Morgunblaðið - 09.09.1969, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPT. 1969
Björn Eiríksson 75 ára í dag:
Að duga eða drepast
ÞAð MUN hafa verið um
Jónsmeasuleytið vorið 1961, að til
mín kom í Silfurtúni maður sem
kvaðst heita Bjöm Eiríksson og
vera bílstjóri í Hafnarfirði. Mað
urinn var lágur vexti, en mik-
ill um hetrðar og samanrekinn.
jarphærður, breiðleitur og stutt
leitur, svipurinn festulegur og
í bonum auðsæ seigla. Björn var
með troðna skjalatösku undir
hendinni. Eg mun hafa tekið hon
um fremur fálega, og þegar ég
sá hann taka upp úr töskunni
bunka af stílabókum, sem ég sá
fTjótt að vera mundu þéttskrif-
aðar, varð mér hálfgramt í geði.
„Kemur nú þarna eitt bannsett
handritið!“ hugsaði ég, en þau
eru orðin nokkuð mörg, sem ég
hef lesið — oft mér til sárra leið
inda. Ójú, þessi maður var fast
ákveðinn í að fá mig til að lesa
það^ sem á stílbækurnar var
skráð, og með einstæðri geðró,
festu og seiglu fékk hann mig
til að lofa því, að lesa það, sem
hann hafði „párað“ — eine og
hann komst að orði.
„Ég ímynda mér ekki, að þetta
eé sérlega merkilegt, en satt er
hvert orðið, sem þarna stendur,
og ég gæti látið mér detta í hug,
að unga fólkð nú á dögum hefði
gott af að kynnast ýmsu sem,
þar er frá sagt — já, og svo
gæti það kannski verið heim-
ild um þau áhrif, sem trollveið-
ar Englendinganna höfðu á líf
fólksins hérna á landinu og á at
vinnulífið fyrir aldamótin og upp
úr þeim, eins líka skýrt það dá-
lítið hvað fólkið hefur mikið
flutzt í bæina og þorpin“
„Þú getur litið til mín eftir
nokkra daga,“ sagði ég.
Og jú, jú, ég las hvert orð í
stílabókunum, en þar var saga
Björns, foreldra hans og systk-
ina til þess tíma, er hann var
orðinn fulltíða maður. Og sann-
arlega þóttist ég komast að raun
uan, að þarna var ekki aðeins að
finna merkilegar heimildir um ó-
drepandi dug og seiglu einnar
fjölskyldu, heldur og merkan,
harmrænan þátt úr sjálfri sögu
lítillar og vanmegna þjóðar, sem
ekki var húsbóndi á sínu heim-
ilL Ég hafði ungur séð örlög-
þrungnar afleiðingar af ránskap
enekra togara og samvizkuleysi
þeirra Dana, sem áttu að verja
íslenzka landhelgi, en hörmung-
amar, sem þama var lýst, voru
ennþá átakanlegri en þær, sem
ég hafði kynnzt í bernsku. Og
hin hetjulega barátta hjónanna á
Halldórsstöðum í Hlöðuneshverfi
Vatnsleysuströnd — og þá
ekki sízt húsfreyjunnar — þótti
mér næsta merkileg. enda mundi
það mega teljast allt að því til
kraftaverka, að þau skyldu
koma upp níu börnum, sem öll
reyndust hinir nýtustu borgar-
ar og sum sérstæð að dugnaði,
áhuga, greind og skanfestu. En
ekki voru öll hjón, sem þarna
bjuggu, gædd öðrum eins vilja
og þrótti og þessi. Sú myndar-
kona, sem var Ijósmóðir á Vatns-
leysuströnd í þennan tima. sagði
við Soiveigu á Halldórsstöðum
„Æ, Solveig mín, — ef allir
gætu leitað sér bjargar ámóta og
hann bóndi þinn — og með bað
væri farið upp á þinn máta —
nei, það er ekki öllum gefið . .
En lífið er ótrúlega seigt í vesa-
lingnum. — ég er aiveg hissa á
því, er löngu orðin það, að ekki
skuli böm hafa dáið úr hor og
vesöld tugum saman árlega hér
á Ströndinni, en víst er um það,
að marg barnið hefur í gröfina
farið vegna skorts á bókstaf-
lega öllu, sem manneskjan þarf
til þess að geta tórt. Ég hugsa.
að það hefði mátt halda lífi í
mörgum fjölskyldum fyrir þá
peninga, sem hreppurinn hérna
eir búinn að borga í útfararkostn
að, þó ekki hafi verið miklu til
kostað í hvert sinn“.
