Morgunblaðið - 14.10.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.10.1969, Blaðsíða 4
4 MORCUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER ÍÍWQ VffllFIOIR BILALEIGA HVERPISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. /77 BÍLALEIOAN 'AUJJRf 22*0*22* RAUÐARÁRSTÍG 31 bilaleigan AKBUA TJT car rental service r8-23A7 sendum Brotn-járn og brota-málmar kaupum við hæsta verði. S. Helgason hf. LEGSTEINAR MARGAR GERÐIR SÍMI 36177 Súðarvogi 20 r 0 Einkabréf send á vinnustað „Bréfvinur" sendir eftirfarandi bréf að gefnu tilefni: „NOKKUR skrif hafa orðið vegna tilkynningar ísals í Straumsvík um að bréf, sem ber- ist starfsfólkinu á vinnustað og ekki eru merkt sem einkamál, verði opnuð. Sá misskilningur, sem út af þessu spratt, hefur nú verið leiðréttur. Það var alls ekki ætlun fyrirtækisins að hnýs- ast í einkamál starfsmanna held- ur að tryggja, að bréí, sem raun verulega væru til fyrirtækisins, en stíluð á einstaka starfsmenn, lægju ekki lengi óopnuð, ef við- komandi starfsmaður væri ekki á vinnustað. Póstmeistarinn í Reykjavík upplýsti í einu dagblaðanna, að þetta væri skýlaust lögbrot, en anzi er ég hræddur um, að það lögbrot sé framið daglega hjá mörgum fyrirtækjum, þar sem bréf ætluð fyrirtækinu og varða starfsemi þess eru oft stíluð á einstaka starfsmenn, sem sérstak lega hafa með þann þátt í rekstr- inum að gera. En svo var það annað, sem snertir póstþjónustuna sjálfa. Fyrir þremur árum hóf ég störf hjá þekktu fyrirtæki, sem hefur eigið pósthólf. Ég á í allmiklum bréfaviðskiptum, og ekki liðu margir mánuðir þar til bréf með heimiUsfangi mínu, fóru að ber- ast með pósti fyrirtækisins, höfðu verið sett í pósthólf þess. Og stundum fæ ég ÖU mín bréf send þangað þótt heimilisfangið sé greinilegt. — Nú veit ég að það hlýtur að vera auðveldara fyrir póstinn að skila bréfinu í póst- hólf en senda það með bréfbera bæinn á enda, en er þetta leyfi- legt? Á viðtakandi ekki ský- lausa kröfu á því að fá bréfið sent heim sé það stílað þangað, jafnvel þótt einhver á póststof- unni viti að viðkomandi vinni hjá ákveðnu fyrirtæki? 0 Skólamál og menntun Á.H. ræðir hér nokkuð um skólamál og menntun, og hvað fáist fyrir aUt það fé, sem tU hennar rennur: „Kæri Velvakandi. Skólamir eru teknir til starfa. Úr öUum áttum streyma menn að lindum menntunar og skólarn ir opnast og veita nýjum straum- um í mannssálirnar. Aldrei hefir verið hægt að fá eins mikla og margbrotna menntun á íslandi og nú. Það má segja að í hverri grein hins mannlega Ufs geti menn fengið það, sem þeir leita að. Tækifærin aukast og nú þykir ekki meira að fara út í lönd til mennbunar, en að fara á næsta fjörð í mínu ungdæmi. Það er fundið að mörgu og sjálfsagt á mörg gagnrýnin rétt á sér, en við skulum bara gá að því að stökkin í okkar skólamálum hafa verið nokkuð stór og svo stór að aðalatriðin hafa horfið í skuggann. Q Fæst meiri mann- dómur? Það er varið stórkostlegu fé til menntunar landsins barna, já svo miklu að Uklega eru mennta málin orðin umsvifamestu mál fjárlaga íslenzka ríkisins, nema að lýðtryggingarnar séu heldur hærri. Og þá hvarflar oft að mönnum, hvað fáist fyrir allt þetta fé? Fæst meiri manndóm- ur? Það er rýr menntun ef mann dóminn vantar. Fæst betri hugs- unar'háttur, meiri verknýting, betri borgarar? Erum við að ala upp menntaðan lýð fyrir land og þjóð, eða máske að glata