Morgunblaðið - 22.10.1969, Side 20

Morgunblaðið - 22.10.1969, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 1969 - FJARLAGARÆÐA Framhald af bls. 19 hafin á rekstri sinfóníuhljóm- sveitarinnar, en fjárrei&ux henn ar eru nú komnar í mikið óefni. Áður hefi ég minnzt á heildar- athu-gun, sem fram hefur farið, og er raunar enn ekki lokið, á öllum rekstursgrundvelli Raf- magnsveitna ríkisins, og fram fer nú á vegum hagsýslustofn- Mnarinnar og í>óst- og símamála- stjórnarinnar heildarathugun á rekstri pósts og síma, sem er orðin ein stærsta stofnun í þjóð- félaginu, og þarf því að leita alira úrræða til þess að rekst- ur hennar geti verið með sem hagkvæmustum hætti. Þá hafa á árinu á vegum hagsýslustofnun- arinnar í samráði við við- komandi ráðuneyti farið fram at hugun á ýmsum atriðum í rekstri einstakra ríkisstofnana, enda þótt þar hafi ekki verið um heil- legar athuganir að ræða, svo sem í sambandi við þær stofnan- ir, sem ég þegar hefi nefnt. Það skal skýrt tekið fram, að þær til teknu stofnanir, sem teknar hafa verið til sérstakranr athugunar má ekki líta á sem ednhverjar óreiðustofnanir, sem öðrum stofnunum fremur haldi illa á sínum málum, heldur hefur at- hugunin oftast nær til komið vegna þess, að við sérstök vanda mál hefur verið að glíma í við- komandi stofnunum og það þótt sjálfsagt að kanna, með hverjum hætti þau væru farsælast leyst. Vitanlega verður haldið áfram heildarkönnun á ölium stofnun- um ríkisins eftir þvi sem tilefni gefst til og vil ég láta það koma fram, að í öllum tilvikum hafa yfirmenn viðkomandi stofnana verið mjög fúsir til samstarfs um athugun á hagkvæmni í rekstri stofnananna, og raunar margir ríkisforstjórar oft leitað beinlínis til hagsýslustofnunar- innar um aðstoð eða leiðbeining- ar varðandi ýmis atriði í rekstri sinna stofnana. Unnið að rannsókn skattakerfisins Þá tel ég rétt að víkja nokk- uð að viðhorfi í skattamálum, en það viðfangsefni er í rauninmi þrenns konar. f fyrsta lagi skattalögin sjálf og álagningar- regliur. í öðru lagi framtalaeft- irlit og skattrannsóknir og í þriðja lagi sjálf innheimta hinna álögðu skatta. í síðustu fjárlaga ræðu minni skýrði ég frá því, að vegna ágreindngs, sem oft væri uppi um skattaálögur hér á landi miðað við önnur lönd, hefði ég farið þess á leit við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn, að hann veitti sérfræðilega aðstoð til þess að kanna íslenzka skatt- kerfið, og benda á, hvað helzt færd þar aflaga, og að hve miklu leyti kerfið væri annað hvort lakara eða betra en í öðrum sam bærilegum löndum. Þessi athug- un var leyst af hendi bæði skjótt og vel og snemma á þessu ári barst ráðuneytdniu í hierudur mjög ítarleg greinargerð frá sér- fræðingum Alþjóðagjaldeyris sjóðsins. Kom þar ýmislegt fróð- legt ljós, sem hér skal ekki rakið að öðru íeyti en því, að niðurstaða álitsins var sú, að skattar væru hér ekki þyngri nema síður sé en í mörgum öðr- um sambærilegum löndum, þótt einstaka tegundir skattheimtu væru taldar hæpnar, svo sem að- stöðugjöld, og nauðsynlegt væri að stefna að því að fækka teg- undum skatta. Nefndarálitið hef ur síðan verið í sérstakri athug- un í ráðuneytinu, og er nú ver- ið að viininia að því að semija úr- drátt úr skýrslunni, sem ég tel sjálfsagt að verði afhent hátt- virtum alþingismönnum til upp- lýsinga og fróðleiks, en jafn- framt verði tekið til athugunar, að hve miklu leyti þessi skýrsla gefi ástæðu til þess að gera breytingar á íslenzka skattkerf- inu. Ég hef oft áður sagt, að slæmt væri að gera stöðugar breytingar á skattlögum, og þær hafa því miður