Morgunblaðið - 26.07.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.07.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚL.Í 1070 17 Grein Ingólfs Jónssonar Tveir af ráðherrum Sjálfstæð- isflokksins skrifuðu minningar- greinar um forsætisráðherra- hjónin og dótturson þeirra í önn ur biöð en Morgunblaðið. Telur blaðið rétt að gefa lesendum sín um kost á að kynnast orðum þeirra og birtir því þætti úr greinunum. Inigólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra, ritaði í Vísi og sagði meðal aniniars: „Á Þingvöllum varð dr. Bjarni Benediktsson fyrir sérstökum áhrifum. Þar varð hann sérstak- lega næmur og móttækilegur fyr ir fegurð og tign landsins. Öll fslandssagan rifjaðist þar upp fyrir honum, óslitin og áhrifa- mikil. Dr. Bjarni Benediktsson var mikill fræðimaður. Ekkd aðeins í sérgrein sirnni, heldur einnig al- merant, í sagnfræði fyrri og seinni tíma. Hann unni Þingvöll- um, sögunni og þjóðinni allri. Hann var mikill ættjarðarvinur. f tilkomumikilli náttúrufegurð Þingvalla og við upprifjun sög- unnar glæddist trú hans á land- ið og þjóðina. Þá styrktist sú rökhyggja og yfirsýn, sem hanin hafði yfir þjóðlífið allt, og var sérstaklega áberandi í fari hans. Hann leit á þjóðina sem eina fjölskyldu, og gerði sér far um að kynnast högum almennirags. Á ferðum sínum um laradið kynnt ist hann mörgum mönnum og eigraaðist fjölda vina um allt land. Dr. Bjarni Benediktsson gerði sér far um að kynna sér til hlítar sem flesta þætti at- vinnulífsiras. Þess vegna var hann víðsýnn og skilningsríkur og hafði heildarsýn yfir þarfir fólksins og atvinnuveganna í öll um greinum. Dr. Bjarni Benediktsson hafði ríka þrá til þess að bæta kjör þjóðarinnar. Hann vildi, að al- menningur kæmist frá fátækt til bjargálna. Á löngum og glæsi- legum stjórnmálaferli vann hann með festu og dugnaði að því að gera atvinnulífið fjöl- breyttara. Þannig taldi hann mögulegt að bæta lífskjörin, út- rýma atvinnuleysi, skapa þjóð- inni öryggi og treysta sjálfstæði hennar. Stórvirkj anir fallvatna, margs koraar iðnaður og fjölbreytni at- vinnulífsins voru mál, sem hann vann að, og borin voru fram til sigurs undir haras forsæti. Dr. Bjami Benediktsson var hugsjónamaður, sem stóð ávallt vörð um sjálfstæði landsins og hvers konar framfarir. TTngur að árum vann hann ötullega að uindirbúningi lýðveldisstofnulnar árið 1944. Með glæsilegum mál- flutningi og traustvekjandi fram- komu, varð haran sjálfsagður for ustumaður þjóðariinnar. Enginn hefur öðrum fremur en dr. Bjarni Benediktsson mót- að utanríkisstefnu íslands, með það fyrir augum að tryggja sem bezt öryggi og frelsi landsins. Hann vann að virasamlegum sam- skiptum við allar þjóðir, en þó sérstaklega við þær þjóðir, sem starada íslandi næst, að menn- ingu og stjórnarfari . . . Eftir annasaman dag, naut Bjarni Benediktsson þess að koma heim að kvöldi og njóta friðar og hvíldar með konu og börnum. Haran var maður heim- ilisins, góður eiginmaður og ást- ríkur faðir. Kona hans, frú Sig- tríður Björmsdóttir, var glæsileg og greind kona. Hún var góð móðir og fyrirmyndar húsmóðir. Hún sómdi sér vel í hinni virð- ingarmiklu stöðu, sem hún gegndi. Frú Sigríður stóð ávallt við hlið manns síns og gaf hon- um gott og þægilegt heimili . . . Mikilhæfur