Morgunblaðið - 02.09.1969, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.09.1969, Blaðsíða 28
RITSTJÓRIM • PREIMTSMIÐJA AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA 5ÍMI Heyskaðar í Eyjafirði Kífsá, 1. september. HEYSKAPUR hefur gengið mjög vel hér við Eyjafjörðinn í sumar. Að vísu hafa rigningar- skúrir tafið nokkuð fyrir, þann- ig að töiuvert var óslegið. í sl. viku, og gripu menn því taeki færið að slá það sem óslegið var nú fyrir helgina. Þegar gefck í vestfcan ofsanrn á laugardaginn, var hér víða mikið af heyi þurru og hálfþurru, ým- ist flötu eða lítið uppsettu, og urðu því víða tilfinnanlegir hey- Skaðar. Hefur verið unnið að því undanfarna daga að ná því saman, sem hægt var að bjarga, en er það víða lítið og sums staðar ekki neitt, einkum á ár- bökkum, þar sem allt hefur sóp- azt í ármar. Eru dæmi þess að menn hafi ettdki talið borga sig að raka yfir tún, sem áður var hey í fLekkjum. Ennfremur bar ofurlítið á að fyki hús eða húshlutar, sem verið var að reisa. Útlit er fyrir góða karfcöflu- uppskeru, og er langt síðan farið var að taka upp ágætar kartötfl- ur. — Víkingur. Mjólkurvörur hækka — Hyrnumjólkin um 70 aura — Gœðasmjör um 17,40 kr. Ingólfur Jónsson, flugmálaráðherra, opnar flugsýninguna. Bak við ráðherrann sést Avro 504 flugvél, eins og fyrst var flogið hér á landi. Ljósm. Mbl. Ól. K.M.) FRAMLEIÐSLURÁÐ landbún- aðarins hefur ákveðið nokkra hækkun á mjólkurvörum. Er hér um að ræða hækkun á verðlags- grundvelli bænda, sem stafar að mestu af kauphækkununum nú 1. ssptember samkv. visitölu, en jafnframt vegna ýmissa annarra smærri atriða, svo sem eftir- stöðva af síðustu gengisfellingu og svo aukins kostnaðar við dreifingu og vinnslu mjólkur, að Prentara- verkfalli lokið SAMNINGAR tókust milli félaga bókagerðarmanna og atvinnurekenda aðfaramótt síðastliðins mánudags, eftir sáttafund, sem boðaður vax á sunnudagókvöldið, ein þá hafði verkfall prentara og bókbind- ara staðið í viku. — Samning- amir voru síðan bornir undir félagsfundi í gær og sam- þykktir. Samningar náðust á svipuð- um grundvelli og áður hafði verið samið við önnur félög iðnaðarmanna. Hækkun kaups er hlutfallslega hin sama, en auk þess voru nokkrar aðrar breytingar gerðar á fyrri sarmningi. því er Sveinn Tryggvason, fram- kvæmdastjóri, tjáði Mbl. í gær. Svo vi'kið sé að hæfcfcuniuim á emstökum vörum, þá hæklkar mjóllk í lausu máli úr 12.15 kr. í 12.90 fcr., og hyrnumjólfc úr 13.40 kr. í 14.10 kr. Rjómi í kvart hymum hækfcar úr 31.10 kir. í 32.40 kr. Ópakkað sikyr kostaði áður 29.80 kr. en kostar nú 31.10 fcr. Gæðasmjör hæfcfcar úr 168 kxón- um í 185.40 og 45% asturinn kost ar nú 188.90 kr. en var áður 177.90. Löks hæfclkar 30% ostur- inn úr 135.60 'kr. í 144.10 kr. Fimm þús. manns á flugsýninguna UM fimm þúsund manns hafa nú séð flugsýninguna — „Flug i 50 ár“ — sem haldin er í Flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli í til- efni þess, að á morgun eru lið- in 50 ár frá því fyrst var flogið hér á landi. — Ingólfur Jóns- son, flugmálaráðherra, opnaði flugsýninguna sl. fimmtudag en hún verður opin til 7. september, frá klukkan 14 til 22 daglega. Vegma veðurs hefur til þessa 93 sólskins- stundir í ágúsf — Aðeins 3 sumur sólminni síðan 7923 REYKVÍKINGAR og aðrir Sunnlendingar hafa ekki að ástæðulausu kvartað yfir sólar- leysinu í sumar. f ágústmánuði mældust aðeins 93 sólskins- stundir í Reykjavík og hefur ágústmánuður aðeins þrisvai sinnum verið sólarminni síðan slíkar mælingar hófust árið 1923. Samanlagður fjöldi sólskins- stunda í júní, júlí og ágúst er 352 og hefur aðeins þrisvar sinn- um verið minni á þessum tíma. Sólskimsleysið í suimar slær þó efclki sumiarið 1955 út, því að þá voru aðeimis 73 sólskimisstiumdix í ágúst og 328 í júní, júlí og ágúst sarmainiliagt. Árið 1947 vom einmáíg aiðeims 73 sólskimsstumdir í ágúst og samanlagðuir fjöldi sólskins- stunda yfir sumarmániuðinia var lægri em niú. Árið 1945 voru sól- skimss'tuinidirmar í ágúst 79. Auk eumramma 1955 og 1947 hafa