Morgunblaðið - 07.05.1970, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.05.1970, Blaðsíða 20
20 MORiGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1970 ÚTSYNARFERÐ: ÚDÝR EN 1. FLOKKS HVAÐ SEGJA fARÞEGARNIR? FJÖLBREYTTASTA OG SEZTA FERÐAÚRVALIÐ ALLAR ÚTSÝNARFERÐIR MEÐ ÞOTUFLUGI „Við hjónin höfum áður farið með Ferðaskrifstofunni ÚTSÝN, og kom fyrir- greiðsla og þjónusta öll því ekki á óvart, heldur miklu fremur sá staður, sem okkur var hoðið upp á. Þykjumst við vita, um hvað við erum að tala, þar sem við höfum reynslu af nokkr- um öðrum stöðum á Spáni, svo sem Mallorca, Costa Brava og fleirum, og á ég þar við TORREMOLINOS á COSTA DEL SOL, sem tekur að okkar dómi öll- um þessum stöðum langt fram. La Nogalera með loftkældum íbúðum, tveim sundlaugum, börum, matsölu- stöðum og óteljandi alls konar verzlun- um, svo þægilegan og fullkominn að- búnað hefði maður ekki að óreyndu trúað að hægt væri að útvega — undur- fagurt umhverfi, yndisleg , baðströnd, endalaust sólskin, frábært skemmtana- og götulíf — allt verður þetta til að skapa óafmáanlegar minningar, sem fylla hug okkar hlýju og þakklæti.“ H. Sigtryggsson. FERÐIN SEM FÓLK TREYSTIR FERÐIN SEM ÞÉR NJÓTIÐ FERÐIN SEM TRYCCIR YÐUR MEST FYRIR FERÐAPENINC- ANA ER ÚTSÝNARFERÐ COSTA DEL SOL TORREMOLINOS — FUEN GIROLA Enginn baðstaður álfunnar getur nú keppt við COSTA DEL SOL, Miðjarðarhafsströnd Andalúsíu, með bezta loftslag Evrópu, náttúru- fegurð, sem óvíða á sinn líka, beztu hótel Spán- ar, ódýrt og fjölbreytt skemmtanalíf og verzl- anir og fjölda merkisstaða á næsta leiti, s. s. GRANADA, NERJA, SEVILLA CORDOVA, MALAGA og örstutt er yfir sundið til MAR- OKKO í AFRÍKU. í fyrra voru mörkuð tímamót í sumarleyfis- ferðum íslendinga með reglubundnu þotuflugi Ulsýnar til Costa del Sol, og vinsældirnar voru slíkar, að ekkert sæti var Iaust allt sumarið, en aðsóknin er miklu meiri í ár. Brottfarar- dagar: 31. júlí, 14. og 28. ágúst, 11. og 25. sept., f). okt. — 2, 3 eða 4 vikur. Einnig vikulega um London í ág.—sept. SPÁNN - LONDON LLORET (COSTA BRAVA) 15 dagar á hinum vinsæla baðstað í ná- grenni BARCELONA og 2-3 dagar í London. Enginn baðstaður Spánar býður upp á jafn fjör- ugt skemmtanalíf. Einn vinsælasti dvalarstað- ur Útsýnarfarþega undanfarin ár. Brottför: 30. maí, 21. júní, 19. júlí, 23. ágúst, 6. sept. Verð kr. 22,500,—. Ný 1. fl. hótel — allt innifalið. SOL — FEGURÐ — HVILD — MENNTUN — SKEMMTUN — ÆVINTÝRI BEZTU FERÐAKAUP ÁRSINS: 15 DAGAR Á SÓLARSTRÖND SPÁNAR — ÞOTUFLUG — EIGIN BÍLL FRÁ KR. 12,500 COSTA DEL SOL-BEZTA BABSTRÖND EVRÓPU KAUPMANNAHÖFN AMSTERDAM - LONDON ÚTSÝN býður nú aftur upp á þessa vin- sælu hringferð til þriggja stórborga, sem marg- ir eiga erindi til. Dvalizt er 5 daga í hverri borg, en í Hollandi er búið á prýðilegu bað- strandarhóteli skammt utan við Amsterdam. Athugið, hvað verðið er hagstætt miðað við hvað er innifalið. — Brottför 16. júlí — Verð kr. 26,800,—. RÓM - SORRENTO Vika í „borginni eilífu“ og vika við Napolí- flóann: SORRENTO, CAPRI, NAPOLÍ, AM- ALFI, POMPEI. Úrvalshótel, 2. dagar í LON- DON. Brottför 6. sept. Verð kr. 26,800,—. KAUPMANNAHÖFN Þótt æ fleiri íslendingar leggi leið sína um London á ferðum sínum, nýtur hin glaðværa „París Norðurlanda“ ávallt mikillár hylli. f sambandi við Kaupmannahafnarferðir Útsýn- ar er hægt að komast f ódýrar ferðir með dönskum ferðaskrifstofum til margra landa. Vikudvöl I Kaupmannahöfn, sem hægt er að framlengja. Brottför 23. júní„ 16. júlí og 13. ág. Verð frá kr. 15.800.