Morgunblaðið - 21.03.1970, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.03.1970, Qupperneq 2
2 MORjGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1»70 Lambakjöt kynnt í Svíþjóð Á VEGUM Sambands íslenzkra samvinnufélaga og Stéttarsam- bands bænda verður í dag vöru- kynning á Hótel Park Aveny í Gautaborg, þar sem kynntir verða 12 til 14 lambakjötsréttir ásamt mörgum ostaréttum. Sam kvæmt upplýsingum Skúla Ól- afssonar deildarstjóra í búvöru- deild SÍS eru erlendis við þessa kynningu Agnar Tryggvason, framkvæmdastjóri og tveir bryt- ar frá Hótel Sögu, þeir Bragi Ingason og Eiríkur Viggósson. Boðnir á þessa vörukynningu er sendiherra íslands í Svíþjóð Haraldur Kröyer og íslenzki kon súllinn í Gautaborg, einnig frétta menn frá öllum helztu blöðum Svíþjóðar, frá útvarpi og sjón- varpi, ferðaskrifstofumenn og menn frá veitingastöðum og hót elum. Gullfoss flutti nýlega 220 lest ir af íslenzku lambakjöti á mark að í Gautaborg. Kjötverð er að sögn Skúla mjög hagstætt í Sví- þjóð nú um 5 til 6% hærra en óniðurgreitt verð hér heima. Á næstunni verða 300 lestir dilka- kjöts sendar utan. SÍS hefur í hyggju að fyigja þessari kynn- ingu eftir í sænskum blöðum á næstunni. Framsókn og kommúnistar: Andvígir verðgæzlufrv BÆÐI Framsóknarmenn og kommúnistar hafa snúizt gegn frv. því um verðgæzlu og samkeppnishömlur, sem ríkisstjórnin lagði fram á AI- þingi skömmu fyrir jól. Leggja Framsóknarmenn til að því verði vísað frá með rökstuddri dagskrá en komm únistar að það verði fellt. Frv. kom til annarrar um- ræðu í Efri deild Alþingis í gær og urðu um það nokkrar umræður. Verður síkýrt nánar frá þeim í Morgunblaðinu eftir helgi. En jafnframt voru lögð fram tvö nefndarálit um málið frá 1. og 2. minnihluta allsherjar nefndar þingdeildarinnar. Karl Guðjónsson (K), sem ákipar 1. minnihluta telur í nefndaráliti sínu, að frv. miði eklki að bætt- um háttum í verðlagamáluim frá því sem nú er í gildi og leggur til að það verði fellt. Tveir þi-ngmenn Framsóknar- flokksins, Björn Fr. Björnsson og Einar Ágústsson, skipa 2. minnihluta. í nefndaráliti sínu viðurkenna þeir, að óánægju hafi gætt af hálfu verzlunarmn- ar á undanfömum árum með framkvæmd verðlagslaga en telja að úr megi bæta með þvi að gera breytingar á gildandi lög gjöf. J»á telja þeir, að álkvæðin um gildistöku frv. á næsta ári bendi til þess að stjómarflokkarn ir vilji skjóta sér undan fram- kvæmd þess þar til að loknum tvennum kosningum í ár og á næsta ári svo og vegna væntan- legra kjarasamninga. Geir Hallgrímsson borgarstjóri ávarpar fulltrúaráð Sambands íslenzkra sveitarfélaga. Fyrirenda salarins sitja fundarstjóramir Auður Auðuns forseti borgarstj ómar, Ólafur G. Einarsson sveit- arstjóri Garðahrepps og Páll Líndal borgarlögmaður. Fundarritari var séra Sigurður S. Haukdal, oddviti Vestur-Landeyjahrepps. — (Ljós m. Sv. Þorm.) Mörg mál á dagskrá — á fundi fulltrúaráðs Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga FUNDI fulltrúaráðs Sambands íslenzkra sveitarfélaga lauk í Reykjavík í gær, en fundurinn hófst sl. fimmtudagsmorgun. Fundinn sóttu 30 fulltrúar úr öllum kjördæmum landsins. Formaður Sambandsins, Páll Líndal borgarlögmaður setti fundinn, en síðan flutti Emil Jónsson félagsmálaráðherra á- varp. Ræddi hann lagafrumvarp það, sem nú liggur fyrir Alþingi um sameiningu sveitarfélaga og kvað hann líklegt að það næði fram að ganga. Geir Hallgrímsson