Morgunblaðið - 17.02.1970, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.02.1970, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1970 Þórunn Björnsdóttir og Hallur Björnsson frá Kóreksstöðum — Minningabrot — Fyrir rúmtun 70 árum mun fundum ykkar foreldra minna fyrst hafa borið saman á æsku- heimili þínu að Dölum í Fáskrúðs firði, þegar pabbi var þar á ferð með vini sínum. Móöir þín andaðist 7. nóvemb- er 1892, fjörutíu og þriggja ára að aldri. Þó varst þú fimrnt- án ára. Bróðir þinn, Stefán Björnsson, síðar prestur á Hólm um í Reyðarfirði, var elztur ykk ar systkina, en þú næst í röðinni. Þar næat Lára, sem lézt s.l. vet- ur, því næst Valgerður, Herborg og Hóimfríður, allar í hárri elli. Snemma þóttu dætumar í Döl t Anna Filippusdóttir Hjarðarhaga 33 andaðist lauigardagiinn 14 febrúar. Vandamenn. t Útför manmisins míns, Guðmundar Grétars Jónssonar, fer fram í diag frá Fossvogs- kirkju, klukkan 13:30. Blóm eru afþökkuð, en þeirn siem vildu minmiast hiinis látma er bent á Krabbaimeinsfélagið. Lára Halldórsdóttir t Hjartanis þö&k fyrir auð- sýnda samúð og viniarhug við amidlát og jarðlarför móður oklkar, tengdamóður og öramu Þórunnar Einarsdóttur Svendsen frá Hofi í Mjóafirði Sérstakar þakkir færum við íæknuim og hjúkrumrfconium á lyfjadeild D, 4. hæð Lainds- spítalans, fyrir einstæða alúð sem þau sýndu í veikindum henniar. Jóhanna Svendsen Björn Jónsson Engelhart Svendsen Jónína Valdimarsdóttir Sigrún Svendsen og barnaböm. t Innilegar þakkir færum við öllum þeiim siem vottu'ðu okk- ur samúð og vinarhiuig við fráfall Gunnars Sævars Gunnarssonar Eyjarhólum. Sérsitafcar þaikkir til frarn- bvæmdastjóra og sbarfsfólks Hraðfrystihúss Táiknafjárðar, Bílddælinga og allra þedrra fjölmörgu sem þátt tóku í leitinni áð vélbátnium Sæfara. Ingibjörg Indriðadóttir Þorlákur Björnsson og systkini hins látna. um kvehkostir góðir, eins og ætt ir stóðu til, en rausn og höfðinigs bragur foreldranna í einu og öllu með slíkum ágætum og bezt hef- ur þekkzt á íslenzkum menning- arheimilum um aldir. En fimmtán ára kom það í þinn hlut að veita stóru heimili forstöðu ásamt föð- ur þínum, Bimi Stefánssyni. Milli þín og systra þinna var eins og hálfs árs til tveggja ára aldursmunur og hafa þær efa- laust snemma veitt þér aUt það lið, er þær máttu. Mætti ætla, að þarna hafi eigi alllítið verið lagt á ungar herðar. En fortalið er, að þið hafið í sameiningu leyst vandann með prýði og vaxið við hann. Þú gegndir svo ráðskonu hlutverkinu hjá föður þínum þar til þið pabbi genguð í hjónaband hinn 7. júní árið 1900. Sama ár hófuð þið búskap á Kóreksstöðum, bjugguð og all- góðu búi til árains 1944. Hjóna- band ykkar stóð í 53 ár, en pabbi andaðist í júní 1953 á Arn órsstöðum á Jökli. Við bömin ykkar urðum 7, en á það hefur verið minnzt annars staðar. Hafi það verið fyrirfram á- kveðin örlög, að þið faðir minn kynntust og urðuð hjón, kalla ég það góð örlög. Ég ætla mér efcki þá dul að útskýra þetta orð og skortir víst bæði vit og þekk- ingu til að skilgreina það svo vel sé. Engu að síður trúi ég mjög ákveðið á mannleg örlög. Og sæll er hver í sinni trú, hversu fáránleg, sem hún kann að vera í augum annarra. Framanskráð er eins og örlítill inngangur að því, sem mig lang- ar tii að segja. Ég er nefnilega «ð skrifa ykk ur bréf. Að vísu eru 16 