Morgunblaðið - 05.09.1970, Blaðsíða 13
MORGUN’BLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1970
13
Þorsteinn Matthíasson:
Að yztu byggð
Norðan við Spena, þar sem
eru mörk milli tveggja nyrztu
hreppa Strandasýslu, Kaldrana-
neshrepps og Árneshrepps, er
eyðibýlið Kolbeinsvík. Nokkru
norðar, meðfram ströndinni eru
háir og grónir bakkar, sums stað
ar brattir að fjörumáli. Skammt
ofan þeirra rís Byrgisvíkurfjall
með gróðurvana skriðum og ill-
kleifum klettabrúnum. Á flötu
nesi austur undan fjallinu stóð
áður bærinn Byrgisvík. í>ar
bjuggu fram eftir þessari öld
hjónin Guðmundur Jónsson og
Sigriður Ingimundardóttir. Ólu
þau þar upp stóran barnahóp
og mun verið hafa almæli, að að-
sópsmeira og gjörvulegra fólk
hafi verið vandfundið, en syst-
kinin, sem upp uxu á þessu út-
stranda kotbýli.
Norðan við Byrgisvíkurnes-
ið gengur Veiðileysufjörður í
suðvestur inn til landsins. Sunn
an hans eru snarbrött klettafjöll,
skerast milli þeirra dalskorur
þrjár, sem kalla má hreina
hamradali, umhverfi þeirra er
í engu breytt. Það sem gleður
auga ferðamannsins er fyrst og
fremst landið sjálft og þá ekki
sízt þar sem það getur boðið
upp á ósnortið yndi.
Umhverfi Reykjarfjarðar er
svipmikið og breytilegt. Gegnt
Kúvíkum, norðan fjarðarins er
Naustvík og liggur þaðan leið
um fremur lágan háls yfir til
Trékyllisvíkur. Kallast þar
Naustvíkurskörð. Utan þeirra
rís Sætrafjall eða Sætrin, eitt
hrikalegasta og sæbrattasta fjall
í Strandasýslu. Um leiðina þar
út með ströndinni segir Þor-
valdur Thoroddsen svo í ferða-
bók sinni:
„Ég var hissa hve klárnum
tókst vel að vega salt á þess-
ari hamrarönd án þess að verða
fótaskortur. Hestarnir verða að
fikra sig yfir á örmjóum hellu-
röndum, er sjórinn 50 metrum
fyrir neðan en bergið slútandi
hinum megin.“
Utan við Sætrin er Kjörvogs-
hlíð og rís upp frá henni hár
þrír bæir, Prestssetrið Árnes,
Finnbogastaðir og Bær. Milli
bæjanna fellur Árnesá að ósi og
stendur Árnes norðan ár en hin
ir að sunnan. Stutt frá landi er
Árnesey. Þar var mikið æða-
varp og þótti því mörgum prest-
um fýsilegt þangað að fara.
Sunnar í vikinni eru bæirnir
Litla- og Stóra-Ávík.
Gamall bóndi úr Bitrunni, sem
kom í Trékyllisvík 1880 sagðist
hafa séð þar þrjú náttúruund-
ur.
1. Grasið 1 Loðnugjótu i Ár-
nesey, sem tók honum undir
hönd.
2. Rauðaviðartré, sem rak þar
1877, 27 álnir á lengd og hálfur
annár feðmingur að ummáli rétt
ofan við rótina.
3. Júgur á kvígu einni í Ár-
nesi.
Gömul alfaraleið lá úr Reykj-
arfirði um Göngumannaskörð til
Trékyllisvíkur. Af skörðunum
sést vel til byggðarinnar, og
fjallanna norðan Árnesdals. Yzt
Sætrafjall (Sætur). Nær Naustvík og Reykjarfjörður.
'. i***? ■ ■■
.. ..y ,/ •»„r i ». „ • f
-TiKí?;:;^
..... Sv.vmow.m., c.w.'; . •:■::■-■■■<■
4* a. 'oSít'. 'v-.wr-- .-.-.■'.:•■■■
■ . .. '• ■ ■ ■ ■ '
-r':< ¥
Útsýn frá Kjörvogi suður yfir R eykjarfjörð. Lanibatindur Iengst að baki.