sum'airmámuðirmir aðeims einu sinmi verið sólarmimmi em mú, árið 1926. Mörg mál til umræðu á fundi utanríkisráðherranna í Reykjavík orðið að fresta öllum atriðum, sem fram áttu að fara utan skýl isins, svo sem fallhlífastökki o. fl., og flugdeginum, sem halda átti sí. sunnudag, varð að fresta vegna veðurs og er ráðgert að halda hann n.k. laugardag. í dag er væntanleg til lands- ins brezka listflugsveitin „Red Arrows“, sem mun m.a. sýna list ir sínar annað kvöld. í Morgunblaðinu í dag er grein, sem segir frá flugsýning- unni, og viðtal við Agnar Kofoed Hansen, flugmálastjóra. Fleiri greinar í tilefni 50 ára afmælis flugs á íslandi munu birtast í Morgunblaðinu næstu daga. Skólar byrjuðu í gær — Um 100 fleiri barnaskólabörn í Reykjavík en í fyrra Barnaskólarnir í Reykjavík og flestum bæjum úti á landi tóku til starfa í gær, en skólar til sveita hefja yfirleitt ekki starf fyrr en 15. september eða 1. október. Samkvæmt upplýsingum verða um 9 þúsiumd börn í barna skólum borgarinnar í vetur og er það um 100 barna aukning frá því í fyrra. Skólar borgar- innar verða 13 í vetur og er það einum færra en í fyrra. Barnakennslu er hætt í Miðbæj arskóla og Lautgalækjarskóla og fara börn úr Miðbæjarskóla- hverfi í Austurbæjarskólann og skólana í vesturbænum og börn in úr Laugalækjarskólanum fara flest í Laugarnessskólann. Einn nýr skóli bætist við, Breið holtsskóli, en hann getur ekki tekið til starfa fyrr en um miðj- an mánuð, þar sem hann er í byggingu. Fyrsti áfangi skólans af þremur er í smíðum og verða þar 12 kennslustofur. Fastir kennarar í barnaskól- um borgarinnar verða um 300 að skólastjórum meðtöldum. Það sem hér er sagt um barna skóla borgarinnar nær ekki til einkaskóla, svo sem Landakots- skóla og ísaksskóla. Um fjölda þar er enn ekki vitað, en sam- kvæmt upplýsingum Fræðslu- málastorifstofunnar var saman- lagður skólabarnafjöldi í Reykja vík í fyrra 10.172 og fastir kennarar voru 332. Kennt var í 23 skólum. Nýr ríkis- endurskoðandi HALLDÓR V. Signrðsson, lög- giltur endurskoðandi, hefur ver- ið skipaður ríkisendurskoðandi frá 1. sept. þ. á. að telja. Halldór er fæddur 13. júlí 1924. Hann laiufc prófi frá Verzl- umiairsikóla íslamds áriið 1946 og hlaiuit löggildimgu sem enduirskoð- amidi árið 1954. Nú uim n'okkur ár hetfur hamin haft eigin emdur- skoðúmarstorifsitofu. m.a. Biafra, Grikkland og hafs- botnsmálið hjá S.Þ. 20. þing SUS hnldið u Blönduósi 5.-7. september UTANRÍKISRÁÐIIERRAR Norðurlanda komu saman til fundar í Reykjavík í gær. Emil Jónsson, utanríkisráðherra, skýrði Morgunblaðinu frá þvi eftir fundinn í gær, að ráðherr- arnir hefðu rætt heimsmálin al- mennt og borið saman bækur sinar um mál, sem koma munu fyrir á Allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna í haust. Nefndi ráð herrann Viet-Nam, Biafra og Grikklandsmálið, tillögu Finna um ráðstefnu í Helsingfors, þar sem um öryggismál Evrópu yrði fjallað og loks taldi ráðherrann upp umræður um hafsbotninn. Ekki vildi ráðherrann skýra frá því, hvernig umræður hefðu gengið fyrir sig á fundinum. Fundi utanríkisráðherranna lýk- ur í dag. Allir utanríkisráðherrar Norð urlandanna sitja fund þennan, frá Danmörku Poul Hartling, frá Finnlandi Ahti Karjalainen, frá íslandi Emil Jónsson, frá Noregi John Lyng og frá Svíþjóð Tor- sten Nilsson. Auk ráðherranna sitja fundinn sendiherrar Norð- urlandanna hjá Sameinuðu þjóð- unum, ráðuneytisstjórar utanrík isráðuneytanna og ýmsir embætt ismenn utanríkisráðuneyta Norð urlandanna, alls um 40 manns. Þegar fundurinn átti að hefj- Framhald á bls. 19 TUTTUGASTA þing Sam- bands ungra Sjálfstæðis- manna verður haldið í félags- heimilinu að Blönduósi dag- ana 5.—7. september. Ungir sjálfstæðismenn, sem tilnefnd ir hafa verið fulltrúar á þing- ið, eða hafa áhuga á að sækja það, eru beðnir að hafa sam- band við skrifstofu SUS í Val höll, sími 17100, nú þegar. Hópferð á þingið verður far- in frá ValhöII kl. 8 að morgni föstudags 5. september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.