Morgunblaðið - 17.02.1970, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 17.02.1970, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDiAGUR lff. FEBRÚAR 1)970 3 90% af hassis á mark- aði með 50% ópíum segir hópur ungmenna, sem sker upp herör gegn neyzlu nautnalyf ja HÓPUR ungs fólks hefur bundizt óformlegum samtök- um og sagt síaukinni fíkni- lyfjaneyzlu unglinga og ung- menna stríð á hendur. Ber unga fóikinu saman um það að neyzla hassis og marihu- Ragnar Hall. ana fari mjög vaxandi og er hassis nær einvörðungu á markaðnum hér, og eru 90% af lyfjunum hlönduð ópíum, sem er mjög sterkt og hættu legt eiturlyf. Unnþá erneyzla slíkra lyfja hundin vissum hópum ungs fólks, en út- breiðslan er ör og ógnvekj- andi að dómi ungmennanna. Á sunnudag boðuðu þeissi ungmenni til blaðamannafund ar. Þeir, sem urðu fyrir svör- um voru: Jónas Rúnar Jóns- son, söngvari í hljómsveitinni Náttúru, Kristín Waage, full- trúi „Ungu kynslóðarinnar 1967,“ skrifstofustúlka, Björg vin Halldórsson, söngvari í hljómiaveitinni Ævintýri, Helga Möller, danskennairi, Sveinn Guðjónsson, hljóðfæraleikari í hljómsveitinni Roof Tops og nemandi í Kennaraskóla ís- lands, Henný Hermannsdótt- ir, daniskennari, Guðni Páls- son, Sævar Baldursson, verzl unarstjóri í Karnabæ, Haukur Matthíasson, nem- andi í Verzlunarskóla fslands, Veigar Sumarliði Óskarsson, verzlunarmaður og Ragnar Hall, nemandi í Verzlunar- skóla íslands. Nokkur ofantalinna ung- menna ræddu við Mbl. um þessi mál í gær. Sævar Bald- ursson, verzlunarstjóri sagði: — Neyzla hassis er orðin geigvænlega mikil hér á landi meðal ungs fólks. Hópar þessa fólks halda sig að mestu við skemmtistaðina, og eftir að Sitjandi: Jónas Rúnar Jönsson og Helga Möller. Standandi: Sævar Baldursson og Björgvin Halldórsson. (Ljósm Sv. Þ.). Hassis og marihuana, eru framreidd með ýmsu móti. Einnig kemur efnið vafið í vindlinga, sem yfirleitt eru heldur mjórri en nikotín-vindlingar. Þó þekkist marihuana í vindlingum, sem líta út eins og venjulegir vindlingar, og er þá nikotín í báðum endum, en allt miðbik vindlingsins er marihuana. við bundumst þessum óform- legu samtökum höfum við sætt aðkasti þess, en einnig eru dæmi þess að einstakling- ar hafa komið til okkar og þakkað okkur fyrir. Þeir segj ast ekki hafa hugsað um hversu hættulegur leikur þetta sé og hafa óskað eftir því að slást í okkar hóp. Þetta fólk, sem neytir þessara lyfja, hef- ur greinilega ekki gert sér grein fyrir alvöru þess, og okkur er ljóst, að það þarf stórátak til þess að bægja þessu frá. Þess vegna viljum við að ungt fólk taki hönd- um saman í þessu þjóðfélags- lega brýna hagsmunamáli. Mörgum finnst þetta vonlaus barátta, en við erum stað- ráðin í því að berjast. Ungt SmSTEINAR fólk má ekki fljóta sofandi að feigðarósi. Hvar í heimin- um sem er, er þetta stórt og mikið vandamái — í okkar augum eina unglingavanda- málið í dag, og á íslandi er enn tækifæri til þess að upp- ræta ósómann. Þetta vanda- mál er ekki unnt að kenna hinum fullorðnu um. Það eru unglingarnir sjálfir, sem skapa það. Til áherzlu baráttunni hafa þessi ungmenni ákveðið að efna til poptónleika, sem sennilegast verða haldnir í apríl. Þar spila þau og skemmta án endurgjalds, og verðuir ágóða af skemmtun- inni varið til þess að berjast gegn hættunni af neyzlu Framhald á bls. 19 <§> KARNABÆR KLAPPARSTIG 37 — SÍMI 12937. Vetrarútsala ó skóm - veskjum - fatnoði og snyrtivörum!! 