Morgunblaðið - 03.05.1970, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.05.1970, Blaðsíða 22
22 MÖÍífeuÍíB£^fel®;;’St^^^kl&TJÍ{' éfivötf Guðmann Hróbjarts son — Minning Á morgun, mánudaginn 4. maí, verður til moldar borinn Guð- mann Hróbjartsson, vélstjóri. Er þar lokið langri og gagnmerkri ævi og ævistarfi, sem mér eftir 40 ára samstarf er bæði ljúft og skylt að minnast með nokkrum orðum, þótt aðeins verði svipur hjá sjón. Hann var fæddur 10. apríl 1892 í Oddgeirshóla-Austurkoti í Árnessýslu. Foreldrar: Hróbjart ur Jónsson frá Syðraseli og Elín Jónsdóttir, bónda í Auðsholti í Biskupstungum og konu hans Elínar Hafliðadóttur ríka á t Eiginimaður minn, Benedikt Oddsson, Tungu, Gaulverjabæjarhrepp, andaðist í Landspítalanum 1. miaí. Gíslína Sigurðardóttir. t Móðir min og tengdamóðir Jónína Jónsdóttir lézt í Landspítalanurn 2. maí. Svanlaug Lóve Gunnar Pétursson. t Eiginikona mín Karólína F. Ólafs lézt hinn 22. apríL Jarðar- förin hefur farið fram. Fyrir hönd aðsitandenda. Elinmundur Ólafs. t Eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, Guðmann Hróbjartsson, vélstjóri, Sólvallagötu 24, verður jarðsunginn mánudag- imai 4. maí frá Dómkirkjumni kl. 13.30. Blóm og kransar vinsaimlega afþakkað. Þorgerður Sigurgeirsdóttir böm, tengdabörn og barna- böm. t Eigiomaður minm, faðir okk- ar,tengdafaðir og afi Runólfur Runólfsson, steinsmiður, Baldursgötu 28, lézt á Lamdakotsspítala að morgmi þess 1. m,aí. Magðalena Bjarnadóttir Guðrún Bunólfsdóttir Jóhanna R. Norðfjörð Grétar Norðfjörð Halldór Runólfsson Björg Stefáncdóttir Sigurður Runólfsson Guðbjörg Björgvinsdóttir og barnaböm. Bimustöðum á Skeiðum, Elín var yngst 11 barna Auðsholtshjóna. Guðmann var yngstur 13 syst- kina sinna. Skömmu eftir fermingu fór hann á skútu. Járnsmíði lærði hann hjá Guðmundi bróður sín- um í Hafnarfirði. Hann var kynd arí á b.v. Marz. Guðmann Hróbjartsson tók próf í Vélskóla íslands 1915, eftir eins vetrar nám. Hann var II. vélstjóri á b.v. Ými frá Hafnar- firði á stríðsárunum (fyrri). Hann fór með Jóel Jónssyni, skip stjóra, til þess að sækja b.v. Gylfa, nýjan, til Þýzkalands að stríðinu loknu. Er yfirvélstjóri á því skipi í 8 ár. Guðmann ræðst til h.f. Júpiters síðla árs 1929 og var vélstjóri hjá því félagi til dánardags. Guðmann Hróbj artsson kvænt ist Þorgerði Sigurgeirsdóttur 1926. Þeim varð 6 barna auðið. t Mó'ðir min, Jónína Dagný Hansdóttir, Tunguvegi 10, verður jarðscmgim frá Frí- kirkj'unni þriðjuidiagimm 5. maí ldL 3 e.h. F.h. okkar sysitkiniamma. Guðlaug Ólafsdóttir. t Ötför bróður okkar, Þorsteins Jónssonar frá Ytri-Görðum, Staðarsveit, til heimilis að Mánagötu 19, fer fram miðtfikuida-gimn 6. maí kl. 3 síðdiegis frá Foss- vogiskirkju. Blóm afbeðin. Þeim sem vilja minmast hims látma er bent á Slysavama- féiagið. Systkinin. t Máðurinm mimn, somur og bróðir ofckar, Sigmundur Eyjólfsson frá Húsatóftum, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjumni þriðjudaginm 5. maí kl. 13.30. Elísabet Meyvantsdóttir Eyjólfur Gestsson og systbin. t Útför Richards Thors forstjóra, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginm 4. maá kl. 3 e.h. Böm, tengdaböm og barnaböm. t Útför Halldóru Guðmui.dsdóttur frá Efra-Apavatni, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 5. maí kl. 13.30. Guðmundur R. Brynjólfsson. Á meðal þeirra eru Elín tann- læknir og íþróttamennirnir Sig- urður og Gunnar. Áður en Guð- mann kvæntist, eignaðist hann son, Tryggva, vélstjóra. Hinn 4. júlí 1969 varð Guð- mann fyrir bílslysi. Hann var meðvitundarlaus í 4 vikur. Hann andaðist á Landakotsspítala á sumardaginn