Morgunblaðið - 29.08.1970, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARiDAGUR 29. ÁGÚST 1970
11
Jóhann Kl. Björnsson
Brunnum, sjötugur
SJÖTÍU ária er í dag Jóíhamn
Klemenis Bjömsson bóndi á
Brunnuim í Suðursveit, A-Skafta-
feUssýaliu. Harrn fæddist 29. ágúst
1900 á Sléttaleiti í Suðursveit.
Foreldrar bains voru hjónin Jó-
haminia Jóhannsdóttir og Bjöm
Klemensson oddviti firá Geir-
bjarnarstöðum, S-Þing. Foreldr-
ar Björnis voru Klemens Jónsson
frá Gnýstöðum í V-iHún., Ólafs-
sonar, bónida í Ytri-iSvartárdal í
Goðdailasókn, Ólafssomar og Sig-
ríður Pétursdóttir bónda í Brnina
gerði Halldórssonair. Móðir Sig-
ríðar var Halldóra Pálsdóttir,
bónda í Brúniagerði, Guðmunds-
sonar, bó-nda í Brún'agerði, Pá'Is-
soniar, bónda, iHallgilsstöðum,
Guðmundissonar, bónda í Grjót-
árgerði, Tómassonar.
Móðir Klemensar Jónssonar og
kona Jóns Ólafssonar var Una
Jónsdóttir, bónda á Illugastöðum,
Gíslasonair, en móðir Unu var
Ingveldur Sigurðardóttir frá
Holti í Svínadal.
Jóhamna Jóttiamnsdóttir, móðir
Jóhanns, var dóttir Jótoanns
bónda í Borgarfa'öfn, Magnúisson-
ar prests í Eyvindarhólum, Tbrfa
sonar p>rests á Breiðabólsstað í
Fljótshlíð, Jónssonar prests í
Haruna Finnssonar, biskups í
Skálholti, Jónssona-r prests í Hít-
ardal, Halldórssonar.
Móðir Jóhanns Magmússoniar
var Guðrún, ein hinna merku
dætra Ingvars Magnússonar,
bónda á Skarði á Landi og konu
hans Ingibjargair Eiriíksdóttur frá
Bolholti.
Móðir Jóhönnu Jóhannsdóttur
va.ir Björg Björrnsdóttir, bónda í
Borgarfaöfn, Jónssonar, bónda í
Borgarfaöfn, Bjömssonair, bónda
á Reynivöiluim, Brynjólfssonar
prests á Kálfafellsstað Guðmunds
sonar, prests á Statfafelli, Magn-
ússonar.
Kona Jóns, bónda Bjöms-
sonar í Borgatrfaöfn var Björg
Steinsdóttir, bónda á Kálfa-
felli, Jónssonar, Móðir Jóns
Bjömssonar var Bergljót Sigurð-
ardóttir, sýslumanns á Smyrla-
bjönguim, Stefánssonar. Móðir
Bjargar Bjömisdóttur var Sigrið-
ur Þorsteinsdóttir, tóls, mikils
smiðs og faagyrðinigs, Gissursson-
ar. Kona Þorsteins tóls va-r Sig-
ráðuir Snjólfsdóttir, bónda á
Keldunúpi, V-Skaft., Fintnssonar.
Eins og áður segir fæddist Jó-
hamn á Sléttaleiti, en sá bær
stóð sunmain undir snarbröttum
hlíðum Steinaf jal'ls. Þar vair bæj-
arstæði óhentugt vegna þess að
miikilil hailli er í falíðinmi þar sem
bærinn stóð. En fegurð sú er
augum mætir þar er líka milkil.
í auistri sér til vestra Homs,
Nesjafjalla, Hestgerðismúla og
B orga.rfaafn arf j alls.
í suðri ómæld vídd hafsins,
Hro'lilliaugseyjar og TvíSker blasa
við sjónum. Inigólfdhafði og Ör-
æfajökull, konungur íslenzkra
jökla í vestri, en að húsabaki
hrikalegir hamra'veggiir Steina-
fjal'ls og þaðam mátti vænta
grjóthraps á hverri stumdu. Nú
er Sléttaleiti búið að vera í eyði
í rúm 20 ár.
Þegar Jófaanm var á fyrsta ári
1901 fluttust foreldrar hans hú-
ferlurn a'ð Bruinnum í Suðursveit;
en sú jörð er byggð úr landi
Kálfafellsistaðar.
Á Brunnum hefur hann svo átt
heima alla stund síðan.
Bernskuárin munu hafa verið
björt í slkjóli góðra foreldra, en
svo syrti skyndilega að er faðir
hans tók banvænan sjúkdóm,
er hann lézt úr 19. nóv. 1911.
Mun það fljótt hafa komið í
fa'lut Jólhanns að vimna eins og
kraftairnir frekast leyfðu og 14
ára 'gaimaill fór hann að stuinda
sjóróðra, en þá var svo oft róið
sem sjóveður leyfði frá hinni
faatfnlausu strönd Suðunsveitar.
Var fislkur sá s-em þannig aflaðist
ein mesta matbjörg. sveitarinnar,
þegar leið á veturinn.
Systur Jóhanns eru: Björg, sem
hetfur verið sjúklinigur frá bam-
æsku. Sigríðuir íhúistfreyja í Hest-
gerði, dó hún á bezta aldiri 1946.
