Morgunblaðið - 07.05.1970, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1970
N ey tendasamtökin:
Gera athugun á
varahlutaþ j ónustu,
tryggingum o.fl.
Teikning af Elliheimilinu í Selkirk með viðbótarbyggin gunni
V-í slendingar stækka
elliheimilin tvö
VESTUR íslendingar reka sem
kunnugt er myndarleg elliheim-
ili að Gimli og Selkirk við Winne
pegvatn. Er unnið að þvi að
staekka og bæta byggingamar á
báðum stöðuim, og er skýrt frá
því í blaðinu Lögbergi-Heims-
kringlu.
Á árinu 1969 til 1970 eru stækk
unaráformin i þrennu lagi:
1. Viðbótarbygging við aðal-
bygginguna að Gimli, 24x52 fet
að stærð, og endurnýjum á eld-
húsi, auk fleiri endurbóta.
2. Bygging byggingar með 11
smáíbúðum við First Avenue á
Gimli, beint á móti Elliheimilinu
þar. í hverri eru 3 herbergi,
sameiginleg setustofa og þvotta
hús með vélum. Vistmenn sjálf
ir búa íbúðimar húsgögnum, en
ísskápar og eldavélar fylgja.
3. Viðbót við Elliheimilið í
Selkirk, sem rúmar 30 rúma deild
fyrir aldraða, sem þurfa full-
komna hjúkrun. Er viðbótarbygg
ingirn tengd eldri byggingu með
gangi, og er hún vönduð og sam
kvæimt nýjustu kröfum. í húsinu
verða 6 eins manns herbergi og
12 fámennisherbergi. Er þessi
bygginig nú í gangi.
Kostmaðlur við þessar þrjár
byggingar eir áætlaður 450.000 $,
sem verða fengmir með opinberu
framlagi, með lánum og saimskot
um.
MEGINHLUTVERK neytenda-
samtakanna er að efla þekkingu
neytenda á þeirri vöru og þjón-
ustu, sem á boðstólum er, gæta
fyllsta hiutleysis og nákvæmni
og draga því að engu leyti taum
einstakra hagsmunahópa, stjórn
arvalda eða stjórnmálaflokka,
Markmið allrar neytendafræðslu
er að veita kaupandanum svip-
aða vöruþekkingu og seljandinn
hefur og þannig skapa jafnrétti á
markaðnum, þegar dæma á um
gæði vöru eða þjónustu. Ýmis-
legt er á döfinni í athugunum
hjá samtökunum og nýverið hef
ur blaði samtakanna verið gjör-
breytt.
f næsta tölublaði Neytenda-
blaðsin,s er fyrirhugað að fjalla
um sjálfvirkar þvottavélar. Einn
ig er verið að framkvæma at-
huganir á viðgerða- og varahluta
þjónustu, tryggingaþjónusitu, fisk
dreifingu, kjöti og sölufyrirkomu
lagi þess, ferðaþjónustu, þjón-
ustu pósts og síma, afborgunar-
skilmálum o.fl.
Skrifstofa Neytendasamtak-
anna er nú flutt í rúmgott og
vistlegt húsnæði að Stórholti 1.
Hefur stjórn samtakanna að und
anförnu -lagt mikla áherzlu á end
urskipulagningu kvörtunarþjón-
ustu skrifstofunnar svo að félags
menn megi njóta bættrar aðstöðu
á því sviði. Á þessu ári er ætl-
unin að gera tilraun til að efla
starfsemi Neytendasamtakanna
úti á landi og verða opnaðar
skrifstofur á vegum samtakanna
á Akureyri, í Keflavík og Vest-
mannaeyjum.
Innheimta árgjalda fyrir árið
1970 er nú að hefjast. Fjárhag-
ur samtakanna er fyrst og
fremst kominn undir félagsmönn
um þeirra, og fjárhagurinn er ör
uggasti mælikvarðinn um það
hversu öflugt baráttutæki Neyt-
endasamtökin eru hverju sinni
fyrir hag neytenda.
Hafin verður bráðlega mikil
sókn til að fjölga félagsmönnum
Neytendasamtakanna, en í þeim
eru nú skráðir 7000 meðlimir.
IUóirgtiti&laííiíi
Unglingspiltur
óskast til sendiferða á ritstjórnarskrif-
stofur Morgunblaðsins.
Vinnutími kl. 6—11 e.h.
2
LESBÓKBARNANNA
LESBÓKBARNANNA
3
ekki sagt voff-voff, eins
og okkar hundar gera.
