Morgunblaðið - 21.06.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.06.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1970 17 Brezku kosningarnar Um brezku kosningarnar var sagt, að málefnaágreiningur væri þar ekki mikill. Að svo miklu leyti sem hann kom í Ijós, var um að ræða hinn gamal- þekkta skilsmun milli frjálsræð- is og einkaframtaks annarsveg- ar og ríkisforsjár og skipulags- löngunar hins vegar. úr þessum ágreiningi hefur þó mjög dreg- ið vegna þess, að Verkamanna- fiokkurinn er að mestu horfinn frá sínum fyrri þjóðnýtingar- áformum. I>ví minna sem menn greindi á um málefni, því harð- ar var deilt um menn, og þá einkum forystumennina Wilson og Heath. f>á var ætíð klifað á því, að Heath hefði hvergi nærri vinsældir á við hinn. Enda áttu skoðanakannanir síðustu vik- ur að sanna, að Verkamanna- flokkurinn væri öruggur um sig ur. Ekki síst af því tilefni var í Reykjiavitourbréfi hiinm 31. maí komist svo að orði: Gerum ekki þjóðarskömm Það sýnist vera orðinn fastur liður á samkomum forystumanna ferðamála hérlendis, að gera samþykktir, þar sém fjargviðr- ast er yfir, að Almannagjá skuli hafa verið lokað fyrir bifreiða- umferð. Hér er um að ræða mál, sem menn hafa bersýnilega mjög ólíkar skoðanir á. Þess vegna tjáir ekki að láta ferðamála- menn talast eina við. Víst má á það fallast, að fyrir ókunnuga sé það tilkomumikið að aka Húsavík. ur tíðvitn.aðra tiil siðlareglna Blaðamannafélags íslands en Magnús Kjartansson. Magnús er maður pennalipur og fljúgandi mælskur, slagar að því leyti upp í Stefán Valgeirsson sem nú þykir orðhagastur í liði stjórn- arandstæðinga á Alþingi. Siða- vendni hans í annarra garð er því athyglisverðari sem enginn íslenzkur blaðamaður leggur meiri stund á níðskrif en Magnús um þessar mundir. Að öðru leyti er maðurinn lítt áhuga verður, og verður þó stundum að minnast á hann vegna ein- stæðra ósanninda, sem hann ger- ir sig sekan um. I síðasta Ljósm. Mats Wibe-Lund. Bandaríkjanna?“ Hér er um að ræða einfalda, ákveðna stað- reynd. Annað hvort er þetta svona eða ekki. Maður, sem full- yrðir við erlendan blaðamann að staðreyndin sé fyrir hendi, hlýtur að vita, eða ímynda sér að hann viti, hvað hann var að segja. Ef svo er, af hverju stytt- ir hann þá ekki mál sitt í bili, og segir hreinlega frá því hve- nær þessir atburðir gerðust? Fleiri sekir Svo sem sagt var i þessu Reykjavíkurbréfi, þá eru því „Þegar af þessruim ástæ'ðluim er ákaflega lítið leggjandi upp úr svokölluðum skoðanakönnunum uim úrslit tooisninga. Segja má þó, að meiri lítour séu fiyrir réttmæti þeirra í fjöl- mennum þjóðfélögum, þar sem kynni manna af hverjum öðrum eru miklu minni en við eigum að venjast. En einnig í þeim lönd- um hafa þessar skoðanakannan- ir reynst ákaflega villandi æ of- an í æ. Á seinni árum hefur reynst svo, þar sem kosningar hafa verið verulega vafasamar og mikla athygli vakið, að úr- slit hafa orðið þveröfug við það, sem skoðanakannendur höfðu sagt fyrir. Auðvitað er þetta engin allsherjarregla, og vel má vera að skoðanakannanir eigi í mörgum atvikum rétt á sér. En í stjórnmálum eru þær meira en hæpinn leiðarvílsir." Óþörf verkföll Hinum víðtæku verkföllum er nú lokið. Raunin varð sú, sem fyrirsjáanleg var, að samið var um þær kauphækkanir sem hægt hefði verið að ná verkfallalaust. Allt annað mál er, hvort samn- ingarnir eru hyggilegir eða ekki. En eins og aðilar bjuggu mál sitt strax urn hvítasunnu, þá gat hvert mannsbarn séð, að endirinn yrði þessi eða mjög svipaður. Allt verkfallsbröltið var þess vegna gersamlega óþarft, enda einungis runnið af pólitískum rótum, og fyrst og fremst vegna valdastreitu Hannibalista annars vegár og Alþýðubandalagsmanna hins veg ar. Framferði þeirra kumpána hlýtur að leiða til þess, að menn einlbeiti sér að því atð tooimia nýrri skipan á þessi mál. Til þrautar