Morgunblaðið - 04.09.1970, Síða 17

Morgunblaðið - 04.09.1970, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SBPTEMBIBR 1970 17 Bak við grímuna í Tékkóslóvakíu Eftir Neal Aschersson AIois Indra. Tvö ár ern nú liðin frá því að skriðdrekarnir komn. Er maður lítur út um gluggann, er lítið hæg't að sjá í iðu götulífsins, sem gætt gefið vís bendingu um þær gífurlegu breytingar, sem átt hafa sér stað hér á sl. tveimur árum. Sömu nöfnin gjalla í eyr- um manns úr útvarpinu, Dub cek, Smrkovsky og Sik og þeim fylgja lýsingar á afrek- um þeirra eftir innrásina 1968, hvernig þeir stjórnuðu útvarpinu, hvernig þeir skil- greindu sósíalískt lýðræði og hvernig þeir níddu Sovétrik- in. En með nokkurra mínútna millibili, grípur þulurinn fram í og ryður úr sér gróf- um lýsingarorðum, eins og „and-sósíalískt“, „tækifæris- sinni“, „hægrisinni" o.s.frv. og heldur síðan áfram að rekja atburðarásina frá 1968. Þetta er vægast sagt mjög óraunverulegt. Halda þulirn- ir raunverulega að þeir séu að sannfæra fjöldann um að atburðirnir 1968 hafi verið gagnbylting? Hafa þeir aldrei áhyggjur af, að þeir séu aðeins að endurvekja hlýjar minningar um „Prag- vorið"? Kæra þeir sig kannski kollótta? Þetta veit enginn, þvi að enginn veit hverjir þulirnir eru, þeir koma fram undir dulnefnum nú þegar hið opinbera í land inu segir, að ástandið sé að færast í eðlilegt horf. 1 sjón varpinu er gagnrýnin mild- ari, því að andlit þekkjast. Bak við grímu kreddunnar, felur Tékkóslóvakía Husaks andlit, sem er markað línum efasemda og samvizkubits. Hreinsanirnar hafa hrak ið tugi þúsunda úr flokknum og þ.á.m. þúsundir úr hópi tæknimenntaðra manna, er stjórnuðu efnahag landsirís. Það er að heyra á flestum, að algera nauðsyn beri til að smygla ungu forstjórunum aft ur í stöðurnar, sem þeir voru reknir úr, en enginn veit hvernig fara á að því. Fjöl- miðlunartækin í landinu ráð- ast á formann v-þýzku við- skiptanefndarinnar og saka hann um að reyna að kaupa Tékkóslóvakíu úr búðum sósí alismans, en á hinn bóginn hefur innflutningur frá V- Þýzkalandi vaxið um 45% fyrstu 6 mánuði ársins, og ut- anríkisráðuneytið í Prag hef ur gefið í skyn, að það kynni að hafa áhuga á samninga- viðræðum við Bonn-stjórnina. Gustav Husak, aðalrltari tékkóslóvakíska kommúnista- flokksins, hefur sl. mánuði unnið sleitulaust að því að tryggja stöðu sína gagnvart harðlínumönnunum og orðið talsvert ágengt. Þeir, sem fylgjast með þróun mála í Tékkóslóvakíu, vona nú að honum takist að halda stjórn arvöldum, en til þess að svo megi verða, verður Husak að sigla krókóttar leiðir. Réttarhöldin eru gott dæmi um þetta. Nú bend- ir allt til, að 9—10 menn, sem I ágúst sl. ár lögðu beiðni fyrir þingið um að það for- dæmdi ekki endurbótastefn- una frá 1968, verði leiddir fyrir rétt. Þrír þeirra eru nú í fangelsi, þeir Ludek Pach- man skákmeistari, sagnfræð- Husak, Svoboda og Dubcek í 1. maí-göngunni í Prag vorið 1968. ingurinn Jan Tesar og Jan Battek, fyrrverandi aðstoðar- ráðherra. Aðrir, sem réttar- höld eiga yfir höfði sér eru rithöfundarnir Vaclav Havel og Ludvik Vaculik, háskóla- prófessorarnir Lubos Kohout og Lakatos svo og blaðamenn irnir Jiri Hochmann og Vladi mir Nepras (Emil Zatopek, olympíuhlauparinn frægi hef- ur látið í ljós iðrun og mun nú bera vitni í stað þess að vera sakborningur). Enginn mun hafa áhuga á að þessi réttarhöld verði haldin, nema harðlínumenn irnir, og sömu sögu er að segja um væntanlegan her- rétt yfir Prchlik hershöfð- ingja, sem gagnrýndi aðgerð- ir Varsjárbandalagseíkjanna í Tékkóslóvakíu 1968 og stór móðgaði þannig Rússa, sem auðvitað er dauðasynd. Vandinn, sem Husak er á höndum, er tvíþættur: Verði engin réttarhöld geta and- stæðingar hans sagt, að það sé merki um veikleika. Verði aftur á móti réttarhöld, þar sem fjöldi manns yrði dæmd- ur, myndi það ekki aðeins hafa alvarleg áhrif á almenn ing í landinu, heldur einnig hvetja harðiínumennina til að heimta meiri réttarhöld, jafn vel yfir Dubcek sjálfum. -Orð rómur í Prag segir, að hugs- anlegt sé, að Pachmann verði dæmdur í fimm ára fangels- isvist, en að honum verði gefnar upp sakir eftir eitt ár. Prchlik er sakaður um vanrækslu, en