Tíminn sem ljósmóðirin miðaði
við, var þau níu ár, sem liðin
voru frá því að ránskapur Bret
anna hófst, en áður hafði ekki
aðeins ríkt almervn velmegun í
sveitinni heldur hafði og fjöldi
aðkomumanna aflað sér þar lífs-
bjargar, ýmist sem hásetar á ann
arra útgerð eða sem formenn á
bátum, sem þeir áttu sjálfir.
Ég hringdi til Björns að lestri
loknum og bað hann að finna
mig. Hann brá fljótt við, og ég
sagði við hann:
„Jæja, Björn minn, — ekki get
ég sagt, að ég byrjaði lestur þess
ara blaða þinna með sérlega
góðu geði, en ég hugsa mér nú
samt, að úr þeim verði bókar-
kom. En áður en ég ákveð það
til fulls, vil ég, að við förum oft-
ar en einu sinni suður í Hlöðu-
neshverfi og ræðum saman all-
rækilega."
Ekki stóð á Birni til eins eða
neins, og hófst með okkur ágæt
samvinna. Svo kom þá út á kostn
að Skuggsjár Olívers Steins í
Hafnarfirði bókin Að duga eða
drepast, sem ég tel fyrir ýmsar
sakir eina af merkustu bókum,
sem ég hef skrifað. Til sönnun-
ar því, að ekkert sé þar ofsagt
hjá okkur Birni, vil ég láta þess
getið, að hin merka kona, Sig-
riður Sæland í Hafnarfirði, skrif
aði mér bréf, þá er hún hafði
lokið lestri bókariimar og sagði,
að frekar hefðí Björn, bróðir
hennar, dregið úr en ýkt, en
hún var elzt barna þeirra Hall-
dórsstaðahjóna og mátti því bezt
muna erfiðleika fjölskyldunnar.
Kunningsskapur okkar Björns
hefur haldizt, og þegar ég varð
þess vís, að hann yrði hálfátt-
ræður í dag, datt mér í hug, að
úr því að ég hefði ekki krot-
að um hann nokkrar límur, þegar
hann varð sjötugur, væri ekki
illa til fallið, að ég gerði það nú.
Björn fæddist á Halldórsstöð-
um 9. september 1894, og var
fimmta barn foreldra sinna. En
þau voru Eiríkur Jónsson, bóndi
og formaður, og kona hans Sol-
veig Benjamínsdóttir. Eiríkur var
fæddur í Hábæ í Vogum, og var
faðir hans sonur Teits Teitsson-
ar í Stakkakoti í Reykjavík,
— voru þeir bræðrasynir, Eir-
ikur og hinn góðkunni hafnsögu
maður Helgi Teitsson. Móðir
Eiriks var Vilborg Eiríksdóttir,
ættuð austan af Skeiðum. Sol-
veig var dóttir Benjamíns bónda
Jónssonar á Hrófbjörgum í Hít-
ardal og konu hans, Katrínar
Markúsdóttur. Voru þau hjón
bæði komin af góðu og dugandi
fólki og bjuggu um skeið miklu
myndarbúi. En svo urðu á hög-
um þeirra ill og skjót umskipti.
Veturinn áður en Solveig fermd
ist, gerði fyrst asahláku og hljóp
mikill vöxtur í Hitará, en síðan
gekk í feikna hvassviðri með
snjókomu og frosti, og þá missti
Benjamín bóndi á þriðja hundr
að fjár í ána Þetta varð honum
slíkt áfall, að eftir það fékk
hann aldrei rétt við fjárhagsinn
til fulls, þó að hann fengi forð-
azt uppflosnun. Eftir ferminguna
var svo Solveig ráðin að heim-
an, og hófst nú hennar mikla
baráttusaga. Henni virtist ekki,
að byrlega blési um framtíð sína
í illri vist, og tókst henni með
afburðaharðsækni, sem sýndi
gjörla, hvað í henni bjó, að ráða
sig sem hlutarkonu fimmtán ára
gamla hjá Jóni bónda Brands-
syni í Straumfirði, en hann fór
jafnan á vetrarvertíð á sexær-
ing sínum suður á Vatnisleysu-
strönd og gerði hann þaðan út.
Vel fairnaðist henni við hin erf-
iðu störf sín, og ákvað hún að
staðfestast á Vatnsleysuströnd,
var fyrst á góðu heimili í Njarð-
víkum og síðan hjá prestshjón-
unum á Kálfatjörn, séra Árna
Þorsteinssyni og frú Inigibjörgu
Valgerði úr Þerney. Þá kynnt-
ist Sólveig Eiríki, sem átti heima
á Þórustöðum í Kálfatjarnar-
hverfi, var orðinn lausamaður
og kunnur sem fyrirmyndarfor-
maður og hin mesta aflakló.
