Morgunblaðið - 24.05.1970, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.05.1970, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1970 Framboðsfundur í Kópavogi; Hörð gagnrýni á meirihlutaflokkana Sem hyggjast halda áfram samstarfi, fái þeir meirihluta í kosningunum í FYRRAKVÖLD var haldinn sameiginlegnr framboðsfundur þeirra fimm flokka er bjóða fram við bæjarstjóoiarkosning- amar í Kópavogi. Fluttu þrír efstu menn á hverjum lista stutt ar ræður, og ennfremur voru leyfðar fyrirspumir í eina klst. Notuðu Kópavogsbúar sér það óspart og fengu frambjóðemdur margar og stundum óþægilegar spurningar. Á fundinum kom fram hörð gagnrýni á núverandi bæjar- stjórnarmeirihluta, en hann er skipaðiur framsóknarmönnum og kommúnistum. Var m.a. bent á hversu litlar framkvæmdir kaupstaðurinn legði í miðað við aðra hliðstæðia kaupstaði og einnig var gagnrýnt hversu há fjárhæð færi tiil stjómunar bæj arins, og var sagt, að hún næmi 9 millj. kr. Ræður sumra frambjóðend- anna fjölluðu meira um menn, en málefni. Áberandi var einn- ig í fyrirspurnartímanum hversu Sjálfstæðismennirnir fengu margar fyrirspurnir, þar sem spurt var um viðhorf þeirra til ýmissa bæjarmála og hvaða af stöðu þeir myndu taka, tæ.kist að fella meirihlutann í kosn.ing unum. Þá kom greinilega fram, að Framsóknarmenn ætla sér að halda áfram samstarfi við komm únista við stjórn bæjarins að loknuim kosningum, ná.i þessir flokkar meirihluta, enda eru kommúnistar mjög fýsandi slíks samstarfs. Ræðuimenn Sjálfstæðisflokks- ins í u.mræðunum voru þeir Eggert Steinsen, Axel Jónsson og SLgurður Helggíon. Bentu þeir á það í ræðum sín um að framkvæandir væru mjög litlar í Kópavogi, t.d. í gatna- gerðarmáiluim og segja mætti að sumar göturnar væru nánast ó- færar. Þá kom fram hjá þeim að skólabyggingar hefðu jafn- an verið ein aðal skrautfjöður meirihlutans, en nú væri svo komið að stöðugt væri minni og- minni hiuta af ráðstöfunarfé bæj arfélagsins veitt tiil þeirra framkvæmda. Nam sú upphæð t.d 13% árið 1966, en aðeins eru 5,3% af ráðstöfunartekjum áætl að til þessara mála á árinu 1970. Röktu frambjóðendurnir einnig stefnu Sjálfstæðisflokks imis í bæjiammiáluun, og siöigiðu, a0 höfuðáherzlu bæri að leggja á gatnagerð og töldu heppilegasta fyrirkomulagið að leggja á þær olíu.möl, svo sem gert hefur ver ið í nágrannasveitarfélöguir. Kópavogs. Þá lögðu þeir einnig áherzlu á, iað iatvintniulíf yrði eflt í bænum og iðnfyrirtækj - um yrði boðin þar aðstaða með ekki lakari kjörum en í ná grannabæjunum. 9 MILLJÓN KR. SXJÓRNUN- ARKOSTNAÐAR? Fyrir F-listann — Félag frjáilslyndra og vinstri manna — töluðu Hulda Jakobsdóttir, Sig urjón Ingi Hilllariusson og Guðni Jónsson. Gagnrýndu þau meinihluitafloklkiainia fyróir fjiáir- málaóreiðu og sögðu að hver einasti bæjarfulltrúi hefði laun að aukastarf hjá bænum. Hefði stjórnunarkostnaður bæjarfé- lagsins numið 9millj. kr. árið 1968 og væri þar með 36% hærra en á Akureyri, þar sem íbúatala er svipuð og í Kópa- vogi. í fyrirspurnartímanum var beint nokkrum fyrirspurnum tii bæjarstjórnarmeirihlutans um launuð aukastörf, og báru þeir ekki á móti því að hafa ýmsa ■aiúkabiltliinigia (hjá baeniuim, þót't mismunandii væru þeir feitir. Þannig sagði t.d. Svandís Skúla dóttir, sem er á launum fyrir að annast innkaup til barna- heimila, að hún nyti ekki sömu hlunninda og „sumir aðrir“, að hafa bílastyrk og frían síma. BÖRN OG BARNABÖRN Fyrir Framsóknarflokkinn töl uð.u þeir Guttormur Sigurbjörns son, Björn Einarsson og Andrés Kristjáns'son. Vörðu þeir gerðir mieirihlutans og ræddu lítillega stefnumál Framsóknarflokksins við þessar kosningar. Einn