—. JÚGÓSLAVÍA Fáar ferðir Útsýnar hafa vakið slíka ánægju sem Júgóslavíuferðirnar fyrir nokkrum árum. Sérkennilegt og fagurt land, dvalizt í BtlDVA, einum bezta baðstað við Adriahaf, i 15 daga og 3 daga i LONDON. Brottför 5. sept. Verð kr. 26.800__ PÖRTÚGAL - LONDON Alþjóðlega kaupstefnan og vörusýningin f Lissabon er stórviðburður í viðskiptalífinu og varðar íslendinga sérstaklega eftir inngöngu í EFTA. Tilvalið tækifæri til að sameina við- skipti og sumarleyfi. Dvalizt á nýju 1. fl. hóteli á ströndinni skammt frá Lissabon. Brottf. 9.6. Aðeins 1. II. hótel og nýtizkuíbúðir, allar nteð svölum og sérbaði. Pantið núna, meðan enn er hœgt að velja um brottfaradaga og hótel. 25°]o FJÖLSKYLDUAFSLÁTTUR SIGLING UM MIÐJARÐARHAF Þessi ferð er nýjung í áætlun Útsýnar og kjörin fyrir þá, sem þrá ævintýri, hvíld og skemmtun jafnframt því að svipast um á nokkrum sögufrægustu stöðum heims. Eftir að hafa virt fyrir sér hallir og síki FENEYJA, er stigið um borð í nýjasta skip CHANDRIS-skipafélagsins — tss FIORITA — og siglt undan ströndum Júgóslavíu suður seiðblátt Adríahafið. Á hverjum viðkomustað er lokið upp furðuheim sagna og sögu. Auk AÞENU og DELFI gefst farþegum tækifæri tii að sjá hinar fornfrægu eyjar, KORFU, KRÍT og RHODOS. Frá ALEXANDRÍU er ferð til KAIRO, SAKKARA og MEMFIS til að sjá pýramídana og kynnast undrum Egyptalands. Brottför 3. sept. 17 dagar um LONDON. Verð frá kr. 27,950,—♦ SUMARVINNA í ENGLANDI ÚTSÝN er brautryðjandi í útvegun sumardvalar erlendis, þar sem ungu fólki gefst kostur á fjölbreyttri vinnu jafnhliða því að afla sér nauðsynlegrar þjálfunar í meðferð enskrar tungu. Mörg hundruð íslendinga hafa notað sér þessa fyrir- greiðslu undanfarin ár, og margir fara sumar eftir sumar. Vegna þeirrar reynslu, sem ÚTSÝN hefur aflað sér á þessu sviði, eru sambönd okkar og fyrirgreiðsla örugg og úrvalið mest, enda um margs konar störf að velja hjá mörgum þekktum fyrir- tækjum og ráðningarstofum, t.d hefur ÚTSÝN nú umboð fyrir stærsta hótelhring Englands, Grand Metropolitan Hotels, Butlins Holiday Camps, International Stud- ent Services, opinbera ráðningarskrifstofu á Jersey o. fl. o. fl Lágmarksaldur til að fá atvinnuleyfi í Englandi er alls staðar 18 ár, en unglingum innan þess aldurs getum við útvegað dvöl á enskum heimilum, þar sem þeir dveljast sem einn af fjölskyldunni. Ensk stúlka, hér, íslMizk stúlka í London veitir upplýsingar og að- stoð. Nauðsynlegt er að umsóknir berist hið fyrsta. Fargjald með leiguflugvél Útsýnar — þotuflug — aðeins kr. 9.500,—, báðar leiðir. Ferðaskriistoian ÚTSÝN AUSTURSTRÆTI 17, Rey'kjavík — Símar 20100/23510. Akureyri: Verzlunin Bókval. Vestmannaeyjar: Sigurður Guðmundsson, Austurfhlíð 5. Akranes: Hallgrímur Árniason. Selfoss: Jón I. Sigunmiundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.