Morgunblaðið - 30.04.1970, Page 24

Morgunblaðið - 30.04.1970, Page 24
24 MORGUMBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. APRÉL 1070 GECRGES SIMENON: EINKENNILEGUR ARFUR þegar þér farið héðan, spurði Gilles og lét sem honum brygði ekkert. — I>að veit ég ekki enn. Gilles sá strax, að hann var að ljúga og gefck fastar á hann. — Einmitt? Með konu og barnahóp á framfæri hafið þér varla getað lagt mlkið til hliðar. — Ég fæ áreiðanlega atvinnu. 125 g smjör 2 msk. tómatkraftur (helzt ósætur) 1 tsk. klippt steinselja HræriS smjör, tómat og stein- selju saman og berið meS steiktum og soðnum fiskrétt- um. Hrært smjör meS mismunandi 5 bragSefnum gerir matinn fjöl- jL breyttari, fyflri og bragðbetri. 1 — Með öðrum orðuim, þér eruð þegar búinn að fá hana, er það efcki? — Jæja, . . . það er að segja. . . . .Hálft í hvo'ru — Hjá hverjum? Þeir stóðu enn í skuggaiegri byggingunni Poineau sneri sér til dyranna og sagði í hálfum hljóðum: — Hjá hr. Babin. . Ég hef allt af vitað, að hann mundi taka við mér og láta mig annast útskip- unina hjá sér. — Hvenær hittuð þár hann seinast? Þegar svona beint var spurt, gat Poineau ekki lengur svarað með neinum hálfyrðum: — í gær. — í vinnutímanum? — Ég var efcki frá nema stund arfjórðung. — Hringdi hann yður upp? — Hann bað mig bara að líta inn í Bar Lorrain og ég skrapp þangað. Hann gaf mér í skyn. . — Eruð þér einn í þann veg- inn að fara? Nú náðu vandræði verkstjór- ans hámarki. — Mig grunar, að viðgerða- mennirnir, sem hafa verið hér lengst, komi með mér tiil Babin. Eins og þér skiljið og nú er ástatt, þá er það svo, að menn- imiir, sem hafa unnið lengst hjá hr. Octave. . . En Gilles tók fram í fyrir hon- um, snöggt. — Jæja, allt í lagi, hr. Poineau. Ég skal segja honum tengdaföð- ur mínum af þessu. — Ég býst við, að hann hafi grun um það. — Kaupið yðar verður gert upp í kvöild. Ésprit Lepart hafði verið að horfa á þá úr skrifstofunni sinni, sem var aðeins aðs'kiilin með gler vegg. Þegar Gilies kom inn til hans, stóð þann upp, vandræða legur. — Hvernig ætlið þér að fara að þessu, hr. Gilles? — Heldurðu, að þú gætir tek- FÓÐUR fóórió sem bœndur treysta HESTAMENN! FRANSKIR FéÐURHAFRAR • 50 KG SEKKUR KR: 426 — M.R. HESTA- FÓÐUR • 40 KG SEKKUR/MJÖL KR 304 — • 40 KG SEKKUR/KÖGGLAR KR: 314,— fóSur grasfrœ gir3ing(irefni MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR Símar: 11125 11130 { ið við af Foineau? Að minnsta fcosti í biili? — Ég skal gera hvað ég get. En ég er bara hræddur um, að efcki sé mikið tillit tekið til mín hérna. . . En ef það er bara í bili, þá. . . — Láttu alla fara, sem það vilja. . Ég ætla efcki að fara að halda aftur af þeim Og hafðu kaupið þeirra tilbúið. En segðu mér: hafa þeir nokfcuð taiað við þig? Þú veizt, hverja ég á við. Lepart skildi til fullnustu við, hvern var átt, og kinkaði fcolli. — Babin? — Nei. Þú veizt, að konan min hefur dálítinn saumaskap fyrir nokkrar frúrnar hérna. Það var frú Plantel, sem lét orð failla. — Hvenær? — Fyrir viku. Með öðrum orðum fyrir brúð- feaupið. Svo að þeir höfðu þá reynt að fá Esprit Lepart á siltt band, en hann hafði ekfci nefnt það einu orði við neinn. — Gilles greip hönd hans og kreisti hana. — Þafcka þér fyrir. í meira en tíu mínútur stóð hann í dyrunum á gömlu kirkj- unni og horfði á regnið og velti því fyrir sér, hvað Colettehefði getað verið að vilja að fara út svona snemma. Svo andvarpaði hann og gefck heim á leið. Þar var Alice í morgunsilopp og með fallega il- XXXV sfcó á fótunum berum. Hún sat á borðshorninu í eldhúsinu, þar sem stúlkan var að afhýða græn meti. Báðar voru hlæjandi og honum var forvitni að vita, að hverju þær hefðu getað verið að hlæja. — Ert þetta þú, Gililes? Ég er að koma. Ég var rétt að segja fyrir um matinn. Þegar Gilles kom í búðina klukkan hálfþrjú, varð hann hissa er hann fann ekki Gerard- ine frænku í litlu skrifstofunni, þar sem hún var annars venju- lega allan daginn. Aftur á móti vair Bob þarna, að tala við mann með skipstjórahúfu, Bob, sem annars kom helzt efeki nærri verzluninni. — Er Gerardine frænka hérna? — Hún bíðUr þín uppi. Hann gekk upp skrúfustigan.n sem lá upp úr búðinni. Á stiga- gatinu var myrkur. En svo opn- uðust dyr og rödd kallaði: — Er þetta Gilles? Komdu inn. Hann gekk inn í setustofuna og varð ekkert hissa, þegar hr. Plantel var þar fyrir. Þveginn