Morgunblaðið - 04.09.1970, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1970
t 14
HEILSURÆKTIN Ármúla 14
verður lokuð í september vegna viðgerðar á eigninni.
Innritun hefst 20. september. Nánar auglýst síðar.
Matvöruverzlun óskust
Þeir sem hafa áhuga á því að ræða sölu á matvöruverzlun,
sendi nafn og símanúmer til afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir
10. þ. m., merkt: ,4680".
Með tilboð verður farið sem trúnaðarmál.
Vélstjórar
1. og 2. vélstjóra vantar á 250 tonna
togskip í Hafnarfirði.
Uppl. í síma 52416 eða 52611.
2ja-3ja herb. íbúð
óskast til leigu. íbúðin þyrfti að vera ný eða
nýleg og helzt í Breiðholts- eða Bústaða-
hverfi eða nálægt þessum hverfum.
Vinsamlegast hringið.
Hörður Ólafsson, hrl.,
Austurstræti 14,
símar 10332 og 35673.
AUCLÝSING
um
meðferð forsetavalds í fjarveru
forseta íslands.
Forseti íslands, dr. Kristján Eldjárn, fór í
dag í opinbera heimsókn til Danmerkur.
í fjarveru hans fara forsætisráðherra, forseti
Sameinaðs Alþingis og forseti Hæstaréttar
með vald forseta íslands samkvæmt 8. grein
stjórnarskrárinnar.
í FORSÆTISRÁÐUNEYTINU, 2 sept. 1970.
Jóhann Hafstein.
Knútur Hallsson.
1 x 2 — 1 x 2
Vinningar í GETRflUNUM
(24. leikvika — leikir 29. og 30. ágúst).
Úrslitaröðin: x21 — 2xx — 211 — xlx
Fram kom 1 seðill með 11 réttum:
kr. 154.000,00
Nr. 10345 (Vestmannaeyjar)
10 réttir: kr. 16.500,00
Nr. 2671 (Akureyri)
— 8757 (Sandgerði)
— 11635 (Reykjavík)
— 14287 (Reykjavík)
Kærufrestur er til 21. sept. Vinningsupphæð-
ir geta lækkað, ef kærur reynast á rökum
reistar. Vinningar fyrir 24. leikviku verða
greiddir út eftir 22. sept.
Getraunir — íþróttamiðstöðin — Reykjavík.
Árásin í Haag:
Taka sendiráðsins
bar ekki árangur
Pólitískum kröfum Suður-
Mólukk umanna ekki sinnt
Haag, 1. september AP
PIET de Jong forsætisráðlierra
sagði á þingi í dag, að hollenzka
stjórnin hefði ekki látið undan
pólitískum kröfum Mólukku-
manna, sem réðust inn í indónes-
íska sendiráðið og urðu lögreglu
manni að bana, til þess að fá
gísla þeirra leysta úr haldi. For-
sætisráðherrann tók fram, að
stjórnin hefði gert árásarmönn-
unum ljóst frá byrjun, að þeir
yrðu sóttir til saka samkvæmt
hollenzkum lögum.
Hann sagði frá því, að tveir
leiðtogar íbúa Suður-Mólukku-
eyja, sem eru 30.000 talsins og
krefjast sjálfstæðis af Indónesíu
mönnum, þeir séra F. Metiari og
J. A. Manusama, hefðu getað
rætt við árásarmennina úr húsi
gegnt sendiráðinu, en það hús
gerði forsætisráðherrann að að-
alstöðvum sínum þegar hann
frétti um árásina.
Manusama ræddi árangurs-
laust við árásarmennina, en þeir
vildu tala við forsætisráðherr-
ann. De Jong kvaðst ekki geta
samið við „glæpamenn sem
fremdu morð,“ þótt hann kvæð-
ist fús að ræða vandamál Mól-
Tilboð óskast
i trásmíðavél, sambyggða af Record-gerð.
Einnig handhjólsög, Black & Decker.
Hilti-naglabyssa og 5 blokkþvingubúkka.
Tilboð sendist Mbl. fyrir 9. september merkt: „4679".
Nýkomið
óskast til starfa við símaskiptiborð hjá stóru
kr. 385 pr. m. Einnig prjónaefni í blússur og
kjóla. Verð kr. 375 pr. m, breidd 1,40.
Dömu- og herrabúðin,
Laugavegi 55.
Vegna jarðarfarar
heiðursborgara Hafnarfjarðar, Bjarna Snæ-
björnssonar, læknis, verður lokað frá kl. 1—4
föstudaginn 4. september.
