Morgunblaðið - 24.05.1970, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.05.1970, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1970 Mölin hverfur í ÁRSLOK 1969 var samanlögð lengd gatna í gatna- og vegakerfi Reykjavíkur 213,2 kílómetrar. Þar af voru malbikaðir 145,6 kílómetrar, en malargötur voru 67,6 km. Af þessum malargötum eru svo 21,7 km bráðabirgða- götur, þannig að aðeins er eftir 4gað malbika 45,9 km, eða 21,5 prósent af götum og vegum Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að þessu verði lokið á næstu fjóruim árum eð'a svo. Nýjar götur bætast auðvitað við í sífellu, en eftir fjögur til fimim ár hafa endarnir náð sam- an, og upp úr því verður hægt að malbika jafnóðum þær nýju göt- ur, sem verða lagðar, raunar er þegar byrjað á því í sumum nýju hverfunum. f sumar verður un.nið við mal- bikunarframkvæmdir um svo til alla Reykjavik. Unnið verður aið verkefnum í Vesturbæ, Miðbæ, Holtahverfi, Hlíðahverfi, Laugar neShverfi, Háaleitis- og Múla- nverfi, Sundum, Vogum, Smá- íbúðáhverfi, Fossvogi, Breið- holti og Árbæjarhverfi. Auk þess verður unnið við malbikun tengibrauta og hrað- brauta og þjóðvega í þéttbýli. í kostnaðaráætlun er gert ráð fyr- ir að til þessa verði varið tæp- lega 123 milljónum króna. >á verður einnig bætt við holræs- um, og kostnaðaráætlun við það er rúmar 14 milljónir. Fótganigendum verður heldur ekki gleymt, því unnið verður við að steypa gaingstéttir á tæp- lega 60 stöðum, og helluleggja á tveim stöðum. Er ráðgert að verja rúmlega 18,3 milljónum króna til að auðvelda göngufólki yfirferð með beinum gangstétta- lögnum. Þar fyrir utan verða svo mal- bikaðir sjö stígar milli umferðar æða og unmið við malarstíga í Breiðholti, Fossvogi og Árbæjar- hverfi. Kantar verða gerðir við 46 götur, og er þá reikningurinn fyrir gangstéttaframkvæmdir kominn upp í rúmlega 26 millj- ónir. Þá eru framkvæmdir í nýjum hverfum, lagning akbrauta og holræsa og þar fram eftir göt- unum. Þessar fram/kvæmdir verða m.a. í Fellunum, Bergun- um og austurhluta Fossvogs, og kosta rúmlega 21,5 milljónir. Loks verður unnið við ýmsar malargötur og holræsi. Sam- kvæmt áætlun verður heildar- kostnaður við gatna- og holræsa- fraim/kvæmdir á árinu 1970 kr. 215 milljónir. Eins og sjá má eru þetta nokk- uð yfirgripsmiklar framkvæmd- ir, og víða komið við. í skrif- stofu að Skúlatúni 2, vimnur svo maðurinn sem skipuleggur þetta allt saman, Ingi Ú. Magnússon, gatnamálastjóri. Ingi er í góðu sambandi við umheiminn, því á skrifborði hans eru venjulegir símar, innanhússímar og tal- stöðvar. — Við höfum talstöðvar í bíl- um verkstjóranna og helztu vinnuvélum, þannig að hægt er að hafa samband tafarjaust. Þetta sparar mikinn tíma og fyr- irhöfn eins og gefur að skilja, því oft er erfitt að ná sambandi við menin á vinnustöðvum, sér- staklega ef um nýjar framkvæmd ir er að ræða, og. símasamband e<kki komið á. — Þetta eru töluvert umfangs- miklar framkvæmdir, sem þið standið í í sumar, hvað hafið þið mikinn mannafla við vinnu? — Það er rétt að framkvæmd- imar eru uimfangsmiklar, en þær þær eru lítið meiri en undan- fairin ár, þannig að okkur vex þetta nú ekki í augum. Við höf- um níutíu menn sem vinma við nýbyggingu gatna og holræsa, og svo fimmtíu manns sem vinna við viðhald og endumýjun. — Hvernig er véla'kosturinn? — Borgin á sjálf öll þau tæki sem þarf til sérstaíkra verka, öll sérhæfð vinnutæki ef svo má að orði komast. Hún á að vísu einn- ig algengustu jarðvinnslutæki eins og t.d. vélskófur, en þó leigj um við jafnan eitthvað af slík- um tækjum yfir mesta annatím- ann. — Er ekki malbikunarvinna háð veðráttu? — Jú, hún er það. Helzt þarf að vera þurrt og hlýtt þegair ver- ið er að malbika. Aðstæður voru því ekki góðar síðastliðið sumar, en okkur gekk nú samt ágætlega. Það gerir minna til með undir- lagið þannig að við unnum við það meðan veðrið var ekki sem ákjósanlegaist, en hömuðumst svo við yfirlagið þegar stytti upp og létti til. — Nú verður mölin horfin eftir nokkur ár, hvað tekur þá við, ’sem höfuðverkefni. — Já, mölin er óðum að minnka. Þegar allar götur borg- arinnar verða malbikaðar bíður okkar bygging nýrra umferSar- æða og breytingar á umferðar- mannvirkjum. Við þurfuim að endurbyggja ýmisar götur í gaimla bænum og þá liggja og fyrir stórkostleg verkefni í hol- ræsagerð, það á að sameina lagn- ir og leggja lengra í sjó fram til að fyrirbyggja mengun. Það er margt fleira sem ég man ekki eftir svona í fljótu bragði, en það er allavega engin hætta á verkefnaskorti. — Hvernig gengur ykkur að fá menn til starfa? — Það gengur yfirleitt ágæt- lega. Helzti framkvæmdatíminn hjá okikur er jú á suimrin, þá er- um við að malbika, og þá er alltaf nóg af skólafólki til að taka til hendi. Á veturna er þetta oft erfiðara, en við höfum nú ekki lent í veruleguim vand- ræðum. Hins vegar er mikill hörgull á tæknimönnum. Verk- fræðistúdentar hafa oft bjargað okkur á sumrin, en þegar þeir eru við sitt nám eigum við oft í erfiðleikum. En það er jú ekk- ert framkvæmt án erfið- leika af einhverju tagi, svo þá er bara að sigrast á þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.