Morgunblaðið - 04.09.1970, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1970
21
Tillaga Norðmanna:
Vígbúnaður á hafs-
botni verði hindraður
Osló, 2. september, NTB.
ÞANN hluta hafsbotnsins, sem
liggur utan lögsögu hvers lands
og jörðina þar fyrir neðan, verð
ur að varðveita eingöngu meö
friðsamleg markmið fyrir aug-
um. Svo fljótt sem auðið er,
skulu samningar gerðir tíl þess
að koma á þessari reglu og
hindra þannig vígbúnaðarkapp-
hlaup á hafshotninum. Þannig
hljóðar tillaga frá Norðmönn-
um, sem lögð hefur verið fram
vegna skýrslu þeirrar, sem ráð-
stefna Sameinuðu þjóðanna í
Genf vinnur að til friðsamlegr-
ar hagnýtingar á hafsbotninum.
Segir NTB-fréttastofan, að þessi
Vestur-íslenzk
skáldkona látin
LÖGBERG-Heimskringla skýrir
frá því að látin sé í Toronto í
Kanada hin víðkunna skáldkona
Lára Goodman Salverson. Hún
hlaut verðlaun og varð víðfræg
fyrir skáldsöguna The Viking
Heart og skrifaði alls ellefu
skáldsögur og fjölda smásagna.
Lára var fædd 9. desember 1891,
dóttir Lárusar Goodman. Hana
lifir maður hennar, George Sal-
verson og sonur þeirra George,
sem 'hefur getið sér orðstír fyrir
ritstörf við kanadíska útvarps-
og sjónvarpsstöðina CBC, og
ennfremur systir hennar, Hall-
dóra ekkja Steindórs Jakobsson-
ar.
tillaga muni verða á meðal meg-
inmála Allsherjarþings Samein-
uðu þjóðanna í haust.
í tillögunni er því slegið föstu
sem reglu, að hluti af hafsbotn-
inum geti ekki orðið eign neins.
Rannsókn hafsbotnsins og hag-
nýtingin á auðæfum hans verði
að gerast á þann hátt, að þar
verði velferð alls mannskynsins
höfð að leiðarljósi. í>á er enn-
fremur lögð áherzla á, að tillag-
an hreyfi ekki við réttarstöðu
þess hluta hafsins, sem liggi
yfir hafsbotninum á hverjum
stað. Starfsemi á hafsbotninum
megi ekki trufla viðurkennt
frelsi hafsins í neinum áberandi
mæli.
Sérhvert ríki verður að gera
ráðstafanir til þess að tryggja,
að starfsemi á hafsbotninum
brjóti ekki í bága við réttindi
annarra ríkja. Nær þetta sérstak
lega til strandríkja og er lagt til,
að í einstökum, atriðum verði
haft samráð við þau.
Nýkomin peysusending írti
Lambullarpeysur, ásamt pilsefnum
í sömu litum.
Einnig grófar peysur úr SHETLANDS-ull.
Mikið úrval.
Lauöaveöi 19
Iðnaðarhúsnœði ]
Iðnaðarhúsnæði á þremur hæðum við Súðavog,, er til sölu. ;
Auk þess um 60 fm geymsla í risi. 1. og 2. hæð er 240 fm !
hvor, en 3. hæðin 200 fm. Hæðirnar seljast í einu lagi, eða hver j
fyrir sig. Hægt er að aka vörum beint að tveimur neðstu " i
hæðunum.
Baldvin Jónsson, hrl., Kirkjutorgi 6. Sími 15545 — 14965.
Pósfcendum,
upplysingsp í
sínis 12841
TIZHIVEPZLIN
Lawgavegi