Morgunblaðið - 03.05.1970, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.05.1970, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1870 — Ræða Bjarna Framhald af bls. 17 lífeyrissjóðanna og samræmingu á störfum þeirra og lánastofn- ana ríkisins. Slík ráðagerð var einmitt ein aðalforsenda júní- samkomulagsins við verkalýð- inn 1964, þó að sumir háttvirtir þingmenn, sem þar áttu hlut að, sýnist nú hafa gleymt því. Hér er síður en svo að ræða um sérmál stjórnarflokkanna, annars eða beggja, heldur vanda, sem leysa þarf, en auðvitað er æskilegt að leysa með sem allra víðtækustu samkomulagi. Stefnubreyting í uppbyggingu atvinnuvega Á sama veg og núverandi rík- isstjórn hefur tvímælalaust tek- izt að ráða fram úr flestum að- steðjandi vandamálum eftir því, sem efni stóðu til, hefur hún einnig ráðið algerri stefnubreyt ingu um uppbyggingu íslenzkra atvinnuvega. Þegar allmörgum árum áður en afturkippurinn varð, höfðum við lagt ríka áherzlu á nauðsyn þess að skjóta fleiri stoðum undir íslenzkt at- vinnulíf. Stöðugum aðvörunum mínum var tekið með svívirðing- um um, að ég gerði mig sekan um vantrú á landið og landkost- um. Og hafði ég það þó að aðal- efni máls míns, að við yrðum að hagnýta öll gæði okkar elskaða en erfiða lands til að forðast stórhættulegar sveiflur og að of þyngja nokkurri atvinnugrein. Einmitt nokkrum mánuðum áður en efnahagsörðugleikamir hófust var á Alþingi háð hörð barátta um, hvort gera ætti Búr- fellsvirkjun framkvæmanlega og tryggja atvinnu og efnahag með gerð álsamningsins. Þá skrifaði Þjóðviljinn sífellt um, að fyrir- hugöð Búrfellsvirkjun væri tæknileg skyssa. Háttvirtur þingmaður, Sigurvin Einarsson var margmáll um, að álbræðsl- an mundi eitra svo loftið um- hverfis sig, að óttast mætti, að „Hafnarfjörður yrði sennilega hér um bil allur á hættusvæð- inu.“ Háttvirtur þáverandi þing maður, Einar Olgeirsson, kvað baráttuna gegn varnarsamningn um mimdi reynast smáræði gegn mótstöðunni, sem hafin yrði gegn þessum framkvæmdum. Sá af þessum herrum, sem hófsam- legast tók til orða, Hannibal Valdimarsson, bar fram kröfu um, að „þessu máli verði nú vikið frá ákvörðun Alþingis, en því vísað til þjóðaratkvæðis,“ m.a. til þess að þjóðin verði spurð um það „hvort hún telji ástandið í efnahags- og atvinnu lífi þjóðarinnar nú vera slíkt, að við þurfum þessara úrræða með í stað þess að snúa okkur að því að efla okkar eðlilegu atvinnuvegi," eins og Hannibal sagði. Hann taldi þá auðheyri- lega ekki „eðlilegt", að við not- uðum fossaaflið til að útvega landsfólkinu meiri og öruggari atvinnu! Hvemig væri nú kom- ið, ef þessir menn hefðu þá feng- ið að ráða? Hvemig hefði tekizt að vinna bug á atvinnu- leysi og hverjóir væru nú fram- tíðarhorfur? Sjálfur tel ég framkvæmdirn- ar við Búrfell og í Straumsvík, einungis upphaf þess, sem koma skal. Þær hafa þegar gert ómet- anlegt gagn en þó einungis lít- ið miðað við það, sem verða mun, ef haldið verður áfram á sömu braut. Hér er um að ræða nýtt Iandnám, ekki ómerkara en endursköpun sjávarútvegs og upphaf nýtingar nútímatækni á fyrstu áratugum þessarar aldar, sem var forsenda fullveldisins 1918. Nú þurfum við bæði getu og vilja til að umgangast aðrar þjóðir á grundvelli jafnréttis og hafa við þær svipað samstarf, eins og aðrar sjálfstæðar þjóð- ir telja sér lífsnauðsyn nú á dögum. Aðild okkar að EFTA var þar eðlilegur áfangi, og mun, ef vel tekst, gera okkur mögulegt a ð efla innlendan iðnað með öflun markaða er- lendis. Ef slíkt tekst ekki, þá er hægur hjá að hverfa úr þeim samtökum, en hingað til hafa fslendingar hvergi reynst eftir- bátar annarra, ef þeir hafa bú- ið við jöfn skilyrði. Hlutleysi Finna og öryggi fslands Tal um aðild okkar að Nordek var hins vegar ætíð óraunsætt, og þó aldrei fremur en nú, þegar það samstarf sýn- ist með öllu úr sögunni, og dylst engum hverjum er þar um að kenna. Samt þykir ekki hlýða að strá salti í sár með því að segja berum orðum, hver sökina eigi. En hlálegt er, að slíkir atburð- ir