Hann átti fjögurramannafar, sem
hann var formaður á utan vetr-
arvertíðar, og þóttu ekki aðrir
menn á þessum slóðum líklegri
til fjáar og frama, en auk þess
þótti hann drengur hinn bezti.
Hann var tíu árum eldri en Sol-
veig, en fljótlega tókust þó með
þeim ástir, og ge.ngu þau í hjóna
band árið 1889. Þá var Eiríkur
32 áira, en Solveig 22. Þau flutt-
ust að Halldórsstöðum vorið 1891
og svo vel vegnaði þeim, að ár-
ið eftir keypti Eirikur áttæring,
mikið skip og gott. Það var svo
haustið 1895, að heldur en ekki
syrti í álinn. Eiríkur veiktist og
lá lengi þungt haldinn og einm-
itt á meðan kom það til að í
áhlaupaveðri og hafróti brotn-
uðu báðir bátar hans í spón, bví
að nágrannarnir hugsuðu auðvit
að fyrst um að bjarga sínum bát-
um, og þegar þeir huigðuist bjarga
farkostum Eríks, var það um
seinan.
Eiríkur náði sér að lokum, en
nú var hann ekki aðeins bát-
laus maður, heldur hafði og það
kornið upp á, að togararnir
rændu hverri bröndu, sem skreið
á þau mið, sem á yrði sótt á
opnum bátum Hófst nú hið
mikla hörmungastríð fyrir lífs-
björg stórrar fjölskyldu — og
auðvitað urðu bömin að taka
þátt í því næstum að segja fyrr
en aldur og geta leyfðu, en öll
dáðu þau foreldra sína og þá
ekíki sízt móðiUTÍraa, og vildu allt
gera, er þau máttu, heimilinu til
gagns. Aðstæðumar voru þann-
ig, að hvergi var hjálpar að leita
engin ráð til að bæta aðstöðuna
til lífsbjargar, ekki einu sinni
tök á að flytja sig á brott til
einhverra þeirra staða, þar sem
fólki vegnaði skár og hæfileikar
hinna duglegu, vel greindu og
venkhæfu hjóraa fengju notið sín
að verðleikum. Slikum flutning-
um var samfara kostnaður, og
auk þess voru fátækar barna-
fjölskylduir ekki velkomnar í
þann tíð neirau sveitarfélagi.
Eiríkur bóndi fór til Aust-
fjarða eða Norðurlands á hverju
sumri, því að þar var næg at-
vinna fyrir dugandi sjómann, og
þegar Bjöm var ellefu ára, tók
faðirinn hann með sér og réð
hann við línubeitingu. Björn var
lítill vexti og hafði verið mjög
veill á heilsu, enda var hann að
eins eins árs, þegar yfir þyrmdi
í einu veikindi föðurins, eyði-
legging tækjanna til lífsbjargar
og sívaxandi ágangur hinna
brezku vélvæddu rænimgja. En
Björn var snemma gæddur seiglu
og ærið einbeittum vilja, og nan
náði fljótt leikni í þeim störfum,
sem hann hafði þrótt til að inna
af hendi. Stundum var honum
komið fyrir árlangt sem létta-
dreng, en oftast var hann að-
eins sendur til sumarstarfa, og
var það ýmist austur í fjörðum,
suður á nesjum eða vestur í
sveitum. Átti hann þá við að búa
misjafnt atlæti, og stundum var
nauf't-ynlegasti viðurgjöimingur
af ærið skornum skammti, enda
strauk hann eitt sinn úr vist-
innL En hvar sem hann var,
þráði hann að vera heima, hversu
bágar sem þar voru aðstæður nm
matföng og klæðnað, enda var
hann þess fullviss, að móðir hans
væri mesta og bezta kona undir
sólinni, og krafðist hún þó mik-
ils af börnum sínum, hve sárt
sem það tók hana. Hún hafði
lært í lífsins skóla að annað
tvegigja var fyrir hendi: að duga
eða drepast, og hún kunni ekki
að bregðast skyldu siinni.
Það var svo loks árið 1906, að
rofa tók til hjá fjölskyldunni.
Fiskur var á ný tekinn að fást
á miðum Strandamanna, þar eð
togararnir brezku sóttu nú mik-
ið á önraur mið og tekið var að
sneyðast um þann fisk, sem þeir
höfðu sótzt mest eftir og fyrir
velvild og tiltrú Ágústs kaup-
manns Flygenrings í Hafnarfirði
gat Eiríkur látið smíða sér bát.
