Morgunblaðið - 04.09.1970, Page 10

Morgunblaðið - 04.09.1970, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 4. SEPT'EMBER 1970 Fréttamaður Morgunblaðs- ins kom í Borgarnes fyrir nokkrum dögum og átti þá eftirfarandi samtal við sýslu- mann Borgfirðinga, Ásgeir Pétursson. BRC YFIR HVlTÁ VIÐ BORGARNES — Þið Borgfirðingar sæk- ið fast að fá brú yfir ósa Hvítár við Borgarnes. Hvað er um það mál að segja? — Það er mjög brýnt nauð- synjamál. Ekki aðeins fyrir héraðsbúa i Borgarfirði, held ur og fyrir allt Vesturland og raunar langt út fyrir þau mörk. Að baki þeirri stefnu eru margar og veigamiklar röksemdir. — Fyrst er þess að geta, að brúin yfir Hvítá hjá Ferjukoti er nú orðin yfir 40 ára gömul og með öllu ófullnægjandi. að flytja sjúkt fólk eða slas- að 64 km í næsta sjúkrahús til Akraness. Þetta er köld staðreynd, og ljóst, hvaða hættur slíkum langflutning- um geta fylgt. Ef ekki kemur brú yfirána hér niðurfrá, er augljóst, að óverjandi er að búa til lengdar við það öryggisleysi að hafa ekki einhverja sjúkrahúsaðstöðu hér. Trúlega væri nær að nota þá fjármuni heldur I brúna, enda yrði þá ekki mikið lengra að flytja sjúka eða særða á Akranes en er inn- an sumra stórborga í dag. Þá má og minna á félags- og menningarhlið þessa máls. Brúin myndi gera Suður-Borg firðingum kleift að hagnýta þá aðstöðu, sem í þeim efn- um er fyrir hendi í Borgar- nesi og tengja héraðsbúa beggja vegna Hvítár traust- Rætt við Ásgeir Péturs- son, sýslumann Hin mikla umferð, sem er hér um þjóðveginn, verður einatt fyrir miklum töfum við þessa brú. Hún er mjó, ein- ungis ein akrein, og auk þess bogabyggð, þannig, að öku- menn sjá oft ekki hvor til annars, fyrr en komið er nær miðju brúarhafsins. Ætti ekki að þurfa langa lýsingu á þeim erfiðleikum og töfum, sem þetta veldur. Það eykur og á erfiðleik- ana, að aðrar aðstæður að norðanverðu við brúna, eru bæði torveldar og beinlínis hættulegar. Vegurinn er þar í kreppu undir hamri, og Síkisbrýrnar eru ótryggar, enda síga þær stundum. Munu vera um 9 metrar niður á fast við þær. Ofan á þetta bætist sú staðreynd, að i flóðum fer Hvítá stundum yfir þjóðveg- inn við Hvítárvelli og hindr- ar umferð með öllu. Við þetta ástand verður ekki unað. Og þegar aðrar að- stæður eru skoðaðar, er ljóst, að það áform að byggjanýja brú neðar í héraðinu, sem næst Borgarnesi, er byggt á sterkum rökum, og eru menn raunar stöðugt að koma auga á nýjar röksemdir, sem sanna hina brýnu nauðsyn þess að koma þessu í verk sem fyrst. öllum er ljóst, að slík brú við Borgarnes styttir flutninga leiðina með landbúnaðaraf- urðir við aðalmarkaðssvæðið við botn Faxaflóa. En ekki er víst, að allir hafi íhugað það aukna öryggi, sem í slíkri samgöngubót vteri fólgið. Sem dæmi má geta þeirrar staðreyndar, að í dag verður ari böndum. Augljóst er, að eftir að brúin kæmi, væri unnt að draga úr tíma- bundnu atvinnuleysi í Borg- arnesi, er skilyrði sköpuðust til vertíðarvinnu á Akranesi. Þá ber og að hafa i huga, að Borgarnes er samgöngu-, verzlunar- og stjórnsýslumið- stöð, og myndi tilkoma brú- arinnar treysta þann grund- völl mikið og þá um leið af- komu fólks þar. — Hvað hefur verið gert málinu til framdráttar, og hvað um framkvæmdir? — Þetta hefur verið eitt helzta áhugamál margra hér um slóðir í mörg ár. Málinu var hreyft á Alþingi 1958. En árið 1966 var samþykkt þings ályktunartillaga um- rann- sókn á brúarstæðinu. Fyrsta fjárveiting til rannsókna er fengin og hefur vegamála- stjóri nú að undanförnu lát- ið fara fram hæðarmælingar, gerð nauðsynlegra uppdrátta og aðrar undirbúningsfram- kvæmdir, skv. vinnuáætlun, sem er tilbúin hjá vegagerð ríkisins. Botnkönnun og dýptarmælingar fara fram í sumar. Það er rétt að hafa í huga, að nú gengur Akraborgin ekki lengur til Borgarness, og eiga því Borgfirðingar nú mest undir samgöngum á landi. Það er enn ein for- senda þess, að málinu þarf að hraða eins