verið of tíðar og skapað vandræðd í framkvæmd og álagningu skatta, þótt mér sé hins vegar vel ljóst, að það þarf að gera ýmsar lagfæringar á skattalögunum. En þær lagfær- ingar væri rétt að bíða með, þar til fyrir lægi endanlega tillögu- gerð nefndar þeirrar, sem hefur haft að undanförnu til athugun- ar, hvort og þá með hverjum hætti, skuli taka upp stað- greiðslukerfi skatta hér á landi. Lokaathugun þess máls hefur verið í höndum þingkjörinnar nefndar, þannig að ráðuneytið eða ríkisstjórnán sem slík hefur ekki haft afskipti af gangi máls- ins, en hins vegar hefur formað- ur nefndarinnar tjáð mér, að endanlegs álits nefndarinnar sé að vænta nú alveg á næstunni. Kemur þá í ljós, hvaða breyt- ingar á skattalögum eru blátt á- fram nauðsynlegar og óumflýjan legar í sambandi við stað- greiðslukerfið sjálft, ef á að taika það upp. Og í framhaldi af því teldi ég rétt, að framkvæmd væri heildarathugun skattalag- anna að öðru leyti og tekið til athugunar með hliðsjón af reynslu síðuistu ára, hvaða at- riði það væri almennt í skatta- lögum, sem þyrfti að breyta og jafnframt að hve miklu leyti væri hægt er gera skattakerfið í heild einfaldara, ma. með því að losa við ýmiss konar smá- gjöld, sem einmitt sérstök athug- un hefur leitt í ljós, að kosta ríkið mikið_ fé að leggja á og innheimta. f framhaldi af athug- un Seðlabankans á ráðstöfun- um, sem gera þyrfti til þess að koma á kaupþingi og nauðsyn- legum verðbréfamarkaði hér á landi, var á fyrri hluta þessa árs skipuð nefnd hinna færustu sér- fræðinga í skattamálum og fjár málum til þess að athuga hina sfkattalegu hlið þessa vandamáls, þannig að stuðlað væri að aukn ingu eigin fjármagns fyrirtækja með því að örva almenning til þátttöku í atvinnunekstri, auð- velda sameiningu fyrirtækja og kanna, með hliðsjón af væntan- legri aðild íslands að Fríverzl- uinarbandalaginu, hver væri skattaleg aðstaða fyrirtækja hér á landi miðað við fyrirtæki í öðrum löndum Fríverzlunar- bandalagsins, því að vitanlega er forsenda þess, að íslenzk fyr- irtæki hafi samkeppnisgrund- völl á hinum sameiginlega mark aði, að skattalega, svo sem á öðr- um sviðum, sé ekki verr að þeim búið en samkeppnislöndimum. Gert er ráð fyrir, að sérfræð- inganefnd þessi skili áliti um þetta mál nú fyrir næstu áramót, og miun þá ríkisstjórnin taka til athugunar, hvaða aðgerða sé þörf þessum efnum. Skattaeftirlitið bœtt Á þessú ári hefur markvisst verið haldið áfram að bæta og styrkja skatteftirlitið, þó að þar sé að sjálfsögðu ennþá mjög mik ið starf óunnið. Áherzla hefir verið lögð á það af hálfu skatt- rannsóknastjóra að koma hinum nýju bókhaldslögum í fram- kvæmd, svo sem honum var fal- ið. Ber að fagna því, að fyrir- tæki hafa yfirleitt 'tekið hinum nýju bókhaldslögum vel og gert sér grein fyrir því, að bókhald er ekki, eins og þvi miður of margir hafa álitið, óþægi- leg skyldukvöð, m.a. vegna skatt heimtu, heldur eitt hið þýðingar mesta tæki til þess að geta haft yfirsýn yfir rekstur fyrirtækja og komið við skynsamlegum stjórnunaraðgerðum og skipu lagsbreytingum í tæka tíð. Þau áföll, sem ýmis fyrirtæki hafa orðið fyrir vegna skatteftirlits- ins hafa beinlínis oft stafað af því, að fyrirtækin hafa haft al- gjörlega ófullnægjandi bókhald. Er því fullkomið bókhald fyrst og fremst hagsmunamál fyrir- tækjanna, þó það að sjálfsögðu einnig auðveldi skatteftirlit og skattaframtöl. Og þótt skattsvik hafi hér á landi því miður verið alltof tíður löstur, þá trúi ég því ekki, að fyrirtæki vilji ekki almennt tíunda rétt, ef þeim á annað borð er veittur viðihlít- andi