Morgunblaðið - 21.03.1970, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 21.03.1970, Qupperneq 11
MOBGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1'970 . . H Lengi býr að fyrstu gerð Skólamál hafa mjög verið til umræðu í vetur eins og oft áður. Það eru aðallega kennarar og skólastjórar, sem látið hafa til sín heyra á opinberum vettvangi og þá aðallega um framhalds- menntunina, minni gaumur gef- in sjálfri undirstöðunni, barna- skóla- og unglingastigi, þó að þau mál hafi einnig verið drep- ið á, m.a. hér í blaðinu. Bent hefur verið á, og það með réttu, að námskerfi okkar sé orð ið úrelt að mörgu leyti. En er þá nokkur goðgá að láta sér til hug ar koma, að það þurfi að byrja á að endurskoða grunninn, barna skólanámið. Því miður hafa for- eldrar lítið látið þessi mál til sín taka opinberlega, en það er ekki það sama og enginn áhugi sér fyrir hendi, síður en svo. Allflestir foreldrar hafa geysi- mikinn áhuga á námi barna sinna, ræða um þessi mál sín á milli og vildu gjarnan leggja eitt hvað til málanna. Þvi miður vantar foreldrafélög við skólana, slík félög gætu gert mikið gagn, væri þar kominn vettvangur, þar sem foreldrar og kennarar gætu rætt saman um námið. Foreldra- dagar í skólum, einu sinni til tvisvar á skólaári, gefa ekki til- efni til mikilla umræðna um þessi mál. Einn af þeim, sem ritaði um skólamál í vetur, lét þess getið, að almenningur ætti að veita skólunum aðhald, það væri okk- ar að knýja fram breytingar. Foreldrar eru sjálfsagt ekki sammála um fyrirkomulag náms ins, en yfirleitt finnst öllum, að illa sé farið með tímann í barna- skóla, verkefnin ekki nægileg, börnin venjast þar á litla vinnu og svo að segja ekkert reynt tii að kenna sjálfstæð vinnubrögð. Það er fátítt að börn á skyldu- námsstigi fái verkefni, þar sem reiknað er með, að þau leiti sér upplýsinga í bókum heima eða á bókasöfnum. Námsskráin sníður kennurum sjálfsagt alltof þröngan stakk, en það réttlætir samt á engan hátt þessa tímasóun í námi hjá meðalgreindum börnum og þar fyrir ofan. Börnin venjast á, að litlar kröfur eru gerðar til þeirra, nám óg vinna alltof auð- veld, þau þurfa ekki að leggja sig fram. Er það, eins og allir sjá, ekki bezta veganestið, sem hægt er að senda þau með út í lífið. Þau þurfa að læra að vinna vel frá byrjun, því lengi býr að fyrstu gerð. í Kvennadálkunum í dag ætl- um við að biðja nokkrar mæð- ur að láta álit sitt í ljós á skyldunámi barna og unglinga. Konur þessar eiga það sameigin- legt, að þær eiga allar börn eitt eða fleiri, sem lokið hafa þessu stigi og geta því dæmt um það í héild. Þeir foreldrar, sem áhuga hafa á að leggja eitthvað til málanna, geta sent bréf til Kvennadálkanna, Morgunblað- inu. B.I. Elín Kaaber: BREYTING, ÞEGAR í GAGNFRÆÐADEILD KEMUR Um barnaskóla þann, sem mín börn . hafa gengið í, er ekkert nema gott að segja, næg verk- efni og góðir kennarar. Þar er það einn kennari, sem fylgir börnunum allan skólann, foreldr arnir kynnast kennaranum og geta leitað til hans, hvenær sem er. Þó finnst mér, að tungumála Elín Kaaber. kennsla mætti hefjast miklu fyrr en nú er. Enginn vafi er á, að það yrði til bóta. Það er mikil breyting, þegar í gagnfræðadeildir er komið, hverju sem um er að kenna. Kennarar eru nú næstum eins margir og námsgreinarnar, þó að einn kennari teljist umsjón- arkennari hvers bekkjar. Sam- vinna er ekki mikil milli kenn- ara og foreldra, gert er ráð fyrir tveimur foreldradögum yfir vet urinn. Einkennandi finnst mér agaleysið á þessu skólastigi, bötfinún va>ða uippii, og iiflar kirötf- ur gerðar til framkomu, virðing arleysið er í algleymingi. Skól- inn á ekki einn sök á því, marg- ir foreldrar virðast næstum al- veg kærulausir um að setja ákveðnar reglur á heimilunum, börnunum