Hel'ga 'húsfreyja á Brunnavölluim,
hefur hún verið ljósmóðir í Suð-
ursveit síðan 1929, og yngst er
Jáhamma Dagmrair. saumakona í
Reykjavílk. Jóhanma, móðir Jó-
hamms dó í faárri elli árið 1955
fajá Helgu dóttur sinni og manni
hennair, Sigfúsi Jónissyni frá
Snjóholti í Eiðaiþinghá, en hainn
dó í jamúar sil.
Jafntframt búskap, byggingar-
og rætktumarstörfum hetfuir Jó-
hann gegnt mörgum tmnaðar-
störfum fyrir sveit sína. Hetfur
faann leyst þau öll atf hendi með
faimmi mestu prýði, svo sem
vænta má af jafn greimdum og
víðsýnum mamni og Jóhann er,
Fjarri fer þó því, að faamn hatfi
nx&kurs staðar viljað ota sér
fram til fornáða því Jófaann er
hlédrægur maðuir og fjarri hans
Skapi er. allur hroki og. mikil-
mennska.
Skulu nú talin í aðalatriðum
þau störf, sem Jóhanni hatfa ver-
ið falin:
í hreppsnefnd hefur hann átt
sæti síðan 1942 að undanteknu
einu kjörtíimabili er hann baðst
undan endurkosningu.
í stjórn sjúkrasamlagis Borgar-
hafnarihrepps frá stofnun sam-
lagsins.
í stjóm lestrarfél. í mörg ár.
Úttektar- og virðingamaður
hreppsins í um 30 áir.
í kjörstjórn hefur hann oft átt
sæti sl. 30 ár.
f skólanetfnd nokkur ár. Full-
trúi Suð'ursveitar á aðalfundum
K.A.S.K., Búnaðarsamb. A-Skatft-
felilinga og bændafundum A-
Skaftfellinga um margra ára
skeið. Endurskoðandi hjá Rækt-
unarsamb.. Mýra- og Borgarhaifn-
arhrepps uim árafeil. Forðagæzlu-
störf fyrr á árum. í skattamefnd
í mörg ár.
Þá var Jóhann 'húsvörður fé-
lagsheimilisi'nis á Hrollaugisstöð-
um í Suðursveit 1945—1961 og
arnnaöist vélgæzlustörf þair einn-
ig fyrir fé.lagsheim.ilið og heiima-
vistarskólainn 1945—1956.
Jóbann hetfur verið meðhjálp-
ari í Kálfatfellsstaðarki'rkju sdð-
an 1948. Jófaann hetfur ágæta söng
rödd og hefur hann sungið í
Káltfatfellsstaðarkirkju í mörg ár.
Jóhiann- kvæntist 1. nóvemver
1930 Sigurfeorgu Gísladóttur frá
Uppsölum, glæsilegri og velgeí-
inni konu til munns og 'handa.
Eignuðust þau þrjú myndarleg
böm: Þóru Hólm, hústfreyju á
Reynivöllum, gifta Erni Eiríks-
syni, bónda þar.
Björn stýrima'n'n, sem drutkkn-
aiðd þegar véllbáturinin Helgi frá
Homafirði fórst í hatfi 15. sept.
1961. Var hann hanmdauði öllum,
er honum hötfðu kynmzt.
Yngstur er Gísli, sem býr með
foreldrum sínum á Brumnum.
Á þessum tímamótum í lífi
Jófaanns s-endi ég og mitt fóllk
honum og hans fjölskyldu ein-
lægar ámaðaróskir um leið og
við þökkum vináttu liðinna ána.
H. G.
íbúð óskast
Óska eftir 3ja—4ra herb. íbúð í Reykjavík
fyrir etnhleypan mann.
Upplýsingar í síma 40565.
Hestamenn Snðurnesjum
Þeir félagsmenn í Hestamannafélaginu Mána
er óska eftir haustbeit fyrir hesta sína eru
góðfúslega beðnir að tilkynna það til Arn-
odds Tyrfingssonar í síma 2029 eða Birgis
Scheving eigi síðar en 10. september n.k.
Stjórnin.
SLAÐBURO&RFOLK
í eftirtolin hverfi
Ásvallagötu I — Skerjafjörður
sunnan flugvallar — Langholfsvegur
frá 1-108 — Skipholt trá 1-50
TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA í SÍMA 10100
Sólun
ny mynstur
ný fullkomin álagningarvél
Ný fullkomin álagningarvél leggur gúmmíið
rétt á slitflöt hjólbarðans, kemur í veg fyrir
að loft verði milli laga við sólunina, og
tryggir að misþungi og sláttur verði í lág-
marki.
Höfum fengiö mörg ný sólningarmót með
djúpum, slitmiklum munstrum.
Tökum fulla ábyrgð á sólningunni.
Maður sem lært hefur sólun erlendis sér um
sólninguna. Kaupum notaða, sólningarhæfa
NYLON hjólbarða.
Önnumst aliar viðgerðir á hjólbörðum.
Rúmgott athafnasvæði fyrir allar
stærðir bifreiða.
Losum dekk undan stórum bílum með
loftlykli.
Áiagningarvél
Vörubíla-
munstur
Fólksbíla-
munstur
Snjó-
munstur
Jeppa-
munstur
BARDINN
ÁRMÚLA 7 REYKJAVÍK SÍMI 30 5 01