Morgunblaðið - 28.06.1970, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.06.1970, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚN3 1070 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjómarfulltrúi Fréttasljór.i Auglýsingastjóri Rftstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald 165,00 kr. f lausasölu hf. Arvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ami Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðatstraeti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanfands. 10,00 kr. eintakið. ÖRLÖG DUBCEKS ¥ kommúnistaríkjunum er *- einstaklingnum sýnt tak- markalaust virðingarley si. Vilji valdhafanna og duttl- ungar ráða jafnvel örlögum heilla þjóða. Kremlverjar skirrast einskis til að láta áform sín rætast, hversu fjar stæðukennd sem þau virðast öðrum. Síðustu mánuði hef- ur þetta sannazt enn einu sinni í Tékkóslóvakíu. Sovét- ríkin hafa ekki látið sér nægja að hneppa tékkóslóvak ísku þjóðina í herfjötra, held- ur krefjast þau þess, að þeir einstaklingar, sem hún dáir mest, séu niðurlægðir og sett- ir til hliðar. Á sínum tíma var Alexand- er Dubcek ekki aðeins tákn nýrrar frelsisvonar í Tékkó- slóvakíú, barátta hans kveikti einnig vonarneista í öðrum kommúnistaríkjum og utan þeirra. Á Vesturlöndum freistuðust menn til að trúa því, að honum kynni að tak- ast að rjúfa skarð í einræði Sovétríkjanna í Austur-Evr- ópu. En það hefði vafalítið leitt til betri sambúðar Evr- ópuríkja. Friðarhjal Sovét- ríkjanna hafði þó megnað að hafa þau áhrif, að menn vildu ekki trúa því, að þau myndu kæfa frelsi Tékkóslóvakíu með her sínum. En þegar á reyndi hræddust Kremlverj- ar frelsið meira en mannorð sitt, þeir sendu óvígan her sinn yfir nágrannaland sitt og bandamann. Að óreyndu hefðu flestir talið, að Sovétríkin létu þar við sitja. Þau teldu nægilegt að hafa þjóðina í herfjötrum og sýndu henni ekki frekari svívirðu. Annað hefur komið á daginn þau tæp tvö ár, sem rauði herinn hefur stjórnað málum Tékkóslóvakíu. Þeg- ar leiðtogar landsins höfðu í ramn verið gerðir handbendi Kremlverja, var talið nauð- synlegt að níðaist á þeim eft- ir öllum tiltækum leiðum. Of- beldismennimir vildu einnig svipta fórnarlömbin ærunni, líklega í því skyni að upp- hefja sjálfa sig í augum fylg- ismanna sinna. Saga Alexanders Dubceks er skýrasta dæmið um þess- ar starfsaðferðir. Hægt og sígandi hefur honum verið vikið út í yztu myrkur. Kjarkur andstæðinga hans var ekki meiri en það, að þeir þorðu ekki annað en að vinna verkið í áföngum, enda þótt takmarkið væri alltaf augljóst. Nú hefur hann loks verið sviptur mestu forrétt- indum, sem almennum borg- ara í kommúnistaríki getur hlotnazt, flokksskírteininu. Hann er orðinn einn í þessum sviþlausa og réttlausa fjölda, sem engu fær ráðið um örlög sín. Það er táknrænt, að á sama tíma síkuli Stalín verða reist stytta aftur við veggi Kremlar. S.U.S. 40 ára ¥ gær voru liðin fjörutíu ár -*■ frá því að ungir Sjálf- .stæðismenn komu saman á Þingvölium og stofnuðu Sam band ungra Sjálfstæðis- manna. Það voru vissulega mikil tímamót, þegar ungir Sj álfstæðismenn um land allt skipuðu sér í eina fylkingu og stofnuðu eigin landssam- tök til þess að vinna að fram- gangi sjálfstæðisstefnunnar méð krafti og atorku æsk- unnar. Starf ungra Sjálf- stæðismanna hefur án nokk- urs vafa komið Sjálfstæðis- flokknum og íslenzku þjóð- inni að ómetanlegu gagni. Úr •röðum ungra Sjálfstæðis- manna hafa straumar nýs tíma ævinlega komið inn í flokksstarfið og á þann hátt stuðlað að stöðugri endur- nýjun og ferskleika. