Morgunblaðið - 26.07.1970, Blaðsíða 16
16
MORGUN'BLAÐK), SUNiNUDAGUR 26. JÚLÍ 1970
Útgefandi hf. Arvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveirvsson.
Rrtstjórar Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson.
Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6. Simi 10-100.
Auglýsingar Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
Áskriftargjald 165,00 kr. á mánuði innanfands.
I lausasölu 10,00 kr. eíntakið.
FLUGFÉLÖGIN OG
FERÐAMANNASTRAUMURINN
að sem af er þessu ári
hefur verið mikið ann-
ríki hjá íslenzku flugfélög-
unum tveimur. Flugfélagi
íslands og Loftleiðum. Bæði
erlendum og innlendu-m far-
þegum fjölgar nú í sífellu. En
fleiri ferðamenn hafa lagt
leið sína til íslands í sumar
en nokkru sinni fyrr. Þessi
öra þróun í ferðamálunum
er íslenzku flugfélögunum
mikil lyftistöng og mun ef-
laust styrkja stöðu þeirra að
miklum mun.
Gífurleg aukning hefur ver
ið í farþegaflutningum Loft-
leiða á þessu ári. Fimm
fyrstu mánuði ársins mun fé-
lagið hafa flutt 44,4 af hundr-
aði fleiri farþega en á sama
tíma á fyrra ári. Sætanýting
í vélum féiagsins er nú fast
við 70 af hundraði og er það
aukning um 9 hundraðshlnta
miðað við sama tíma í íyrra.
Þetta er mjög góð nýting,
sem stuðlar mjög að bættum
hag. Þá hefur fæftleiðum tek
izt að fjölga farþegum með
International Air Bahama
all verulega, og vöruflutning-
ar á vegum félagsins fara nú
einnig vaxandi.
Nákvæmlega sama þróunin
hefur átt sér stað hjá Flug-
félagi íslands. En flugvélar
þess eru ævinlega þéttsetn-
ar; á það við um allar flug-
leiðir félagsins. Mikil aukn-
ing hefur verið í milliJanda-
flugi og þota félagsins heíur
nú ærin verkefni. Þá virðist
áhugi fyrir ferðum til Græn-
lands fara stöðugt í vöxt,
enda hafa flugvélar Flugfé-
lagsins jafnan verið fullsetn-
ar í ferðum þangað. Mikill
hluti farþega í innanlands-
flugi eru að jafnaði útlend-
ingar, sem gjarnan vilja
fljúga milli staða til þess að
spara tíma og sjá meira af
landinu.
Þessi stóraukni ferðamanna-
straumur mun án nokkurs
efa stórbæta hag þessara flug
félaga og þau munu skila
miklum gjaldeyristekjum.
En þessi bati er ekki einung-
is bundinn við þessi tvö flug
félög; áhrif þessarar aukn-
ingar gætir mun víðar í þjóð
félaginu. Aðsókn að hótelum
um land allt vex, enda munu
þau nú víðast vera fullskip-
uð og mest allt fáanlegt gisti-
rými hagnýtt. Þá eykst verzl-
un til muna og aukið líf fær-
ist í ýmis konar þjónustu-
starfsemi, sem ferðamanna-
straumi fylgir.
Fæstum dylst nú, að það
er rétt stefna að stuðla að
fjölgun ferðamanna, svo að
ferðamannamóttaka geti orð-
ið veruleg atvinnugrein. Sú
fjölbreytni, sem þessi starf-
semi veldur í atvinnulífinu
mun án nokkurs vafa treysta
mjög efnahagsstarfsemina í
landinu. Þær upplýsingar,
sem nú liggja fyrir um far-
þegaaukningu flugfélaganna,
eru vísbending um gróanda
í íslenzku atvinnulífi.
Góðveðurstíð og sumarleyfisferðir
Á Suðurlandi hefur um
**■ nokkurn tíma verið sól-
skin og blíða, meiri og betri
en við höfum átt að venjast
að undanfömu. Þessi ein-
muna góða tíð hefur af öll-
um verið notuð til hins ýtr-
asta. Bændur hafa notað
þurrkinn vel til heyskapar,
og borgarbúar hafa notið úti-
veru í ríkara mæli en oft
áður. Að vísu er það nokkuð
kynlegt, að um hásumar slculi
slíkur góðviðriskafli vera tal
inn til undantekninga. En á
það er að líta, að veðráttan
hefur verið með þeim hætti,
að slík góðveðurstíð er harla
óvenjuleg orðin. Reyndar er
ekki sömu sögu að segja um
land allt. Víðast annars stað
ar en sunnanlands hefur ver-
ið lcalt í veðri, hryssingur, og
á stöku stað hefur snjóað
Landsmenn allir hafa því
eklci notið þeirrar sömu veð-
urblíðu, sem verið hefur á
Suðurlandi.
En nú um hásumarið er ein-
Vnitt sá tími, sem velflestir,
sem því geta við komið, nota
til sumarleyfa og ferðalaga.
