Morgunblaðið - 29.08.1970, Síða 13

Morgunblaðið - 29.08.1970, Síða 13
MOR-GUNBLAÐIÐ, LAUGABDAGUR 29. ÁGÚST 1970 13 BfASíM^-ga ÍSllÉfiÍ ■v íSí'-ffS A-''’;'-Ví Öxárarhólmi Kort af Þingvöllum, sem sýnir búöaskipun, aðallega eftir frásögnum Sigurðar Björnssoniar og Jóns Steingrímssoiiar: 1. Búð Gests Oddieifssonar. — 2. Búð Snorra goða. — 3. Búð Magnúsar Stephensen, á 18. öld. — 4. Búð Guðmundar ríka. — 5. Búð Skúla Magn ússonar fógeta, á 18. öld. — 6. Langdælingabúð. — 7. Vatnsfirðingabúð. — 8. Búð Höskuldar Dalakollssonar. — 9. Búð Geirs goða. — 10. Búð Gizurar hvíta. — 11. Búð Egils Skallagrímssonar. — 12. Búð Ásgríms Elliða- grímssonar — 13. Njálsbúð. — 14. Búð Eyjólfs Bölverkssonar. — 15. Búð Skapta Þóroddssonar. — 16. Búð Sæ mundar fróða. — 17. Búð Snorra Sturlusonar. — Búðar- leifar af síðast tilgreindum fjórum búðarstæðum sjást ekki framar. — Kort þetta gerði Jóhannes Reykdal eftir uppdrætti Landmælinga Islands. Jón Ólafsson frá Grunnavík gerðu úr stillurnar yfir ána sum arið 1724. Þeir steinar eru að sjálfsögðu fyrir löngu horfnir" (Matthías Þórðarson). Við skyldum fremur fara of langt, en of skammt til að hlífa þvi sem eftir er af Lögbergi hinu forna. Og skrifað stendur: Drag skó af fótum þér. — Búðirnar Svo má virðast sem fróðleiks- fýsn og sagnaritun varðandi fyrstu aldir Islandsbyggðar hafi miklu fremur beinst að sögu einstaklinga og ætta, en að samhengi og rökum eiginlegrar þjóðarsögu. Um hana verða seinni tímar margt að byggja á ályktunum og ágizkunum, en því fyllri er öll vitneskja um orð og athafnir þúsunda sögu- fólks, og allan þann kveðskap sem við það var bundinn. Hin mikla undantekning er Ari fróði, og Sturla Þórðarson, að nokkru leyti. Sína miklu sögu um Sturl- ungaöld segir hann að mestu sem sögu einstaklinga. Þessum gloppótta áhuga á sjálfri sögu landsins má ef til vill mest um kenna, að um 1700 höfðu ruglast hugmyndir manna um hvar Lögberg hefði verið til forna, þótt þeir hins vegar virð- ist vel hafa vitað hvar verið höfðu á Þingvöllum búðir ýmsra frægustu fornmanna. Árið 1700 skrifaði Sigurður Björnsson lögmaður sunnan og vestan elztu kunnu greinargerð um búðaskipun á Þingvöllum, forna og nýja. Annar maður enn merkari, séra Jón Stein- grímsson, samdi 1783 búðaskrá, sem í öllu staðfestir frásögn lög mannsins um fornmannabúðir. „Séra Jón hefur verið vel kunn ugur öllum staðháttum og búð- um á þingstaðnum og haft mik- inn áhuga á að vita sem bezt um hann á fyrri timum“ (Matthías Þórðarson). Þegar fyrstu uppdrættir voru gerðir af Þingvöllum á öldinni sem leið, hikuðu þeir Björn Gunnlaugsson, Sigurður Guð- mundsson og Sigurður Vigfús- son ekki við að taka gildar búða skrár hinna fróðu og merku manna, lögmannsins og eins mesta rithöfundar aldarinnar, og eignuðu fornmönnum búðir samkvæmt þeim. En seinna hef- ur vísindaleg varfærni talið rétt, að þykja ólíklegt að átjándu aldar menn hafi vitað með vissu neitt um fornar búðir. Þannig segir Matthías Þórðarson í fyrri bók sinni um Þingvöll, frá 1922: „Búðaskipunin frá 1700 ersenni lega byggð á ágizkunum eftir