Morgunblaðið - 07.09.1969, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.09.1969, Blaðsíða 7
MORG-U NBL.AÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMB-ER 1060 7 Beinafundur á Skarðsleið vestra Það var kallað að fara Skarð, fjallveginn upp úr firðinum yf ir í næsta fjörð. Þetta var fjall- vegurinn upp úr Álftafirði yfir í Dýrafjörð vestra. Þessi leið er nú orðið mjög sjaldan far- in, en var aðal samgönguleið- in áður en strandferðir og ak- vegir komu. Ég hafði áhuga á að kanna nýjar leiðir og ákvað að fara Skarðsleiðina. Það var í miðjum júlí. Sólskin og bliða á hverjum degi. Þegar hinn ákveðni dagur rann upp, var sunnan gola af hafi og leit út fyrir að vind- kaldinn mundi ryðja inn þoku af hafinu. Ég lagði af stað kl. sex um morguninn. Þegar ég var kominn miðja vegu upp í Skarðið fylltist allt af svartri þoku. Áfram hélt ég upp eftir hlíðinni eftir gömlum troðning- um. Þetta var nokkuð hátt, um 700 m. yfir sjó upp í Skarðið. Þegar ég kom efst í hlíðina kom ég upp úr þokunni. Það var fögur sjón um að litast. Heiðbjartur himinn og stafandi sólskin, en fjörðurinn fullur af þoku. Aðeins fjallabrúnirnar upp úr. Mér fannst ég vera utan við hinn daglega heim í nýju umhverfi. í alvídd fjallanna, þar sem engin fjötur eða helsi nær til að særa mann eða tefja. Þetta var ævintýraheimur fyrir mig. Hér gat maður haft hljóðlátt ein tal við náttúruna. Eða var hér nokkuð annað en strípað grjót? Jú, þegar ég gætti betur að, þá var alls staðar fullt af mosaskóf um og þó nokkuð af æðri plönt- um eins og jöklasóley, stein- brjótum og sanda eða skegg- sanda. • Þegar ég kom vestur fyrir skarðið settist ég á flatan stein. Nú varð ég alveg undrandi. Við hlið steinsins var talsverður toppur af bygggresi. Hvernig stóð á þessu? Hugurinn reikaði vítt um og aftur í tímann. Ekk ert gat skýrt þetta fyrirbrigði. Það gat að vísu verið fullnægj- andi svar, að í gamla daga báru menn korn yfir þennan fjallveg og höfðu hvílt sig á steininum þeim arna. Auðvitað gat með ýmsu móti komizt byggkorn niður í moldina hjá steininum. í fyrstunni verður alltaf ein- hver orsök að vera fyrir hendi. Þegar ég hafði klárað þessi heilabrot til enda, varð hin im- aðslega kyrrð og tómleiki til að hrífa hug minn á ný. Fram í hugann komu línumar: „Hér andar guðs blærinn og hér er ég frjáls.“. Hér heyrðist ekki einu sinni lækjarniður hvað þá annað. • Þegar sást niður í dalinn að vestanverðu við heiðina,lagðist ég niður í mosann og ætlaði að hvíla mig og njóta kyrrðarinn- ar, en um leið seig á mig svo mikill svefn að ég varð að loka augunum, og jafnskjótt var ég fallinn í fasta svefn. Þótti mér maður standa hjá mér og brosa til mín og segja: „Fagurt er héðan að líta og gott er að hvíla á rúmi mínu“. óg til að þau yrðu grafin I vígðri mold. Seinna spurðist ég fyrir um það, hvort menn hefðu orðið úti í Skarðinu. Vissi eng- inn neitt um það. Þessi bein hlutu að vera mjög gömul. Það var ekkert eftir nema það harð- asta úr leggjunum og slitur af hauskúpunni, sem var öll mosa vaxin. Ég krafsaði í mosanum og fann aðeins tvo tinhnappa og hringju af ól.'Ég reyndi að graf ast fyrir um, hvort nokkurs staðar væri getið um manns tap á þessari leið. Aðeins á einum stað í annálum frá 1715 er talað um mann, sem fór Skarðsleið og ekki kom fram. Þessi draum ur og beinafundur tók frá mér alla gleði og fegurð fjallasyn innar. Engin hugsun gat kom- izt að, engin hrifning orðið til. Hugurinn var dreginn niður í hugsanarugl og vitleysu. — Jón. í f@?ðalag ■ við _forum I ■■ **<*■!