fyrsta. Líðan hans var eins og að líkum lætur. f fá- um orðum er þetta hinn ytri rammi ævi hins látna. Með Guðmanni Hróbjartssyni er genginn einn af fremstu vél- stjórum íslendinga, þegar alls er gætt. Hann er vélstjóri meira en hálfa öld. Þar af full 40 ár hjá sama félagi. Hann siglir landa milli tvær heimsstyrjaldir án þess að hika. Guðmann Hróbjarts son var frábærlega skylduræk- inn og stundvís. Að hann vant- aði til skips, þegar brottfarar- tími var kominn, kom aldrei fyr- ir. Guðmanni var aldrei neitt að vanbúnaði. Það hefur ávallt þótt mikils um vert að hafa menn, sem t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Þorvaldur Ó. Jónsson, járnsmíðam., Seljaveg 9, ver'ður jarðsumigimn mánudag- inn 4. maí kl. 10,30 frá Foss- vogskirkju. Blóm vinsiaimlega afþökkuð. Þeir sem vildu minmaist hans láti líknarfé- lög njóta þess. Sigríður Eyjólfsdóttir, börn, tengdabörn og bamaböm. t Þökkum imm'ileiga auðsýnda samúð og vinarhug við amd- lát oig útför Stefaníu Stefánsdóttur. Páll Þórðarson Guðrún V. Petersen Margrét Hagck tengdaböm og bamaböm. t Inniilegiar þakkir færuim við öllum þeim, sem aiuðsýndu oikkur samiúð og hluttekniinigu víð f ráfall og útför konu minn ar, roóður og örnmu, Margrethe E. Skúlason Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrumiarlfðii Landispítalans og Vífilsstaða fyrir ágæta umönmun í veik- imduim hemmar. Björn Skúlason Knútur Höiriis og sonarböm. voru hvetjandi til sóknar. Guð- mann var ótvírætt í þeim hópi. Allt slór og silaháttur var hon- um fjarri skapi. Margir af framá mönnum íslenzkrar vélstjórastétt ar voru með Guðmanni Hróbjarta syni. Þar á meðal snillingamir Guðmundur S. Guðmundsson, stofnandi Hampiðjunnar h.f. og Gísli V. Guðlaugsson, yfirverk- stjóri í Vélsmiðjunni Héðni b.f. Guðmann var einn af stofnend- um Hampiðjunnar og í stjóm á fjórða áratug. Nú að gefnu tilefni tala menn í tíma og ótíma um sjálfvirkni og fækkun í vélarúmi. Fyrir 40 ár- um — þótt í lögum væri eða samningum, að 5 menn skyldu vera í vélarúmi á stærri togur- um, þar af 3 vélstjórar — þá var Guðmann Hróbjartsson aðeins við 4. mann í 18 áir. Eins og aðrir gat Guðmann notfært sér þann lagarétt. En hann gerði það aldrei. Hann gekk vaktir rétt eins og aðrir hans menn. Guð- mann lagði þetta á sig í þágu útgerðarinnar og lét sig engu skipta, þótt hann yrði að leggja meiri vinnu af mörkum en hans réttur stóð til. Auðvitað gat sér- hlífinn I. vélstjóri látið þetta koma niður á umgengni í véla- rúmi og eftirliti á vélum. Ekkert slíkt var til í fari Guðmanns. Það vélarúm, sem honum var trúað fyrir, var í allra fremstu röð, hvað umhirðu og útíit snerti. Það var af öllum viðurkennt, sem til þekktu. Þarna, eins og í svo mörgu öðru, var Guðmann á undan sín- um tíma. Því mannafækkun á öll um skipum yfirleitt og þó fyrst og fremst í landi hlýtur að vera markmið fslendinga eins og er á annarra þjóða skipum og stofn- unum í landi. Nú að leiðarlok- um er mjög réttmætt að þessi hæfileiki Guðmanns Hróbjarts- sonar komi skírt fram. Það sýn- ir, svo að ekki verður á móti mælt, að hann var ósérhlífinn vinnuv'kingur, enda oft studdur af úrvalsmönnum í vélarúmi, því hann var mannasæll. Guðmann var vélstjóri hjá mér á sjó í 11 ár. Frá þeim tíma er margs að minnast. Þegar skips- höfnin af b.v. Imperialist fylgdi mér á b.v. Júpiter, þá vantaði I. vélstjóra, því að hann var Eng- lendingur, vélstjórinn Albert Inc. Sá var höfuðskörungur í sínu starfi og Bretar töldu hann „artist on boilers.