leyfð hvaða vitleysa sem upp kemur. Finnst mér hér mjög mikil breyting til hins verra frá því að elzta bam mitt, nú 25 ára, var í gagnfræðaskóla. Nýtt fyrirkomulag hefur nú ver ið tekið upp, skólatíminn slitinn í sundur og langt frí á milli. Tíminn frá því að skóla lýkur (oft kl. 10.30) og fram að há- degi, er sjálfsagt ætlaður til undirbúnings tímum eftir hádeg ið. En reyndin hefur áreiðan- lega orðið önnur hjá mörgum börnum. „Shoppan", sem virðist alltaf vera næsti nágranni ungl- ingaskólanna, er sá staður, sem dregur stóran hluta unglinganna til sín, og fara þau þá ekki heim fyrr en undir hádegi. Tíminn, sem þarna var ætlaður til lestr- ar, nýtist því ekki sem skyldi. Það er mjög óheppilegt, að slíta skóladaginn svona í sund- ur, börnin eru að fara og koma allan daginn. Mjög væri æskilegt, að skóla- dagar væru það langir, að lítil eða engin heimavinna væri. Enn fremur þyrfti að endurskoða hið 4 mánaða sumarfrí í skólum, þar sem mjög er nú orðið erfitt fyr- ir unglinga að fá vinnu, og eng- um hollt að ganga um iðjulaus allan þann tíma. Ef breyting yrði á, væri áreiðanlega vinsœlt að fá stutt vetrarfrí, eins og tíðkast á hinum Norðurlöndun- um. Sumarvinna unglinga, er heldur ekki alltaf til góðs, mörg þeirra virðast mega eyða öllu sínu kaupi að eigin geðþótta og þarf ekki að fjölyrða um, hve óheppilegt það er. Öðru máli gegnir, ef börnin hjálpa þannig til með skólagönguna. Ýmiss tómstundavinna á vegum skólanna er mjög til bóta, og einnig það, að skólaböllin eru haldin í skólanum, og þurfa því unglingarnir ekki að sækja uiti langan veg til að komast á skemmtanir. Helga Gröndal Björnsson: MEIRA SAMBAND HEIMILA OG SKÓLA Aðalgallinn, á barnaskólastig- inu er að mínum dómi sá, að verkefnin eru aílt of fábreytt. T.d. mætti hefja kennslu í tungu málum miklu fyrr en gert er hér á landi. Að vísu hafa vérið gerð ar tilraunir með tungumála- kennslu fyrir 10 ára og eldri í tveimur barnaskólum hér í borg í nokkur ár, og virðist hafa gef- izt mjög vel. Ég sé því ekki ástæðu til að hika við að taka Helga Gröndal Björnsson. þetta nám upp hjá öllum skólum borgarinnar, og gefa þannig öll- um börnum jöfn tækifæri. Þá má nefna lesgreinarnar. Það mætti t.d. gjarnan byrja að kenna 7 ára börnum undirstöðu í landa- fræði, náttúrufræði og svo auð- vitað siðfræði og kristinfræði. Börn eru yfirleitt mjög opin fyr ir og áhugasöm, þegar þau byrja í skóla, og er hættan sú, ef verkefnin eru ekki næg, að þá komi námsleiði í þau og þau missi áhugann. Ennfremur finnst mér, að gjarnan mætti byrja að kenna börnum að taka til máls og æfa sig i mælskulist, þetta mætti gera méð því að láta þau semja smásögur og lesa þær upp sjálf eða eitthvað því um líkt. Þá finnst mér ekki rétt eins og virðist gert mikið hér, að blanda saman í bekki börnum, sem ef til vill eru mjög dugleg eða jafn vel framúrskarandi og öðrum sem eru lakari. Það held ég að sé mjög slæmt bæði fyrir þau duglegu og eins fyrir hin — og ekki síður — sem ef til vill missa kjarkinn og geta ekki fylgzt með. Hvað viðvíkur gagnfræða- stiginu, finnst mér nauðsynlegt að auka kennsluna í 1. og 2. bekk, svo að munurinn, þegar komið er í landsprófsdeildir (fyr ir þau sem þangað fara), verði ekki eins mikill. Annars virðist það vera eitthvað að aukast, a.m.k. í sumum gagnfræðaskó'l- um. Enginn vafi er á því, að rétt ara er að dreifa námsefninu. Ég dvaldist í Bandaríkjunum s.l. sumar og fékk tækifæri til að skoða ýmsa skóla víðs vegar um landið. Þar kynntist ég mjög eftirtektarverðri tilhogun á sam starfi foreldra og kennara á að ræða féfagasamtök, sem kall- ast Parents Teachers Assocati- ons, og starfa slík samtök alls staðar í landinu eftir því sem ég bezt veit. Þar koma foreldr- ar og kennarar