Morgunblaðið - 21.03.1970, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1070
25
frétt-
unum
Uhristine Walton
Julia litla Warburton, 1?
ára gömul frá County Dur-
ham var í sumarleyfi með for-
eldrum sinum í fyrrasumar í
Salou á Suður Spáni. Þar
voru þau á ströndinni og dag
nokkurn sá hún mann á botn-
inum í sundlaug hótelsins þar
sem fjölskyldan var. Hann lá
þar hreyfingarlaus, og hún
stakk sér eftir honum og hélt
Júlía Warburton.
sér á floti með hann, þar til
einlhver kom til hjálpar.
Þetta var Breti, hjúkrun-
armaður frá Middlesbor-
ough. Seinna skrifaði hann
skólanum, sem hún er í heima
í Englandi og sagði þeim alla
söguna. Skólinn hafði sam-
band við Interpol, alþjóðalög
regluna og hún grófst fyrir
um málið. Fyrir nokkrum
dögum fékk Júlía litla viður-
kenningu frá konunglega
mannúðarfélaginu fyrir vikið.
Faðir hennar sagði, að þau
hjónin hefðu ekki kunnað
við að vera að fjölyrða um
afrek dótturinnar, en þau
væru auðvitað fegin, að sann-
leikurinn hefði fengið að
koma í ljós.
Christine Walton frá
Rugby í Englandi er hjúkr-
unarnemi. Móðir hennar
fékk hana til að taka þátt í
samkeppni um titilinn:
Hjúkrunarkona ársins. Það
María Callas, sagði nýlega
í Mar del Plata í Argentínu,
að hún ætlaði ekki að gifta
sig. Þar er hún nú stödd á 10.
Mar del plata kvikmyndahá-
tíðinni, þar sem sýnd er
kvikmyndin Medea, sem hún
leikur í, en Pier Paolo Paso-
lini stjórnar henni. Hún og
Pasolini komu þangað á
föstudaginn var. Þetta er
fyrsta kvikmynd Callas. Mar
del Plata er um 400 km suð-
ur af Buenos Aires.
Hún segist ómögulega geta
hugsað sér að leika í ann-
arri kvikmynd, nema þá því
aðeins að Pasolini stjórni
henni.
Ungfrú Callas og Pasolini
hafa bæði þrætt fyrir það að
þau hyggist ganga í það heil-
aga í Punta del Este, að
kvikmyndahátíðinni lokinni.
— Ég ætla ekki að gifta
mig, sagði hún er hún kom
þangað. Hún og Pasolini
urðu að taka aðra flugvél
frá Recife í Brazilíu, vegna
vélarbilunar.
Núna þarf ég ekki að gera
neitt annað en að halda áfram
að syngja, sagði hún við
fréttamenn, en það er það
sama og að taka lífinu með
ró.
eru gull og grænir skógar í
boði, s.s. bíll, yfir 100 steri-
ingspund. Þetta er gert til að
hjálpa hjúkrunarnema til að
Ijúka námi.
Núna ætlar Pasolini að
kvikmynda „la orestiada“
í N-Afríku, sagði hún, við
höfum rætt dálítið saman
óformlega. Hún sagðist hafa
ákveðið að taka aðalhlut-
verkinu í Medeu, því að það
hefði verið í samnefndri óperu
sem hún hefði byrjað frama-
feril sinn í Scala óperunni í
Mílanó.
Pasolini er mikill hæfileika
maður, hvað kvikmyndagerð
snertir, og er hann skipu-
leggur eitthvað, gleymir
hann engu einasta smáatriði,
þannig að árangurinn verði
sem allra beztur.
Óperusöngkonan áfelldist
smávegis gríska skipakóng-
inn, Onassis, sem hún var
lengi í sambandi við, áður en
hann geklk að eiga Jacque-
line Kennedy.
Ég átti vingott við Onass-
is, sagði hún, en svo heppi-
lega vill til fvrir mig, að það
er allt búið. Það var sá hluti
ævinnar, sem mér væri kært
að gleyma. Hún lýsti honum
sem óþolandi manni. sem að-
eins gæti rætt um viðskipti.