fram bjóðendanna, Björn Einarsson. varði þó mestu af tíma sínum í presónulegt umtal og beindi þá einkum máli sínu að Sigur- jóni Inga Hillaríussyni. Einniig greindli Bjöinn frá því, að hainffi ætti 9 börn, 3 tengdabörn og nokkur barnabörn. í ræðu Gutt ormis Sigurbjörnssonar kom einn ig fram, 'að Fossvogslækurinn rynni til sjávar og taldi fram- bjóiðamidliinm, ialð læfcuiriinin miyindli haldia átflnam ialð igema þiaið, þóft miúvenandii flolkkiar mymidu mlissa midiinihlultla sfan í Kópavogi og Gieliir í Reykj avik. OF LIXLAR SKULDIR Fyrir Alþýðuflolkíkinn töluðu þeir Ásgeir Jóhannesson, Óttar Yngvason og Jón H. Guðmunds- son. Kom m.a. fram í ræðum þeirra gagnrýni á bæjarstjórn- ainmidiriþiiultiamin fyrfa, alð K.ópa- vogskaupstaður skuldaði of lít- ið og töldu þeir, að taka bæri meiri lán til framkvæmda. Þá töldu þeir og, að fjármálastjórn og ráðdeild hefði getað verið meiri og betri. í fyrirspurnartímamim kornu fram nokkrar spurningar til Al- þýðuflokksins um viðhorf við afgreiðslu einstakra máila, og kom fram, að bæjarfulltrúinn hefði oftast setið hjá. ÆSKILEGT SAMSTARF VID FRAMSÓKN Fýrrir Félag óháðra borgara og Alþýðubandalagið töluðu Ólaf- ur Jónsson, og Árni Halldórs- son. Kom fram hjá þeim, að mjög væri æskilegt að halda á- fram samstarfi við Framsókn og hafa sama meirihluta við völd og áður. Þá sögðu þeir eiinmlig, alð laldnai hefðiu verið meiri framkvæmdir í Kópa- vogi en á síðasta kjörtímabili og nú væru margháttaðar fram kvæmdir fyriirhugaðar, m.a. væri ætlunin að halda áfram við heilsuverndarstöðina. Þá kom fram hjá þeim, að aðeins einn kaupstaður á íslandi skuid- aði nú minna en Kópavogskaup staður. í fyrirspurnartímanum fengu bæjarfulltrúarnir m.a. ýmsar spurningar um fjármálaleg atr- iði og töldu þeir sig ekki geta svarað þeim til fullnuistu, þar sdm það væni liiðiln tíð, að bæj- arfulltrúarnir gengju með bók- haldið í buxnavösunum — eða pilsvösunum. íslendingur 1 upplestr- arferð í Færeyjum HOSKULDUR Skagfjörð leikari fór í dag í upplestrarferð til Færeyja. Mun Höskuldur lesa upp á 6 stöðum í Færeyjum úr verkum eftir Davíð Stefánsson, Halldór Kiljan Laxness, Loft Guðmundsson, Þorgils Gjallanda, Stein Steinarr, Kristmann Guð- mundsson og Heiinesen, Höskuldux Skagfjörð verður hálflan mánuð í Færeyjum og flytur tvo upplestra í Þórshöfn, en síðan í Klarksvik, Vesfmanna, Fuglafirði, Vágum, og Trangis- vogi. Höskuldur Skagfjörð, leikari. MEÐ PIERRE ROBERT I nstinit ilc HciiutC* Picrrc Robcrt,36,Ruedu l'aubourgSaiiu ! lonorc.P.uis. PIERRE ROBERT kynnir: MINI - MIDI - Barbra Steisand og Omar Shariff í Colombia’s SILVER SHEER línan var og er enn i hávegum höfð. Til dæmis Varalitir: 1. Silver Rose, 2. Pearly Lilac, 3. Pearly Blossom, 4. Pearly Orange, 5. Pearly Brandy, 7. Terracotta. Dream Make, Gentle Touch, New Skin, Day & Night Cream, Calme Tonic, Powder Shadow, Opal, Polar. “1Zmeriðka. t Síðan kynnti PIERRE ROBERT 'W m. í sambandi við verðlaunakvikmyndina Varaliti: 8. Funny Girl, 9. Funny You, 10. Funny Lips. 11. Funny Kiss. 12. Funny Smile, 13. Funny Flirt, 14. Funny Moon. Brush on Mascara: Blue Eye Liner: Blue, Powder Blush: Indian Rose Eyeshadow Sticks: Beige, Silver Blue, eða Carrara. Pósthólf 129 - Reykjavík - Sími 22080 ERUM fluttir að suðurlandsbraut 10 MAXIMAKE UP Og nú kynnir Pierre Robert MINI MIDI MAXI MAKEUP Varalitir: MINI no. 15. Varalitir: MIDI no. 16. Varalitir: MAXI no. 17. Eyeshadow Sticks: 7. Silver Turkos, 18. Foggy Sky, 19. Smoky. Eye Liner: Grey. Mascara: Black. Make up: Gentle Touch: Bare Beige. Powder Blush: 4. Pearl Rose, 5. Gold Rose.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.