Morgunblaðið - 17.07.1970, Side 28

Morgunblaðið - 17.07.1970, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. JÚLÍ 1«70 Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. l»ið verðið öll að vera sem eitt, og halda vel saman. Nautið, 20. apríi — 20. maí. Ef þú gettir sett óskir þínar vel fram, færðu betri samvinnu. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Starf þitt gengur vel, þótt það sé tafsamt. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Þér gengur vel, þótt skilyrðin séu misjöfn. Treystu á sjálfan þig. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Það er fyrir öllu að hafa allt sem einfaldast, þá verður enginn há- vaði út af neinu. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Reyndu að gera gott úr öllum illindum, þegar þú mátt. Vogin, 23. september — 22. október. Það tekur því ekki að taka ákvarðanir í svipinn. Sporðdrekinn, 23. októb-er — 21. nóvember. Þú verður að fara dálítið varlega með staðreyndirnar. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember Ekki er allt sem sýnist. Og það keppa ekki allir að sama marki. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. Það reynir á, hvort þú getur verið hreinn og beinn og án þess að hafa horn í síðu annarra, eða tilverunnar yfirleitt. Þú getur bjargað smástríði. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. j i léian kjöl, reyndu því ekki að frekjast yfir hausamótunum á öðru saklausu fólki. Fiskarnir, 19. febrúar — 20 marz. Þér skapast ný útleið fyrir hugkvæmni þína. Reyndu margar leið- ir, því að allt er ekki jafngott. 17 Oberst dró hnén upp að brjósti og greip örmunum uim þau, rétt eins og til að verja sig. — Hver fjandinn heldurðu, að þú sért, spurði hann. En nú. Hém@Á spray net krystal- tæit hárlakk GÆÐI - GOTT VERÐ Kristján Jóhannesson heildverzlun Laugarnesveg 114.S. 32399 var komin hræðsla í röddina, og honum mistókst að bæla hana niður með hroka. — Ég er lögreglumaður. Ég er að leita að manninum, sem drap manninn, sem þú stalst frá. Þú ræður, hvort þú trúir því, en svona er það nú sarnt. Auk þess er ég sá einasti hérna, sem held ur, að þú sért saklaus aif morð- inu. Svo að þú ættir heldur að styðja mig, af því að ég kann að verða eina vonin þin. — Þú ert engin lögga, sagði Oberst, eftir nokkra þögn. Tibbs seildist í vasa sinn og tók upp lítið# hvítt spjald í plast umslagi. — Ég vinn í Pasadena og er rannsóknarlögreglumað- ur. Kallaðu það spæjara, ef þú viit. Ég hef verið léður lögregl- unni hérna, til þess að kómast að því, hver myrti Mantoli — dauða manninn, sem þú fannst. Sama hvernig ég fer að því. Ann að hvort veðjarðu á mig, eða þú verður kærður fyrir morð. Oberst þagðd enn. Tibbs beið eina langa mínútu. — Hver er Deloras Purdy? spurði hann aftur. Oberst ákvað sig. — Hún er stelpa, sem á heima skammt frá mér. Ein af stórum krakkahóp. — Hvað er hún gömul? — Sextán ára, næstum sautján. — Hvemig lenti þér saman við hana? Oberst svaraði engu. — Ég get nú séð það í bók- unjum, minnti Tibbs hann á, — en ég vildi heldur heyra það hjá þér. ' Oberst gafst upp. — Þó að þessi Delores sé ung, er hún aiveg vitlaus í karlmenjn. Þú skiil ur. Með hreinustu brókarsótt. — Já, þannig eru þær marg- ar, sagði Tibbs. — Já, en þessi Delores er svo montin af því, hvernig hún er / gerð af náttúrunnar hendi. Allt af að sýna siig. Ég fór á stefnu mót við hana við tjömina hans Clarke. Við ætluðum okkur ekki neitt lijótt, ég kæri mig ekki um að vera í neinni óknyttaklíku. Tibbs kinkaði kolli. Að minneta kosti spurðd hún mig, hvort hún væri ekki vel vaxin og þegar ég sagði já, fór hún að sýna mér það. — Fann hún upp á því sjálf? — Einmitt, eins og þú segir. Ég fór ekkert illa með hana, það eina sem ég gerði var, að ég