennari verður Erlingur Karlsson. ---Björn. Bergur Felixsson, skólastjóri þakkar fyrir hönd skólans. Náttúra, Ævintýri, Tilvera, Pops, Óðmenn, Dúmbó og Júdas. Þar sern blaðið var farið í prent- un áður en hátíðinm lauk, látum við öðrum eftir að dæma um á- rangurinn, en snúum okkur þess í stað að Jóni Ármannssyni, ein- erfitt að segja, en hins vegar hefur reynslan sýnt, að fyrsta tölublað er að jafnaði upphaf og endir útgáfunnar. Til þess að kynnast nánar framtíðarhorfum blaðanna, sem nú koma út, sner- um við okkur til ritstjóra eins þarf að selja til þess að ekki verði tap á rekstrinum". — Er ekki væntanlegt fram- hald á útgáfunni, og ef svo er, eru þá einhverjar breytingar í vændum? „Jú, við erum þegar langt komn- ir í samningu næsta tölublaðs, og sú breyting kann að verða, að blaðið komi offsetprentað út. Að öðru leyti eru engar breyt- ingar fyrirhugaðar. Það verður sextán síður og hefur að geyma greinar og viðtöl, aðallega um hljómlistarmenn og annað við- komandi unglingum. Þá er og til í dæminu, að nýr maður bætist í hóp útgefenda, Hjörtur Blön- dal, sem leikið hefur á Röðli Morris — 1100 sfation árgerð 1966 í mjög góðu ásigkomulagi er til sölu. Bifreiðin verður til sýnis að Karfavogi 41 kl. 14 til 19 i dag. Sími 33942. MIKIL gróska á séi nú stað í skemmtanalífi ungs fólks í Reykjavík. Einkum kemur það fram í mikilli aukningu hljóm- sveita, og hafa fróðir menn ymprað á, að húr. sé hlutfalls- lega meiri en náttúruhamfarir manna millum. Er það ævin- týri líkast, hversu vel margar þessara hljómsveita blómgast í tilveru náttúrunnar. en eins og oft vill brenna við, er arfi og annað illgresi inr.an um. Margar hinna lélegri og jafn- vel betri hljómsveita reyna að koma ár sinni betur fyrir borð með óvenjulegum nafngiftum og og auglýsingastarfsemi. Mjög ánægjulegt er að vita til þess, að meðlimir vissra hljómsveita hafa sýnt auknum styrk manns- líkamans meiri áhuga. „Fæturn- ir verða sterkari, sterkari og sterkari eftir hvern dansieik með . . .!” Þá er og ekki úr vegi að minn ast á, að ein þeirra hefur á að sikipa dugmiklum fatafelli, sem ku hafa mórölsk áhrif á tilheyr- endur. Athugandi væri fyrir Sig- mar í Sigtúr.i að fá hann í lið með sér í stað hinina fögru stúlkna úr útlandinu. FESTIVAL Nú vendun. við okkar kvæði í kross og fjöllum um merkasta viðburð islenzkrar æsku á sviði pop-tónlistar. Vel undirbúin og vönduð hátíð, „Pop-Festival 1969”, fór fram í Klúbbnum við Lækjarteig á mánudagákvöld. 10 hljómsveitir komu fram: Roof Tops, Blues Kompaní, Trúbrot. um eiganda Tónaútgáfunnar, seim verið hefur driffjöðrin í öllum undirbúningi. „Megintilgangurinn er að fá fram ýmsar stefnur í Pop-tón- list, fluttar á sama stað á svip- uðum tíma, til þess að góð heild armyud fáist, sem auðveld- ar dóma á gæðum hljómisveit- anna.” — Reynist örðugt að fá hljóm- sveitir til þátttöku í hátíðinni? „Nei, það var ekki, enda var það sameiginlegur vilji allra þeirra hljómsveita, sem hér koma fram, að slíkur viðburður ætti sér stað, en herzlumuninn, átakið til samstarfs hefur þurft, og tók ég það að mér.” — Er kostnaðarhliðin ekki stór þáttur?” „Jú, kostnaðurinn er orðinn gíf- urlegur, enda til einskis sparað. Takmark okkar er að ná inn fyrir kostnaði, og er verð miða, 175 krónur, miðað við það. Það er einungis áhuginn, sem knýr okkur áfram, gróðasjónarmiðið ræður hér engu’.’ — Búizt þið við mikilli að- sókn? „Eins og ég sagði áðan, þá er verð aðgöngumiða miðað við að ná inn fyrir kostnaði. Til þess að fara þannig að verðum við að hafa eitthvað til að byggja á, en að sjálfsögðu er undirstað- an mjög ótraust. Við leyfðum okkur reyndar að vera svo bjart sýnir að búast við góðri aðsókn. Húsnæðið tekur 420 manns, en þar sem vínveitingar verða, er aldurstakmark átján ár.” Við minntumst á, að mikill uppgangur væri í pop-heiminum um þessar mundir og þá aðal- lega meðal hljómsveita. En þessu fylgja einnig ýmis auka- áhrif. Dansleikjum fjölgar og blaðaskrif aukast. Er því ekki að undra, að nokkur ný táninga- blöð hafa skotið upp kollinum í borginni og nágrenni hennar. Hér er um þrjú blöð að ræða: Jónínu og Samúel í Reykjavík og Táninginn á Selfossi. Hvort þessi rit verða langlíf eður ei, er 4 & " 1 þeirra, Páls Hermannssonar. Á- samt Ástþóri Magnússyni sá Páll um útgáfu Jónínu, og sagði hann fyrsta tölublað og jafn- framt hið eina. er enn hefur lit- ið dagsins ljós, hafa komið út í síðastliðnum mánuði og sölu þess gengið ágætlega. Efnið fjall aði að mestu um hljómsveitir, en að auki voru viðtöl við framá- menn í pop-heiminum . — Hver var kostnaðurinm við útgáfu fyrsta tölublaðs? „Fyrsta tölublað kostaði okkur um það bil tuttugu þúsund, og reikna ég þá með blaðinu full frágengnu, auk dreifingar- kostnaðar, þannig að nokkuð „Trúbrot (m. Magnúsi Ingimarssyni og hljómsveit) að undanförnu og var jafnframt einn útgefanda Toppkorns". Ef allt gengur að óskum með útgáfu annars tölublaðs, verða í því viðtöl við „Tilveruna, „Trix og eitthvað um „Tárið. Nú og svo langar okkur að skrifa um Bandaríkjaför Trú- brots, sem umdeild er orðin, Salt vík, Café de Paris, svo eitthvað sé nefnt. Við höfum kosið að hafa efni blaðsins mest innlent, en eitthvert erlent efni kann að læðast inn á milli. Þá kæmi einn ig til greina að hafa teiknað efni í framtíðinni t.d. myndasögur eða háðmyndir, því ég tel það lífga mjög upp á blaðið. f sam- bandi við það, hvort samkomu- lag sé um efnisval milli þeirra blaða, sem gefin eru út á vett- vangi unga fólksins, er því til að svara, að við höfum hliðsjón með útgáfu annarra blaða, svo að æm minnst verði um sama efnið. Að lokum vil ég geta þess, að næsta blað lækkar ef til vill í verði, og þá niður í tuttugu og fimm krónur. I. S. G. S. Breyting á starfs- liði Loftleiða Mbl. hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Loftleið- um. Vegna blaðaskrifa um upp- sagnir flugliða og samdrátt í flug rekstri, telja Loftleiðir rétt að Skýra frá eftirgreindu. Fjórir flugstjórar Loftleiða sögðu upp atvinnu sinni hjá fé- laginu með tilskyldum fyrirvara, og lauk störfum þeirra allra hjá Loftleiðum hinn 1. þ.m. Einn aðstoðarflugmaður sagði einnig upp starfi frá og með 1. þ.m. Tveir flugvélstjórar hættu störfum hjá félaginu að eigin ósk ,annar 1. júní sl„ en hinn 1. júlí. Nýlega var fimm flugleiðsögu mönnum sagt upp störfum og hætta þeir, að öllu óbreyttu, hinn 1. nóvember n.k. f uppsagnar- bréfunium er frá því skýrt að ástæðan til þeirra sé hinn árs- tíðabundni samdráttur flugstarf- seminnar á tímabili vetraráætl- ama og sumiairáætiuii 1976 enn ekki fullgerð. Þar er einnig frá því greint að hugsanlegt sé að síðar komi til endurráðninga, en að öðrum kosti boðin aðstoð til útvegunar annarra starfa, innan félagsins eða utan þess. Hjá félaginu starfa nú um 190 flugfreyjur, og eru margar þeirra ráðnar til sumarstarfa einna. Undanfarin ár hefir flug-- freyjum jafnan fækkað við gild- istöku vetraráætlana, og er nú gert ráð fyrir að á vetri kom- airnda viinni um 126 flugfreyjur hjá LofltJleáðuim. Er þa@ svipaiðlur fjöldi og uniruið hefuir fluigfreyju- stöirf hjá félaiginiu umdianifamia vetur. Enda þótt félagið harmi brott- för þeirra gömlu og góðu starfs manna ,sem kosið hafa að leita sér atvinnu annars staðar, þá er þó meira hryggðarefni að þurfa af óviðráðanlegum orsökum að segja þeim upp vinnu ,sem óska að fá að vera áfram í þjónustu félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.