Sparisjóður Hafnarfjarðar,
Iðnaðarbankinn, Hafnarfirði,
Samvinnubankinn, Hafnarfirði.
Skrifstoluslúlka óskast
Opinber stofnun óskar að ráða stúlku til vél-
ritunarstarfa. Góð kunnátta í dönsku og
ensku nauðsynleg.
Upplýsingar um menntun og fyrri störf send-
ist afgr. Mbl. fyrir 15. sept. n k. merkt:
,.Opinber stofnun — 4112“.
Auglýsing
um laust starf
Starf kvenfangavarðar í fangageymslu lög-
reglustöðvarinnar við Hverfisgötu er laust til
umsóknar.
Upplýsingar um starfið gefur Guðmundur
Hermannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Umsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, berist fyrir 20.
september n.k.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 2. sept. 1970.
ukkumanna, þegar gíslarnir
hefðu verið látnir lausir, og
koma skoðunum þeirra á fram-
færi við indónesísku stjórnina.
Manusama kom þessum skilaboð
um til árásarmennina og talaði
aftur við þá i 20 mínútur, en án
árangurs.
Sérá Metiari tók þá við sátta-
semjarahlutverki Manusamans.
Áður hafði de Jong forsætisráð-
herra hafnað þeirri tillögu prests
ins að hann yrði saksóttur í stað
árásarmannanna. Hann svaraði
kröfu þeirra um, að þeim yrði
ekki misþyrmt þegar lögreglan
yfirheyrði þá, á þá lund, að full-
trúi Suður-Mólukkueyja fengi
að vera viðstaddur yfirheyrsi-
urnar, þótt það væri gagnstætt
venju. Séra Metiari fékk það
svar frá de Jong, að hann fengi
að tala máli sakborninga, þegar
að réttarhöldum kæmi.
Er hér var komið, voru bryn-
varðir lögregluvagnar fluttir frá
sendiráðinu, árásarmennirnir
gengu 'út úr sendiráðinu með
prestinum, og síðan voru þeir
fluttir í fangelsi í nágrannabæn-
um Scheveningen. De Jong kvað
árásarmennina hafa verið rúm-
lega 30 talsins, en gislana 10.
Taswin A. Natadinrat sendi-
herra komst undan við nauman
leik. Hann heyrði skothljóð, opn-
aði svefnherbergisdyrnar, sá
menn þjóta upp stiginn, lokaði
dyrunum og laumaðist á riátt-
fötunum út um glugga á bak-
hlið hússins. Hann varð tvívegis
að fela sig á bak við runna í
garðinum þar sem skotið var að
honum, en komst að lokum í ná-
lægt gistihús, þar sem hann
hringdi í utanríkisráðherrann.
Strauk en
náðist —
Denis Rohans
var leitaö um
allt ísrael
Jerúsalem, 2. september.
NTB-AP.
MICHAEL Denis Rohan, mað-
urinn, sem reyndi að kveikja í
E1 Aqsa-bænahúsinu í fyrra,
einu helgasta bænahúsi Mú-
hammeðstrúarmanna, strauk í
morgun frá sjúkrahúsi því í
Suður-ísrael, þar sem hann hef-
ur verið hafður í vörzlu. Um-
fangsmikil leit var hafin að
Rohan þegar að upp komst um
brotthlaup hans og fannst hann
og náðist eftir um 3 klst.
Rohan er Ástralíuimaður að
uppruna og 29 ára gamall. Hann
igerði tilraun til þesis að brenma
E1 Aqsa-bænahúsið til ösku í
fyrra, sökum þess að hann hafði
orðið fyrir vitrun, eins og hann
skýrði frá fyrir rétti síðar, á
þá leið, að hann ætti að kveikja
í bænahúsinu.
Eftir að kunnugt var um flótta
Rohans í morgun, var þegar haf-
in umfangsmikil leit að honum,
sem að framan greinir og máðist
hann eftir um þrjár klsit. Áður
höfðu verið gefnar út áiskoranir
til fólks um að láta næstu lög-
reglustöð vita þegar í stað og
það yrði ferða Rohans vart og í
tilkynminigum þess gefnar ítar-
legar lýsingar á mannimum.
Íkveikjuítilraunin í E1 Aqsa-
bæmahúsimu í fyrra olli mikilli
gremju í Arabalöndunum og var
því þar haldið fram, að Rohan
væri aðeins verkfæri í honduim
ísraelsmamna, er notað hefði
verið til þess að ögra Aröbum.