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn ævinlega verið frjótt og vak- andi afl í íslenzkum stjórn- málum, það hefur verið gifta þeirra, sem í flokknum hafa starfað og raunar allrar ís- lenzku þjóðarinnar. Með sjálfstæðisstefnuna að bakhjarli hafa ungir Sjálf- stæðismenn barizt ótrauði r fyrir hugsjónum sínum, fyrir framförum og freisi á Is- landi. Ósjaldan líta menn til baka, þegar merkisatburða er minnzt, og nú þegar fjórir áratugir eru liðnir frá stofn- un Sambands ungra Sjálf- stæðismanna er vert að líta yfir farinn veg. Það eru ótal mál og viðfangsefni, sem ungir Sjálfstæðismenn hafa glímt við á þeseum árum, mörg hafa komizt í heila höfn, önnur hefur dagað uppi; það er eðli hlutanna. Ungir Sjálfstæðismenn dagsins í dag standa í þakkarskuld við frumherjana, forystumennina og hinn mikla fjölda ó- breyttra liðsmanna, sem allir hafa unnið mikið og fórnfúst starf. En fjörutíu ára afmæli er einungis áfangi á langri leið; mest er nú um vert að l'íta með stórhug og baráttu- gleði fram á veginn. Enn um langa framtíð verða ungir Sjálfstæðismenn að vera OBSERVER >f OBSERVER Wallace undirbýr baráttuna 1972 EFTIR WILLIAM MILLINSHIP Waghington, 4. júní. GBORGE Wallace, litli en baráttuglaði Suðurrilkjamað- urinn, sem fékk næstum 10 milljónir atkvæða í forseta- kosningunum 1968, hefur komizt hjá stjórnmálalegri gleymsku með því að vinna útnefningu Demókrataflto/kks- ins til ríkisstjóra Alabama. Hann mun örugglega sigra í kosningunum í nóvember, þar sem repúblikanar munu jafnvel elkki útnefna neinn gegn honum og hann hefur einnig núna stjórnimálalegan grundvöll til þess að hefja nýja baráttu fyrir forseta- kosningunuim 1972, ef hann kýs svo. Hann steig út úr fylgsnum sínuim og vann undirbúnings- kosninguna (enginn hinna út- nefndu hafa unnið þann 50% naeirilhluta, sem nauðsynliegu-r var til sigurs í mánuðinum áður), með því að treysta á hina vel reyndu tilvitnun sína í kynþáttahatur. Eftir ósigurinn, sagði andstaeðingur Wallaces, Albert Brewer rík- isstjóri, að kosningabaráttan hefði verið „sú sóðalegasta, sem ég hef nofckru sinni séð í Alabama." Snemma á ferli sín.um til- kynnti Wallace, að hann myndi aldrei láta nolkkurn „útnegra" sig í heknaríki sínu og átti með því við, að hann myndi aldrei leyfa and- stæðingi að vera meira á móti negrum en hann sjálfur. En í forsetakosningunum 1968 gerði hann eins lítið úr þessu eins og hann gat. Núna, þegar hann barðist fyrir stjórnmála legri tilveru sinhi, vitnaði hann kerfisbundið í ótta hvítra Suðurríkj arnanna við hinn svarta atkvæðastyrk. Hann sagði, að Brewer hefði aðeins verið hærri í fyrstu lotu undirbúningskosn- inganna vegna þess, að hann hefði stuðning „blokkarat- kvæðanna“, sem á við hina svörtu kjósendur, sem aug- sjáanlega höfðu margir kosið Brewer. Wallace rannsaikaði, hvernig kosningin hafði farið á kosningasvæðum þeldökkra til þess að sýna fram á, hversu Brewer nyti mikils stuðnings hins þeldölkka minnihluta. Án þess að beita beinum George Wallace ásökunum, gaf hann í skyn, að Birewer hefði keypt þenn- an stuðning, með því að gera leynilega samninga við öfga- sinnaða negra. Á fundi nokkr uim sagiði hann: „Þið vitið, að stjórnmálamaður gefur út lof- orð vegna fimm atkvæða, svo ég veit ekki hvers konar lof- orð hann gefur út vegna 250.000 ........ Ef bltoíkkar- atkvæðin ráða undirbúnings- kosningunum, þá ráða þau stjórmmáluim Alabama í næstu 50 ár“. George Wallace neitar að taka á sig nokkra ábyrgð vegna hinnar lubbalegu árás- ar gegn Albert Brewer og fjölskyldu hans. En hinir nafn lausu kynþáttabæklingar, sem hefur verið dreift, geta vel hafa aflað Wallace nokk- urra atkvæða. Einn bækling- ur sýndi litla hvíta stúlku á strönd, en umlhverfis stóðu glottandi svertingjabörn. Und ir stóð: „Vaknaðu Alabama, 3. júní gæti það verið of seint. — Er þetta það, sem þú vilt?