„Þú ert grindíhoraður‘„
sagði Ping-Wu. Það er
bezt að þú komir með
mér heim og ég gefi þér
eitthvað að borða, Chow-
Chow.
Hundurinn lét auðvit-
að e'kki segja sér það tvis
var. Hann fór heim með
Ping-Wu og Ping-Wu
gaf honum soðin hrís-
grjón að borða. Chow-
Chow fannst fyrst vera
dálítið undarlegt bragð
að hrísgrjónunum — en
hann vandist bragðinu
smám saman. í þaikklæt-
isskyni sá hann um að
enginn ókunnugur færi
inn til Ping-Wu á meðan
hann væri ekki heima.
Þeir urðu innan
skamms allra beztu vin-
ir, og einn fagran dag
fóru þeir á veiðar saman.
Chow-Chow hjálpaði
Ping-Wu að finna villi-
dýrin og varð smátn sam
an einstaklega góður
veiðihundur.
„Þú ert bezti vinur
minn“, sagði Ping-Wu
oft og klappaði Chow-
Chow. Og Chow-Chow
dillaði rófuunni.
Á okkar dögum eru
flestir hundar góðir vin-
ir mannanna og þeir
sýna vináttu sína með
því að dilla rófunni, þeg
ar þeim er klappað. En
Ghow-Chow var fyrsti
hundurinn, sem dillaði
rófunni fyrir fólk.
SKRÝTLUR
Kona (stödd á brú með
rnanni sínum og barni):
— Ef brúin brotnaði,
hvort myndir þú þá
bjarga mér eða barninu?
Maðurinn: — MÉR.
— Hann fer ver með
mig en hund.
— Nú — hvernig þá?
— Hann vill ekki einu
sinni gefa mér hálsband.
Anna: — Haldið þér,
kæri læknir, að ég hefði
slæmt af því að fara á
dansleik?
Læknirinn: — Já, þér
hafið án efa illt af því.
Þér verðið að hreyfa yð-
ur dálítið. því þér hafið
slæmt af þvi að sitja mik
ið.
Mamima: — Þú prjónar
óvenjulega hratt núna,
Sigga mín.
Sigga: — Já, ég er að
herða mig við að ljúka
við peysuna áður en
garnið er búið.
Gömul kona (við lítinn
dreng, sem er að gráta):
— Ef ég væri þú, þá
myndi ég ekki hrína
svona hræðilega.
— Drengurinn: — Þú
getur grátið eins og þú
vilt, en ég græt svona.
Stína: — Það var reglu
legia skemmtilegt i
veizlunni hennar Lóu.
Þar var maður, sem
sleppti ekki af mér aug-
unum allan veizlutím-
ann.
Oddný: — Hvemig
leit hann út? Var hann
stór, frekar ster'klegur
með lítitð dökkt yfir-
varaskcgg?
Stína: — Rétt. Það var
hann.
Oddný: — Hamingjan
góð. Það hefur verið
einkanjósnarinn, sem var
látinn vera í veizlunni,
til þess að gæta þess,
hvort nokkru yrði stol-
ið.
Ráðningar
á þrautum
SPÁNSKUR ÞJÓÐDANS
(Ráðning úr 6. tbl.)
Rlævængimir, sem
dansmærin þarf að nota
eru númer 5 og 10.
ÓFRESKJAN
(Ráðning úr 7. tbl.)
Ófreskjan er samansett
ir villisvini, zebradýri,
úlfalda, fíl, gíraffa og
tígrisdýri.
Á þessari eyju faldi sjó
ræningi nokkur fjársjóð
sinn. Hann kom að landi
i fjarðarbotninum, þar
sem X er á kortinu. Það-
an gekk hann í suðurátt,
þangað til hann kom að
krossmcrki. Nú breytti
hann um stefnu og gekk
6 km í austur og kom þá
að þéttu kjarri. Hann hjó
sér braut gegnum það í
norður og kom að stíg,
sem lá út að ströndinni.
Sjóræninginn hélt nú tii
vinstri eftir stígnum, og
þegar hann kom niður á
ströndina beygði hann til
hægri og gekk 5 km eftir
henni. Þá hélt hann aft
ur inn í land og stefndi
í suður, þar til hann kom
að hauskúpu. 4 km það-
an í austurátt gróf hann
fjársjóð sinn.
Reyndu að finna fjár-
sjóðinn, með því að fara
cftir þessum leiðbeining-
Athugið að kílómctra-
mælirinn er fyrir neðan
kortið og að W er vestur,
S-suður, E-austur og N-
norður.