Morgunblaðið - 28.06.1970, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.06.1970, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1070 23 Námsheið í vélritun Námskeið í vélritun hefjast 2. júlí fyrir byrjendur og lengra komna. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar. INNRITUN STENDUR YFIR. VÉLRITUN — FJÖLRITUN Grandagarði 7 — Sími 21719. — Jeanne Dixon Framhald at bls. 19 eru ekkert smáræði, en það eru mörg ljón á veginum. Ronald Reagan sigrar aftur í kosningunum í Kaliforníu næst. ÖNNUR LÖND England: Charles Breta- prins verður gerður að Breta konungi í lok árat'ugarins. Mér finnst það verða nálægt ‘78 eða ‘79. Anna prinsessa held- ur konunglegri tign sinni. Ég er alltaf að sjá kórónu yfir henni, og álít því, að hún eigi eftir að giftast tignum jafn- vel konungbornum manni. Kanada: Mikið er búið að spjalla um rómantíkina hjá Trudeau forsætisráðherra. Ég sé enga giftingu hjá honum. Hvorki í sambandi við Bar böru Streisand eða neina aðra. Rússland: Sovétríkin verða fyrir vandkvæðum með inn- lenda framleiðslu. Framámað- ur, ekki Kosygin, fer frá, og einhver kemur í staðinn. Nafn hans byrjar á U. Kína: Kína tekur ekki þátt í stríðinu í Suðaustur-Asíu vegna þess að vopn og aðrar nauðsynlegar birgðir eru ekki fyrir hendi. Sovétríkin koma ekki til hjálpar og út- vega heldur ekki skip til flutninganna. Sovétríkin verða að velja á milli þess að halda áfram með heimsbrall sitt (Kúba, Afríka og Mið- austurlönd), eða að taka þátt í þessari stórhervæðingu. Þeir taka, sýnist mér, fyrri kostinn. STRÍÐ f MIÐ-AUSTURLÖNDUM Sovétríkin munu forðast beina þátttöku í þessum lönd um. Einhverjir Rússar verða teknir þarna í hjákátlegum hlutverkum í sambandi við Nasser. Stríðið heldur áfram með sama hætti og fyrr á næst unni, en er dálítið misjafnt hvað baráttuhita snertir á næstu árum. Kúba: Kastró á í ýmsum erf iðleikum með Sovétríkin og Rauða Kína. 1971 byrjar hann að láta sig, og breytingar fara að sjást. Hann verður góðvilj aður, einkum gagnvart börn- um. Hann verður líka trúað- ur. Kúba verður fyrir ein- hverjum náttúruhamförum í ágúst eða september í ár og í nóvember og desember verður matarskorturinn alvarlegur. Stórkostlegt hneyksli hleð- ur utan á sig varðandi stór- an farm af heróíni eða ein- hvers konar eituúlyfjum, sem flytjast eiiga úr Kína eða ein- hverju Austurlanda. Nixon forseti ætti að taka vel eftir framvindu viðræðna um bann gegn smíði kjarn- orkuvopna. Mér sýnist, sem áhrif þessarra viðræðna gætu haft óheillavænleg áhrif á mörg afrek ríkisstjórnarinn- ar, og því er bezt að hafa vakandi auga með samninga- mönnum okkar. Sihanouk prins: Fyrrver- andi forsætisráðherra Kamb- ódíu bregzt sem formaður kommúnistanna. Lon Nol verð ur áfram við völd, þar til er ástandið er siftur komið í lag. Ralph Nader verður fyrir áfalli. Einhver náinn sam- verkamaður hans flettir ofan af honum. Hneykslið virðist vera eitthvað í sambandi við kjöt og önnur matvæli. Svo verður látið líta út, sem ekk- ert gott hafi leitt af herferð þeirri, sem hanin heflur farið. Fjárgróði kæfir vináttu og drenglyndi. Tricia Nixon: fær meiri ábyrgð með tímanum í Hvíta húisinu og leysir störf sín af hendi með prýði. Hún er á góðri leið með að verðahvers manns hugljúfi í Bandaríkjun um. Einhver háttsettur heijslhöfð ingi lendir í vandræðum fyr- ir spillingu í Víetnam, sem hann hefluir hylmt yfir. Raquel Welch: Nær lengra, ef hún aðskilur atvinnu og einkamál. Þá eru frama henn- ar lítil takmörk sett. Frelsishreyfing kvenna. Lít ið þykir mér þær eiga fyrir sér á framabrautinni. Slag- orð þeirra