frásögnum, aðallega í Njáls- sögu, og höfundur ekki staðið betur að vígi en menn nú á tím- um um að gera sér grein fyrir hvar þessi eða hin búð í forn- öld hafi staðið." Búðaskipun Sigurðar Björns- sonar ber það, að minu viti, greinilega með sér, að orðfæri og efni, að hún er ekki greinar- gerð fyrir ágizkunum hans sjálfs, né því sem hann þykist geta ráðið af Njálu, heldur for- takslaus frásögn um vitneskju, sem geymst hafði öld af öld. Þjóð vor hafði frá öndverðu margt lagt á minnið, ógrynni af myrkum og flóknum kveðskap, áður en ritöld hófst, og ættfræði sem kvíslaðist um mörg lönd og til elztu tíma — mundi þá ekki óvarlegt að gera ráð fyrir, að hún hafi hlotið öllu að gleyma um búðir þeirra manna fornra sem henni voru hugstæðastir? Öld eftir öld kom mikið af fróð- ustu og merkustu mönnum lands ins saman á Þingvöllum á hverju sumri —- mundi ekki tal þeirra oft hafa hnigið að forn- um tímum, og kynslóðirnar skil- að, hver þeirri næstu, réttri frá- sögn um hvar haft hefðu búðir menn eins og Egill Skallagríms- son og söguhetjur Laxdælu og Njálu — þótt engum hugkvæmd ist að skrá þessa vitneskju fyrr en Sigurður Björnsson reit búða skipun sína? Hvernig er hægt að halda því fram, að menn um 1700, sem sótt höfðu þing á Þing völlum árum saman, meðan enn hlaut að vera í minnum margt sem síðar féll í gleymsku, munn- mæli og hefðir — hafi ekki stað- ið betur að vígi en nútíðar- menn um að vita um fornmanna- búðir? Okkur er sagt að allar búða- tóftir á Þingvöllum séu frá 18. öld. Þar fyrir má telja vist, að þá, og frá fyrstu tímum, hafi búðir verið reistar, eða hlaðn- ar að nýju, þar sem fyrir voru veggir og undirhleðslur, — eða með öðrum orðum, að búðir hafi staðið öld af öld þar sem forn- menn höfðu byggt þær. Annað væri með öllu óeðlilegt, sérstak- lega í Þinginu, þar sem land- rými er ekki meira en svo, að engar líkur eru til að horfið hafi verið frá fornum búðarstæð um. Lögberg og búðirnar I Þing- inu og Almannagjá eru því merkustu menjar um alþingi feðra vorra. Nú munu menn segja að það veiki sannleiksgildi búðaskrár Sigurðar Björnssonar, að hann heldur að Lögberg hafi til forna verið á Spönginni svokölluðu. Hvernig gátu okkar minnugu feður vaðið svo í villu og svíma um hvar Lögberg hefði verið, úr því þeir mundu kynslóð af kynslóð hvar verið höfðu búð- ir frægustu fornmanna? En þær búðir héldu áfram að vera lif- andi virkileiki; það var búið i þeim öld eftir öld, sífelldlega endurreistum og uppdubbuðum — en eftir að land kom undir konung á 13. öld var þess skammt að bíða að engar sam- komur væru framar haldnar á Lögbergi; „og því hefur þess vegna ekki verið haldið við; bekkirnir teknir af áhleðslunni eða látnir eyðileggjast, og tím- ans tönn látin níða og naga bóta laust hið sýnilega minnismerki fullkomins frjálsræðis þjóðar vorrar" (Matthías Þórðarson). Svo undarlegt sem það má þykja, þá gleymdist hvar Lög- beng hafði verið, efitir að stað- urinn var úr lifandi tengslum við þinghaldið. Fyrir 1930 voru steinar settir í tóftirnar um Þingið og Al- mannagjá, þar sem greint var frá hverjir