ár síðan pabbi lézt, en þú ert nú ný- flutt. Ég ætla blátt áfram að rabba við ykkur rétt eins og í gamla daga, þegar ég sendi ykk ur línur eftir að ég fór að heim an. Efnið verður úr ýmsum átt- um eins og þegar talað er um daginn og veginn. Talað er enn um, að menn deyi eða séu liðnir. Ég lít hins vegar svo á, og margir gera það og trúa því, að þegar sá líkami, sem við hlutum við fæðirugu, óx og þroskaðist eins og efni stóðu til og náði tilætluðum þroska, samanbar morgun lífsins, hádegi og ævikvöld, byrji hrörnun rétt eins þegar fat slitnar, en að því búnu hefjist vistaskipti til nýs, bjartara og óendanlega fegurra mannlífs. t Inmilegar þakkir fyrir hlý- hug við andlát móður okkar, temgdiamó'ður og ömmu Birnu Sæmundsdóttur. Sérstakar þafckir til yfir- Lækinis og starfsliðs Sjúkra- húss Keflavikur. Criss Lillian böm og systur t Þöikkum hjartanlega aiuð- sýnda samúð og vinarhug við andlát og jar’ðarför móður akfcar, terugdiamóður, ömmu og lanigörnmu Dýrborgar Daníelsdóttur frá Valadal. Börn, tengdaböm, barnabörn og bamabarnabörn. Þið voruð jafna fátöluð og orðvör um alvarleg efni, en ég þekki vel hug ykkar allan. Þetta var ykkar bjargföst trú al'la tíð og mesta hjálp í skini og skúr- um á langri ævi. Og eins og ég sit hérna við skrifborðið mitt, er það mín trú, að þið fylgizt með hugsunum mínum, getið það blátt áfram með einíhverjum hætti, Skiljið þær og skynjið. Öðrum ætla ég að reyna að kynna það beint og óbeint, jafnvel láta aðra lesa það miUi línanna, hvernig þið komuð mér fyrir sjónir, ekki sem syni heldur sem ókunnugum og óviðkomandi nianni. Ég finn að vísu, að þetta er vandi. Þegar ástvinir okkar hverfa af sjónarsviðinu smátt og smátt, einn af öðrum, er eins og við rönfcum við okfcur um stund. Við sjáium þá horfnu í nýju og skýr ara ljósi. Klakahjúpurinn, sem ef til vill hefuir nlaðizt um hjart «5 i önn daganna og mannlegu hirðuieysi, jafnvel í nokkurs fconair sjálfsvörn, vegna eigin hagsmuna, klökkunar nú í bili að minnsta kosti. Og — „ei vitk- ast sá er verður aldrei hryggur, hvert viskubarn á sorgarbrjóst- um ligguir.“ Já auðvitað kynnt- uzt þið sorginni eins og aðrir dauðlegir menn. Einar heitinn, efalaust efnileg asta barnið ykkar, misstuð þið 12 ára gamlan. Hvíti dauðinn varð þessum fallega, gáfaða og listræna bróður minum að bana. Einar var fæddur 20. marz 1907, en andaðist 20. maí 1919. Hann sagði við mig tveim dögum áður en hann dó. „Viltu hjálpa mér að snúa mér í rúminu." Og svo bætti hann við með karlmannlegri ró og án minnsta klökkva. „Þakka þér fyrir, bróðir. Þetta er að verða búið, nú fer ég bráðum að deyja.“ Ég sneri mér undan og harkaði af mér og sagði eins hressilega og ég gat. „En hvaða vitleysa er þetta, Einar minn, nú fer þér einmitt að batna.“ Og það varð orð að sönnu. Einin morgun tilkynntir þú mér lát hans og og sagðir: „Veiztu að Eimar er dáinn?