starfsgrundvöllur. Skatteftirlitið sjálft, bæði hjá skattstofunum og skattrann- sóknadeildinni, hefur verið skipu laigt of eflt með ýmsum hætti, sem ég tel ekki rétt að tíunda á opinberum vettvangi. Séstakar ráðstefnur hafa verið haldnar á vegum ráðuneytisins með öllum skattstjórum landsins til þess að ræða úrræði til bættrar skatt- heimtu og skatteftirlits og hefur ýmislegt jákvætt léitt af slíkum fundarhöldum. Þá hefur einnig starf skatteftirlitsins verið bætt í framhaldi af viðbótarfjárveit- ingu til aukinna skattrannsókna, sem veitt var á síðasta þingi, en í heild mun áherzla verða á það lögð, varðandi skatteftirlit, að vinna að slíkum málum á kerfis- bundinn hátt, og umfram allt forðast það, að nokkur misrétti eða rangindum sé beitt. Hitt er annað mál, að frá þeirri megin- stefnu verður ekki hvikað, að beita öllum tiltækum ráðum til að uppræta skattsvikin, og því miður eru þau ennþá alltof víð- tæk, þó að margt hafi áunnizt hin síðari ár. Má fullyrða í þessu sambandi, að þær 25,8 m. kr., sem skattar voru hækkaðir á grundvelli rann sókna skattrannsóknadeildar frá 1. sept. 1968 til 30. sept. 1969 og er hæsta álagning til þessa á jafnlöngum tíma, sé einungis vís bending um þennan árangur. Skattstjórar taka upp að eigin frumkvæði og ljúka árlega vax- andi fjölda mála af þessu tagi, en senda einungis hin alvarlegri til meðferðar skattrannsókna deildar. Oft er rannsóknamáli skattrannsóknadeildar sömuleiðis skotið heim í hérað til álagning- ar, svo að áðurgreind fjárhæð segir einungis hálfa sögu. Versnandi innheimta skatta Því miður hefur innheimta skatta versnað tvö síðustu árin, sem vitanlega má fyrst og fremst rekja til verra fjárhagsástands, en tilhneigingin hefur því miður oft verið sú, að láta kröfur ríkis ins mæta afgangi og láta til dæm is heldur skatta til sveitarfélaga sitja fyrir, vegna frádráttarbæri útsvara. Einnig er því ekki að leyna, að ýmsir innheimtumenn hafa tekið innheimtu skatta bæði tekjuskatta og söluskatts, og jafn vel tolla, of lausum tökum á und anförnum árum og er það að sjálf sögðu óviðunandi, að fólk búi ekki hvarvetna á landinu við nokkurn veginn sams konar að- ferðir og festu varðandi inn- heimtu opinberra gjalda. Yfirlit með ríkisreikningi leiðir glöggt í ljós, að innheimtu er mjög mis munandi háttað í hinum ýmsu innheimtuumdæmum, og hefur fjármálaráðuneytið nieyðzt til þess, varðandi ýmsa innheimtu, að beina sérstökum kvörtunum til dómsmálaráðuneytisins varð- andi slappleika i að uppfylla skyldur sínar á þessu sviði, en formlega heyra fógetarnir og sýslumennirnir allir að sjálf- sögðu undir dómsmálaráðuneytið og getur því fjármálaráðuneytið ekki annað gert en bera fram kvartanir, ef því þykir slælega að málum unnið. Hér er þó mjög misjafnt á komið varðandi hina einstöku innheimtumenn og eiga margir þeirra þakkir skilið fyrir dyggilega frammistöðu og fram- göngu í innheimtu ríkistekna. Sér staklega slæmt ósamræmi hefur verið í innheimtu söluskatts, sem í langstærsta skattumdæminu, Reykjavík, skilar sér svo að segja 100 prs. í réttum gjalddög um, og myndi að sjálfsögðu geta skilað sér með sama hætti annars staðar á landinu, ef sömu aðferð um væri beitt við innheimtuna, og í sannleika sagt er það fyrir tækjum ekki til neins góðs, þegar til lengdar lætur, að þau komist upp með að skila ekki sölu- skatti í ákveðnum gjalddögum. Til þess að kippa þessum málum í lag hefur fjármálaráðuneytið nú gefið út bein fyrirmæli til allra innheimtumanna um að beita tafarlaust lokunarreglum, svo sem gert er hér í Reykjavík, ef söluskattur er ekki greiddur, í tæka tíð og taka