embættismenn 18. ald ar hafi átt þar búðir sínar, en ekki getið fornmannabúða ann- arra en búða Snorra goða og Njáls. Okkur þykir að sjálf- sögðu fróðlegt að vita, hvar Skúli fógeti og Magnús Step- hensen hafi hafst við á Þing- völlum, en næsta ófróðlegt hvar voru búðir ýmsra sýslumanna á þessum tímum, íslenzkra og danskra. Mér virðist ekki annað koma til mála, en að merkingar á búð- arsteinum verði endurskoðaðar. Eitt dæmi nægir til að sýna, hvað við það gæti unnizt. Við komum að búð, sem sagt er að átt hafi sýslumaðurinn Jens Madtson Spendrup —hvað getum við gert okkur úr slikum upplýsingum? En hér segja þeir Sigurður Björnsson og Jón Steingrímsson að verið hafi búð Egils Skallagrímssonar. Mundi ekki staðurinn þykja ólíkt merkilegri, ef þess væri getið á búðarsteininum, og margur þá tylla sér á tóftarvegginn og hugsa til Egils! Það var þá hér sem oft sat á tali við hann yngra skáldið Einar skálaglamm, en hann var sem kunnugt er hinn mesti atgervismaður, hafði ung- ur tekið að yrkja, og var mað- ur námgjarn, og löngum utan- lands með tignum mönnum, örr maður og oftast félítill, en skör- ungur mikill og drengur góður. Allt þetta rifjast upp, svo er honum lýst i Egils sögu, og hvernig kynni skáldanna tókust, og hver þau urðu: „Þat var eitt sumar á alþingi, at Einarr gekk til búðar Egils Skallagrímssonar, ok tókust þeir at orðum, ok kom þar brátt talinu, at þeir ræddu um skáldskap. Þótti hvárumtveggja þær ræður skemtilegar. Síðan vandist Ein- arr oftliga at ganga til tals við Egil. Gerðist þar vinátta mikil. Einarr hafði litlu áður komit ór för. Egill spurði Eínarr mjök austan tíðenda ok at vinum sín- um, svá ok at þeim er hann þótt- ist vita, at óvinir hans vóru. Hann spurði ok mjök eftir stór- menni. Einarr spurði ok í móti Egil at þeim tiðendum, er fyrr höfðu gerzt um ferðir Egils ok stórvirki hans, enn þat tal þótti Agli gott, ok rættist af vel.“ Er ekki mun skemmtilegra að búðamerkingar á Þingvöllum leiði hugann að mönnum og at- burðum fornrar gullaldar og ódauðlegra bókmennta, en að þær heiðri nöfn sýslumanna, sem fæstir eða engir muna neitt um? 1 ferhyrndri grjótdreif, sem talið er að gæti verið rúst fornr ar Rangæingabúðar, og kennd er við vitrasta mann þess hér- aðs, er steinn sem á stendur: „Fornmannabúð sem er nefnd Njálsbúð." Væri ekki öllu borg- ið um vísindalega varfærni, ef aðrar búðir á Þingvöllum væru merktar með svipuðu móti, til dæmis: „Búð Egils Skallagrims- sonar er talin hafa verið hér?“ Allt er í heim- inum hverfult Vart getur hugsast, að neinn staður annar á jörðinni beri neina líkingu af Þingvöllum. Við Islendingar elskum þennan stað, ekki aðeins vegna þeirra sögu- legu minninga sem við hann eru tengdar, heldur engu síður vegna sérkennilegrar og óvið- jafnanlegrar náttúrufegurðar. Við höldum alla ævi áfram að koma þangað sem oftast, ungir og gamlir. Þannig verða Þing- vellir sögustaður líka í ævi hvers einstaks íslenzks manns. Við skólapiltar vorum þar á hverju sumri. Þegar við urðum stúdentar bjuggum við í Kon- ungshúsinu, sem þá stóð enn á upphaflegum