íslendingar gera nú meira af
því en áður að ferðast um
landið, enda fara samgöngur
stöðugt batnandi og biíreiða-
kostur landsmanna vex hröð
um skrefum. Af þessum sök-
um eiga æ fleiri þess kost að
ferðast um og kynnast land-
inu. Víða hafa verið gerðir
sæmilega greiðfærir vegir
um hálendið, einkanlega til
þeirra staða, þar sem náttúru-
fegurð er óvenju tilkomu-
mikil. Annars leita margir
langt yfir skammt, því að
jafnan þurfa menn ekki
langt að fara til þess að kom
ast í snertingu við fagurt
landslag. En þessi auknu
ferðalög íslendinga um land-
ið eru ekki einungis til þess
að auka ánægjuna, gildi
þeirra er miklu meira: Þau
stuðla að aukinni þekkingu
og um leið eykst traust
manna og tiltrú á gæði lands-
ins og atorku fólksins, sem í
því býr.
SOVÉTVALDIÐ reynir nú
allt með tilstilli leppa sinna,
er völdin hafa í Tékkósló-
vakíu, til þess að eyðileggja
Alexander Dubcek. Þessum
fyrrverandi leiðtoga komm-
únistaflokks landsins hefur
verið vikið úr stöðu sendi-
herra í Tyrklandi, verið
rekinn úr sjálfum flokknum
og að því er heimildir
segja, mátt sæta stöðugum
yfirheyrslum, frá því að
hann sneri aftur heim til
Prag í byrjun júní. Hvort
sem réttarhöld verða hafin
yfir honum eða ekki eða
svo harkalega að honum
gengið, að hann yfirbugist,
þá er ástæðan fyrir því, hve
markvisst er unnið að því
að eyðileggja hann, sú, að
hann verður eftir sem áður
tákn frelsisstefnu, sem
bannfærð er af Moskvu-
valdinu
Svo vL'ðist sem búið sé að
leggja grundvöllinn að nýj-
um þætti í lokaniðurrifi
þess, sem nefnt var „Vorið
í Prag“. Bedrich Rohan,
höfundur eftirfarandi grein-
Alexander Dubcek.
Hvers vegna skal
Dubcek eyðilagður?
ar, lætur þar í Ijós persónu-
legar skoðanir sínar og
gerir grein fyrir þeim þætti,
sem Brezhnevforystan í
Moskvu og leppar hennar
innan Tékkóslóvakíu, eiga í
því. Rolian varpar ljósi á
nýjar staðreyndir um líf
þeirra manna í landinu —
einkum menntamanna —
sem neita því að fylgja
flokkslínunni. Rohan, sem
áður var deildarstjóri yfir
fréttadeild Tékkóslóvakíska
sjónvarpsins, er nú búsettur
í London.
Fyrir fólk utan Tékkóslóv-
akíu virðast örlög þessa ógæfu
sama litla lands að undanförnu
hafa runnið saman í eina ein-
falda hræðilega spurningu:
Verða réttarhöld? Það virðist
sem þetta fólk sem er fullt sam
úðar, en málið snertiir þó ekki
beint, fái þá aðeins áhuga að
nýju, þegar eitthvað uggvæn-
legt gerist. Heimköllun Alex-
anders Dubceks frá Ankara og
þær persónulegu þrengingar,
sem hann hefur mátt þola síð-
ustu vikur, eru af slíku tagi.
Sú spurning, sem fólk utan
Tékkóslóvakíu hefur spurt aft
ur og aftur — verða réttar-
höld? — sýnir, að þeir, sem
aldrei hafa reynt, hvernig lífið
er í þjóðfélagi, sem Sovétríkin
hafa vald yfir, trúa þvi, að að
eins endurtekning réttarglæpa
af sama tagi og framdir voru á
árunum eftir 1950, geti verið
sönnun þess, að ástandið hafi
raunverulega versnað.
Það er varla kleyft, að draga
heila þjóð fyrir yétt. En það er
unnt að auðmýkja heila þjóð og
láta hana sæta stöðugum tak-
mörkunum á frelsi sínu. Ef rétt
arhöld byrja, þá munu þau ná
til tiltölulega takmarkaðs hóps
af fólki. Það, sem Sovétríkin og
leppar þeirra í Tékkóslóvakíu
aðhafast nú — án réttarhalda
— snertir aftur á móti mikinin
meiri hluta þegnanna. Maður,
sem fyrir skömmu kom frá Prag,
sagði: ,,Nei, ef til vill er þetta
ekki ógnarstjórn, en það er til
staðar ótti, sem gagntekur
allt. . . “
Það er mikill munur á því í
þjóðfélagi, sem er undir sovét-
valdi, hvað sagt er og gert op-
inberlega. Ef maður tryði ræð-
um, sem fluttar eru opinberlega
svo og blöðunum, myndi líta
svo út sem ékkert nema hug-
mynidafræðilegar aðferðir væru
notaðar til þess að sigrast á því,
sem nefnt hefur verið „gagn-
byltinigm.“ í rauninni er þó
nær óþolandi þvingunum beitt
gagnvant heiðarlegu fólki fyrir
það eitt að neyma að verja hug-
myndafræðilegar skoðanir sín-
ar.