hélt ekkert aftur af nenni. — Það mundu nú ekki margir lá þér það, en þetta getur vamt verið hættulegt. — Kann að vera. Hvað sem um það er, þá var hún orðin hálfafklædd og þá kemur lögga út úr kjarrinu. Og ég var tek inn fastur. — En stelpan? — Hún var send heim til sín. — Og hvað gerðist srvo? — Þeir slepptu mér eftir nokkra stund, og sögðu mér að flangsa aldrei við stelpur fram ar. — Hefurðu hitt hana síðan? — Já, auðvitað, hún á heima þarna örskammt frá mér. Ég er alltaf að sjá hana. Og hana lang ar aftur í stefnumót. — Og skeði svo ekkert meira en þetta. — Ekkert annað, svei mér þá! Tibbs stóð upp, greip í járn rimlana og fetti sig aftur til þess að rétta úr handleggjavöðvun- um. Svo gekk hann að bekkn- um og settist niður aftur. — Raikarðu þig daglega? spurði hann. Oberst varð hissa á þessari spurningu og strauk á sér hök- una. — Venjulega geri ég það. Þó ekki í morgun, af því að ég hafði verið á fótum alla nótt- ina. — Hvernig stóð á því? — Ég fór til Canvilde að hitta stráik, sem ég þekki þar. Við . . . fórum að hitta stelpur. — Þá hefurðu komið býsna seint heim — Einhvern tiima um tvöleytið, kannsiki seinna. Og þá var það, sem ég fann manninn á vagin- um. — Hvað gerðirðu, nánar til tekið? Þú skalt ekki segja mér það, sem þú heldur, að ég vilji heyra, heldur nákvæmlega það sem gerðist. — Nú, jæja, náunginn lá á grúfu á veginum. Ég stanzaði til að sjá, hvort ég gæti hjálpað honum. En hann var dauður. — Hvernig vissirðu það? — Nú, ég bara vissi það. — Haltu áfram. — Nú, jæja, ég sá veskið hans liggja skamimt frá honum, svo sem í fimm feta fjarlægð á veg- inum. Virgii Tibbs hallaði sér fraim. — Þetta er afar mikilvægt atriði, sagði hann með áherzlu. — Mér er alveg sama, hvort þú tókst vesikið af honum eða ekki. En ertu aliveg viss um, að þú hafir fundið það á veginuim, spölkorn frá honum? — Já, það sver ég, svaraði Oberst. — Þá hefurðu gert það, ját- aði Tibbs. — Og hvað gerðist svo? — Ég tók það upp og flýtti mér að líta í það. Ég sá mikla peninga. Mér datt í hug, að ekki hefði hann neitt gagn af þeim héðan af, og ef ég léti það liggja, mundi sá næsti, sem kaemi þarna taka það. — Það er sennilega rétt, sagði Tibbs. — En hvernig varstu svo tekinn með það á þér? — Nú, ég fór að hafa áhyggj- ur út af því, af því að náunginn hafði verið drepinn. Ef einhver fyndi mig með veskið, gat ég komizt í hræðileg vandræði. Svo að ég fór að hitta hann hr. Jennings. Hann er aðalmað- urinn þarna í bankanum og ég þekki hann af því að ég vinn hjá honum um helgar. Ég sagði honum af þessu. Hann sagði að þetrta yrði að tilkynna, og svo kallaði hann á lögguna. Og mér var stungið hér inn. Og nú veit ég ekki hvað fyrir mér kann að liggja. Tibbs stóð á fætur. — Láttu mig um það, sagði hann. — Ef þessi saga þín stenzt, er þér óhæbt, Svo kallaði hann hátt og beið etftir að Arnold hleypti hon um út. Skömmu seinna fór Tibbs í veðurstofuna og fékk að vita um regnmagn síðasta mánaðar. Bill Gillespie leit upp frá skrifborðinu sín.u og sá nýja að- stoðarmanninn sinn frá Pasa- dena standa í dyrunum. Hann vildi alils ekki sjá Virgil Tibbs — eða yfirleitt nokkurn mann, ef út í það var farið. Hann vildi fara heim, þvo sér og fá eitthvað í svanginn og fara síðan í rúmið. Það var langt lið- ið á vinnudaginn og hann hafði 1 1 /atnsþolnar spénarplötur „ELITE" viðurkenndar af skipaskoðun ríkisins til nota í skip og báta. PLÖTURNAR fást hjá T.Á.J. íimburverzlun Áma Jónssonar & Co. hf. Laugavegi 148 — Sími 11333. 1 1 larðtex 1/8" Olíusoðið ,,MASONITE“. PLÖTURNAR fást hjá T.Á.J. imburverzlun Árna Jónssonar & Co. hf. Laugavegi 148 — Sími 11333. Nýja platan með TRÚBROT slær í gegn FÁLKINN HF. hljómplötudeild

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.