og strokinn sem endranær, rétt) útgerðarmaðurinn út höndina, kæruileysislega, án þess að standa upp úr hægindastódnum, sem hann sat í. — Seztu niður, ungi vinur. Það varð andartaks þögn, sem Gerardine rauf síðan og sagði: — Fáðu mér fraikkann þinn, Gilles. Hann er rennvotur. Þau Plantel litu hvort á ann- að. Plantel stakk vindlinum sín um í rafmunnstykki, dustaði af sér ösfcu, sem hafði dottið á vest — Er þetta morgunmaturinn? Hvað þá um hádegismatinn? ið hans, krosslagði fæturna og hóf síðan máls: — Mér þykir leitt að þurfa að segja þér það, að úrskurður um uppgröft féil í morgun. Hann Octave, frændi þinn. . . Gilles leit beint framan í hann. Það var slæm birta þarna inni og regnið heyrðist bylja á járn þakinu. — Haldið þér, að honum hafi verið byrlað eitur, hr. Plantel? Það kom dálítið á útgerðar- manninn við svona beina spurn- ingu. — Það er ekki mitt að segja neitt álit á þeirri spurningu. Það eina, sem ég veit er það, að frændi þinn sýndi okkur frænku þinni visst traust, og oklkur heáuir undanfairið veitzt erfitt að verða við því trausti, sökum samvinnutregðu þinnar. — Þú verður að viðurkenna, Gilles,' að þú hefur ekkert gert til þess að. . . tók Gerardine fram í. En bending frá Plantel þagg- aði niður í henni. — Octave Mauvoisin, vinur minn, vissi áreiðanlega, hvað hann var að gera, þegar hann samdi þessa erfðaskrá. Þessi eitr un á frú Sauvaget hefur æst Upp almenningsálitið og vakið nýjar grundsemdir. Fólki hlýtur að detta í hug, hvort maður, sem byrlar konunni sinni eitur, hefði ekki líka getað eitrað fyr- ir eigiinmainin frillu sininar. Og eins og málin nú standa, getur ekkert dregið úr þeim grunsemd um. — Nema sannleikurinn svar- aði Gilles. Plantel yppti ofurlítið öxlum. Síðan hélt hann áfram: — Það er ekkert til, sem heit- ir allur sannleikurinn, en hins vegar eins margar útgáfur af honum og menn kæra sig um að sjóða saman. Sjáðu nú til, ungi maður. Þú vildir gifta þig og eng inn gat neinu tauti við þig kom- ið. Þú hefur lítilsvirt vinóttu frænku þinnar, og hver er nú útkoman? f gær fóru ýmsir af elztu starfsmönnum þínum yfir til Babins og sögðu honum, að þeir þyldu ekki lengur við í þjónustu þinni. — Það var hann, sem sendi eft ir þeim. Hann hringdi til Poin au. Plantel lét sem hann heyrði þetta ekki. — Þú ert ungur. Þú þekkir heiminn ekki nokkum skapaðan hlut og því síður viðskiptamálin. Fáfræði er hægt að fyrirgefa — að vissu marki. En að ganga svo langt að heimsækja Sauvaget lækni, eftir að konan hans er dáin, og láta hana frænku þína bíða í knæpu á næstu grösum! Annað eins fréttist. Það er hvísl að og síðan endurtekið upphátt, og getur að lokum hæglega komizt í blöðin. Hamingjan ein má vita, hversu langt baktal get ur komizt, þegar það er komið af stað á annað borð. Fólk er þegar farið að tala um „Mauvois in-hneykslið“. Naflaus bréf ber ast á hverjum degi. Og svo kem- ur skipunin um uppgröft á hon- Hrúturinn, 21. marz — 19. april. I Láttu eins lítið yfir viðskiptum þínum, og hægt er. Nautið, 20. apríi — 20. maí. / Vertu ánægður með það, scm þú hefur áunnið í vikunni. 1 Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Gerðu þér ekki í hugariund, að neitt, sem er að gerast, hafi var- anleg áhrif. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Bréfaskriftir eru mjög mikils virði í dag. i Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. / Nú ber á einhverri óánægju varðandi heimilislíf og lífskjör. 1 Meyjan, 23. ág:úst — 22. september. \ Hvíldu þig, borðaðu léttmeti eða fastaðu, hvort sem hentar þér 1 betur. Snúðu þér fyrir alvöru að andans málefnum. Vogin, 23. september — 22. október. Hcimilislífið er fjörugra, en ætti ekki að stjórnast af neinu einu 1 áhugamáli. t Sporðdrekinn, 23. októb-er — 21. nóvember. Það eina sem máli skiptir í svipinn, er að fara varlcga mcð fé. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Notastu við það, sem þú hefur handbært í stað þess, að sanka óþarflega að þér. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Það tekur því ekki að láta undan óþolinmæðinni, þótt aðrir séu ófullkomnir. Gefðu þeim líka tækifæri. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Ef þú situr á þér, gerir þú meira gagn en þig grunar. Fiskarnir, 19. febrúar — 20 marz. Gerðu alls engin viðskipti í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.