> • ....." úá' laá r&s* ■■Jafr-, ,i mtm* 1 11 Súðavíkurþorpið, Sauradalur og Korfi í baksýn. Innst inn i Álftarfirði lagði greinarhöfu ndur af stað Skarðsleiðina yfir í Lambadal í Dýrafirði. Við þetta vaknaði ég. Þessi setning: rúmi mínu, stóð svo fast í mér, að ég fór að skoða þessa mosaþembu betur og rífa niður í hana. Varð ég þá var við beinahrúgu undir mosanum. Nú hamaðist ég við að rífa mos ann ofan af beinahrúgunni. Taldi víst, að hér hefði maður orðið úti einhvern tíma í fyrndinni. Ég klæddi mig úr jakkanum og lét inn í hann öll beinin og bar með mér heim. Ætlaðist PlANÓKENNSLA Er byrjaður að kenna. Aage Lorange La'ugarnesvegii 47, s. 33016. 2ja—4ra HERBERGJA IBÚÐ óskast ti'l teigu i Haifnarfirði eða Garðaihireppi. Uppl. ( síma 51923 frá kl, 7. TIL SÖLU steríó sett á samt pkjtu- spi'lera, seg'ul’bandi og sjón- vairpi. Uppl. í síma 2633, Keflavík. NÝTT EINBÝLISHÚS í Garðahreppi til teigu. Hús- ið er 4 svefnberb., 2 stofur, eldhús og bað. Tilb. til afgr. Mbl., merkt „3564" fynkr þriðjudag. TIL LEIGU er 2ja herb. íbúð í háihýsi við Austurbrún, laus 10. okt. Verðtil'b. og fjöiskyldustaerð sendist Mbl. fyr>r 20. sept., merkt „Regl'U'semi 3563". TVÆR STÚLKUR með 4ra máinaða gama'lt barn óska eft'ir ráðskon'U- stöðu i Reykjavik eða ná- grenni. Uppl. í síma 51357 frá k'i. 2—7 e. h. HÚSRAÐENDUR Fjarlœgi stíflur úr vöskum, baðkerum, saferniiisröruim og niðurföMum með toftþrýsti- útb. og nafm.snigluim. Vanir menn. Valur Hel'gason, sínrvi 13647. Geymið augiiýsinguna. NÝ SENDING af kven'höttum, nýir litir. Bella Bairónsstig. Notið frístundirnar Vélritunar- otf hraÖritunarskóii Vélritun — blindskrift, uppsetning og frá- gangur verzlunarbréfa, samninga o. fl. Islenzka (málfræði, stafsetning) og reikn- ingur gagnfræðastigsins. Enska — einkatímar. Upplýsingar og innritun í síma 21768. Hildigunnur Eggertsdóttir — Stórholti 27, sími 21768. íerðaskrifstofa bankastræti 7 simar 16400 12070 II ferðir Nýlega hafa opinberað trúlofun sína Rannveig Þóra Vilbergsdóttir afgreiðslust. Skógarlöndum 5 Eg- ilsstöðum og Hjörvar Ó Jensson bankasiarfsm. Laufási Eskifirði. Nýlega voru gefin saman í hjóna band af séra Jóni M. Guðjónssyni í Akraneskirkju ungfrú Gunnhild- ur Júlía Júlíusdóttir, Vesturgötu 43, Akranesi og Smári Hannesson, Höfðabraut 16, Akranesi. Heimili þeirra fyrst um sinn er á Vestur- götu 63. (Ljósm.: Ólafur Ámason Ákranesi) Nr. 117 3. september 1969. Kaup Sala 1 Bandar. dollar 87,90 88,10 1 Sterlingspund 209,70 210,20 1 Kanadadollar 81,50 81,70 100 Danskar krónur 1.168,00 1.170,68 100 Norskar krónur 1.231,10 1.233,90 100 Sænskar kr 1.700,44 1.704,30 100 Finnsk mörk 2.092,85 2.097,63 100 Franskir fr. 1 585,70 1.589,30 100 Belg. frankar 174,75 175,15 100 Pesetar 126,27 126,55 100 Svissn. frankar 2.044,44 2.049,10 100 Reikningskrónur — 100 Gyllini 2.429,85 2.435,35 Vöruskiptalönd 99,86 100,14 100 Tékkn. krónur 1.220.70 1.223,70 1 Reikningsdollar - 100 V-þýzk mörk 2.207,40 2,212,44 Vöruskiptalönd 87,90 88,10 100 IJrur 13,97 14,01 1 Reikningspund — 100 Austurr. sch. 340,40 341,18 Vöruskiptalönd 210.95 211,45 farardaginn þegar yður hentar, við sjóum um alla fyrirgreiðslu. Lorelei í SIGTÚNI ferðirnar sem fólkið velnr f þessari viku byrjar að sína listir sínar í Sigtúni dansmærin Lorelei frá London. Þetta er ung og falleg stúlka, eins og mynd- imar bera með sér. Skemmtir hún í einn mánuð í Sigtúni, og öðlast þar sjálfsagt vinsældir ein s og þær, sem á undan henni hafa verið ARABIA - hreinlætistæki Hljóðaus W.C.-kassi. nýkomið: W.C. Bidet Handlaugar Baðker Fætur f. do. W.C. skálar & setur. Fullkomin varahlutaþjónusta. Glœsileg vara. Verð hvergi lœgra Einkaumboð fyrir Island HANNES ÞORSTEINSSON heildv., Hallveigarstig 10. simi 2-44-55. Bezt að auglýsa í IVIorgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.