ekki um að hafa af ráðnum hug ljóstrað upp hernaðarleyndarmálum, og því er líklegt að hann fái aðeins skilorðsbundinn dóm. Rithöfundur í Prag sagði nýlega, að ýmislegt benti til þess, að betri tímar væru framundan. Husak og Svo- bota forseti reyna nú ásamt nokkrum öðrum í flokksráð- inu að takmarka eyðilegg ingu hreinsananna. Yfirleitt greiða þó samstarfsmenn þeirra atkvæði gegn þeim eins og t.d. þegar þeir voru í andstöðu við brottvikningu Dubceks úr flokknum, en þessir samstarfsmenn (Alois Indra, Strougal forsætisráð- herra og Josef Kempny) stóðu með Husak, er hann barðist við harðlínumennina í júní sl. Átökin milli Husaks og harðlinumannanna voru hörð og vægðarlaus. Meðal harð- línumanna er þröngur hópur öfgafullra stuðningsmanna Sovétríkjanna, sem nefndur er „Cechie-hópurinn“ (eftir fundarstað þeirra í Prag). Þessi hópur hefur myndað fylkingu í neðri deild þings- ins. Þeirra maður í æðstaráð- inu er Antonin Kapek og í miðstjórninni Rytir hershöfð- ingi, sem er einnig milli- göngumaður milli stjórnarinn ar og sovézka hernámsliðsins. Sterkasta virki þeirra er þó í neðri deild þingsins. 1 vor leit út fyrir, að þeir væru að ná töglum og högld um í þróun mála. Þeim tókst að fá því framgengt, að hert var á inntökureglum flokks- ins og einnig, að heimkvaðn- ingu Dubeeks yrði flýtt. Á þingfundum kröfðust þeir op inskátt að pólitísk réttar- höld yrðu haldin, (ræður þeirra voru aldrei birtar op- inberlega), og þeir undir bjuggu árás á Husak á fundl Gustav Husak. miðstjórnarinnar, sem halda átti 16. júní. Þá var það, sem babb fór að koma í bátinn. Það er ef til vill kaldhæðni, en það voru hetjur harðlínu mannanna sem brugðust þeim. Þegar Svoboda forseti var í heimsókn í Moskvu í apríl sl., afhenti Brezhnef honum að gjöf skýrslu harð- línumanna, sem þeir höfðu sent til Moskvu, og var sú skýrsla full af gagnrýni á leiðtogana í Prag. Annað leynibréf til Brezhnevs frá Josef Jodas, foringja harð- línumanna, komst á einhvern hátt í hendur Husaks. Hus- ak boðaði Jodas á fund sinn og hellti sér svo rækilega yf- ir hann, að hann datt niður dauður nokkrum klukku- stundum síðar. Karel Mestek var næstur tekinn fyrir og honum sagt, að ef hann gagn rýndi leiðtogana á fundinum, yrði flett ofan af misgjörðum hans í stjórnartíð Novotnys. Mestek féll saman. Næst frestaði Husak fundinum í tvær vikur. Furðuleg blaða- grein eftir harðlínumanninn Jaromir Lang í herblaði, sem gagnrýndi leiðtogana og var ætlað að koma sem sprengja um miðjan fundartímann, missti algerlega marks, og Rude Pravo hið opinbera málgagn flokksins tætti hana i sundur og sagði hana Mao- iska. Þegar miðstjórnin loks- ins kom saman, var Rytir hershöfðingi sá eini, sem bar fram gagnrýni. Husak sagði honum, að væri hann að reyna að kalla stjórnina tæki færissinnaða, skyldi hann segja svo hreint út og byrja að viða að sér sönnunargögn- um. Það sem hér hefur farið á undan, hefur ekki áður birzt opinberlega, og það sýnir, að Husak er enginn aumingi, Þetta sýnir einnig hversu mikil tvöfeldni er í afstöðu sovézkra ráðamanna í garð Tékkóslóvakíu. Harðlínumenn irnir sækja greinilega stuðn ing í aðalstöðvar sovézka hers ins í Milovice í grennd við Prag, en aftur á móti virð- ist sem Brezhnev fari ótrauð ur á bak við litlu vinina sina í Prag, til að halda Husak traustum i sessi. Þessi tvö. feldni er að áliti Tékka og Slóvaka, merki um, að sov- ézkir ráðamenn hafi enn ekki fundið lausn á hvað gera skai við Tékkóslóvakíu og því stungið vandamálinu ofan í skúffu í bili. Sovézkir leið- togar hafa nú nóg á sinni könnu við að reyna að teysta aðstöðu sína fyrir flokksþing ið, sem halda á í marz n.k. og er því hugsanlegt, að Hus ak fái tima og frið til að ná föstum tökum á sínum eigin flokki. Öll þessi skæruliðastarfsemi fer auðvitað fram bak við tjöldin og almenningur fær ekkert að vita annað en full komin eining riki innan flokks ins og æðsta ráðsins og að efnahagsringulreiðin sem æv- intýramennirnir frá 1968 or- sökuðu sé nú brátt úr sög- unni. Til frekari áherzlu er svo stöðugt verið að telja upp misgjörðir Dubceks í út- varpi, sjónvarpi og blöðum. Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.