slík fyrirmæli gildi nú í haust. Mun því verða fylgt fast eftir, að þessum fyrir- mælum verði hlýtt, en þar sem því miður hafa á ýmsum stöðum safnazt gamlar söluskattsskuldir verður að sjálifsögðu að gefa tækifæri til þess að semja um ein hvern greiðslufrest á þeim. Hlið- stæðar reglur voru fyrir nokkru settar varðandi innheimtu tolla, en því miður hafði það tíðkazt í ýmsum tollumdæmum, að vörur höfðu verið afhentar án toll- greiðslna. Tilkynnti ráðuneytið fyrir alllöngu, að hinum þyngstu viðurlögum samkvæmt tollskrár- lögum yrði beitt, ef slíkt ætti sér stað, en hins vegar hefur verið gefinn kostur á að gera samn- inga um nokkum greiðslufrest varðandi þau mistök, sem áður hafa átt sér stað í þessum efn- um. Höfuðatriðið er að sjálf- sögðu það, að koma þessum mál- um í lag, en ekki að gera svo harðar kröfur, að það beinlínis komi vissum fyrirtækjum fyrir kattarnef, enda má segja að hér sé ekki aðeins um þeirra sök að ræða, heldur eins mikið linkind innheimtumannanna. Tollalögunum breytt Á síðustu tveimur þingum hafa verið samþykkt 3 lagafrumvörp, sem er allveigamikil varðandi tollamál. Má fyrst nefna toll- skrárhreytinguna á árinu 1968, sem fól í sér lækkun tolla á ýms um vöruflokkum er áætlað var að næmi um 160 m. kr. á ári. í annan stað var samþykkt víð- tæk formleg breyting á toll- skxánni á síðasta ári til samræm- ingar við Brusseltollskrána. Enda þótt að ekki fælist í þeim breytingum tollalækkanir al- mennt, þá var þar um nauðsyn- legar lagfæringar og skipulags- breytingar að ræða. í þrfiðjalagi var á síðasta þingi samþykkt heildrlöggjöf um tollheimtu og tolleftirlit, sem felur í sér ýmsar nýjungar, sem tvimælalaust verð ur að telja til bóta, bæði fyrir tollgreiðendur og styrkir einn- ig tolleftirlitið. Allt er þetta þó smávægilegt miðað við það stóra viðfangsefni, sem við stöndum andspænis ef ísland gerist aðili að Fríverzlunarbandalaginu. f sambandi við þær umræður hef- ur verið um það talað að tollar á vörum frá Fríverzlunarbanda- lagslöndunum yrðu smám saman lækkaðir á 10 árum þar til þeir yrðu afnumdir með öllu. Hér er þó aðeins um vemdartolla að ræða, en ekki fjáröflunartolla, þ.e. tolla sem leggjast jafnt á inn lenda og erlenda framleiðslu eða tolla á vörum, sem ekki eru fram leiddar hér á landi. Að því hefur verið stefnt, að ísland gæti orðið fullgildur aðili Fríverzlunar- bandalagsins 1. janúar n.k., ef viðunandi samningar nást við bandalagið og taki þá jafnframt gildi 30 prs. lækkun á vemdar- tollum á Fríverzlunarbandalags- vörum, en síðan yrði aðlögxmar- tími án frekari tollalækkana í fjögur ár, þar til að næstu tolla- lækkun. kæmi. Þessi tollalækkun er áætluð að myndi lækka toll- tekjur ríkissjóðs um 390 millj. kr. og verður þá að sjálfsögðu óumflýjanlegt að gera samstund is ráðstafanir til þess að afla þeirra tekna með öðrum hætti, því að svo sem fjárlagafrumvarp ið ber með sér og raunar þarf ekki að útskýra getur ríkissjóð- ur að sjálfsögðu ekki misst slík- an tekjustofn án þess að fá aðrar tekjur á móti. Enda þótt formleg ar tillögur liggi enn ekki fyrir um þetta efni og ríkisstjórnin hafi ekki um það tekið endan- lega ákvörðun, þá vil ég endur- taka það, sem ég raunar áður hefi sagt í fjárlagaræðum, að ef kæmi til tollalœkkana, ann- að hvort vegna inngöngu ís- lands í EFTA eða af öðram or- sökum, því að sannast sagna er mikil nauðsyn að lækka almenna innflutningstolla hér á landi, þá myndi eðlilegast að vinna þann tekjtimissi upp með hækkun á söluskatti. Hefur beinlínis af þess um ástæðum verið þannig á mál um haldið, að söluskattur hefur hér á landi