Núverandi forustumenn
kommúnistaflokks Tékkó-
slóvakíu hafa einfaldlega ekki
ráð á hugmyndafræðilegri bar-
áttu, því að þeir myndu óhjá-
kvæmilega tapa henni. Þegar
öllu er á botninn hvolft, þá eru
annars vegar — þeim megin,
sem „endurskoðunarsinnarnir“
eru — fremstu me/mtamenn
landsins. Hins vegar eru við
völd fyrir tilstilli sovézkrar
hernaðaríihlutunar sumir mestu
meðalmennisku- og þjónlundar-
hugsuðir Tékkóslóvakíu.
Fyrir nokkrum árum, er No-
votny var enn við völd, var
gerð nær hlægileg tilraun til
þess að skapa „gagn-mennta-
menn“ (,,counterintelligentsía“).
Með einni tilkynningu gerði
flokkurinn alla fyrrverandi
stúdenta úr aðalflokks^kólam-
um að „doktorum". Margt af
þessu fólki myndi sennilega
mjög örðugt með að standast
framhaldsskólapróf í Bretlandi.
R'EKNIR ÚR STARFI
Á hinn bóginn má nefna dæm
ið sem eitt á meðal þúsunda um
tvo mjög hæfa blaðamenn, sem
árum saman höfðu verið sann-
færðir og hollir kommúnistar,
en hafa síðan — eftir að þeir
höfðu misst starf sitt sem blaða
menn fyrir að styðja Dubcek
— verið reknir úr starfi öku-
manns á dráttarvél í landbún-
aði og starfi aðstoðarskrifstofu
manns.
Þetta er djöfulleg aðferð, sem
beitt er; þúsundir manna geta
einfaldlega ekki fundið sér ör-
uggt lífsviðurværi. Ef þeir firana
starf, kemur í kjölfar þess óhjá
kvæmileg heimsókn einhverra
dularfullra „félaga frá svæðis-
nefndinni", sem spyrja at-
vinnuveitandann, hvernig hann
vogi sér að taka í vinnu svo
„hættuleg öfl“. Brottrekstur
fylgir venjulega þegar í stað.
Færustu menn Tékkóslóvakíu
eru þannig hindraðir í því að
hagnýta þekkingu sína og kunn
áttu. Sovétmenm virðast jafnvel
hlakka yfir þeirri staðreynd, að
land, þar sem lífskjör og mennt
un voru á miklu hærra stigi en
í þeirra eigin, verði svipt
menntamönnum sínum. Sem
dæmi má nefna: Eirm af fremstu
skurðlæknum landsins, maður,
sem nýtur alþjóðaviðurkenniing
ar, fær ekki heimild til þess að
starfa framar á sjúkrahúsi sínu.
Hann var andvígur innrás So-
vétríkjanna og það var nægi-
legt til þess að gera hann út-
lægan frá vettvangi skurð-
lækniisins.
Barátta á sér nú augsýnilega
stað um þetta að tjaldabaki milli
þeirra hörðustu úr röðum harð-
línumanna og þeirra, sem venju
lega eru taldir í tengslum við
Gustav Husak, aðalritara flokks
ins. Baráttan hefur á sér ýms
blæbrigði og hefur að geyma
ýms smáatriði, en jafnvel þau
kunna að skipta miklu máli fyr
ir fólk, einis og nú er ástatt.
í grein, sem birtist fyrir
skömmu í einu blaðanna í Pnag,
gerir höfundur greinarinnar
sér það ómak að benda á þá
ráðleggingu Lenins eftir bylt
inguna, að flokkurinn verði að
hagnýta sér til hins ítrasta séir-
fræðinga borgarastéttarinnar
og kunnáttu þeirra. Með tilliti
til aðstæðna nú gefur þetta
mjög til kynna, að sumir þeirra,
sem með völdin fara, ala nú
með sér bakþanka varðandi þá
aðferð að reka með ósveigjam-
legum hætti fjölda mennta-
manna úr flokknum og svipta
landið allri sérfræðiþekkingu
um leið.
ÓVIRK ANDSTAÐA
En það, er veldur harðlínu-
mönnunum, sem við völd eru,
jafnvel enn meiri áhyggjum, er
áframhaldandi óviirk andstaða í
verksmiðjunum. Harðlínumenn-
irnir kalla sjálfa sig flokk
verkamanna, en meiri hluti
verkamanna í Tékkóslóvakíu
vill ekki hafa neitt saman við
þá að sælda.
Ein af frumreglum marx-len-
inismans, náið bandalag milli
verkamanna og menntamanna,
varð að raunveruleika á átta
mánaða skeiði frelsisstefnu
Dubceks. Nú, þegar þeir, sem
völdin hafa, reyna að ná sér
niðri á þessum menntamönnum,
virðist meiri hluti verkamanna
halda fast við þetta bandalag.
Mörg þúsund þeirra hafa ein-
faldlega skilað flokksskírtein-
Framhald á bls. 22