borgarstjóri ræddi í ávarpi sínu einnig um sameiningu sveitarfélaga og verkaskiptingu milli þeirra og ríkisins. Kvað hann sameiningu sveitarfélaga nauðsynlega for- sendu þess að æskileg hlutverka skipting kæmist á milli ríkis og sveitarfélaga. Með sameiningu sveitarfélaga fengju þau mögu- leika á að taka að sér aukin verkefni úr höndum ríkisins, en þau verkefni, sem unnt er að fela sveitarfélögum nú, færu eft ir því hvers hið minnsta þeirra væri megnugt. Ólafur Davíðsson hagfræðing- ur flutti erindi um þátt fast- eignaskatta í tekjuöflun sveitar- félaga og er sagt frá umnræð- um um það mál annars staðar í blaðinu. Einnig er skýrt sérstak lega frá erindi Þórðar Þorbjarn- arsonar um hreinlætismál frysti húsa og frá erindi Birgis Ás- geirssonar um tekjustofnun sveitarfélaga, en um þessi mál gerði fundurinn ályktanir. Páll Líndal formaður sam- bandsins flutti skýrslu um starf- semi þess og Magnús E. Guð- jónsson framkvæmdastjóri gerði grein fyrir reikningum og fjár- hagsáætlun og skýrði frá starf- semi lánasjóðs sveitarfélaga — og fóru að öðru leyti fram venju leg aðalfundarstörf. Áður en fundi var slitið kvaddi Karl Kristjánsson fyrr- verandi alþingismaður sér hljóðs og gat þess að þetta væri sein- asti fundur, sem hann sœti, þar sem hann gæfi ekki kost á sér til setu í bæjarstjóm í sumar, en hann hefur setið í fulltrúa- ráði sambandsins frá stofnun þess. Páll Líndal sleit síðan fundin- um og kvað þremur mikilvæg- um málum sveitarfélaga hafa þokað nokkuð áfram að undan- förnu: sameiningarmálinu, end- urskoðun á verkefnaskiptingu og staðgreiðslumálinu. Árlegar gjald eyristekjur af álverinu 760 milljónir — leiða til stóraukinna þjóðartekna — sagði Jóhann Hafstein á Alþingi í gær í GÆR hófst í Neðri deild Al- þingis síðari umræða um þingsályktunartillögu um skipun rannsóknarnefndar vegna Búrfellsvirkjunar. Morgunblaðið hefur áður skýrt ítarlega frá nefndar- áliti meirihluta fjárhagsnefnd ar og greinargerð stjórnar Landsvirkjunar, sem sýndu glögglega, að áætlanir um stofnkostnað virkjunarinnar hafa staðizt og að kostnaðar- verð raforkunnar er lægra en söluverð til fsal. í umræðunum í gær flutti Jóhann Hafstein, raforku- málaráðherra, ræðu, þar sem hann sýndi fram á í 11. liðum hversu hagstæður raforku- sölusamningurinn við Isal er Islendingum. Fer sá hluti af ræðu ráðherrans hér á eftir en eftir helgina mun Morg- unblaðið skýra nánar frá um- ræðunum. Jóhann Hafstein sagði m.a.: Raforkusölusamningurinn við svissneska álfélagið er einn þátt ur í margþættri samningsgerð. Hann er forsenda þess, að stór- iðja gat loksins haldið innreið sína á íslandi. Hún skapar þátta skil í íslenzkri atvinnusögu. Það eru nokkrar meginstaðreyndir, sem eru meirgur alls þess mál- æðis, sem stjórnarandstæðingar hafa stritazt við hér í þingsöl- unum á þessu þinghaldi, um nauðsyn rannsóknamefndar þing manna vegna Búrfellsvirkjunar. Nokkrar þessara staðreynda ætla ég að leyfa' mér að leiða fram. Að þeim athuguðum geta menn spurt sjálfa sig og auð- veldlega svarað þeim ásökunum, sem hefur verið rauði þráðurinn í málskrafi stjórnarandstæðinga, að Búrfellsvirkjun og álsamning amir séu eitthvert stórfelldasta stjómmála- og fjármálahneyksli, sem gerzt hafi hér á landi, eins og þeir, sem gefið hafa tóninn, kommúnistar, hafa orðað það. 1. Að byggingu Búrfellsvirkj- unar, álbræðslunnar í Straums- vík og hafnargerðar í Straums- vík hafa um 2—3 ár unnið meira en 1000 manns árlega og vinnu- laun ein til íslendinga numið um þúsund milljónum króna. 