— Og það er nokkuð, sem
er alveg hræðilegt, sagði
hún, eða hvað finnst ykkur?
feföjfolJS rnoYgun^aj^nii
Von um fulltrúa stöðu er nán-
ar tilgreint hæfni til að hirða
lofið fyrir verk, sem aðrir vinna.
Maður, sem hafði meitt sig í
slysi', staulaðist við hækju inn í
réttarsaliran í málaferlum, sem
af slysinu leiddi.
— Geturðu ekki komizt af án
hækjanma?
— Læknirinn segir, að ég geti
það, en lögfræðingurinn minn
segir, að ég geti það alls ekki.
Sýsluimaðurinn fór með mál
fyrir sveitunga sinn, sem hafði
misst kú í árekstri, og sagði m.a.:
— Ef bifreiðinni hefði verið
rétt ékið, eða bílstjórinn hefði
flautað á kúna, hefði hún ekkert
rneitt sig þegar hún dó.
Maður nokkur var að segja
sögur úr biblíunni og ræddi um
Adam og Evu. Dag nokkurn
hefði Adam komið heim, dauð-
þreyttur úr vinnunni, en barnið
hans spurði hann: Höfum við
alltaf átt heima í þessum kofa,
pabbi?
— Nei, væni minin, við áttum
heima í yndislegum garði, þar
til hún móðir þín át okkur út á
gaddinn.
spakmœlí
vr^vikunnar
Mér hefur ávallt fundizt,
lítið koma til þess að greina
kynþáttahatur frá öðrum
ágreiningi, hvort heldur hef-
ur verið í orði eða verki.
Hr. Quintin Hogg.
77/ sölu
151 ferm. hæð í tvíbýiíshúsi við Sólheima.
Ibúðin er mjög vönduð, stór bílskúr, vel staðsett gagnvart
verzlunum og skólum, tvennar svalir, mikið útsýni.
FASTEIGNASALAN
Skóiavörðustig 30.
Sími 20625, kvöldsími 32842.
st '. St- 59703216 -Sth '- og Ht '.
og V ■ St '. — VIIL
Skiðaskáli Vals
Skíðaskáli Vals verður opinn
um páskana. Þeir, sem hafa
hug á að dvelja í skálanum,
vinsamlegast láti vita í síma
82031 á mánudagskvöld.
Stjórnin.
Sálarrannsóknafélag íslands
Skrifstofa Sálarrannsóknarfé
lags íslands, Garðarstræti 8,
sím. 18130 er opin á mið-
vikudögum kl. 5.30 til 7 e.h.
Afgreiðsla timaritsins MORG
UNN og Bókasafn S.R.F.Í.
er opið á sama tíma. Mikið
úrval erlendra og innlendra
bóka um sálarrannsóknir og
vísindalegar sannanir fyrir líf
inu eftir dauðann, svo og
rannsóknir vísindamanna á
miðlum og merkilegum mið-
ilsfyrirbærum. Áhugafólk um
andleg efni er velkomið í fé-
lagið. Sendið nafn og heimil-
isfang: Pósthólf 433
Minningarkort
Blindravinafélags íslands,
Sjúkrahússjóðis Iðnaðar-
mannafélagsins á Selfossi.
Selfosskirkju,
Helgu Ivarsdóttur Vorsabæ,
Skálatúnsheimilisins,
Sjúkrahúss Akureyrar,
S.R.F.Í.,
Maríu Jónsdóttur flugfreyju,
Styrktarfélags vangefinna,
S.Í.B.S.,
Barnaspitalasjóðs Hringsins,
Slysavarnarfélags íslands.
Rauða krossins,
Akraneskirkju,
Kapellusjóðs Jóns Stein-
grimssonar Kirkjubæjar-
klaustri,
Borgarneskirkju,
Hallgrimskirkj u,
Steinars Ríkharðs Elíassonar
fást í Minningabúðinni
Laugavegi 56, sími 26625.
K.F.U.M. og K. Hafnarfirði
Almenn samkoma sunnudags
kvöld kl. 8,30. Valgeir Ást-
ráðsson guðfræðinemi talar.
Allir velkomnir.
Færeyska sjómannaheimilið
Það verður samkoma á Fær-
eyska sjómannaheimilinu pálma
sunnudag kl. 17.00. Micbael
Harry og aðrir tala.
Allir velkomnir.