á Árnesfjalli er berghamar sem
kallast Árnestindur og niður frá
honum út að sjó grösugur múli.
Niðri í fjörunni framundan múl-
anum eru steindrangar miklir,
og einn þeirra sérkennilegastur,
var sem á honum sæti manns-
höfuð með mikilúðlegum andlits-
svip. Þessi drangur er fyrir um
það bil 20 árum að nokkru hrun
inn.
Sunnan við Trékyllisvík upp
frá Finnbogastöðum rís Finn-
bogastaðafjall. Brúnir þess eru
háir reglulega lagaðir berghamr
ar og fjallið bratt. Frá hlíðar-
1 fæti niður að sjó eru víðlendar
mýrar og sjávargrundir. Norð-
an við Árnesfjall liggur Mela-
dalur til vesturs. Takmarkast
hann að norðan af Hlíðarhúsa-
fjalli, Urðartindi og Urðarnesi.
Dalurinn liggur upp frá breiðri
vík, sem gengur vestur frá Norð
urfirði. Á hárri melöldu skammt
frá sjó er býlið Melar. Þaðan
liggur vegurinn um Eyrarháls að
Eyri við Ingólfsfjörð.
Norðan við Urðarnes er stutt
inn í Norðurfjarðarbotn. Þaðan
er lágur grösugur háls, sem kall
ast Eiði yfir til Ingólfsfjarðar.
Norðan við Norðurfjörð er
Krossnesfjall eins og fyrr er
sagt. Þar eru hæstir Kálfatind-
ar (646 m). Dálítil byggð er í
Norðurfirði og þar er staðsett
Kaupfélag Strandamanna. Yzt
við mynni fjarðarins stendur
bærinn Krossnes. Ströndin norð
ur með fjallinu er bein, óvog-
skorin og liggur fyrir opnu
hafi, þar stendur bærinn Fell og
dregur hliðin nafn af honum og
kallast Fellshlíð, er hún brött
og skriðurunnin. Frá Felli er
ákaflega víðsýnt út til hafs og
austur og inn yfir Húnaflóa.
því nær eingöngu klettar og
hengiflug.
Einn þessara dala heitir Selja
dalur. Utan við hann eru hamr-
ar út í sjó. Þar heitir Veiði-
leysukleif eða Ófæra.
Um hana mun almennt hafa
verið talinn hættusamasti vegur
á ferðamannaleið um Strandir
fyrr á árum, sérstaklega þó þeg-
ar brim féll að bergsnös eða
snjór safnaðist í brúnir.
Norðan Veiðileysufjarðar er
Kambur, klettafjall með þver-
hníptum eggjum og súlutindum.
Þjóðleiðin liggur fyrir botn
Veiðileysufjarðar og norður um
lágan háls innan við Kambinn.
Er þá komið niður að hinum
forna verzlunarstað, Kúvíkum
við Reykjarfjörð. Var þar um
langt skeið eina fasta verzlun-
in við vestanverðan Húnaflóa.
Þekktastur allra þeirra, sem á
Kúvíkum hafa rekið verzlun
mun vera Jakob J. Thoraren-
sen, afi Jakobs skálds Thorar-
ensen. Meðfram allri ströndinni
frá Ásmundarnesi norðan ósa
Bjarnarfjarðarár til Djúpuvíkur
við Reykjarfjörð, er nú öll föst
byggð horfin. Aðeins á stöku
stað, t.d. á Eyjum ogíReykjar-
vik, hafa menn nokkurs konar
selstöðu að sumarlagi og nýta
þá aðstöðu og hlunnindi, sem
þar er að hafa. 1 Kaldbaksvík
hafa reykvískir góðborgarar val
ið sér orlofsaðstöðu.
