Morgunblaðið - 07.09.1969, Side 28

Morgunblaðið - 07.09.1969, Side 28
28 MORG-UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. SEPTEMBER 1969 Hann leit á hana, glotti, neri saman höndunum eins og til þess að hita þær í rakanum og rign- inigunmi. — í>ú verður alltaf söm við þig, Luise. Og ég liklega líka. Þú breytist ekki. Við verð- um eins og við vorum krakkar... Hann kinkaði kolli .— Já, alveg eins og krakkar sýna, hvernig þeir eru og hvað við verðum allt af, ævina á enda. Hún þrýsti sér upp að honum. — Já, ég samþykki þetta. En hefurðu tekið eftir Dirk? Hann er ekki nema þriggj a ára og reyndar tæplega það, en það er eitthvert blik í augunum í hon- um, sem mér hnykkir við. Væri GIRÐINGAREFINII gott úrval dgóðu verði FINNSKIR TRÉSTAURAR REKAVIÐARST AURAR GALV. JÁRNSTAURAR TÚNGIRÐINGANET LÓÐAGIRÐINGANET GADDAVÍR fó5ur grasfrœ girðingmfni MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR Símar: 11125 11130 s i5 I Vel klœdd nofar VOGUE Viljið þér hafa fallegri fætur, þá ráðleggjum við Vogue-sokka og sokkabux- ur. Vogue er sænsk gæðavara, sem framleidd er úr fínu og mjúku úrvalsgarni. Vogue hefur úrvalið í sokkum og sokkabuxum. Vogue hefur gæðin. Fætur er reynt hafa Vogue biðja aftur um Vogue. Sölustaðir: Vogue, Skólavörðust. 12, Vogue, Laugav 11, Vogue, Háa- leitisbr., Vogue, Hafnarfirði, Verzl. Skemman, Akureyri, Kaupfélag Þing- eyinga, Húsavík, Femina, Keflavík, og Verzl. Sigurðar Ágústssonar, Stykkishólmi, Verzl. Drífandi Vest- mannaeyjum, Verzl. Böðvars Svein- björnssonar, Isafirði. ég hjátrúarfull, mundi ég segja, að sálim úr herani Hendirkje gömlu væri endurborin í Dirk. Ég er hálfhrædd við hann, ekki stærri en hann er. Hann skalf af hlátri. Hann strauk henni og sagði: — Það er víst enginn vafi á þvi, að þú sért hjátrúarfull, elskan. Jæja, við skulum þá gera skyldu okk- ar. 4 Nokkrir siðustu dagarnir í júlí og fyrri helmingur ágúst- mánaðar voru góðviðrasamir og þurrir, með heitu, glampandi sól skini, sem skrældi jörðina og kreisti ísætan, ramman þurrveð- ursilminn úr grasinu. Það var á þessu tímabili, sem Edward mál- aði myndiraa af fjölskyldunni. 10 | Það var stórt málverk — stærra en hitt, sem hékk upp yfir hlað- borðirau í borðstofunnd — og Wil fred sagði, að það yrði að ætla því rúm á suðurveggnum í setu- stofunni. — Þar hefði fyrri myndin þín átt að hanga, drengur minn, sagði hann við Edward, en Prim rose vildi endilega að það yrði hengt þarna yfir hlaðborðinu. Hún sagði, að fólk kynni betur að meta myndir, sem hægt væri að sjá meðan á máltíð stæði. Og maður verður alltaf að láta eftir kvenfólkinu, þegar um er að ræða húsiasikipun og þesis háttar, finnst þér ekki? Nokkrum vikum eftir, að Ed- ward og Luise voru farin, stönz- uðu Graham og Hermine í fylgd með Nibiu, í borðstofunni, til þess að horfa á nýrammaða mál- verkið, sem nú var búið að hengja upp. Graham hélt að sér höndum og starði með opinn munninn. Hermine brosti, hálf- kæruleysislega, Nibia var lotn- ingarfull á svipinn, og sagði í sífellu: Ó, massa! Líttu á þetta! Grahaim snerd sér snöggt að Nibiu og sagði: — En sérðu nokkuð, Nibia? Líttu á Dirk. — Hvað um massa Dirk? — Á myndinni, á ég við, sagði Graham og benti. — Hann situr í kjöltunni á mömmu, sagði Hermine. — Við sjáum hann vel. — Já, við getum séð hann. Nibia kinkaði kolli .— Hvað er athugavert við hann, massa Graham? Graham kipptist við: — Ég er margbúinn að segja þér að vera ekki að kalla mig massa Graham, Nibia. Ég kann ekki við það. Mér finnst þá eins og þér þykir ekkert vænt um mig. Hermine hló og tók dansspor. — Mikið ertu vitlaus, Graham. Alltaf að segja einhverja vit- leysu. — Það er engin vitleysa! Tár- in koum fram í augu hans og Nibia tók hann og þrýsti hon- um að sér, og sagði: — Þetta er ekkert, barnið gott. Ég veit vel, hvað þú meinar. En þú ert að verða stór maður og þá verð ég að kalla þig massa. Þrælar verða að sýna virðingu, skil urðu, baimið gott? Hún srtrauk á honum hárið og klappaði hon- um á kinnina. Þá jafnaði hann sig og svar- aði gælum hennar í sama. Hann hélt í höndina á henni og sagði: — Ég ætlaði að segja þér frá myndinni, Nibia. Líttu á Dirk. Og vertu svo væn að kalla hann ekki massa Dirk. Segðu mér, hvað þú sérð í Dirk á þessari mynd, Nibia. Nibia svaraði og röddin lýsti blíðu og eftirlátssemi: — Ég sé hann bara sitjandi í kjöltu mömmu sinnar. Og frúin heldur handleggraum um brjóstið á hon- um. Áttu við það? — Nei, nei, svaraði Graham, óþolinmóður. Ég á við augun í honum. — Er eitthvað að þeim? — Sérðu það ekki, sagði Gra- ham, hissa. — Þau eru svo villt — eins og í villidýri í skóginum. Þvottabjamaraugu ......... Mér þætti gaman að vita, hvers — og garðurinn er gamall. vegna Edward frændi hefur mál að þau svona? — En augun í Dirk eru svona, sagði Hermine. — Þau eru ekk- ert villt. Hvað þú getur verið mikill kjáni, Graham! Hún fór aftur að dansa og svipurinn var stríðnislegur. — Ég er enginn kjáni. Mér líkar ekki augun í Dirk á mynd- inni. Ert þú ekki hrædd við þau, Nibia? Nibia þrýsti honum upp að sér og raulaði eitthvað. — Nei, barn ið gott, það er bara á myndinni. Ekkert að vera hræddur við. Massa Edward hefur málað hann svona. Það er ekkert rangt. Graham þagði stundarkorn og hélt sér í lærið á henni, en svo — Já, þetta er víst rétt hjá þér. Þetta er bara mynd. Edward frændi hefur bara mál- að hann svoraa af því að . . . af því að hann er málari. Þetta eru augun í Dirk, en bara . . . bara eitthvað svo villt. Við skul- uim faraa og gamga úti undir app- elsínutrénu, Nibia. Ég er orð- inn þreyttur að horfa á þessa mynd. En Graham var ekki einn um það að finnast eitthvað einkenni legt við augun í Dirk, eins og Edward hafði málað þau. Einn dag, þegar einhverjir kunningj- ar voru gestkomandi — fólk frá næstu búgörðum — var það, að sautján ára stúlka, dóttir frú Swiffermann, starði á mvndina og tók að gera athugasemdir um Dirk. — Ég kann ekki við augun í honum, sagði hún. Elísabet heyrði þetta og kink- aði kolli. — Já, Janetje, þar er ég á sama máli. Ég sagði þetta við einhvern, en mér var sagt, að það væri bara sjónhverfing, sem væri birturani að keraraa. Það er það ekki, sagði Janetje eiirabeitt og eiras og hún skildi ekkert í þessu. — Málarinn hef- ur málað þau svona. Hr Groen- wegel hefur haft einhverja ástæðu til að gera það, er ég viss um. Kannski hefur hann gert það í gamni. — Svona, svona, Janetje. ávít- aði frú Swiffermann. — Það er ekki þitt að gagnrýna hr. van Groenwegel. Hann er mik- ill listamaður og þú mátt heldur ekki vera of framhleypin. Elísabet hló. — Kannski er þetta alveg rétt hjá henni, Rak- el. Edward finnur oft upp á ýmsum brellum áð gamni sínu og það er vel hugsanlegt, að hann hafi ætlað að vera fynd- inn á kostnað Dirks — enda þótt ég geti ekki skilið, hvers vegna Dirk þuirfti að verða fyrir val- inu. Primrose greip nú fram í, éin- beiUlega: — Þú ert að ímynda Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Áform geta farlS út um þúfur í dag. Ættingjar þínir gera ákveðnar kröfur til þín. I.áttu ekki bugast. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Fólkið, sem þú umgengst mest er auðsært í dag. Vertu tillitsamur i allri umgengni. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Fjármálin blómgast í dag. Vertu bjartsýnn. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Athugaðu heimili þitt stofur ganga og geymslur. Er ekki hægt að lagfæra eitthvað þar? Vertu viðbúinn óvæntum atburðum. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Lifðu fyrir líðandi stund. Farðu varlega með heilsuna. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Bjartari dagar eru framundan. Breyttu til og farðu út og skemmtu þér. Vogin, 23. september — 22. október. Samvinna við utanaðkomandi fólk virðist heillavænlegri en sam- vinna við þína nánustu. Ætttingjar þínir geta fundið upp á því í dag að minna þig á gefið loforð. Sporðdrekinn, 23. október. — 21. nóvember. Mikið veltur á þvi að þú skipuleggir daginn vel. Helgaðu vinum þínum kvöldið. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Láttu aðra stjórna í þetta skipti. Gleðstu með vinum þínum. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Atburðarásin er hæg í dag. Ef til vill veldur hún þér vonbrigðum. Ekki missa kjarkinn. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Mikil vinna og erfiði er á næsta leyti. En þú munt hljóta verðskulduð laun vinnu þinnar. Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz. íhugaðu vel öll atriði þeirra verkefna sem þú vinnur að. Bjóddu vinum og vandamönnum heim í kvöld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.