forustumaður, sem þjóðin mátti ekki missa, er fall- í Hólmatungum við Jökulsá í Axarfirði. ið fyrir öðrum sjónarmiðum en það sj álft hefur túlkað. Viðkvæmni í stjórnmálaum- ræðum Annars er ekki vafi á því, að við íslendingar erum of við- kvasmir fyrir ummælum um stefnu og störf áhrifamanna í þjóðmálunum. Menn þola oft illa gagnirýni, sem birtist á prenti, þótt þeiir kæri sig kollótta um kviksögur og jafnvel illmælgi, sem þeim berst til eyrna. Víða erlendis, eins og t.d. í Bandaríkjunum, eru mjög frjáls- legar umræður um áhrifamenn. Blaðamenn leitast við að rekja í sundur skoðanir þeirra, flokka þá niður t.d. í frjálslynda menn eða ihaldssama o.s.frv. Líklega verður þróunin sú, að umræður verði frjálslegri hér á landi í þessu efni og þá venjast menn við að kippa sér ekki upp við smámuni, svara fyrir sig, ef Reykjavíkurbréf i------Laugardagur 25. júlí - inn frá fyrir aldur fram. Forsæt- isráðherrahjórain eru horfiin, ásamt ungum sveini. Nánustu vinum og vandamönnum verður harmurinn sárastur.“ Grein Magnúsar Jónssonar Magnús Jónsson, fjármálaráð- herra, ritaði í íslending — ísa- fold og segir meðal annars." „Enn einu sinni stöndum við magnþrota gagnvart þeirri stað- reynd, að vegiæ guðs eru órann- sakanlegir. Úr miðri öran mikils og gifturíks starfs hverfur leið- toginra af sjóraarsviðinu og í for- ustusveit lítillar og vanmegnugr- ar þjóðar, sem þarf á öllu sínu að halda í framfarasókn, er höggvið stórt skarð, sem ekki verður séð, hversu fyllt verði í nánustu framtíð. í áratugi hefir Bjarni Benediktsson staðið í eld línunini í baráttu fyrir flokk siran og hugsjónir hans, en í allri þeirri baráttu, sem vissu- lega hefir oft verið hörð, hefur hann þó alla tíð sett heill ætt- jarðarinnar ofar flokkshagsmun um, og því syrgir nú þjóðin öll einn hinn bezta son og mikil- hæfasta þjóðarleiðtoga, sem fs- land hefir alið. Á slíkum örlaga- stundum gerist það, að okkar fá- menna, en þó því miður alltof oft sundurþykka þjóð, samstillix hugina, og það var einmitt þjóð- areiningin og ábyrgt samstarf einstaklinga og stétta, sem var grunintónninn í stjórnmálaboð- skap Bjarraa Benediktssonar . . . Bjarni Benediktsson vann þjóð sinni ómetanlegt og ógleym anlegt ævistarf. Hann eignaðist frábæra konu, sem vann hug allra, sem henni kynntust og tók með glöðu geði á sínar herðar þær margvíslegu byrðar og skyldur, sem því hlaut að fylgja að vera eiginkona manras í stöðu Bjarna Benediktssonar og hús- freyja á gestrisnu heimili. Með glaðlyndi sínu og hressilegu við- móti, jafnhliða reisn og virðu- legri framkomu, gegndi hún hlutverki sínu með miklum sóma og vei’tti áreiðanlega mikilli birtu inn i líf eiginmanns síns og barna. Þjóðin á henni mikla þökk að gjalda. Vel hygg ég eiranig, að hún hafi kunnað því, eigi síður en Bergþóra forðum, að fá að fylgja bónda sinum til nýrri heima, slík var sambúð þeirra. Þjóðin öll harmar missi mikils leiðtoga, göfugrar konu hans og elskulegs dóttursonar, Sjálfstæð- ismenm harma foringja sinn, við nánustu samstarfsmenn hörmum missi ráðsrajalls leiðsögumanns og góðs vinar, en stærst er sorg barna þeirra hjóna, foreldra drengsiras litla, afa hans og ömmu, sem hann var svo hjart- fólginn, og anraarra ástvina og ættingja. Til þeirra streyma sam úðarkveðjur