saman mánaðar- lega og fjalla um nám barn- anna, kennsluhætti og ýmiss vandamál, sem upp koma. Að mínum dómi væri mjög tímabært að stofna slík samtök hér á landi, því að það vita allir, sem börn eiga í skóla, að samband heimilanna og skólanna hefur vægast sagt verið mjög lítið, en þó er mér kunnugt um einn skóla, Hlíðaskóla, sem hefur haf ið fundi með foreldrum og kenn- urum, og er það mjög til fyrir- myndar. Það eru alls konar vandamál, sem upp koma hjá börnum og gott væri að geta skipzt á skoðunum við aðra for- eldra um, t.d. í sambandi við klæðnað barnanna, vasapeninga, útivist og margt fleira. Fyndist mér, að skólayfirvöld mættu gjarnan ræða þessi mál, og vonandi verða svo stofnuð foreldrafélög við alla barna- og gagnfræðaskóla næsta ár, en ekki höfð til íhugunar um ókomna tíð. >• Ingrid Guðmundsson: MÆTA ÞARF AHUGA BARNANNA Ennþá eru börnin að læra orða lag bókarinnar, t.d. upptalningu á fjörðum eða sveitum — án þess að fá tilfinningu fyrir því, sem lært er. — Myndir eru nauð- synlegar í skólabókum barn- anna, og gagnslaust að læra nöfn og skaðlegt að fara yfir Ingrid Guðmundsson. efni — án þess að tileinka sér það, sem ætlast er til. Lestrarefni til prófs fyrstu ár- in er tormelt, og mér er óskilj- anlegt, að 7—8 ára bömum er ætlað að lesa bækur, sem ætlað ar eru eldri börnum hvað efni og samsetningu snertir. Ég hallast að því að leyfa börnunum að njóta lífsins, en mæta þarf áhuga þeirra, og temja þeim að nota tíma sinn skipulega, þegar þau eru að námi. Að mínum dómi ætti að vera um litla sem enga heima- vinnu að ræða fyrstu ár skóla- sögunnar. Þá finnst mér alls ekki ein- hlítt að raða í bekki eftir lestrar hraða, en lestrarhraði virðist það eina, sem lögð er áherzla á, framsögnin gleymist að nokkru. Ennfremur ætti strax í barna- skólum að byrja á framsögn og ræðumennsku, en það er náms- efni, sem vantar í allt íslenzka skólakerfið. Agi er misjafn, en augljós nauðsyn á, að vissum grundvall arreglum sé hlýtt, ef hópvinna á að takast, og þær verður kenn arinn að setja og fylgja þeim eft ir. Samvinnu kennara og foreldra mætti auka og mætti oftar ræð- ast við, bjóða foreldrum til fleiri funda og skemmtana barnanna en nú er. Dreifa ætti viðtölum um árið — eftir skólatíma, í stað þess að láta mæðurnar biða £ biðröð eftir viðtali. Feðurnir komast oft ekki að vegna vinnu sinnar. Signý Sen: AGALEYSIÐ OFT EITT HELZTA VANDMÁLH) Ég hygg að skoðanir manna séu yfirleitt óskiptar um, að nú- gildandi námsskrá ætluð börn- um á skyldunámstímabilinu sé of væg (geri ekki nægar kröfur), þannig að námið samkvæmt henni verður nemendum upp og ofan auðvelt um of. óþarflega margar tómstundir skapast, en þeim er því miður ekki alltaf var ið til jákvæðra athafna. Þessi skipan mála hefur oft haft aðrar verri afleiðingar í för með sér einkum fyrir nem- endur, er hyggja á framhalds- nám, eða hið svo nefnda „æðra nám“, en þá fyrst byrjar námið fyrir „alvöru“. Kröfurnar auk- ast allt í einu að svo miklum mun, að jafnvel góðir nemendur lenda í forfærum. Skólastarfið verður þeim ofviða, þar sem þeir þekkja ekki vinnu, en nám er að mestu leyti vinna. Að sjálfsögðu eru til þeir nemend- ur, sem af ýmsum ástæðum eru síður bókhneigðir en aðrir, og er þeim núgildandi námsskrá að því leytinu þóknanleg sem hún er væg, sem engan veginn má skilja svo að sé sama og að hún er æskileg. Því takmark þjóðfé- lagsins í þessum efnum hlýtur að vera það, að sérhverjum nem anda sé búin sú námsskrá, er bezt hæfi námsgetu hans. þroska óskum og þörfum þess á hverj- um tíma. Þessu máli til úrbótar mætti hugsa sér þá leið, að í gildi væru tvær eða fleiri námsskrár, er gerðu mismunandi kröfur eftir Framhald á bls. 12 Signý Sen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.