og kostur er. — Er þetta málefni nokk- uð pólitískt þrætumál? ■— Nei, því fer fjarri, allra flokka fólk styður þetta mál af alhug, bæði hér í Borgar- firði, á Snæfellsnesi og víðar. RAFORKUMÁL — AUKNING ORKUVINNSLU I ANDAKÍLSÁRVIRKJUN —■ Hefur verið unnið að raforkuframkvæmdum hér í Borgarfirði að undanförnu? — Já, að þeim hefur verið unnið af megni. Af hálfu hér- aðsins sjálfs hefur verið lagt fram fé til þess að flýta fyr- ir raflínulögnum í báðum sýslunum. Þetta fé hefur verið lánað og hefur sú fyr- irgreiðsla orðið til þess að fjöldi bæja hefur fengið raf- Hvítárbrúin í dag. magn fyrr en ella hefði orð- ið. Þó eru enn nokkur svæði, sem ekki hafa fengið rafmagn og má þar fyrst geta byggð- anna milli Langár og Hítarár. En búið er að ganga frá til- lögum til stjórnarvalda um línulagnir á því svæði. Þá er enn ókomið rafmagn í Skorra dal að hluta og einstaka bæi í fleiri hreppum. Vissulega er þar um erfið- leika að ræða á nokkrum stöðum, vegna fjarlægðar milli bæja, en því fyrr sem rafmagnslínur verða lagðar inn í hreppana þeim mun betra. Er þess að vænta, að raforkumálastjórnin greiði fyrir málinu sem fyrst, enda er fyrirgreiðsla af hálfu hér- aðsins boðin fram eins og áð- ur og annars staðar. — Hverjir eru aðilar að rekstri orkuversins við Anda BLAÐAMENN MORGUNBLADSINS A FERÐ UM LANDIÐ spennulínu frá virkjuninni út á Akranes. Var það gert til endurnýjunar og til þess að unnt væri að flytja meiri orku til eða frá héraðinu. Ef horfið verður að þvi ráði í framtíðinni að virkja Kláf- foss, væri unnt að flytja alla orku þaðan eftir þessari nýju háspennulínu. RANNSÓKNIR Á JARÐHITA OG HAGNÝTING HANS — Það hafa verið fram- kvæmdar hér rannsóknir á eðli og víðáttu jarðhita? — Já, fyrir forgöngu sýslu nefndanna var hafizt handa fyrir nokkrum árum við slíka rannsókn. — Fékkst samstarf við jarð hitadeild raforkuskrifstof- unnar um þessa framkvæmd. Var það Kristján Sæmunds- son, jarðfræðingur, sem ann- aðist verkið. Var það eink- um fólgið í jarðfræðilegri könnun berglaga, misgengis jarðlaga og sprungna. Hefur Kristján ritað ítar- iega greinargerð um þessar rannsóknir. Það er auðskilið, að áhugi Séð yfir Borgarnes. kilsárfossa — og eru ein- hverjar fréttir af rekstri þess? — Orkuverið er sameign sýslusjóða Mýra- og Borgar- fjarðarsýslna og bæjarsjóðs Akraness. Rekstur orkuversins, en framkvæmdastjóri þess er Óskar Eggertsson, hefur gengið að óskum og verið hagkvæmur. 1 ráði er nú að bæta þar við einni vélasam- stæðu og er þá vatn Anda- kílsár fullnýtt. Verður af- kastageta viðbótarvélanna um 4500 kw. Vélakostinn er ráðgert að kaupa frá Noregi. Eru það notaðar vélar, en yf irfarnar og endurnýjaðar. Virðast þau kaup geta orðið talsvert hagstæð. Orku- vinnslan varð 28.6 millj. kwst. á árinu 1969, eða nokkru meiri en árið áður. Aðal- kaupendur orkunnar eru raf- veiturnar á Akranesi og í Borgarnesi. f fyrra var lok- ið við að leggja nýja há- á þessum rannsóknum er hér talsverður, enda geta þær í senn haft sjálfstætt gildi og auðveldað nákvæmari rann sóknir, sem nú eru ráðgerðar. Á Vesturlandi er víða mik- ill jarðhiti og hefur Alþingi samþykkt að rannsóknir á hagnýtingu hans skuli hefj- ast. Landbúnaðarráðherra hef- ur og nýlega tilkynnt að rannsóknaráði hafi verið sendar tillögurnar til athug- unar. En frá því máli hefur verið greint hér í blaðinu og er óþarft að rifja það nánar upp hér. Hins er að geta, að margir binda vonir við hina rækilega undirbúnu vísinda- legu ráðstefnu, sem Sölufé- lag garðyrkjumanna og garð- yrkjubændur héldu í Reykja vík á dögunum og fjallaði al- hliða um ylrækt. Ljóst mál er, að jarðhitinn er til margra framíara hagnýt anlegur. En að því er varðar garðyrkjuna, má segja, að því fólki, sem hefur ylrækt að atvinnu, fer fjölgandi og neyzla gróðurhúsaafurða er vaxandi í landinu. Hér er um það að ræða að auka fjöl-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.