Morgunblaðið - 13.08.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.08.1969, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST li&6® 8 '&msm Sár gremja fyllti huga hans, og rétt sem snöggvast tók hann ekkert eftir herberginu, sem var ailt fullt af eldi og reyk. En hann áttaði sig samt aftur, er hann fékk ákaft hóstakast. Þarna gat verið um möguleika að ræða. Að minnsta kosti var það eitt víst, að hann varð að koma Pont út í hreint loft, og sjálfur var hann nú með stöð- ugan hósta og honum súrnaði í augum. Reykurinn þéttist stöð- ugt og logarnir voru gráðugir i það litla súrefni, sem eftir var. Hann dró Pont yfir brennandi gólfið og að glugganum. Tucker kom honum þannig fyrir, að hann gæti gripið til hans fljót- lega. Honum leið eins í lungun- uim og væru logarnir komnir nið- ur í þau og væru að brenna þau, hægt og bítandi. Hver hósti var hreinasta kvalræði og hann átti mjög erfitt með að teygja sig upp og ná í gluggakrókinn. En hann gat samt opnað gluggann. En í verkjandi höfðinu var eitt- hvað, sem sagði honum, að það skyldi hann ekki gera. Nú varð hann að ráða það við sig, hvorn afarkostinn hann skyldi taka. Rakt næ’turloftið streymdi inn og nú fengu logarnir þá nær- ingu, sem þeir höfðu verið að bíða eftir. Það varð geysimikill hvinur, þegatr súrefndð náðd til þeirra og það sem áður höfðu ekki verið nema smáblossar, vatrð nú að eyðandi eldi, sem gaus gegnium gluggann og kró- aði Tucker inni í logheitri kró, HUSEIGENDUR - ARKITEKTAR - HÚSASMIÐIR athugið, að hér er toksins komin heimsbekkta gæðavaran VELUX OFANLJÓSGLUGGINN, NÝJUNG A ISLANDI og þakglugginn, sem þér hafið beðið alltof lengi eftir. — Velux er glugginn, sem gerir þakherbergin í húsum yðar vist- legri og bjartari. Velux-ofanljósglugginn er hverfi- gtuggi með tvöföldu gleri, sem fægist 'mni — er léttur í með- ferð og varanlegur, gerður úr tré og hjúpaður sink- eða eirum- gjörð að utan, sem aldrei ryðgar. Vandaðar inndekkningar fylgja. Velux hefur farið sigurför vfða um K5nd og fæst l mörgum stærðum — hentar jafnt til nýrra sem eldri húsa. Magnús H. Gíslason Grenimel 14, Rvík, sími 10894, Gtsökistaðir: Byggingavörur hf, Laugavegi 178 sfmi 35697, þar sem gtuggamir eru til sýnis. sem næstum strax blés burt fyr- ir vindinum. En það var ekki nema andartak, og brátt fann hann aftur, að hörundið á hon- um skorpnaði, er hann stóð snöggvast eins og agndofa. Hann hafði ekki nema sekúnd- ur til umráða og vissi af því. Meðan hitinn bakaði hann að aft an, reif hann upp gluggann og grindina með kröftum manns, 56 sem á ekki eftir nema nokkur augnablik ólifuð. Heil skriða af múrmylsnum hvolfdist yfir hann, er grindin losnaði. Þetta nægði til þess að komast út og hann renndi fætinum fljótt yfir gluggakistuna, sem nú var tek- in að brenna. Þegar hann kom út á þakið fyrir utan, flýtti hann sér að rífa utan af sér brennandi skyrt una og hallaði sér síðan inn í eldhafið til þess að ná í Pont. Hann náði góðu taki I rjúkandi fötin á honum. En þá gusu log- arnir aftur um hann og sleiktu á honum andlitið. Hann féll aft- ur á bak niður í smáhvilft milli þakanna, og hélt höndum fyrir andlitið. Hálfblindaður af hit- aniuim, reyknuim og eigin ör- væntingartárum, brölti hann enn áfram en stanzaði þá. Þetta var orðið um seinan. Logarnir viku nú ekki einu sinni fyrir gol unni. Þeir mundu ekki hvílast fyrr en þeir hefðu fengið nægju sína, eftir að hafa gleypt húsið og sennilega þau næstu líka. Og í augnablikinu nutu þeir sýni- lega máltíðar sinnar, stórir rauð gulir blossar höfðu fengið yfir- höndina og bráðum mundi kvikna í gasgeymunum, og þeir springa. Tucker langaði mest til að gráta. Þegar hann klifraði nið- ur, fann hann tárin renna niður andlitið á sér. Vinur hans var þarna inni, og nú líklega brunn inn til ösku. Hamn ásakaði ekki sjálfan sig, því að hann vissi, að hann hafði gert það, sem hann gat. Logamir höfðu borið af honum, og svo ekki meira um það. Og sár verkurinn í hans eigin líkama minnti hann á, hvernig komið var. Hann lang- aði ekkert til að hreyfa sig, held- ur mest til að verða kyrr og horfa á logana ljúka verki síriu. öácur, sem heyrðist hinum megin frá húsinu, vöktu hann af þessu dái hans. fbúar hinna hús anna voru komnir út og ekki mundi líða