verður að kanna, hvort um það sé hægit að ná saimkomiulaigi. Eí ekki, verður Alþingi að lögfesta réttarbót alþjóð til verndar. Hitt er út í bláinn að halda því fram, að eins og á stóð nú og að óbreyttri löggjöf hefðu stjórnvöld átt að hindra verk- fallið. Til slítos skorti í senn lagaheimild og stjórnmálafor- sendu. I Reykjavíkurbréf Laugardagur 20. júní skyndilega af gjárbarmi ofan í Almannagjá. Svo kann það og að taka allt að því fimm mínút- ur að ganga frá bílastæðum að Lögbergi, og verður að játa að það sé langur gangur fyrir far- lama fólk. En ekki er síður til- komumikið að fara fótgangandi í gjána, heldur en að aka þangað í lokaðri bifreið, og öll göngu- ferðin á milli bílastæða tekur ekki meira en h.u.b. 10 mínút- ur. Ekki myndi það þykja löng gönguferð á safni eða í stórri kirkju erlendis, sem tíðkað er að teyma ferðafólk um. Á hitt er einnig að líta, að einmitt á þess- um spöl er Almannagjá hluti af okkar fornhelga þingstað, og er jafnfráleitt, að trufla fiann með bílaumferð eins og söfn, kirkj- ur, Colosseum, Akropólis eða aðra slíka helgistaði annarra þjóða. Ofan á þetta bætist mikil hætta af grjóthruni, ef uppi væri haldið stöðugri umferð þungra ökutækj a. Þingvellir hafa stórum breytt um svip til hins betra eftir að Almannagjá var friðuð með þessum hætti. Nú ríkir ró og tign yfir Lög- bergi, þar sem áður mátti oft ekki heyra mannsins mál fyrir vélaskrölti og moldarmökkur grúfði yfir. íslenzkir ferðamála- menn hafa sýnt lofsverðan áhuga og sennilega unnið gott starf. En svo margt er enn ógert í þeim málum, að mjög er óhyggi lagt fyrir þá að vekja gegn sjálfum sér óvild og deilur, sem þeir hefðu enga getu til að verj- ast, ef þeim tækist að vanvirða helgi Þingvalla. Siðleysi og sannleiksást Enginn blaðamaður talar oft- ar um siðleysi annarra né verð- Reykjavíkurbréfi var á það drepið, að Magnús hefði fyrr í vor látið sænskan blaðamann hafa það eftir sér, að bandarísk stjórnvöld hefðu beitt þrýstingi til að hafa áhrif á ákvarðanir íslenzkra stjórnvalda í utanrík- ismálum. Raunar sagðist Magnús ekki vita í hvaða formi þessi þrýstingur hefði farið fram, en hann bætti við: „Til er mjög skýrt dæmi um þetta í sambandi við atkvæða- greiðslu um inngöngu Kína í Sameinuðu þjóðirnar. Á norræn- um utanríkisráðherrafundi var Island alveg sammála hinum löndunum um að styðja inn- göngu Kina. En eitthvað skeði á milli þessa fundar og atkvæða- greiðslunnar í Sameinuðu þjóð- unum. ísland afturkallaði stuðn- ing sinn og fór alveg á línu Bandaríkj anna.“ Síðar í bréfinu var einnig vik- ið að svipuðum þvættingi Magnúsar um ímyndaðar til- raunir Bandaríkjamanna til að hafa áhrif á afstöðu íslands ti) grísku herf oringj aistj órnarinnar. Loks sagði: „Þessar ,,meiningar“ Magnús- ar Kjartanssonar fá með engu móti staðist. Honum hefði verið nær að vitna til ákveðinna stað- reynda í stað þess að fara með slúður um „pátryckningar", sem hann í hinu orðinu játar þó, að hann viti harla lítið um.“ Vegna þessara ábendinga hef- ur Magnús siðleyisa fylllzt ofsa- legri reiði og hristir klaufirn- ar óvenju rösklega í Þjóðvilj- anum s.l. þriðjudag. í allri mælginni lætur hann þó vera að minnast á þetta: Getur hann nefnt dæmi þess, að íslending- ar hafi skuldbundið sig gagn- vart hinum Norðurlöndunum um ákveðna afstöðu í Kína-málinu, en brugðist þeirri skuldbind- ingu og „farið alveg á línu miður fleiri sekir um órökstutt slúður við útlendinga, eins og sjá má í ummælum sænska tíma- ritsins Industria. Grein Industria var að þessu leyti lærdómsrík með tvennum hætti. Annars veg ar var hin umhyggjusama undr- un hins sænska höfundar yfir þvi, að íslendingar skyldu m.a. fá sér íbúðir og heimilistæki, þegar þeir hefðu yfir peningum að ráða, og þá svo að híibýlaKost ur skyldi vera betri á þessum úthjara en öðrum Norðurlönd- um, hér með þeiim