stað, neðarlega í gjábakkanum eystri, skammt frá Öxarárfossi. Við fórum upp í gjána á morgnana, lauguðum okkur í köldum hylnum undir fossinum, sprikluðum svo um grundirnar. Annars bjuggum við oftast i Valhöll, sem þá stóð fyr- ir norðan vellina, rétt fyrir of- an Kastalana. Hið frumbýlings- lega gistihús sem þá var, reist af vanefnum fyrir aldamót, átti ekki nema nafnið eitt sameigin- legt við það ólíkt ríkmannlegra hótel sem nú er rekið, og af mikilli prýði. Myndir margra listamanna skreyta þar alla veggi, hvert herbergi. Húsmun- ir allir smekklegir. Útvarp er í hverju gestaherbergi. Ungar stúlkur I grænum og rauðum kjólum ganga um beina, af mik- illi kurteisi og alvöru — ekki annað að sjá, en að virðing og helgi staðarins sé þeim i blóð runnin. Allur gróður virðist hafa vax ið og prýkkað síðan Þingvellir voru gerðir að þjóðgarði 1928, en hugmyndina átti Guðmundur Davíðsson, og barðist fyrir henni árum saman, og má nafn þess ágæta manns sízt í gleymsku falla. En að einu hef- ur staðnum hrakað. Þegar ég var ungur var fugl í hverri laut um alla Þingvelli og hraunin, kliður og söngur í lofti frá lóu, spóa og þresti. Nú sézt þar varla fugl. Kennt er um minki, hinu mikla óheillakvikindi, en líka veiðibjöllu. Hún mun verpa í Botnsúlum, og hefur þann sið að demba sér yfir hreiður minni fugla og éta ungana jafnóðum og þessir vesalingar skríða úr eggi. Vel fer á, að af hefur lagst bílaumferð um Almannagjá. Frið helgi og kyrrð fara hinu mikla náttúruundri ólikt betur en véla skrölt og gjósandi rykmekkir — sem breiddu grátt dustlag yfir Lögberg og umhverfi, svo að ekki var hægt að tylla sér án þess að óhreinka föt sín. En eins og kunnugt er koma Reykvík- ingar yfirleitt prúðbúnir til Þingvalla, því erindið er líka að setjast við hvítdúkað borð i Val höll — jafnvel fremur en að leggja á sig miklar göngur, enda vart fært um hraunin nema á traustum hnöllum. Játað skal að eftirsjá er að hinni fornu aðkomuleið til stað- arins. Var furðulegt að sjá fyrsta sinni gjár-opið skyndilega gína við, halda svo innreið sína milli hamraveggjanna á leið nið- ur til vallanna. En hin nýja heim reið, með fagrar skógarbrekkur í mishæðóttu landslagi á aðra hönd, en á hina hið mikla víð- sýni, er yndisleg og ógleyman- leg. Bærinn á Þingvöllum var í æsku minni að öllu líkur sóma- samlegum sveitabæjum þeirra tíma, fremur lágkúruleg en þokkaleg timburbygging, en út frá henni gripahús og skemmur úr mold og grjóti. Mikil bót er að hinni nýju látlausu, stíl- hreinu burstabyggingu, sem nú er Þingvallabær. En þar er geymt .1 stofu hið eina listaverk, sem líklegt er að fylgja muni Þingvöllum um ald- ur og ævi. Ekki sakar þótt eitt- hvað sé skráð um uppruna þess og sögu ef reynt er að segja eins frómt frá og auðið er. Bóndinn á Brúsastöðum Sagan segir að eitt sinn er Kjarval hafði dvalið sumarlangt á Þingvöllum og málað, en hald ið til í Valhöll, hafi honum verið færður allhár reikningur þegar kom að skuldadögum. Meistar- inn gretti sig snöggvast eilítið, Framliald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.