Akureyringar
Kristniboðs- og
æskulýðssamkomur
Samkoma í kvöld og annað
kvöld kl. 8.30 í kristniboðs-
húsinu Zion. í kvöld verður
kristniboðsþáttur frá Eþíó-
píu. Tvísöngur. — Jón Viðar
Guðlaugsson talar.
Á morgun (sunnudag) verða
sýndar skuggamyndir frá
Konsó. — Einsöngur. —Bene-
dikt Arnkelsson talar.
Bæði kvöldin verður sýning á
ýmsum munum frá Konsó.
Allir velkomnir.
KFUM — Kristniboðsféla«j
kvenna — KFUK
Filadelfia
Almenn samkoma í kvöld kl.
8. Ásmundur Eiríksson og fl.
tala. Fjölbreyttur söngur.
K.F.U.M.
I dag:
KI. 6 e.h. drengjadeildin
Langagerði 1. Kl. 8,30 e.h.
Samkoma kristniboðsviku
Kristniboðssambandsins í
húsi félagsins við Amtmanns-
stíg.
Á morgun:
Kl. 10,30 f.h. Sunnudagaskól-
inn Amtmannsstíg, drengja-
deildin í Félagsheimilinu við
Hlaðbæ í Árbæjarhverfi.
Barnasamkomur í Digranes-
skóla við Skálaheiði í Kópa-
vogi og í vinnuskála F.B. við
Þórufell í Breiðholtshverfi.
Kl. 10,45 f.h. Drengjadeildin
Kirkjuteigi 33.
Kl. 1,30 e.h. Drengjadeildirn-
ar við Amtmannsstíg og
drengjadeildin við Holtaveg.
Kl. 8.30 e.h. Síðasta samkoma
Kristniboðsviku Kristniboðs-
sambandsins í húsi félagsins
við Amtmannsstíg. Fréttir frá
kristniboðinu í Konsó. Æsku
lýðskór syngur. Séra Jóhann
Hjálmarsson, prófessor, hefur
hugleiðingu. Gjöfum til
kristniboðsins veitt viðtaka.
Allir velkomnir.
Heimatrúboðið
Almenn samkoma annað
kvöld kl. 20.30 að Óðinsgötu
6A.
Allir velkomnir.
Kvenfélag Langholtssóknar
Hinn árlegi merkjasöludagur
félagsins er sunnudaginn 22.
marz.
Merkin verða afhent I safn-
aðarheimilinu kl. 10 árdegis.
Bænastaðurinn Fálkagötu 10
Kristileg samkoma sunnud
22.3. kl. 4. Sunnudagaskóli kl
11. f.h. Bænastund virka daga
kl. 7 e.m.
Allir velkomnir.
Tónabær - Tónabær - Tónabær
Félagsstarf eldri borgara.
Mánudaginn 23. marz verður
féiagsvist, teiknun, málun og
kaffiveitingar. Húsið opið frá
kl. 1.30—5.30.
Frá Guðspekifélaginu
Fundur verður haidinn í húsi
félagsins Ingólfsstræti 22,
föstudaginn 20. marz ki. 9
síðdegis.
Húsinu lokað kl. 9.
Erindi: Sigvaldi Hjálmarsson
Hljómlist: Gunnar Sigurgeirs
son
Kristniboðsvikan
Samkoma í húsi KFUM og
K við Amtmannsstíg i kvöld
kl. 8.30. — Konsófréttir.
Kvennakór syngur. — Enski
læknirinn Michael Harry tal-
ar.
Á sunnudagskvöid kl. 8.30 er
síðasta samkoma kristniboðs-
vikunnar á sama stað. Frétt-
ir frá Konsó. Æskulýðskór
KFUM og KFUK syngur. —
Séra Jóhann Hannesson, próf-
essor, hefur hugleiðingu. Allir
hjartanlega velkomnir á sam
komurnar.
Gjöfum til kristniboðsins er
veitt viðtaka í lok samkom-
unnar á sunnudag.
Hjálpræðisherinn:
Sunnud. kl. 11.00 Helgunar-
samkoma. kl. 14.00 Sunnu-
dagaskóli. kl. 20.30 Hjálpræð-
issamkoma
Foringjar og hermenn tala,
vitna og syngja um Jesúm
Krist.
AUir velkomnir.