ekki verið hækkaður í 5 ár, og er nú söluskattur hér lægstur á Norðurlöndunum og reyndar þótt víðar sé leitað. Myndi söluskattur, enda þótt þyrfti að Vinna upp nú umrædd an tekjumissi vegna lækkunar að flutningsgjalda, ekki þurfa að hækka meira en svo, að hann áfram yrði hóflegur miðað við Norðurlöndin og raunax fleiri lönd. Teldi ég jafnvel koma til álita að hækka söluskattinn eitt hvað meira en svarar tollalækk- ununum til þess að geta í leið- inni afnumið ýmsa sérskatta, sem ég hefi áður vikið að, og sem í senn gera skattkerfið flók ið og era kostnaðarsamir í álagn ingu og innheimtu. En ekki er tímabært að fullyrða neitt um það efni á þessu stigi málsins. Unnið að undirbún- ingi EFTA-málsins Ég tel ekki ástæðu til að ræða EFTA-málin að öðru leyti hér, enda mun viðskiptam álaraðherra vafalaust gera þinginu grein fyrir þeim, þegar ástæða verður til, en svo sem kunnugt er, er einnig starfandi sérstök EFTA- nefnd, sem skipuð er fu'lltrúum allra þingflokka, þannig að allir flokkar hafa aðstöðu til að fylgj ast með framvindu EFTA-máls- ins. Allt þetta ár hefur sleitu- laust verið unnið að undirbún- ingi málsins, bæði með viðræðum við EFTA-ráðið í Genf, og við einstakar ríkisstjórnir og sérfræð inganefndir, og einnig hér heima við undirbúning á nauðsynlegum breytingum á tollalöggjöfinni og jafnframt hefur á vegum iðnrek enda verið starfandi mikill fjöldi sérnefnda til að rannsaka að- stöðu hinna ýmsu þátta iðnaðar- ins ef til EFTA-aðiIdar kæmi og sérfræðileg athugun á stöðu iðn- aðarins farið fram á vegum iðn- aðarmálaráðuneytisins. Allt til þessa hefur skynsamleg yfirveg un og raunhæft mat allra að- stæðna virzt ráða gerðum lang- flestra ef ekki allra þeirra, sem nálægt málinu hafa komið ,og þá ekki sízt þeirra, sem mestra hags muna hafa að gæta bæði jákvætt og neikvætt, og er þess mjög að vænta, þar sem um svo stórfellt mál er að ræða og miklir hags- munir í húfi, að slíkur andi geti orðið ríkjandi einnig hér á hinu háa Alþingi, þegar að því kemur að ráða málinu endanlega til lykta. V irðisaukaskattur f sambandi við lækkun tolla og hækkun söluskatts er eðlilegt að komi upp í hugum ýmissa spurningin um það, hvort að við eigum ekki að fylgja fordæmi annarra þjóða og breyta sölu- skattinum í svokallaðan virðis- aukaskatt. Fjármálaráðuneytið hefur fylgzt mjög vandlega með þróuninni í þessum málum, auk þess sem það hefur verið rætt á fjármálaráðlberirafundum nú síð ustu árin, að aðdragandinn að virðisaukaskattinum hefur í ýms um löndum verið mjög langur, t.d. í Svíþjóð, þar sem málið hef- ur verið á dagskrá um áratug, en nú er svo komið, að horfur eru á, að virðisaukaskattur verði innleiddur á öllum Norðurlönd- unrnn. Hann hefur þegar verið i gildi í Danmörku í rúmt ár, hefur nýlega verið lögfestur í Svíþjóð, er á lokastifi að hljóta lögfest- ingu í Noregi og var eitt af kosn ingamálum þar, og Finnar hafa lokið heildarathugun málsins og liggur nefndarálit til endanlegr ar ákvörðunar hjá ríikisstjórn landsins. Um síðustu áramót var virðisaukaskattur innleiddur í öllum löndum Efnahagsbanda- lagsins. Virðisauksakattur myndi í rauninni ekki hafa í föir með sér miklar breytingar hér á ís- landi, af því að við höfum svo almennan söluskatt, bæði á vör- um og þjónustu. Hins vegar eir því ekki að leyna, að virðisauka skatturinn er ýmsum atvinnu- rekstri hagkvæmari heldur en söluskattur og leggst þyngra á neyzlu, og hefur skatturinn þvi af þeim sökum í ýmsum löndum mætt andstöðu frá almenningi. Það er þá einnig ljóst, að einmitt Framhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.