Morgunblaðið - 05.09.1970, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SBPTEMBER 1970
— Forsetinn
Framhakl af bls. 3
mannahafnar, Egon Videkant,
flutti ræðu til forsetans og
minnti á hin gömlu tengsl þjóð-
anna og persónuleg tengsl herra
KristjáLns sjálfs, er hann var við
nám í Kaupmannahöfn. Að ræðu
borgarráðsformanns lokinni sté
herra Kristján Eldjám I ræðu-
stól. Hann ræddi um Kaupmanna
höfn, sem hann kvað vera sér
allra borga kærust utan Islands.
Þaðan hefðu flutzt menningar-
straumar út til Islands og enn
væri hún íslendingum eins kon-
ar hlið, sem opnaði leið út í
viða veröld.
• FORSETI CTDEILDI
MINNISPENINGUM
Það kom fram, skömmu eftir
að þjóðhöfðingjamir höfðu geng
ið í hátíðasalinn, að hinn kunni
borgarstjóri Kaupmannahafnar
Urban Hansen hafði skyndilega
veikzt heiftarlega nú í morgun
og var hann fluttur í sjúkrahús.
Alls vom um 290 manns í þess-
ari móttöku. Þar sá ég í fyrsta
skipti heiðurspening, sem for-
seti Islands hefur látið slá i til-
efni af heimsókn sinni hingað til
Danmerkur. Er það silfurpening-
— Á slóðum F.í.
Framhald af bls. 13
mestu hlunnindajarða Stranda-
sýslu. Þar er æðarvarp, selveiði
og trjáreki. Þaðan var róið til
miða einu kunnasta áraskipi á
StrönAnn, áttæringnum Ófeigi,
sem nú er varðveittur i byggða-
safninu að Reykjum í Hrúta-
firði.
Drangavik sunnan undir
Drangahálsi innan við Dranga-
skörð. Norðan við hálsinn, sunn
an Bjamarfjarðar nyrðri, er
stórbýlið Drangar mikil hlunn-
indajörð og loks Skjaldar-
Bjamarvik, austan við Geirólfs
gnúp. Þá eru einnig á þessam
slóðum rústir eyðibýla, sem fall-
ið hafa úr byggð fyrir manna
minni.
Mig brestur kunnugleika til
þess að gera full skil landshátt-
um þessarar eyddu byggðar, en
það væri verðugt verkefni þeim
sem gjörst þekkir að bæta þar
nokkru um. Er þetta þeim mun
nauðsynlegra, sem enginn er nú
á þeim slóðum til leiðsagnar
ferðamönnum, sem sjá vilja heim
kynni þeirra höfðingsmanna og
kvenna, sem byggt hafa út-
strandir kynslóð fram af kyn-
slóð frá öndverðu til okkar
daga.
Stórbrotin landsýn og ómæli
úthafs, sem hvarvetna mætir
auga þess, er þar fer um grónar
götur, vekur þá ósjálfráðu vit-
und, að í þessu umhverfi hafi
búið fólk, stórt að allri gerð,
kunni vel samskiptum við gjöf-
ula náttúru í góðæri, og mætti
með skapfestu vá og vetrarhrið
um, en kaus að þreyja þorrann
og góuna til næsta sólmánaðar.
Það gleður augað að sjá foss-
inn í Húsá i Óefigsfirði, hrista
af sér klakafjöturinn við hlýtt
sólbros og breiða sig eins og
ljósa ullarkembu yfir dökkt
bergið. — Ellegar — setjast nið-
ur á Drangahálsi með brekkuna
að baki, strjúka svitadöggina af
enninu og líta í vestri hvíta
hjambreiðu Drangajökuls og
heiðamar þar í kring, en Hljóða
bunga og Hrolleifsborg rétta
dökkan kollinn upp úr snæþak-
inu. Og svo í útnorður til Horn-
strandanna, höfða af höfða, sem
í blámóðu mynnast við víðan
faðm hafs og himins.
