Morgunblaðið - 21.03.1970, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1970
RAUDARÁRSTÍG 31
MAGNÚSAR
4KiPH0m21 5IMAR2H90
©ftir lokun ilml 40381
bilaleigan
AKBBAVT
Lækkuð leigugjöld.
r
8-23-47
sendum
cVandlát
húsmóðir
velur
niðursoðið
grænmeti...
GÆÐA- __
grænmetið,
sem fæst í
*KAUP-
FEISAGINU
0 Gegn stríði
Ekki getum við ávarpað þig
„Kæri Velvakandi", eins og við
höfum séð sumt fólk gera. Á-
stæðan er einfaldlega sú að þú
hefur á lævísan hátt reynt að
stimpla okkur kommúnista. Við
mótmælum því harðlega. Og ekki
síður mótmælum við því, þegar
reynt er að læða því að fólki
að við höfum reynt að smygla
inn kommúnistaáróðri í leikskrá
Herranætur, einungis vegna
þess að við birtum í henni mynd
ir frá Víetnam. Með því leggjum
við einungis áherzlu á að leik-
ritið er ádeUa á styrjaldir í
hvaða mynd sem er.
Árni Pétur Guðjónsson
formaður Herranætur.
Hjörleifur Kvaran
ritstjóri Herranætur.
Mál þetta< er hér með útrætt
í dálkum Velvakanda.
0 Kísilgúrverksmiðjan
Þuríður Elísabet skrifar:
„Heiðraði Velvakandi:
Á sínum tíma, þegar sem mest
var talað um kísilgúrverksmiðj-
una við Mývatn og röskun í sam-
bandi við har.a, var ég fylgjandi
verksmiðjunni á þessum stað, af
því að ég trúði forsvarsmönnum
hennar. Þeir sögðu, að svo lítið
mundi fara fyrir henni, að eng-
inn sem til Mývatns kæmi,
þyrfti að verða var við hana.
Ég hafði þá aldrei komið til
þessa fagra staðar og vissi ekki,
hvað var í húfi. Nú hef ég orðið
þeirrar reynslu aðnjótandi, og
var hún óskemmtileg. Enginn,
sem til Mývatns kemur, þarf að
V erz/unarstjóri
Stór, alhliða raftækjaverzlun í Miðbænum, óskar eftir að ráða
verzlunarstjóra.
Óskað er eftir áhugasömum og duglegum manni, sem getur
unnið að miklu leyti sjálfstætt. Nokkur þekking á verzlunar-
sviðinu æskileg.
Upplýsingar um aldur, menntun, fyrri störf og annað er máli
kann að skipta, sendist Morgunblaðinu merkt: „Stjórn — 8184".
Cm3DIESEL
Cerð M 451 — M 452
6-, 8- og 9 strokka fjórgengis dieselvél, byggð fyrir afköst
frá 550 — 2300 hö. við 375 — 450 sn./mín.
Vélin hentar sem:
1) Aðalvél fyrir meðalstór — og stór fiskiskip, flutn-
ingaskip, oliuskip, dráttarbáta, strandferða- og far-
þegaskip.
2) Hjálparvél fyrir stærri skip og fyrir rafstöðvar í landi.
Atlas-MaK Maschinenbau GmbH
Werk MaK • 23 Kiel17 • Postfach 9009
Einkaumboð á íslandi:
ATLAS hf.
Garðastræti 6, III. h. Rvk.,
sími 26570.
mmsii
fara í grafgötur um, að þar er
verksmiðja og hún fyrirferðarmik
il, hávaðasöm og ljót.
Kísilgúrinn verður ekki aftur
tekinn, en væri ekki ráð að læra
af reynslunni og hætta að blekkja
okkur með því að halda að við
getum gert mikil og stór mann-
virki án þess að raska fegurð
landsins?
0 Hvað um hvera-
virkjun?
Nú á enn að betrumbæta hina
heimsfrægu náttúruparadís, Mý-
vatn. Virkjun Laxár er fyrirhug-
uð. Þetta er e.t.v. þjóðþrifafyrir-
tæki, en þar fylgir böggull
skammrifL Raska á öllu vatna-
svæði Mývatns með ófyrirsjáan-
legum afleiðingum fyrir gróður
og dýralíf sveitarinnar. Að auki
á Laxárdalur að fara undir vatn.