ósitoöpum að rnenn m.a.is. þætfust eiiga íbúð ir sínar. Hinis vegar var látið að því liggja, að skýringin á þessu væri sú, að hér væri allt í skuldum, allir lifðu á lánum og norræni Iðnþróunarsjóðurinn mundi ekki fara til nýrra gagn- legra hluta, heldur í gamla skuldagreiðslu! Auðvitað höfum við átt við efnahagsörðug- leika að etja undanfarið. En hver eru dæmi þess. að íslenzk- ir, opinberir aðilar hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar út á við? Og ætli Noriðuirianda- roenn hafi tapað meira á skipt- um við íslendinga en hverja aðra? Er ekki hitt staðreynd, að verzlunarjöfnuður skandinav- ísku landanna þriggja gagnvart íslandi sé þeim hagstæðari en við flest lönd önnur? Allt er þetta óreiðutal gersamlega út í bláinn. I sinn hóp geta menn býsnast yfir ýmsu, er þeim þyk- ir miður fara hér heima, en menn mega ekki gera svo lítið úr sér, að lepja slíkt í eyru út- lendinga, hvort heldur Svía eða annarra. Slíkt hefnir sín. Út- lendingarnir taka þetta miklu alvarlegar en við fslendingar, sem vanir erum gagnkvæmu aggi og naggi. Það var t.d. eftirtekt- arvert, að Svenska Dagbladet, sem verið hefur íslendingum mun velviljaðra en sum önnur sænsk blöð og hófsamlegra í fréttaflutningi héðan, tók upp nokkuð af því, sem níðangurs- legast var sagt í Industria, til upplýsingar lesendum sínum um ástandið á íslandi. Lítill þjóð- hátíðarbragur Eins og á stóð, var skiljanlegt, að lítill þjóðhátíðarbragur væri yfir Reykjavík hinn 17. júní að þessu sinni. Svo var einnig • yfir dagblöðunum, þar á meðal Morgunblaðinu. E.t.v. skýrist þetta af því, að menn verði þreyttir á því að segja ætíð hið sama og óttist að ofmetta les- endur á stöðugum frásögnum af því, sem áður gerðist og varð tilefni þess, að þjóðhátíð er haldin. Hugsi menn svo, þá er því gleymt, að ætíð bætast nýir í hópinn og að gamla atburði verður að skoða í ljósi líð- andi tíma. Sennilega hefur það verið tilviljun, að Morgunblað- ið skyldi hinn 17. júní birta mynd af Grími Thomsen, en ekki Jóni Sigurðssyni. Gríms var hinis vegar etoki mdmmst þeg- ar hann átti 150 ára afmæli, fyr- ir rúmum mánuði, þ.e. hinn 15. maí s.l. Grímur var þó eitt bezta og rammíslenzkasta skáld, ekki einungis á síðustu öld, heldur um allar aldir fslandsbyggðar. Enn hafa honum engan veginn verið gerð þau skil, er honum ber. Haft hefur verið á orði, að ýmsir mætir menn hafi verið að safna drögum að ævisögu hans. En ekkert hefur orðið úr því, að sú saga birtist. Sannarlega væri þó fróðlegt að fá úr því skorið, hvort Grímur hafi komizt til jafn mikilla valda í Danmörku og sumir hafa haldið fram. Um þetta hljóta að vera til öruggar heimildir. Ef ekki, þá er um að ræða ýkjur i hugmyndum manna hér, ýkj-ur sem þarf að leið- rétta. En 17. júní er hollt, að minnast þess að þeir Jón Sig- urðsson og Grimur Thomsen þóttu lengi vera litlir vinir. Á æskuárum sínum var Grímur þó um hríð viðriðinn útgáfu Nýrra félagsrita undir forystu Jóns. Síðar beindist hugur hans að öðru. Eftir að hann settist hér að var hann talinn í hópi and- stæðinga Jóns. Þess vegna var það, að þegar Grímur kom í jarðarför Jóns á gráum frakka, kvað Matthias Jochumsson. Grímur fylgdi á gráum kufli gamla Jóni hreysiköttur konungsljóni. Á þessum árum var Grímar talinn dansklundaður og þar með lítill íslendingur. Nú á dög- um kemur engum til hugar að segja slíkt. Stjórnmálaskoðanir Jóns Sigurðssonar og Gríma Thomsen voru vafalaust harla ólíkar. Jón Sigurðsson hafði óendanlega meiri þýðingu fyrir frelsi íslands og var miklu betri að sér í sögu þjóðarinnar. Grím- ur var hins vegar betur mennt- aður á alþjóðlega vísu og miklu víðförulli. Báðir voru dæmi þess, hvern- ig gerólíkir menn geta verið jafngóðir fslendingar og lifað þannig, að aðrir mega vera stolt ir af að teljast til sömu þjóðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.