Morgunblaðið - 26.07.1970, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.07.1970, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 1#7« 11 Vísindamemji ráða ráðum sínum við JökuLsárgljúfrin. un yrði heildarfallið hið siama, en heldur mieira vatnsmagn nýtt- ist með þessu móti. Þessi virkj- unartiLhöguin yrði dýrari og að ýmsu leyti örðugri, þar sem tor- veldara væri að gera forranm- sóknir að jarðgöngunum fyrir leiðslu gegnum Fljótsdalshe.ði heldur en þar sem leiðslur lægju nær yfirborði. Uppistöðulón í Jökulsá á Brú fyrir neðam ármót Hrafnkelsár mumdi valda því, að einhverjar lands'P-idur hyrfu undir vatn. Mundi það skerða lönd þriggja jarðia á Efri-Jökuldal, en á þessu stigi málsins er ekki full- Ljóst, hve mikil sú skerðing yrðí, uppdrátturinn er ekki það ná- kvæmur, að það verði séð. En um stórfellda skerðingu landa virðist ekki vera að ræða, enda þótt þessi kostur yrði valinn. Hvaða virkjunarti'lhögun, sem valin verður endanlega fyrir Austuriandsvirkjun, virðist ljóst, að um mjög hagkvæma virkjun getur verið að ræða. Og það getur haft úrslitaþýðin.gu fyrir Austfirðinga og landsmenn alla, hvort unnt verður að koma þessari stórvirkjun upp áður en kjarnorka hefur leyst raforku- ver af hólmi. Austurlandsvirkj- un, með þeirri stóriðju, sem henni hlyti að fylgja, er drýgsti skerfur, sem enn hefur kornið til greina til jafnvægis í byggð Landsina. í áðurnefndu viðtali við Jakob Gislason, orkumálastjóra, sagði hann m.a.: „Um allan heirn er nú keppzt v ð að reisa sem stærst orkuveir vegna aukinmar hagkvaemni, sem því fylgir. Þetta gildir um allair tegundir orkuvera, eimnig vatns- aflsvirkjanir, þótt þær séu að vísu í eðli sínu meira háðar að- stæðum á byggingarstað, þ.e.a.s virkjumariskilyrðum heldur en olíurafstöðvar og kjarnorkuver Kjarnorkutækninni fleygir stöðugt fram, þótt sú þróunin hafi að vísu ekki orðið eins ör og menn í bjartsými sinni hugðu í fyrstu. Menn draga ekki í efa, að verð raforku frá stórurn kjarnorkuverum mun í framtíð- inni komast niður fyrir vatns- orkuverðið, og það eru alim'kl- ar líkur á, að að þessu kumni að koma á 9. tug þessarar aldar. í þá átt hníga ummæli flestra ábyrgra manna erlendis, er við þessi málefni fást, þótt flestir þe rra viðhafi mikla varkárni í spám sínum. , En þegar svo er komið verð ur varla um það að ræða, að koma upp stóriðju á íslandi tii að nýta það vatmsafl, sem þá er eftir óvirkjað. Það gæti því vissulega sk pt sköpum, hversu fljótt okkur tekst að virkja vatnsafl landsins og þess vegna sikiptir það okkur miklu að geta hraðað sem mest nauðsynlegum forrannsóknum að því. Við höfum gert áætlun um að ljúka á fimm árum meg nhiuta forrannsóknanna að Austur- landsvirkjun. Þær eru áætlaðar að kosta 225 milljónir króna eða um 50 milljónir króna á ári í þessi f.'mm ár. Þetta eru allháar upphæðir að nefna en hafa ber í huga, að söLuandvirði raforkunnar frá þeim virkjunum, sem hér er um að ræða mun verða um 6 mill- jarðar íslenzkra króna á ári, ef selt er v ð því verði, sem Ál- verksmiðjan í Straumsvík kaup ir það á nú. Fjárveitingar og fjáröflun til þessara rannsókna hafa enn ekki komizt upp í 50 mililj. kr. á óri. Hugsanlegt væri með nægum fjárveitingum að stytta rann- sóknartímann úr 5 árum, þó tæp lega nema í 4 ár, og óvíst er, að við hefðum nægum ísLenzkum sérfræðingum á að skipa ti'l að framkvæma þær á svo skömm- um tíma. Allra stytzti tími, sem hugsam- legt er að þyrfti til forrann- sókna, undirbúnings og bygg- ingar Austurlandsvirkjunar hygg ég að væru 8 ár.“ Þessi orð orkumálastjóra eru þess virði að þeim sé gaumur gefinn. Það getur vissulega skipt sköpum fyrir fslendinga hve fljótt ráðizt verður í Aust- urlandsvirkjun og Austfirðing- um getur verið það lífsspursmáL J. H. A. Meðfylgjandi kort sýnir tilhögu n n við Austurlandsvirkjun. í Jökulsárlóni er safnað vatni Jök ulsár á Fjöllum og Kreppu, sem síðan er veitt þaðan i Hafra hvammalón. Hafrahvammavirkjun er merkt við Kárahnjúka og örvar benda á Fljótsdalsvirkjun og Hrafnkelsdalsvirkjun yzt í Norðurdal. Fyrir neðan Brú sést lónið í Jökulsá á Dal, sem t eygir sig inn á Brúareyrar og y zt í Hrafnkelsdalinj».

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.