2. Um 35 starfsmenn íslenzka álfélagsins, ISAL, fengu þjálfun erlendis, á 9 stöðum í 6 löndum. Dvalartími var frá nokkrum vik um og upp í 2 ár, en meðaltal dvalartíma um 1 ár. Ekki er kunnugt um að væntanlegir starfsmenn nýrrar álverksmiðju hljóti svo víðtæka og alhliða þjálfun. Kostnaður ISAL af þjálf un starfsmanna mun hafa num- ið um 15 milljónum króna. 3. Samið er um rafmagnsverð til álbræðslunnar í erlendum gjaldeyri. Framleiðslugjald eða Aðal- fundur Iðnaðar- bankans AÐALFUNDUR Iðnaðarbanka ís Lands h.f. verður haldirun að Hót- el Sögu kl. 2 í dag. Á fumdinum fara fram venjuleg aðalfundar- störf. Prófessors- embætti auglýst í NÝÚTKOMNU Löigfoirtiinigia- blaðd er auiglýst piróifesisortseimfo- ætti í taninfliækniiniguim við læknia deild HáíJkóla ísliands og er uim- sókmarfrestiuir tíil 9. apmil 1970. skattar álbræðslunnar greiðist einnig í dollurum. Eftir 6 ár munu heildargjaldeyristekjur af álbræðslunni verða orðnar jafn- ar öllum stofnkostnaði Búrfells- virkjunar. 4. Tekjur af raforkusölunni til álbræðslunnar munu á næstu 25 árum nema um 6500 milljón- um kr., eða 74 mill. dollara. 5. Skatttekjur af álbræðslunni munu á næstu 25 árum nema um 4400 milljónum kr., eða um 50 millj. dollara. 6. Samtals munu gjaldeyris- tekjur af sölu rafmagns og skatt gjaldi til álbræðslunnar í 25 ár nema nærri 11000 millj. kr., eða hátt í þrisvar sinnum meira en allur stofnkostnaður Búrfells- virkjunar. 7. Gjaldeyristekjuir af sölu raf magns og skattgjaldi til álbræðsl únnar munu fyrstu 15 árinnægja til þess að endurgreiða öll lán vegna virkjunarinnar með 7% vöxtum. 8. Heildargjaldeyristekjur á ári, eftir að fullum afköstum ál- bræðslu er náð, um 75 þús. tonna árleg framleiðsla hrááls, hafa verið áætlaðar um 760 millj. kr. miðað við árið 1974: Framleiðslu gjald = 107 millj. kr. Vinnulaun = 203 millj. kr. Raforka = 302 millj. kr. Aðrar greiðslur (svo sem farmgjöld, vextir og afborg- anir lána vegna Straumsvíkur- hafnar, efnivörur, þjónusta o.fl.) = 155 millj. kr. Þesaar hreinu Framhald á hls. 16 Bæjarráð Húsa- víkur vill virkjunar- framkvæmdir MORGUNBLAÐINU hefur borizt fréttatilkynning frá bæjarráði Húsavíkur, sem fjallar um væntanlegar virkj- unarframkvæmdir á raforku- svæði Laxárvirkjunar. Til- kynningin er svohijóðandi. „Bæjarstjóm Ilúsavíkur samþykkti nýlega að vísa til- lögum, sem þar komu fram varðandi Laxárvirkjun, til ^ bæjarráðs. Á fundi bæjarráðs í gær varð ráðið sammála um svofellda afgreiðslu málsins: „Bæjarráð Húsavíkur lýsir sig hlynnt frekari virkjunar- framkvæmdum við Laxá, sem það telur að muni bæta úr yfirvofandi raforkuskorti á orkuveitusvæði Laxárvirkjun ar og muni jafnframt bæta atvinnuástand í Iandshlutan- um. Bæjarráð lítur svo á, að við allar framkvæmdir á vatnasvæði Laxár verði að gæta þess að valda ekki meiri röskun en nauðsyn ber til og telur bæjarráðið rétt að fjár- magni verði varið til áfram- haldandi rannsókna við Lax- þ.m.t. líffræðilegar rann- sóknir. Þá telur bæjarráðið æskilegt, að stofnaður verði sjóður, er fái tekjur af raf- magnsframleiðslu við Laxá og kísilgúrnámi í Mývatni. Verði sjóðnum varið til að standa straum af kostnaði við rannsóknir og af framkvæmd um til að bæta skilyrði gróð- urs og dýralífs við Laxá og Mývatn."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.