og bænir okkar allra. En gerum okkur jafnframt grein fyrir því, að sorg yfir ást- vinamissi má ekki yfirgnæfa þakkarhuginn til skaparans fyr- ir að hafa fengið að njóta hinna brottkvöddu. Og hér hefir vissulega þjóðin öll og þá fyrst og fremst nánustu ástvinir óend- anlega mikið að þakka fyrir líf og starf mikils afreksmanns, göf ugrar konu og móður og fyrir lítinn dreng, sem var búinn að vera mörgum sólargeisli, en sem skaparinn kaus að láta fylgja afa sínum og ömmu til hins ei- lífa sólarlands." Frjálsar umræður Hér á síðum Morgunblaðsins fara fram margháttuð skoðana- skipti — og deilur, ef því er að skipta. Og alloft hefur það kom- ið fyrir á liðnum árum, að hér á þessari síðu hefur í einhverj- um efnum verið haldið fram öðr- um skoðunum en gefið hefur að líta í leiðurum blaðsins. Morg- urablaðið telur það aðalsmerki blaða að heimila frjálsar umræð- ur, en að sjálfsögðu verður rit- stjórnin að marka stefnu blaðs- iras sjálfs og gerir það þá í rit- stjórnargreinum, sem hún ein ber ábyrgð á. Oft er að sjálfsögðu álitamál, hvaða stefnu eigi að fylgja í hverju einstöku máli, þótt grundvallarstefraa blaðsins sé ljós og öllum kunn. En tilefrai þess, að nú er að þessu vikið er ritstjómargrein síðastliðinn sunnudag, sem fjall- aði um náttúruvernd og fram- kvæmdir, en hún hefur valdið deilum, einkum norðanlands, eins og við var að búa3t og þyk- iir sumum Morgunblaðið hafa tekið nokkuð djúpt í árinni, — og má það e.t.v. til sanns vegar færa, enda er blaðið op- þeir telja tilefni til, en láta ella kyrrt liggja. En hvað sem um íslenzku blöðin má segja, þá er víst, að þau taka fram blöðum víða er- lendis í því efni, að þau leitast við að vera málefnaleg, en draga ekki persónuleg mál inn í þjóð- málaumræður. Hefur mikil bót orðið í því efni á síðari tímum, því að þegar litið er í eldri blöð, má oft sjá býsraa rætin ummæli, enda virðist stjórnmálabaráttan hafa verið sótt af meira kappi fyrrum en nú er. En ein- mitt þessi aukni þroski blað- anna á að gera það að verkum, að unnt sé að ræða um stefnur og störf eiinstaklinga alveg eins og flokka, án þess að nokkur hljóti af alvarleg meiðsl. Stórvirkjanir og stóriðja En þótt Morgunblaðið dragi í efa í ritstjórnargrein sinrai síð- astliðinn suraraudag, að stætt væri á því að virkja í Laxá nema rennslisvirkjun, má ekki skilja þau ummæli svo, að blað- ið sé andvígt því að hraða virkj- unarframkvæmdum. Þvert á móti telur það raauðsyn bera til þess að vinna frekari stórvirki á því sviði og fylgja fram þeirri stefnu, sem mörkuð hefur verið í stóriðjumálum. En hvernig svo sem Laxárvirkjun yrði háttað þá getur hún aldrei fullnægt raf- orkuþörf Norðlendinga um langa framtíð. Brýna nauðsyn ber til þess, að mikill og öflugur iðnað- ur rísi upp á Akureyri, og vissu lega er það rétt stefna að leit- ast við að fá stór fyrirtæki eins og álbræðslu staðsetta norðan- lands. Það mundi mjög efla að- dráttarafl Akureyrar og gera höfuðstað Norðurlands færan um að keppa við Reykjavík, ekki einungis á sviði atvinnumála, heldur líka á sviði menningar- mála. En til þess að svo fari, þarf araraaðhvort að rísa upp stór- virkjun á Norðurlandi eða að leiða rafmagn yfir hálendið, annaðhvort frá Þjórsá eða Austurlandsvirkj un. Þær rannsóknir, sem þegar