skuli gerast, einmitt um sömu mundir og bæði innanlands og utan er hert á Éiróðri um það, að við íslendingar höfum glatað sjálfstæði okkar með aðild að Atlantshafsbandalagi og vist er- lends varnarliðs í landinu. f stað þess er sagt að við eigum að tryggja sjálfstæði okkar með vopnlausu hlutleysi. Hlutlausir eru Finnar og með engan erlend- an her í landi. Engu að síður verða þeir að una erlendri íhlut un, slíkri sem við höfum aldrei þurft að reyna og óhugsanleg er af hálfu bandamanna okkar. Því var fyrir skemmstu hald- ið fram á Alþingi að leita hefði átt skoðunar sænskra sósíal- demókrata á því, hvort hér væri þörf á vörnum. Þess vegna er fróðlegt að kynnast því, sem Olof Palme átrúnaðargoð allra vinstri manna hérlendis, sagði nýlega í London við brezka blaðamenn. Hann komst m.a. svo að orði: „ . . . pólitísk éifstaða ýmissa Evrópuríkja — einnig hinna hlutlausu — markast svo til æv- inlega af landfræðilegri og her- vægri stöðu þeirra og af sögu- legri reynslu. Svíþjóð er hér engin undantekning. Hlutleysis- stefna vor er gömul og stendur föstum rótum í sögu vorri og er byggð á stöðu landsins í miðri Skandinavíu, milli austurs og vesturs . . . Það er staðreynd, að eftirtektarvert jafnvægi hef- ur ríkt í norðanverðri Evrópu ætíð síðan i ófriðarlok. Við höf- um ástæðu til að telja, að þetta sé að þakka miklu jafnvægi í þvi stjómmálakerfi sem Norð- urlöndin hafa mótað. Danmörk og Noregur hafa gengið í Atl- antshafsbandalagið. Svíþjóð og Finnland eru hlutlaus. Finnland hefur raunar sérstök tengsl við sinn mikla nágranna. f þessu kerfi fellst veruleg innri rök- vísi. Það hefur reynzt gagnsam- legt afl (element) í stjórnmála- kerfi álfunnar eftir ófriðinn. Hluta þess (kerfis) verður ekki breytt án þess að setja allt jafnvægi þess í hættu. Hlutleysisstefnu, slíka sem vér höfum valið oss, verður að framkvæma af mikilli festu og sámkvæmni. Það nægir ekki að standa utan við hemaðarsamn- inga. Hlutleysið verðum vér að gera trúverðugt með því, að tryggja hervarnir vorar . . . “ Allt það, sem Palme segir hér um hin Norðurlöndin, á þvi fremur við um ísland og er þá eftir að sj á, hvort sá, er lýsti eftir skoðun sænskra sósíal- demokrata, fylgir henni, þegar hún er fram komin. Ég hefi þá í örstuttu máli lýst helztu viðfangsefnum á liðnum og komandi árum. En hvort sem talað er lengur eða skemur er ekki um það að villast, að nú- verandi stjórn hefur rutt leið til varanlegra heilla með lausn að- steðjandi vandamála og markað frambúðarstefnu af stórhug, víð- sýni og raunsæi. Hverfasamtök Sjálfstœðismanna í Breiðholti SKEMMTIKVÖLD Hverfasamtök Sjálfstæðismanna í Breiðholti halda skemmti- og kynn ingarkvöld í Miðbæ v/Háaleitisbraut (Danskóla Hermanns Ragnars) sunnudaginn 3. maí n.k. kl. 20.30. Spiluð félagsvist. Ávarp: Ólafur B. Thors, fulltrúi. Skemmtiþáttur: Karl Einarsson. Kaffiveitingar. Spilaverðlaun. Happdrætti. Dans. SKEMMTINEFNDIN. Kópavogur Kópavogur Gatnagerð og aðrar verklegar framkvœmdir bœjarfélaga Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi efna til almenns fundar um þetta efni í Sjálfstæðishúsinu við Borgarholtsbraut n.k. þriðjudagskvöld 5. maí kl. 20.30. Frummælendur: Eggert Steinsen, verkfræðingur, Páll Hannesson, verkfræðingur, Sigurður Helgason, bæjarfulltrúi. Að framsöguræðum loknum verða almennar umræður og fyrirspurnir. Kóoavogsbúar eru hvattir til að fjölmenna. SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í KÓPAVOGI. I__________________________________________________________ Ný sending af vestur-þýzkum Dralon-gluggatjaldaefnum þar á meðal okkar velþekktu damaskefni í fjölbreyttu litaúrvali, ásamt nýjum mynstrum af ódýru acryl- gluggatjaldaefnunum — Spönsk terlenka efni í breiddum 150, 225, og 265 cm, sérstaklega hentug fyrir breiða glugga — Hagstœtt verð — Amerísk fiberglassefni í 180 cm breidd, margir litir Lítið inn þar sem úrvalið er og gerið góð kaup Áklœði & gluggatjöld Skipholti 17 — Sími 77563

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.