“ Mér varð orðfall, en ég Vcir undrandi. Það féllu engin tár, og ég skildi allt undir eins. Dauðinn var búinn að gera svo greinilega boð á undan sér, að allar lindir voru þomaðar. Og um langan tíma varð hljótt á heimilinu. Tónlistargáfa Einars var öllum auðsæ og lofaði lista- mann. Hann lé kundra vel á orgel, jafn ungur drengur, og röddin var óvenju fögur, hann var þegar byrjaður að semja lög. Annað efnilegasta barn ykkar var Védís Hólmfríður, Hulda eins og ég nefndi hana gælu- nafni, þegar í æsku, Tónlisiar- skyn hennar var engu minna en Einars. Fegurð hennai og glæsi- t Innilegiar þakkir fyrir auð- sýnda siamúð og vinóttu við andlát ag jarðiarför móður mimiruar Kagnhildar Halldórsdóttur frá Hornafirði. Aðalheiður Guðmundsdóttir leiki var slíkur að af bar. Veik- indi hennar í höfðdnu hófust upp úr fenmingaraldri, vara enm og munu gera þar til yfii lýkur. „Þeir, sem guðimir elska deyja ungir.“ Læknavísindin geta ekkert að gert. Þessi tvö áföll í ævi ykkar og okkar allra urðu þung ’og sár reynsla í júnímánuði árið 1930 drejrmdi mig tvo drauma með fárra daga millibili. Þessir draumar gætu orðið ýmsum ærið efni til íhug- unar, þess vegna eru þeir sagðir hér. í fyrri draumnum þótti mér ég vera að koma heim frá kennsl unni til Halldóru Sigfúsdóttur konunmar minnar og Þórhalls Iitla sonar okkar. Við vorum að bíða eftir íbúð og bjuggum í bili í aðeins einu litlu herbergi. Til hægri við dyrnar var svefnsóf- inn minn, en á honum sá ég nú hví'la Einar heitinn bróður minn og hélt hann hægri armi sínum uitan um Þórhall. Þeir virtust sofa værum svefni saklausra barna og það var sannarlega ljómi yfir þessum fallegu drengj um. Tæpri viku síðar dreymir mig hinn drauminn, en hann var á þessa leið: Ég þóttist strjúka hægri hönd yfir hárið á mér og fannst þá eitthvað vera milli fíngra minna. Ég leit á hönd- ina og sá þá milli fingranma allt hárið af háhöfðinu. Tveim dögum eftir síðari drauminn veiktist Þórhallur mjög sniögglega að kvöldi 23. janúar 1930 og andaðist kl. 3 um móttina. Ég læt öðrum eftir, þeim, sem ekki éru því meiri þykk- skinnungar, að ráða þessar rún- ir. — Og, elsfcu pabbi minn, oft hefi ég brosað að því, þegar þú kall- aðir á mig og varst í vanda með þinar húsáhyggjur og nefndir nafnið mitt úr um það bil 80— 90 km fjariægð, svo skýrt og greinilega, að ég var ekki í vafa með röddina þína fremur en þú talaðir í eyra mér, Um þetta leyti var ég farkenn ari í Reyðarfirðii og dvaldi nú á Stuðlum. Þetta var seint um kvöld og ég hafði slökkt_ ljósið og súið mér til veggjar. Ég var á þessum tíma eins hress og hraustur og nokkur ungui maður getur verið. Þá er allt í eimu sagt við eyrað á mér: Alli. Þetta var röddin þín, pabbi minn, hún var mér auðþakkt. Mér varð hverft við og ég varð andváka alllengi. Hvað boðaði þetta? Að lokinni kennslu daginn eftir ferð bjóst ég í skyndi út að Búðar- eyri við Reyðarfjörð. Simi var þá á Hjaltastað og ég talaði við Pétur Sigurðsson bónda og spurði almæltra tíðinda úr sveit- inni. Hann svaraði. „Ég var heima hjá þér í gær og pabbi þinn er búinn að vera veikur í viku, en er nú á batavegi". „Hvað amar að honum, spurði ég.“ „Hann fór í eftirleit upp á Hraundal og varð að vaða Hraun dalsánna í mitti milli skara í blindbyl og frosti við að bjanga kindum og ofkældist. Á þessum tíma hafðir þú engan virrnu- mann, en fénaðurinn í stórhættu við tvær ár og ótal tjarnir. Þú hlýtur að hafa hugsað mjög á- kveðið til mín: Betur væri Alli nú kominn til að hjálpa mér. Ég trúi þessari skýringu. Þú varst bara sendirinn en ég viðtækið." Ég hverf nú frá draumutm og dulrænum efnum og tek upp létt ara hj al. Skólaganga ykkar var hvorkl löng né margþætt, en tilsögn í föðurhúsum hafið þið vafalaust fengið meiri og betri en almennt þekkist. Einn