hon- um eitthvað í burtu? Það er mik- I rftlJNAÐARBANKINN VY" ei' bnnki^fðlleiinx I Knútur Bruun hdl. lögmannsskrifstofa Grettisgötu 8 II. h. Sími 24940. ið rætt um hversu margir ílend- ist erlendis eftir nám. Rætt um að íslenzka þjóðin hafi fátt af þeim að segja og sá lærdómur sem þeir hafi aflað nýtist illa fyrir landið. Þetta er vissulega áhyggjuefni. Því alltaf eru nógar raddir um hversu illa sé búið að námsfólki erlendis. Þetta heyrir maður í blöðum stjórnarandstöðunnar æ oní æ, þótt enginn harmi það þar, hvað um þessa námsmenn verð- ur. Það er talið að þurfi að greiða meiri kostnað við nám þeirra. Vissulega væri það bæði ánægjulegt og sjálfsagt, en væri þá ekki sanngjarnt að krefjast einhvers af þessum námsmönn- um til handa landsfólkinu, sem hjálpað hefir þvi áfram. Við bú- um við læknaskort, sem eigum úr vals lækna erlendis. Hvað er hægt að gera til að þeir komi hingað aftur? Er hægt að fara fram á að þeir endurgreiði skólakostnaðinn að verulegu leyti, ef þeir búsetji sig erlendis? Mörgum hefir dott- ið það í hug. Q Námstímann þarf að nota vel En þetta var nú ekki aðal- atriði þessa bréfs, heldur hitt að minna skólaæskuna - á, að nú er hennar tími og dýrt nám þarf að nota vel og svo vel, að ekkert fari í súginn. Glötuð stund og glötuð tækifæri koma ekki til baka. Þegar námi er lokið hverju sinni, koma stundir til að létta sér upp. Og þá ekki sízt þetta: Kennarar verða að kenna af lifi og sál. Þeir, sem kenna einungis teknanna vegna, ættu helzt ekki að koma nálægt skól- unum. Kennsla er erfið, en hún er þeim mun léttari, sem menn setja sál sína betur í kennsluna. Ég hafði gaman af að lesa seinustu bók Hannesar J. Magnús sonar þess ágæta skólastjóra. Ráðlegg ég öllum kennunum og uppalendum að lesa hana rækilega og skyggnast síðan í eig- in barm á eftir. Þar eru hollar lífslindir og aldrei hefi ég heyrt annað en Hannes sé talinn öndveg is skóiamaður, og að hann hafi getað haldið nemendum sinum vakandi. Á.H.“ Bréfvinur.” 0 SAFE COMPANY LTD. E N S K I R PENINGASKÁPAR þjófheldir — eldtraustir heimsþekkt — viðurkennd framleiðsla. E. TH. MATHIESEN H.F. SUÐURGÖTU 23 — HAFNARFIRÐI — SÍMI 50152 „MARY QUANT HEFUR HELGAÐ SNYRTIVÖRUM LlF SITT OG SNILLI. HUN HEFUR SELT ALLAR VERZLANIR SlNAR OG LEGGUR NÚ HÖFUÐAHERZLU A FRAMLEIÐSLU MARY QUANT SNYRTIVARA: NÝ SENDING AF ÞESSUM VINSÆLU SNYRTIVÖRUM ★ „NATURE TINT MAKE UP" — TVEIR LITIR ★ VARALITIR — NÝIR LITIR: Q 21 — HOTCURRENT — Q 22 — SOFTSMOULDER Q 23 — DAZZLER — Q 24 —HOTSPOT Q 25 — LIVEWIRE. ★ „LIQUID LINER" ÞESSI VINSÆLI „EYE LINER" ER KOMIN AFTUR I NÝJUM PAKKNINGUM. ★ „LIP GLOSSER" ER NÚ TIL I NÝJUM LITUM: Q 51 — SHIMMY Q 52 — SHOW OFF Q 53 — TRANSFORMER ★ „CAKE LINER" NÝ PAKKNING OG LITIR ★ „SHADOW SHARPER STICK" ★ HINN VINSÆLI „EYE GLOSS" ER NÚ TIL l ÖLLUM LITUM ic TEARPROOF MASCARA, EYES OFF O. M. FL HEILDSÖLUBIRGÐIR: Björn Pétursson & C» hf. laufasvegi i6 1 SIMI 18970. MARY QUANT SVNÓY™ FÁST HJÁ ® KARNABÆR APÓTEKI VESTURBÆJAR LAUGARNESSAPÓTEKI BORGARAPÓTEKI KYNDILL, KEFLAVlK HAFNARBORG, HAFNARF. DRANGEY, AKRANESI VÖRUSÖLUNNI, AKUREYRI SNYRTIVÖRUV. ISAFJARÐAR TÚNGÖTU 1, SIGLUFIRÐI PARÍSARBÚÐINNI, VESTMANNAEYJUM APÓTEKI SAUÐARKRÓKS KAUPFÉLAGI ÞINGEYINGA HÚSAVÍK KAUPFÉLAGI A-SKAFTFELL- INGA, HÖFN, HORNAFIRÐI SUNNU, ÓLAFSVlK VERLUNINNI KARÓLÍNU ÞORSTEINS P.. SEYÐISFIRÐI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.