40% - 60% afsláttur JA, VEÐRIÐ TAFÐI OKKUR UM EINN DAG, EN VIÐ VERÐUM ÞVI duglegr. og gefum MJÖG GOTT ÚRVAL AF SKÓM OG VES KJUM betRI þjónustu. nú er bara síðbuxur _ kápur _ jakkar _ re >njakkar — peysur — skyrtur AÐ LATA EKKI HAPP ÚR HENDI SLEPPA. kápur — jakkar — regnjakkar — peysur — — skokkar og buxur. sett o. m. fl. SNYRTIVÖRUR Á NIÐURSETTU VERÐI. ATHUGIÐ AÐ VERZLUNIN ER AÐ KLAPPARSTÍG 37. Norrænt samstarf Vísir hirti forystugrein um norrænt samstarf og þing Nor®- urlandaráðs, sem nýlega er lok- ið í Reykjavík, sl. laugardag og segir þar: „Eitt af því fáa, sem allir íslenzku stjómmálaflokk- amir virðast nú sammála nm er að efla beri norrænt samstarf og treysta menningurleg og efna- hagsleg tengsl okkar Islendinga við frændþjóðimar á Norður- löndum. Við skulum vona að hugur hafi fylgt máli hjá öllum fulltrúum flokkanna, sem létu þessa skoðun nýlega í ljós í sjón- varpinu, enda þótt meðal þeirra væri einn, sem hingað til hefur virzt áhugasamari um önnur og fjarlægari sambönd. Á því er enginn vafi að við eigum fleira sameiginlegt með frændum okk- ar á Norðurlöndum en öðrum þjóðum. Kemux þar til sameigin legur uppruni, skyldar menning arerfðir og lík lífsviðhorf í mörg um greinum. Það er líka augljóst að þessar þjóðir líta svo á og hafa einlægan vilja á að treysta vináttuhöndin við íslendinga. Þetta kom mjög skýrt fram á nýafstöðnu Norðurlandaþingi, eins og raunar jafnan áður á slík um ráðstefnum. Sú skoðun hefur þó verið býsna almenn hér á landi, a. m. k. til skamms tíma, að við hefðum lítið gagn af þess- um norrænu samskiptum, sem væru aðallega falleg orð í veizlu ræðum. Slíka sleggjudóma þarf að kveða niður og því er vel að kunnir stjórnmálamenn hafa nú lýst fyrir alþjóð skoðunum sínum á þýðingu norrænnar samvinnu fyrir íslendinga.“ Margt hefur áunnizt Síðan segir Vísir í forystu- grein sinni: „ Sumum hættir til að einblína á þau mál, sem seint gengur að leysa. En þá ber að hafa í huga, að hagsmunir þess- ara þjóða fara ekki alltaf sam- an fremur en annarra og þá er eðlilegt að nokkum tíma taki að komast að samkomulagi, sem allar geta sætt sig við. Það er alkunn staðreynd um samskipti allra þjóða, að þar koma upp mál„ sem eru erfið úrlausnar en þau em mun færri hjá þess- um frændþjóðum og oftast fjall- að um þau af meiri og gagn- kvæmari skilningi en almennt gerizt meðal annarra þjóða. — Hinu vilja menn því miður oft gleyma hve ótal margt hefur áunnizt í norrænu samstarfi öll- um þjóðunum til heilla. fslend- ingum ekki síður en hinum; og með hverri ráðstefnu sem haldin er, miðar alltaf í rétta átt til meira samstarfs og traustari samstöðu. Þannig var það á þing inu, sem hér var háð nú að dómi allra, sem þar mega gerst vita, enda hafa þeir kveðið svo fast að orði að þingið sé sögu- legur viðburður í norrænum samskiptum og þá ekki sízt fyrir okkur íslendinga, þar sem það var haldið hér og allur undir- búningur og aðstaða til þing- haldsins mjög rómuð af hinum útlendu fulltrúum og blaðamönn um. Ráðstefnur sem takast svo vel, eru auk annars mikil og góð landkynning sem alltaf er nokkurs virði fyrir svo litla og afskekkta þjóð, þótt segja megi að hún sé nú komin i þjóðbraut heimsumferðarinnar mlðað við það sem áður var“. Blað allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.