Er þetta þá eina úrræðið í virkj-
unarmálum íslendinga? Eru öll
önnur fallvötn ónothæf? Hvað um
hveraorkuna? Mér er spurn.
Hvers vegna virkjum við ekki
eitthvað af hverunum? Þeir eru um
allt land. Slíkum virkjunum
fylgir sáralítið rask, a.m.k. ekk
ert miðað við eyðiíegginguna í
sambandi við Laxárvirkjun.
Ég hef ekki heyrt um neina
óyfirstíganlega galla á hvera-
virkjunum, en þeir hljóta þó að
vera fyrir hendi, úr því að ekki
er farin sú leið.
Með virðingu,
Þuríður E. Pétursdóttir,
Austurstræti 14“.
— Velvakandi er hræddur um,
að þess verði að biða um sinn,
að hveravirkjun nyrðra geti
jafnazt á við fyrirhugaða vatns
virkjun.
0 Loðnan í skepnufóður
Skrifað er:
„Loðnugengdin hefir fært þjóð-
inni mikla björg í bú undanfar-
ið og aflað fjölda fólks, sjómönn
um og landverkafólki, mikilla at
vinnutekna, og er vonazt eftir
því, að framhald verði á loðnu-
veiðinni enn um sinn.
— En þegar sú uppspretta lífs-
gæða, sem loðnuveiðin skapar,
bæði beint og óbeint, atvinna,
sem breytist i erlendan gjald-
eyri, berst á fjörur fólksins á
þeim stöðum, þar sem loðnu-
vinnslan fer fram ásamt með
gjaldeyrisöfluninni, þá fer ekki
hjá því, að mörgum verður
hugsað til bændanna. En með tak
mörkuðum heyforða heyja þeir
stríð við að framfleyta búpen-
ingi sínum, þar til gróður vex
aftur á vorinu, sem senn er í
nánd og komandi sumri.
Þeirri hugmynd hefir skotið
upp, hvort ekki væri rétt að
freista þess að nota nokkurn
hluta loðnuaflans til þess að
fóðra búpening bændanna og
drýgja þannig heybirgðirnar,
bæði hjá sauðfé og nautpeningi.
Á fyrstu áratugum aldarinnar,
meðan allt var nýtt, sem nota-
gildi hafði, þá var loðna notuð
og nýtt haeði til manneldis og
skepnufóðurs og þótti gefa góða
raun. Ný og söltuð loðna var gef-
in með útbeit og líka dreift ofan
á hey í jötum sauðfjár og kúa og
þótti gefast vel. Kýr bættu nyt
sína við loðnugjöf og lélegt og
hrakið hey ázt vel, er loðnunni
var dreift ofan á það í jötunum.
Væri nú ekki tilvalið að grípa til
þess ráðs að nota loðnu til fóð-
urs búpeningi og gefa bændum
kost á að kaupa nýja loðnu og
fá hana flutta í veiðiskipunum á
næstu hafnir við helztu búfjár-
sveitir landsins? í annað eins hef
ir verið ráðizt, og slíkt gæti bæði
orðið til bjargar búpeningi og
sparað kaup á erlendu kjarn-
fóðri. Aukakostnað, sem þetta
kynni að hafa í för með sér, væri
ekki óeðlilegt, að ríkissjóður
bætti í einhverju formi. Ef þetta
þætti tiltækt, þá kæmi líka til
greina að frysta loðnu í stórum
stíl til fóðurgjafar, og söltUn er
líka tiltæk.
Hugmynd þessari er hér með
varpað fram, ef einhverjum þætti
hún athugunarverð“.
— Velvakandi kemur þessari
hugmynd hér áleiðis, en óeðlilegt
fyndist honum, ef almennir skatt-
þegnar ættu að fara að greiða
aukakostnað við þetta.
Lífgið upp á háralit yðar
með WELLATON, hár-
skolinu sem inniheldur
næringarefni. íslenzkur
leiðarvísir með hverri
túpu.
Merkið tryggir gæðin.
Halldór Jónsson hf.
Hafnarstræti 18 — Sími 22170.