Morgunblaðið - 26.06.1970, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.06.1970, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 1870 GEORGES SIMENON: EINKENNILEGUR ARFUR ung stúlka höfðu ákveðið að leggja af stao saman út í óþekkt an heim. Og svo grafreitinn í Nieul. Þessi amma hans með fíngerðu andlitsdrættina. Hún hafði átt tvo syni. Annar þeirra hafði far ið að heiman með fiðluna undir handleggnum. Hinn hafðd orðið kyrr. Móðursystir hans hafði feng- ið nafnið Eloi, þegar hún gift- ist. Hún hafði líka orðið um kyrrt. En hann var í engu skapi til þess að verða kyrr. Flóttamanns blóðið rann í æðum hans, og hann hafði ekki fyrr stigið fæti BDORNINN Njálsgötu 49 - Sfmi: 15105 Vélritun — símavarzla Stúlka óskast til ritarastarfa á opinberri skrifstofu. Ennfremur vantar stúlku til símavörzlu o. fl. skrifstofustarfa. Gert er ráð fyrir fastráðningum. Umsóknir með upplýsingum um menntun, fyrri störf og aldur sendist Morgunblaðinu, merktar: „Hraði og stundvísi — 4808". ANDERSEN OG LAUTH H.F. LAUGAVEGI 39 OG VESTURGÖTU 17 inn í húsið við Úrsúlinabryggj- una en hann vissi, að Colette var eins gerð. Var það ekki hennar vegna — var það ekki til þess að sleppa frá henni, að hann hafðd farið að giftast henni Aliee? Og árangurslaust. Það vissi hann nú. Baráttunni var lokið. Hann endurtók, lágum rórni: — Er það ekki rétt hjá mér, Colette? Förum við ekki burt saman? Hann hreyfði sig ekki einu sinni í áttina til hennar til þess að taka hana í faðm sér. Þessi einfalda spurning sagði miklu meira en nokfcur faðmlög, og með hálfkæfðri rödd og leiftr andi augu, sagði hann aftur: — Við förum saman, er það ekki, Colette? Borðið var milli þeirra. Þetta var hversdagslegt umhverfi — diskar, ostbitar og brauðhleifur — en í augum Gilles átti það alla töfra hótelherbergjanna, þar sem hann hafði étið eitthvert snarl með foreldrum sínum, mitt í ókunnum heimi, í borg, sem lifði sínu eigin lífi og gaf þeim engan gaum. Colette hélt áfram að horfa á hann. Hún hreyfði engum and- mælum. Loksins rétti hún fram LXXVII höndina og fingur hennar snertu fingur Gilles. — Finnst þér það virkilega? sagði hún lágt og dreymandi, rétt eins og hún væri að mæla út ókomnu árin og telja saman gleði- og sorgarefni þeirra. — Já, það finnst mér. Og um leið var eins og ein- hver hula félli af andlitinu á Gil'les og leiddi í ljós eitthvað, sem hafði verið lengi hulið, og snögglega ljómaði það af brosi — raunverulegu brosi — ungu og glaðlegu. Hann stökk upp og velti bolla um leið. Síðan greip hann í báð ar axlir á Colette og lyfti henni á fætur. — Ó! Colette! Þetta var ekki eingöngu sagt með blíðu heldur, og engu síður 1 Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Ef ekki einhver fer að taka til hendinni, er alveg eins víst, að aðalmálið, sem á döfinni er, fer út um þúfur. Nautið, 20. aprii — 20. maí. Sumlr hafa hrugðizt þér, en þó er ekki ástæða til að örvænta. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Ef fólk er að reyna að gera þér gramt I geði, skaltu láta það eins og vind um eyrun þjóta. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Fleiri vilja þér vel en þig grunar, og mundu það. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Ef þú ekki vilt sjálfur nota tækifærið, skaltu láta öðrum það eftir. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Hver segir, að þú sért óhæfur i hlutverkið? Þú skalt ekki ímynda þér neinn harmleik. Vogin, 23. september — 22. október. Nú er nóg komið af sjálfsvorkunn. Látt.u undan siga og stattu þig. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Fleiri og fleiri valda þér óþægindum, en e.t.v. mest þú sjálfur. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember Ef þú samþykkir það með góðu, getur vel farið svo, að hreyt- ingar verði á högum þínum, og ekki sízt þér til góðs. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Hver er sá, sem ekki vildi núna standa í sporum þínum? Pú ert með tögiin og hagldirnar, og hvað er þér hentara? Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Eilítið hefur borið á milli í samningamálum, og ekki sízt í gær, en þér er innan handar að leiðrétta þetta í hvelli. Fiskamir, 19. febrúar — 20 marz. Ef þú heldur að það sé til nokkurs að vera að reyna að hlása cldi í iöngu kulnaðar giæður, á einum eða fleiri stöðum, er það misskiln- ingur. Spjaraðn þig, og reyndu að vera eins og maður. með þakklátsemi. Hún hafði los- að hann úr viðjum. Nú gat hann horft fram á nýja framtíð. Nú hafði hann brotizt út úr öllu þessu þrönga lífi, sem hann hafði verið lokaður í, eins og fang- elsi, og honum hafðd aldrei verið ætlað. Hann hafði aftur öðlazt bernsku sína, hann var næstum orðinn barn aftur. — Colette . . . Colette . . . end FRA FLUCFELjXGíIVKJ Flugfélag íslands óskar að róða slúlku til ritarastarfa í skrifstofu félagsins í Frankfurt. Þarf að rita og tala þýzku. Umsóknir um starfið skulu hafa borizt starfsmannahaldi félagsins fyrir 15. júlí. FLUGFELAG ESLANDS NIÐUR SOÐNIR ÁVEXTIR ÁSTRÖLSK ÚRVALS VARA 0. J0HNS0N&KAABER urtók hann og þrýsti henni að sér srvo að henni lá við köfn- un Hvað gat hann sagt meira? Það voru ekki mörg orð. Hann hikaði, en stamaði xíðan: — Þakka þér fyrir! Þegar þau litu kringum sig aft ur, fannst þeim þau vera mátt- lau-s og sæl, rétt eins og aftur- batasjúklingar eftir löng veik- indi. — Við skulum nú tala saman í alvöru, Gilles. Hún sagði þetta, án þess að nokkur hugur fylgdi máli. Því að nú gat verið sama um allt. Þau gætu vitanlega skipulagt hin og þessi smáatriði, eins o,g skynsamlegt fólk á að gera, en það var lítið annað en leikur. — Hvað eigum við að gera? Hann vissi, að henni var alveg sama, og var alls óhrædd við framtíðina, sem beið þeirra. — Við skulum gera hvað sem þú vilt. Ég leik á fjögur hljóð- færi. Ég get meira að segja . . . Og svo kom viðkvæmt bros, al- gjörlega laust við alla hreykni . . . Ég get rneira að segja frarnið töfrabrö’gð. Ég kann flest þeirra, sem pabbi var með. Hverg vegna ætbum við ekki að lifa eins og þau gerðu? En þá fyrst fylltu’St augu hans tárum og hann varð að líta und- an. Hann hafði minnzt foreldra sinna — þau voru hluti af á- kvörðuninni, sem hann var nú að taka. Honum fannst næstum eins og hann gæti talað við þau. Mauvoisin-auðurinn var alls ekki til umræðu. Það þótti sem hver annar sjálfsagð-ur hlutur. Hann skyldi ganga til Alice, og hún yrði áreiðanlega hamingju- samari án Gilles, en með honum. — Ef þú bara vissir, Colette, hvernlg ég . . . Já, hvernig kom hann orðum yfir það. Hjartað í honum tókst á lotft, fæturndr snertu ekiki leng ur jörðina og líkami hans var ekki lengur úr holdi. — Ef þú bara vissir, hvernig ég . . . Hún var svo lítil og veikluleg þar sem hún stóð þarna fyrir framan hann, að hann gat ekki stillt sig um að hefja hana á loft, rétt eins og hann langaði til að bera hana á heimsenda. Þegar hann setti hana niður aftur, voru þau bæði grátandi og hlæjandi O’g gegnum tárin sáu þau hvort annars andlit afmynd- uð rétt eins og einhver andlit í draumi. ENDIR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.