á löngu áður en slökkviliðið kæmi á vettvang. En það gæti ekki bjargað Pont. Ekkert gat bjargað honum fram ar. í ringli sínu fann Tucker, að hann varð að koma sér burt. Hann langaði ekki neitt til að láta fyrri hópinn ná í sig. Glugg ar voru teknir að opnast, er hainn brölti yfir húsaþökin í Medina. Fyrir aftan sig heyrði hann gashylkin springa, en hann leit ekki um öxl, Loksins fann hann skarð milli tveggja þaka og gekk eftir því, rétt eins og eftir götu. Hann sá ferhyrnt gat, rétt á síðustu stundu. Sem snöggvast áttaði hann sig ekki á því, en þá skildist honum að þetta var loftræstingargat frá markaðsskálanum fyrir neðan hann. Gatið var að vísu þröngt, en samt tókst honum að smjúga gegn um það. Hann hékk stund- arkom á höndunium, en sleppti síðan takinu og datt niður á stieimforún. Hvað miunaði hann svo sem um svolítinn sársauka í viðbót við þann, sem fyrir var? Tucker horfði á búðirnar með byrgðu gluggunum. Horfin voru teppin og veggtjöldin og tösk- urnar og sylgjurnar — hann var þarna einn á þessu eyðilega markaðstorgi, sem var jafndautt og hann var sjálfur innvortis. Hann lagði af stað gangandi eft- ir eyðilegu götusmugunni, og heyrði sitt eigið fótatak eins og í fjarska, en hæst bar þó hatur hans á tveimur mönnum. Það brann í huga hans, líkast eld- inum í húsinu. Gegn um logana, sem enn brunnu fyrir augum hans, gat hann séð Gass og Cap- elli, sem hann hataði svo inni- lega. Pont var hættur að tína upp brauðmylsnu, og þeir skyldu sannarlega fá að borga fyrir það. Mörgum klukkustundum síðar sat Tucker í skrifstofu Khayars með stóran kaffibolla við um- bundinn olnbogann. Hann hafði þverneitað að leggjast inn í sjúkrahús. Khayar hafði rétt get að fengið hann til að koma þar við, þegar hann hafði farið að hitta hann á stöðinni, en hann hafði hlustað á aðalatriðin í sögu hans, hringt í síma, en síðan neitað að hlusta á meira fyrr en Tucker hefði fengið gert að sár- um sínum. Nú hallaði hann sér aftur í sætinu og hlustaði á Englend- inginn, sem var líkastur ein- hverjum safngrip frá Egypta- landi. Hendur, handleggir og önnur höndin voru í umbúðum. Augabrýrniar og hárið var sviðið, rétt eins og hvert ein- stakt hár hefði verið klippt og síðan hnýtt upp á endann á því . . . f andlitinu var hann með plástur á annarri kinninni, varirnar voru sprungnar, og undir sloppnum, sem hann hafði fengið léðan var bakið á honum sveipað umbúðum. Með annarrar gráðu brunasár hefði hann átt að vera í sjúkrahúsi, en það reyndist ómögulegt að halda honum þar kyrrum. Það var ein hver æðisgenginn glampi í aug- um hans, sem Khayar kunni ekki við, og hann tók að velta því fyrir sér, hvort Tucker hefði orð ið fyrir einhverju sálarlegu á- falli. En annars talaði hann af fullu viti. — Það hefur sennilega bjargað Norsk lœknastúdína óskar eftir herbergi strax. Meðmæli fyrir hendi. G. HAARTVEIT, Rödsbakken 8, 1750 Halden, Norge. Lokað vegna sumarleyfa frá 20. ágúst til 15. september. BRIMNES H.F. Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. AUt scngur betur í dag, og ljúktu öllu fyrir helgina. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Gerðu fjárhagsáætlun fyrir helgina. Tvíburarnir, 21. mai — 20. júní. Gott er að senija frið í dag. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Hiustaðu á allt sem aðrir hata að segja, en farðu síðan þínar götur. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Unga fólkið kemur þér á óvart. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Reyndu að ganga í bandalag við einhvern, sem er með hugsjónir, og aðstoðaðu hann vel. Vogin, 23. september — 22. október. Farðu og eyddu fé þínu á ódýrari stöðum en þú átt vanda til. Sporðdrekinn, 23. október. — 21. nóvember. Athugaðu vel hvað er hagkvæmt, og láttu það ganga fyrir. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Góður dagur, ef þú getur stillt þig um að striða ættingjum þínum. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Vinir þínir, einkum eldra fólkið, verður þér sérlega hjálplegt i dag. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Reyndu að fá gagnkvæma samvinnu. Farðu i smáferðir. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. Ef þú ert beöinn að Þegja, skaltu gera það. Reyndu einhverja tómstundaiðju. lífi mínu, að lík Ponts datt ofan á mig. Þeim hlýtur að hafa veitzt erfitt að komast að mér. En þar sem þeir ætluðu sér að brenna okkur báða, skipti það ekki svo miklu máli. En til hvers að vera að loka gluggunum? Og hvað töldu þeir, að við hefðum gert fyrir okkur? — Fyrir nokkrum dögum var talið, að þér hefðuð nauðgað og myrt tvær innlendar stúlkur. Það var óhugnanlegur glæpur, sem Evrópumaður framdi og nú er hann í fangaklefa hér niðri. í öðrum klefa er hann kunningi yðar með rauða vefjarhöttinn. Það var vitanlega hann, sem taldi skrílnum trú um, að þið hefðuð nauðgað stúlkunum. Þær áttu heima einmitt rétt við horn- ið á þessari smágötu. Þar sem æsingur hefur gripið um sig á einhverjum stað, er auðvelt að æsa fólk upp til hryðjuverka. Og þið voruð þarna í felum og þið voruð Evrópumenn. - Ég er ekki viss um þennan glugga. Hefði hann verið skilinn eftir opinn, jafnvel eftir brun- ann, þá hefði getað komið í Ijós aitvik, sem gerði það mögulegt að halda miálinu áfram, og það hefði Gass viljað forðast. Hann vildi sýnilega láta ykkur finna ykkur einhverja undankomuleið, en bara ekki láta það líta þannig út. Þetta er aðeins dæmi um það, þegair æsrtur skríll fer manmia- villt. — Getið þér komið honum í samband við húsið? — Yður mundi furða, ef ég svaraði því játamdi. Húsið er ekki á nafni Gass. Og Rauð- hattur heldur því fram, að hann hafi aldrei hevrt hann nefndan á nafn, en það er nú ekki að marka, svona í upphafi málsins. En til allrar óhamingju var stúlkunum nauðgað einmitt í þessu hverfi, og fanginn minn sást þar skammt frá, ásamt öðr- um manni. Gass vissi, hvað hann hafðist að. Tucker virtist ekki hafa neinn áhuga á þessum skrílforingja með rauða vefjarhöttinn. Hon- um var alveg sama, hvort hann var í fangelsi eða ekki. Hann var aðeins að slægjast eftir Gass. Khayar sagði: — Ég gerðist svo djarfur að hringja til frú Vey. Hún er á leiðinni hingað til að taka móti yður. Tucker varð bálvondur. Hann veifaði handleggnum með öllum umbúðunum á, í mótmælaskyni. — Hún er í hættu stödd. Svo leit hann á sjálfan sig — Dugar yður ekki Pont og svo þessi úr- gangur af mér? Hvers vegna viljið þér flækja hemni í þetta aftur? — Ég er nú enginn bjáni, hr. Tucker. Khayar varð ískaldur og rólegur aftur. Það er komið í blöðin, að tvö lík hafi fund- izt í rústunum af húsinu. f þetta sinn sagði ég svolitla mein- lausa lygi við þá. Stúlkan er í engri hættu stödd, meðan þeir Capelli og Gass halda ykkur báða vera dauða. Þeir vita, að hún hefur ekkert raunverulegt ákæruefni á þá, og þeir hefðu ekki notað sér hana til annars en að komast að ykkur. Tucker hallaði sér aftur í stól inn og gretti sig, þegar bakið á honum snerti hann. En svo breyttist á honum svipurinn. Hann var enn æðisgenginn í augunum, en nú var kominn á andlitið einhver fjarrænn svip- ur, sem Khayar fannst bæði dul- arfullur og ógnvekjandi. — Þér verðið að komast aftur til Englands, hr. Tucker, meðan Capelli heldur yður dauðan, þurfið þér ekkert að óttast. Tucker heyrði ekki orð af þessu. — Ætlið þér að vísa Cap- elli úr landi? spurði hann. — Vitanlega. — Gefið þér honum einn sól- arhring enn. — Það get ég ekki. Tucker stóð upp. — Lftið á mig. Og hugsið þér um Pont. sem á konu og börn í París. Svo margt og mikið hefur gerzt, að ég á fullan rétt á að biðja yður um þetta, og þér eruð siðferði- lega skyldugur til að hlusta á mig. — Ég hef þegar hlustað, en ég get ekki látið þetta eftir yð- ur. Ég verð að fá hann út úr landinu og þatð fljótt. —En hvað þá um Gass? — Þaið er verið að left® að honum og hann finnst fljótlega. — Og verður svo sleppt aftur? — Já, ef við getum ekki sann- að neitt samband hans við skríl- inn. Það er enginn glæpur að kama ykkuir fyrir þarna í hús- inu. Og að gefa ykkur játningu, sem sennilega er login, er held- ur ekki glæpur, þar eð þið hafið enga embættislega aðstöðu. Og við getum aldrei sannað, hvort þetta skjal var pappírsins virði, sem það var skrifað á, þar sem það brann engu síður en allt hitt. — Gefið þér Capelli einn sól- arhring í viðbót! Khayar reyndi eftir föngum að haga sér eáns ag lögreglu- maður. Þetta var regla, sem hann hafði vandlega farið eftir og hingað til hafði hún komið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.