“ Stór flögg voru sett á bíla og á stóð: „Ég er fyrir B og B — Brewer og þá blökku". Sum dreifiritin voru mað fölskum myndum af Brewer í fylgd með Cassíus Clay. Þrátt fyrir allt sigraði Wallaoe hinn lágtstemmta, hægfara Brewer aðeins með naumum meirihluta, og þetta er að töluverðu leyti vegna þess áramgurs ríkisstjórnar Nixons að vinna fylgi í Suð- urrflkjunum og bæta svæðinu við saimsteypu Repúblikana- flókksins 1972. Á meðan á baráttunni stóð, réðst Wallace aldrei beint gegn forsetanum eða varafor- setanuim, þar sem hann vissi um vinsældir þeirra. Hann hélt því hins vegar fram, að hin íhaldssama af- staða þeirra, væri tilraun til þess að yfirbjóða Wallace sjálfan. Aðeins með því að kjósa hann væri hægt að halda pressunni áfram og koma í veg fyrir að ríkis- stjórnin hneigðist til vinstri. i I raun og veru hefur Wall- aoe ekki gefið upp hvort hann muni í raun og veru gefa kost á sér til forseta- kjöris 1972. En ef hann stígur inn á þjóðarsviðið aftur, þá er haldið að hann muni að- eins heyja baráttu í Suðurríkj unum. Fyrir tveimur árum, þegar hann háði kosningabar- l áttuna um allt landið, vann hann aðeins 5 riki í Suðrinu, — Alabama, Missisippi, Ark- ansas, Louisiana og Georgíu. Ef hann einbeitti kröiftum sínum að Suðurríkjunum, þá gæti hann einnig náð Norður- og Suður-Karólínu, Tennessee og Flórida og þá gæti hann vefl. fengið nægilegt kjör- mannafylgi til þess að knýja fram leikþrot hjá damókröt- um og repúblikönum og þann ig ráðið úrslitum. Endurbót á kjörmanna- kerfinu myndi útiloka þenn- an möguleika, en eklki er tal- ið líkdegt, að það verði komið á fyrir næstu kosningar. i Það eru margar kenningar uim Uklag álhrif Waliaoeis á hina flokkana, ef hann leggði út í forsetaikosningarnar 1972. Ein e«r sú, að hann mundi skaða repúblikana, annað hvort með því að ná Suður- ríkjunum eða með því að freista repúblikana til slíkrar hægrisinnaðrar Suðurríkja- baráttu, að þeir muni tapa at- kvæðum annars staðar. Önn- ur er sú að Wallace mundi draga að blá-flibba-atkvæði sem annars færu til demó- krata. Wallaoe sjálfur hrósar t sér af því að hafa sigrað ' Humprey 1968. Kosninga- fræðingar deila enn uim, hvort hann gerði það eða ekki. En það er öruggt, að stóru flokkarnir tveir, munu leggja mikið erfiði á sig til þess að henda reiður á hinurn sroá- vaxna næsta rfkisstjóra í Alabama á tímanum til nóv- ember 1972. OBSERVER >f OBSERVER Góð laxveiði á ösku- svæðunum nyrðra merkisberar í fylkingar- brjósti í stöðugri framfara- sókn þjóðarinnar. Um nokk- urn tíma hafa ungir Sjálf- stæðismenn haft foirgöngu um að færa nýtt líf, nýja starfshætti í stjórnmálastarf- semina. Á því sviði hafa þeir verið brautryðjendur og enn bíður þeirra mikið starf á þeim vettvangi. Það er lán hinna ungu Sjálfstæðismanna á fjörutíu ára afmæli þeirra samtaka, að framumdam eru stæ'rri og viðameiri verkefni að fást við en oftast áður. BÆNDUR á öskufallssvæðunum nyFffra, elinkum í Húnaþingi hafa óttazt mjög áhrif öskufalls íns á lífið í veiðivötnunum, eaida ekki óeðlilegt, svo skaðvæn- leg áhrif sem fluoreitrunin hafi haft á bústofn þeirra eink- um jórturdýr. Veiðitölur úr án um nyrðra gefa þó hugmynd um það alð fluoirinin heifur a.m.k. ekki einn haft skaðvænleg áhrif á laxagengd. Síðustu töhir um laxveiði í Húnaþiingi eru þessar: I Miðifjarðará eru nú uim þessa helgi komnir á land 20 laxair, í Víðidalsá 40 laxar, á Blöndu svæðinu uim það bil 50 laxar. í Vatnsdalsá hófst veiðtitíiminn í fyrradag, svo að fréttir .af veiðt þar ha.fa enn ekiki borizt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.