hafa farið fram til undirbúnings Austurlandsvirkjunar, benda raunar til þess, að þar geti ver- ið um mjög hagstæða virkjun að ræða, sem vinna mætti í áföng- um. Lína frá þeirri virkjun til Akureyrar er ekkert stórvirki, en þar að auki er Dettifossvirkj un talira hagstæð, jafnvel þótt hún yrði eitthvað minni, ef af framkvæmdunum við Austur- landsvirkjun yrði, því að þá er hugmyndin, að hluti jökulvatns- ins í ánum á Norð-Austurlandi yrði tekiran og hagnýttur aust- anlands. Ljóst er, að ekki getur orðið af stórframkvæmd eins og Aust- urlandsvirkjun, án þess að víð- tækur og mikill iðnaður rísi á fót. Hins vegar er full ástæða til að ætla, að unnt yrði að ná samstarfi við erlenda fjármagns- eigendur, ef hægt verður að bjóða raforku á mjög hagstæðu verði. Ætti þá að keppa að því, að íslendingar væru meirihluta- eigendur í þeim fyrirtækjum, sem á fót yrði komið, og yrðu síðan eigendur að fullu. Er það svipað fyrirkomulag og helzt hefur verið rætt um í sambandi við byggingu olíuhreinsunar- stöðvar, sem væntanlega mun rísa áður en langt um líður. Þegar unnið var að undirbún- ingi Þjórsárvirkjunar, heyrðust hrakspár um það, að ísvandamál mundu verða svo mikil, að veru legar truflanir yrðu á raforku- framleiðslu. Nú hefur jökulvatn ið verið beizlað, og reynslan er með ágætum. Hjá því getur þess vegna ekki farið, að áfram verði haldið við virkjanir einmitt jök- ulvatnanna, þótt smávirkjanir geti átt rétt á sér, þar sem til- högun er mjög hagkvæm og ekki hljótast af raein náttúruspjöll — eða jafnvel er hugsamlegt að bæta náttúrufar, fiskigegnd og gróður. Hvað líður samvinnunni? Eins og blaðalesendum er kunraugt, óskaði ríkisstjórnin eft ir því við samtök launþega og vinrauveitenda, að tekið yrði upp samstarf til að leitast við að finna leiðir til að draga úr þeim verðlagshækkunum, sem óhjákvæmilegar eru í kjölfar mikilla kaupgjaldshækkana og vernda þannig kjör manna, eftir því sem frekast væri kostur. Því miður var ekki fallizt á tillögur ríkisstjórnariranar um það að hækka gengi krónunraar samhliða kaupgjaldshækkunum, þannig að vérðlækkanir á inn- fluttum vörum gætu nokkurn veginn vegið upp hækkanir þær, sem yrðu á innlendri fram- leiðslu og þjónustu, og almennt verðlag stæði þess vegna í stað eða hækkaði einungis óverulega. Þess vegna er ljóst, að veruleg- ar verðlagshækkanir eru fram- undan og raunar þegar farraar að koma í ljós. En ekki tjóar að fást um orð- iran hlut, heldur ber að leitast við að gera það bezta miðað við aðstæður, og vissulega er mikil- vægt að ræða allar hugsanlegar leiðir til þess að draga úr hækk- ununum. Þess vegna spyrja menn, hvað líði samstarfi launþegasamtaka og vinnuveiterada við ríkisvald- ið til þess að spyrna við fótum. Auðvitað standa nú yfir sumar- frí og, erfitt er oft að ná mönn- um saman til skrafs og ráða- gerða, en engu að síður er svo mikið í húfi, að menn hljóta að ætlast til þess, að eitthvað heyr- ist frá þeim samtökum, sem rík- isvaldið hefur óskað samstarfs og samvinnu við. Vonandi verð- ur þess ekki langt að bíða, að menn fái að heyra frá viðleitni þessara aðilja til þess að ná sam- stöðu um að draga úr verðhækk- uraaráhrifunum, þótt sjálfsagt séu þar engin töframeðul til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.