Norðurbyggðir Strandasýslu,
sem standa á útnesjum og við
rætur hárra fjalla, hafa yfir sér
tæra heiðríkju bjartra sólnátta
og skuggaþungt skammdegi.
Brimið, sem brotnar við strönd-
ina og skriðan, sem fellur und-
an hamrabrún hafa stundum
valdið myrkum örlögum. — En
þrátt fyrir það, er tign byggð-
arinnar öllum tröllskap meiri.
Jarðýta óskast strax
Jarðýta óskast strax til kaups Td. 9 eða Td. 14.
Tilboð sendist afgr. blaðsins merkt:
„Jarðýta — 4117“.
N auðungaruppboð
sem auglýst var í 26., 27. og 28. tbl. Lögbirtingablaðs 1970
á hluta í Baldursgötu 13, þingl. eign Sigurjóns Kristjánssonar,
fer fram eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík á eigninni sjálfri,
miðvikudaginn 9. sept. n.k. kl. 16.00.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
STAPI
Náttúra
leikur og syngur í kvöld
STAPI.
ur og við hann hangir blátt
band. 1 forsíðu hans er grafið:
„Heiðurspeningur forseta Is-
lands“ og stytta Ingólfs á Arn-
arhóli er í honum miðjum. Á
bakhliðinni er skjaldarmerki fs-
lands. Hafa ýmsir starfsmenn
hins opinbera, sem tmnið hafa
að heimsókninni, fengið þenn-
an minnispening, en forsetinn af-
henti rúmlega 70 slíka heiðurs-
peninga. Þá hefur forsetinn í
þessari ferð sæmt um 40manns
fálkaorðunni af ýmsum stigum.
Eftir að forsetinn hafði lokið
ræðu sinni voru bornar fram
veitingar, ávaxtadrykkir og hvít
vín á fallegum silfurbökkum, en
stórborð svignuðu undan marg-
vislegum léttum mat. Fengu for-
setahjónin þarna að bragða á
frægustu pönnukökum, sem bak
aðar eru í Danmörku, „rádhus-
pannekageme", en það eru sann
ast að segja feiknalega góðar
pönnukökur.
Rétt um hádegið lauk móttök-
unni í ráðhúsinu, og er þeir
komu út á tröppurnar þjóðhöfð-
ingjamir, var þar fyrir mann-
fjöldi sem þeir veifuðu til um
leið og þeir gengu til bila sinna.
Má segja að hér hafi lokið sið-
asta þætti hinnar mjög svo vel
heppnuðu forsetaheimsóknar
herra Kristjáns Eldjáms og frú
Halldóru, hingað til Danmerkur,
því að siðan var ekið beinustu
leið til hinnar veglegu veiðihaU-
ar konungs í Dyrehaven, Erem-
itagen. Stendur höUin á mjög
fallegum stað, sem friðlýstur hef
ur verið í um 300 ár. Herra
Kristján Eldjárn fjórði þjóðhöfð
inginn, sem konungur býður með
sér þangað heim, en hinir voru
Elísabet Englandsdrottning, Bur-
giba, Túnisforseti og Saragat,
ItaUuforseti. Veiðihöllin var
byggð árið 1736.
• 1SKÓGARFERÐ
Þegar við blaðamennirnir ók-
um um hinn friðlýsta garð sá-
um við stórar hjartarhjarðir á
ferð, en alls eru talin vera á
þessu svæði um 30 þúsund dýr.
Garðurinn allur er 10 þúsund
hektarar.
Konungshjónin óku gestum
sinum dálítið um garðinn. „Fóru
smá skógarferð", sagði lögreglu-
þjónn, sem var við talstöð, og
fylgdist með bílalestinni er hún
nálgaðist veiðihöllina. Fjórir
riddarar úr húsaraliði konungs
sátu fallega gæðinga sinn hvor-
um megin við tröppur hallarinn-
ar, er þjóðhöfðingjarnir gengu
þar upp, en hljómsveit lífvarð-
arins hafði tekið sér sæti úti i
garðinum og lék dönsk alþýðu-
lög Gades á meðan setið var að
snæðingi.