vetur varst þú, mamma mín, í Kvennasfcólanum á Laugalandi í Eyjafirði, en pabbi einn vetur í kvöldskóla í Reykjavík, þar sem hanin lærði jafnframt ^ orgelleik hjá góðum kennara. Ég á bréf frá ykku.r í hundraðatali og hefi alla tíð undrast stílgáfu ykkar, en staf- setning er alveg frábær. í þess- um bréfum finnast yfirieitt ails engar villur eða nokkurt klúður. Allt málfiar ykkar er með ágæt- um og til fyrirmyndar. Meðfædd samviskusemi og metnaðurbauð ykkur að svo skyldi vera. Nei, húsfreyjan á Kóreksstöðum og hreppstjórinn og oddvitinn í Hjaltasitaðaþinghá voru alls ekki þekkt fyrir það að senda frá sér illa stíluð bréf með æðis- gengnum stafvillum. Þegar ég bar þetta nú saman við skólagönigu og námsárangur æsku nútímans, verður mér á að Ihrista minn snjóhvíta hæru- kolL Framan af árum var Kóreks- staðaheimilið fjölmennt og mörg hjú. Þarna ríkti sátt og gott samlyndi. Óánægja, hvað þá rifr ildi þekktist ekki þar á bæ. Og sveitungiamir voru upp til hópa samvalið sæmdarfólk. í hinu feikna brennivínskófi aldarinn- ar vair þarna snemma stofnuð stúka, ungmennafélag, búnaðar- félag og kvenfélag svo eitthvað sé nefnt af félagsmálum. Alla þessa starfsemi sttxdduð þið með ráðum og dáð um áratuigi. Mynd arbrag þínum, mamma mín, við hannyrðir gleymir víst enginn, sem til þekkti, en pabbi var haigur á allt, sem hann tók hönduim tdl. Smiður góður og vef airi ágætur. Við öll störf var beitt ýtrustu forsjá og fyrir- hyggju og afkoman lengst af sæmileg. Kórefcsistaðir standa í miðri stórri sveit og gestagangur mik- ill þar sem bærinn var sam- komustaður sveitarinnar og fjöl- margip þurftu, að hitta húsbónd- ann ýmissa erinda. Sönigfélagar pabba urðu marg ir. Ber þar fyrst að nefna séra Vigfús Þórðarson á Hjaltastað, sem þjónaði þessu brauði í 18 ár, Áma Jónsson, kempuna frá Múla, Gísla Jónsson á Seyðis- firði, Björn á Rangá og marga fleiri. Lagið var þá oft tekið hressilega svo að við lá, að und ir tæki í fjarlægum fjöllum. Og ég minnist þess einnig þegar þeir Þórólfur í Húsey og pabbi stilltu saman fiðlurnar á sam- komum á Kóreksstöðum og „faldarnir lyftust og síðpilsin sviptust“, þá var nú sannarlega „ball í Hallingdal“, eins og Norðimenn orða það Þegar ég minnist þín, mamima, frú Sigurbjargar Bogadóttur á Hjaltastað og frú Jóhönniu Þor- steinsdóttur á Landbrekku, kem ur mér iðulega í hug þessi vísa eftir Matthías Jochumsson. Víðar en í siklingssölum svannafas er prýði glæst. Mörg í vorum djúpu dölum drottning hefur bóndá fæðst. Tólf ára gamall fór ég í fyrsta sinn til Seyðisfjaiðar með pabba. Þessi ferð var ævintýri líkuist. Þegar Vestdalsheiði er farin, er upp átján brekkur að fara. Neðsta brekban er geysihá og henigiflug á aðra hönd. Ég nam staðar á brúninni og fann þarna tilvalið tækifæri til að æfa mig í síeinkasti, eins og strákum er títt. Ég fann fimmeyring í vasa mínium og lét hann fljúga. En samsitundis fann ég einhverja ónotakennd, sektartilfinningu, Ég hafði gert rangt Þetta gat ekki verið gæfumerki. Þó sagði ég síðar frá þessu í áheym margra í eldhúsinu hedma. Menn kkndu, en þú horfðir fjarrænum aiuguim fram fyrir þig og sagðir með hægð: „Ég hugsa, að Alli minn verði duglegur að afla fjár, en líklega verðui hann dug legur að eyða því líka“. Síðan Framhald í bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.