Árið eftir gátu svo hjónin á Hall
dórsstöðum leigt sér bráðabirgða
húsnæði í Hafnarfirði, og þar eð
fjölskyldan var samhent um öll
bjargráð, tókst þeim Eiríki og
Solveigu að koma sér upp húsi
Sjónarhóll.
Saga Björns Eiríkssonar þau
sextíu og tvö ár, sem hann hefur
átt heima í Hafnarfirði , er í
fullu samræmi við þá þjálfun
æðruleysis, vilja seiglu og sjálfs
afneitunar, sem hann hlaut í
berrasku en sjómenraska og akst-
ur hafa verið þau störf, sem
hann hefur stundað. Hann var
háseti á árabáti austur á Mjóa-
firði og síðan á seglakútum og
þýzkum, enskum og íslenzkum
togurum, og svo í tíu ár stýri-
maður á slíkum skipum, enda tók
hann skipstjórapróf í Stýrimanna
skólanum árið 1920. Hann var
og sjómaður á farmskipL Svo
leragi sem hann hafði verið á sæ-
trjám og viða legið vegir hans
sem sjómanns, má nærri geta
um það að hann hafi oft kom-
izt í hann krappan, en ekki mun
neinn hafa þá sögu að segja, að
honum hafi sézt bregða svo við
hafi fatazt að leggja lið sitt til
úrbóta. . Akstur byrjaði hann á
hestvögnum í annarra þjónustu
og mun það hafa átt sinn þátt í
því, að hann var einn affyrstu
leigubílstjórum þessa lands, átti
leigubíl með sjálfum Agli Vil-
hjálmssyni En tími leigubílaakst
urs sem atvinnugreinar var þá
vart kominn, og Björn hvarf aft
ur að sjóimeninslöu. Árið 1932 hóf
hann á ný akasitiur og hefur sturad
að það starf allt fram á þennan
dag, stundum haft tvo bíla á
stöð, og hefur hann sitthvað iif-
að frásagnarvert í því starfi,
enda hygg ég að ef skrifað væri
framhald sögu hans, mundi það
geta orðið allfróðleg bók og
skemmtileg, því að minni Björns
og athyglisgáfa er hvort tveggja
óvenjulegt og næstum með ólík-
indum.
Árið 1922 gekk hann að eiga
Guðbjörgu Jónsdóttur frá Báru
gerði á Miðnesi, en leiðir þeirra
höfðu legið saman í bernsku og
viðskipti þeirra þá orðið báðutm
eftárminnileg. Að miransta kosti
var það svo um Björn, að hann
gleymdi þeim ekki, og mörgum
árum áður en þau Guðbjörg
urðu hjón eða áttu nokkuð veru
legt saman að sælda, var Björn
orðinn þess fullviss, að hún vaeri
konuefnið hans. Guðbjörg er
kona mikillar gerðar forkur dug
leg og framtakssöm að sama skapi
myndarleg til allra verka úti sem
inni og sístarfandi. Þau hjóra
eiga sex börn Elztur er Bjami
Vestmair, leigubílstjóri: hann er
ókvæntur. Þá er Bára, gift
Magnúsi Þórarinssyni, verkstjóra
í Höfnum. Hin eru öll búsett í
Hafnarfirði, en þau eru: Bragi,
skipstjóri, kvæntur Ernu Guð-
mundsdóttur, Jón Boði, kaupmað
ur kvæntur Ernu Ragnarsdótt-
ur, Birgir, hinn þjóðkunni hand
boltagarpur, starfsmaður hjá
Loftleiðum, kvæntur Ernu Magn
úsdóttur, — og Guðlaug Berg-
lind, gift Halli ÓlafssynL múr-
aranema.
Björn og Guðbjörg hafa búið
á Sjónarhóli alla sína búskapar-
tíð. Árið 1948 lét Björn reisa
nýtt hús á lóðinni allstórt að
flatarmáli og tvær hæðir og hátt
ris með kvistum. Lóðina ,sem er
eignarlóð og mjög stór, hafa
hjónin lagt mikla rækt við, gróð
ursett þar ýmiss konar tré og
Framliald á bls. 21
HÆTTA Á NÆSTA LEITI —<■— eftir John Saunders og Alden McWilliams
— Vörðurinn hefnr steinrotazt, Top. Má — Látum hann hvíla í friði... við verð
ég traðka á honum einu sinni... svona um að flýta okkur, maður.
til gamans. — Eruð þið orðnir sanarvitlausir. Eg
fer ekki fet.
— Eins og þér sýnist, Raven. Hafðu að-
eins í huga að þegar vörðurinn rankar
við sér verður hann örugglega fúll og
mjög illur viðureignar.