og takmörk eru lít ils virði flestum konum. David Frost: Þessi hæfa stjarna er alltaf á uppleið. Hann er ljúfmenni, og gjaf- mildur og trúaður. Einnig er hann athugull, en þó nokkuð slórgjarn. Hann er að hugsa um hjúskap, en hættir við á síðustu stundu, og bíður leng ur, ef hann ætlar að láta þetta endast eitthvað. f desember byrjar hann að skrifa því að til þess hefur hann ágæta hæfileika, ogverð ur happasæll rithöfundur. Hann verður óvenju frægur maður, og það geriist kring- um 1980. Einhvern tíma á lífs leiðinni fer hann út í stjórn- mál, en ég sé eklki hvenær. Hainn verður einhvern tíma vinur mjög valdamikils for- seta eða þjóðhöfðingja stór- véldis. Hann verður alla ævi heilsuhraustur. Ethel Kenmedy: Þessi ynd- islega hæfileikakona nær stóru takmarki. Hún vill gjarnan gifta sig aftur, og ein hver merkur læknir hefur mik inn áhuga fyrir hennii. Hann biður hennar mjög sennilega árið 1974, og hún athugarmál ið mjög gaumgæfilega. George P. Schultz f.v. for- maður verkamanna: sem Nix- on er nýbúinn að setja á topp inn, verður merkur leiðtogi. Nýja verkefnið hans er prýðilegt fyrir hann, oghann verður með tímanum prýðileg ur ráðgjafi fyrir forsetann. Hann er snillingur í baráttu- aðferðum, og sérvizka hans (á stundum) verður honum beinn ábati. Hann fær tæki- færi í haust til þess að sýna sérstaka hæfni sína, sem lýsir sér í djúphyggju, stálminni, og ósiökkvandi fróðileiks- og vísindaþorsta. f nóvembereða desember verður hann kom- inn á kaf í nýja starfið sitt, og gerir þá talsverðar breyt- ingar í deild sinni, en eignast að sjálfsögðu sterka óvini. Síðar meir fær hann meiri völd, sem stafla af því, að ein hver fer frá völdum, eða verður ráðinn af dögum. 1974 verður sérlega gott ár fyrir hann, og ‘77 og ‘78 verða sér- lega merk í sögu hans. En hann á líka í erfiðleikum og verður að gæta að því að of- þyngjast ekki. Hann er stór- gáfaður og mikill hæfileika- maður. Hann hefði getað orð- ið stórfenglegur læknir, ef hann hefði beint hæfileikum sínum inn á þær brautir. Sem stjórnarstarfsmaður á hann eftir að skilja eftir sig merk spor í veraldarsögunni — reyndar verður orstír hans ódauðlegur. Páll páfi: svo mikilsmetinn og góðfús, verður einn síðustu pófa rómversk-kaþóilslku kirkj unnar, og verður einhver merkasti páfi allrar sögunn- ar. FYRIR YÐUR Er SKODA <5 hagkvæmu verði — Spar- neytínn, eyðir aðeins 7 lítrum ú 100 km. — Odýrir varahlutír og örugg varahluta- þjónusta — Traustur og vel fallin til ferða- laga, framsaeti md leggja niður til að mynda svefnpldss, farangursrými 370 lítrar. Tvöfalt bremsukerfi — Diskahemlar — Oryggisbelti — Rúðusprautur — 4ra hraða þurrkur — Stýrislæsing — Viðvörunarljós FYRIR FRÚNA Er smekklegur I útliti — Innréttingar og frdgangur 1 sér flokki — Sérlega sterkt þvottekta dklæði — Barnaöryggislæsingar d afturhurðum — Gangviss — Viðbragðs- fljótur og lipur f bæjarakstri — Víðtæk þjónusta hjd umboðinu, sem tekur frd frúnni ollt eftirlit með bílnum. Það er þess virði að kynna sér SKODA. StNINGARBlLAR A STAÐNUM, — o. m. fl. NYJUNG! SKODA RYÐ-KASKO------------------------- Ef þér óskið, þá sjáum viS um að ryðverja bifreið yðar eftir hinni viðurkenndu ML-aðferð, og veitum yður 5 ARA ábyrgð, en slík trygging er aðeins veitt SKODA-bifreiðum. TEKKNESKA BIFREItOAUMBOÐIO A ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44 - 46 SÍMI 42600 KÓPAVOGI FOLKSBILADEKk SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT — GÚMMÍVINNUSTOFAN SKIPHOLTI 35 — Sími 31055 BRIDGESTONE BRIDGESTONE • 0 / BRIDGESTONE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.