En þó ys byggðarinnar sé
hljóðnaður á þessum slóðum, er
bros náttúrunnar hið sama og
fyrr, og svipbrigði láðs og lagar
Jtf sldéi
Yzt við Reykjarfjörð að norð-
an er hin fornfræga veiðistöð
Gjögur. Þar er nú sviplítil og
fámenn byggð miðað við þá tima
þegar þar stóðu verbúðir marg-
ar og þaðan gengu 20 hákarla-
skip.
Vegurinn frá Gjögri til Tré-
kyllisvikur liggur um láglendi
milli Reykjaneshyrnu og Arkar
fjalls eru þar víða vötn og tjarn
ir mest þeirra Gjögursvatn, því
sem næst miðja vegu milli Gjög-
urs og Reykjaness. Reykjanes-
hyrna er sérkennilegt og fagurt
fjall. Vesturhlíðin er grasi vaf-
in upp á efstu brún en austur
og út til hafs er því nær þver-
hníptur bergveggur. Hyrnuna
sér víða af sjó utan, og var hún
fyrr á öldum vegvisir og veður-
viti siglingamanna á Húnaflóa.
í Trékyllisvík er mest samfellt
undirlendi á Norðurströndum og
allt vel gróið. Umhverfi vikur-
innar er i senn stórbrotið og fag-
urt. Yzt í suðri rís hyrnan eins
og vel formaður pýramídi en í
norðaustri Krossnesfjall austan
Norðurfjarðar, sem liggur norð-
vestur úr Trékyllisvík. Skammt
frá sjó fyrir víkinni miðri eru
Sagt er, að í góðu skyggni sjá-
ist austur að Almenningsnöf og
hyllingar frá Grímsey.
1 landi Krossness eru heitar
lindir og hefur þar verið byggð
sundlaug.
Leiðin frá Gjögri um Trékyll-
isvík og Norðurfjörð út að Felli
er margbreytileg og umhverfi
allt og útsýn sérkennilega fag-
urt. Er óhætt að segja að það
býður upp á margt, sem ekki
verður annars staðar séð.
Þess minnist ég, að þegar við
séra Þorsteinn Björnsson vorum
saman í víkinni og gáfum skóla
börnunum frí til þess að klífa
fjöllin i næsta nágrenni, að þá
fannst öllum þeir hafa erindi
sem erfiði. Og vel get ég trúað,
að það sem bar fyrir augu barn-
anna frá þeirri sjónarhæð hafí
orðið þeim eins minnisvert og
mannbætandi veganesti síðar á
ævinni, eins og bókstafsþruglið,
sem þau venjulega máttu sætta
sig við.
Ingólfsfjörður er fremur mjór
en nokkuð langur og liggur til
suðausturs vestan við Munaðar-
nes, sem er norðan undir Kross-
nesfjalli. Sunnan fjarðarins er
Eyri. Þar var um nokkurt skeið
mikill athafnastaður hvað snerti
síldarútgerð og sildarvinnslu
meðan Húnaflóamiðin voru gjöf-
ul þeim, sem þangað sóttu. Á
Eyri hefur búið allan sinn bú-
skap, Guðjón Guðmundsson,
hreppsstjóri, þjóðkunnur mað-
ur, og stendur þar ennþá föst-
um fótum þrátt fyrir háan ald-
ur.
Til Ófeigsfjarðar er venjulega
farið um Ingólfsfjarðarbrekku,
sem liggur upp frá fjarðarbotn-
inum vestanverðum. Brekka
þessi er snarbrött og segir Þor-
valdur Thoroddsen um veginn
þar: „Ef hestur dytti, fengi hann
naumlega fótað sig en ylti ofan
að sjó.“ Og líklega er svipmót
landsins þarna nú, ósköp áþekkt
því sem þá var.
Yzt við Ingólfsfjörð að vestan
er bærinn Seljanes, sem nú er
nyrzta byggt ból í Strandasýslu.
Til skamms tíma voru fjögur
býli byggð norðar en Seljanes.
Ófeigsfjörður, sem var meðal
Framhald á bls. 16
Trékyllisvík.