“ Auðvitað hlaut hann að vera afburðamað- ur, þvi Hellyer mundi ekki hafa látið neinn miðlungsmann á sitt stærsta og nýjasta skip. Mikið orð fór af Guðmanni sem vél- stjóra. Hann kom í stað Alberts Inc. Samanburður hlaut því að verða milli hans og Guðmanns Hróhjartssonar. Sá samanburð- ur var á þá leið, að Guðmann mátti vel við una. Guðmann Hróbjartsson var strangur reglumaður á allan hátt. Þau 40 ár, sem ég hafði af hon- Ávaxta sparifé á vinsælan og ö>-uggan hátt. Upplýsingar kl. 11—12 f. h. og 8—9 e. h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3A. um náin kynni, sá aldrei á hon- um vín. Önnur reglusemi var eftir því. Félagslegan þroska hafði Guð mann á háu stigi. En ekki í þá átt að kaffæra það félag, sem hann vann við. Heldur það að vera vakinn og vakandi yfir heill þess og framgangi. Gikkur í verstöð var hann aldrei. Sá góði andi, sem ávallt hefur ríkt á skipum þeim, sem hann var á, hefur ekki verið að litlu lejrti Guðmanni að þakka. Fyrir áira- tugum síðan sá hann gegnum svikahjúp sósíalismans og lét það óspart í ljós, ef svo bar und ir. Guðmann var í hópi fyrstu togaramanna á íslenzkum togur- um. Hann fylgdist með uppbygg ingu flotans og vissi, að til þeas þurfti annað og meira en póli- tískt skvaldur. Enda var upp- bygging togaraflotans á þeim ár um ör og byggð á reynslunnar trausta grunni. Ævisaga Guðmanns Hróbjarts sonar er ævintýri, sem nú á þess- um tímum vekur umhugsun á margan hátt. Hann, nýfermdur, tekur fatapoka sinn á bak sér austan Ölfusár og gengur til Reykjavíkur í skammdeginu til þess að fara til sjós. Fararefni voru engin nema stuttur þarna- skólalærdómur og góðar vöggu- gjafir. Hann lærir járnsmíði hjá bróður sínum og vinnur fyrir sér. Hann gerist innan við tvítugt kyndari á togara, þar sem aðeins röskustu mönnum þýddi að þjóða sig. Hann tekur eftir vetrar — segi og skrifa eins vetrar — nám vélstjórapróf, sem dugar honum til þess að verða fljótlega einn af eftirsóttustu fslendingum í vél stjórastétt. Hann stundar sjó í hálfa öld og er ávallt á aflaskip um flotans. Hann verður efnaður maður. Byggir nýtt og gott íbúð- arhús yfir fjölskyldu sína af eig- in rammleik. Hann leggur fram fé í hlutafélög af miklum mynd arskap. Hann er ör á fé til bág- staddra. Hann gerði aldrei kröf- ur til annarra en sjálfs sín. 1 40 ár hafði hann ekki uppi neinar kröfugerðir, en eitt sinn vildi hann skila aftur nokkur þúsund krónum, sem hann sagði að væru sér ofgreiddar. Við sjálf an sig var hann kröfuharður. Allt þetta er til athugunar fyrir fslendinga, síðan þeir tóku að sér að mennta heiminn. Góðir tog arasjómenn voru og eru úrval úr íslenzku þjóðinni. Margir af þeim unnu tveggja manna verk. Einn þeirra var Guðmann Hró- bjartsson frá Oddgeirshóla-Aust urkoti í Flóa. Guðmann var gæfumaður og sinnar gæfusmiður. Hann skilaði svo löngu ævistarfi á sjó, að fáir vildu takast á hendur eða enginn nú. Hann átti mannvænleg böm og ágæta konu, sem ekki verður með fáum orðum þakkaður sá mikli stuðningur, sem hún veitti manni sínum, á meðan hann var í starfi sínu á sjó, og jafnan síð- an. Konur sem eiga menn sína langdvölum á sjó eru í sérflokki íslenzkar kvenna, sem aldrei verður ofþakkað og þeirra starf aldrei ofmetið. Til þessa starfs þarf mikla fórnfýsi og mikið and legt þrek. Öllum vandamönnum hins látna heiðursmanns sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Símar 22714 og 15385. Tryggvi Ófeigsson. LOKAÐ Skrifstofum okkar verður lokað eftir hádegi mánudaginn 4. maí, vegna útfarar hr. forstjóra Richard Thors. SÖLUSAMBAND ISL. FISKFRAMLEIÐENDA. Sumorbústoður - lund Vil kaupa sumarbústað eða land undir sumarbústað. Upplýsingar i síma 92-1861.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.