Þarna í veiðihöllinni lauk svo
heimsókninni formlega, þvi að
þar kvöddust forsetahjónin og
konungsfjölskyldan á hallar-
tröppunum með miklum virkt-
um. Þjóðhöfðingjarnir höfðu
skipzt á gjöfum og færði herra
Kristján Eldjárn konunginum
stækkaða útgáfu af Þórslíkn-
eskjunni úr Þjóðminjasafninu úr
sUfri, en konungurinn færði for-
setahjónunum veglega postulins
skál, litvefnað og áritaða ljós-
mynd af þeim hjónum. Þá
sæmdi konungurinn forseta
vorn æðsta heiðursmerki Dana,
Fílsorðunni, forseti sæmdi Ingi-
ríði drottningu stórkrossi fálka-
orðunnar, sömuleiðis Margréti
ríkisarfa og Henrik prins.
• FORSETAHJÓNIN
ÁNÆGÐ
Síðdegis í dag hitti ég sem
snöggvast forseta íslands, herra
Kristján Eldjárn og konu hans
frú Halldóru í svítunni 107—108
á Hotel d’ Angleterre. Var for-
setinn hinn ánægðasti með ferð-
ina og sagði, að sér væri nú efst
í huga hin mikla vinsemd, sem
þau hjón hefðu mætt hjá dönsku
konungshjónunum og fjölskyld-
unni allri. Það væri ekki nokkur
vafi á að sá vinarhugur, í garð
Islendinga birtist í þessum inni-
legu viðtökum, sem þau hjónin
hefðu fengið í Danmörku.
Herra Kristján Eldjárn sagð-
ist persónulega hafa haft mesta
ánægju af heimsókninni i vík-
ingaskipasafnið í Hróarskeldu,
því að þar hafi hann séð þá gerð
skipa, sem landnámsmennirnir
hefðu komið á til Islands — hinn
mikla knörr. Það væri allt ann-
að skip en norsku víkingaskip-
in, breiðara og borðhærra. Hann
hafði næsta dag rennt huganum
til baka til víkingaskipanna, er
hann skoðaði hina risavöxnu
skipasmíðastöð i Lindö.
Forsetafrú Halldóra Eldjárn
sagði, að ekkert einstakt atvik
úr heimsókninni væri sér öðru
fremur minnisstæðara og tók
undir orð eiginmanns síns að
móttökur allar hefðu verið frá-
bærar og vinsemd dönsku kon-
ungshjónanna mikil og innileg.
Aðeins var vikið að því hvort
á dagskrá væru aðrar heimsókn-
ir forsetahjónanna til annarra
landa og kvað herra Kristján að-
eins hafa verið minnzt á það,
en ekkert fastákveðið. Það kæmi
fram á sinum tima. En þótt for-
setinn vildi ekki ræða það frek-
ar, þá tel ég að fullyrða megi að
í kjölfar þessarar heimsóknar
forseta Islands til Danmerkur
muni sigla heimsókn dönsku kon
ungshjónanna til íslands, jafn-
vel hugsanlega þegar á næsta
ári.
Forsetahjónin munu dveljast í
Danmörku þar til á þriðjudags-
morgun, en í dag munu þau
hitta að máli ræðismann Islands
í Danmörku.
— Bólusótt
Framhald af bls. 24
lagður á Blegdams-sjúkra-
húsið í ICaupmainaahöfn
sjúklingur sem reymdist
hafa bólusótt, eftir únskurði
í gær. Það er 22 ára gamall
norskur stúdent, sem hefur
verið í Afganastan frá í mai
Lá harun í sjúkrahúai í Kabúl
í Afganistan með blóðkreppu
sótt að talið var 15.—20. ág-
úst. Fór hann frá Kabúl til
Istambúl 22. ágúst og frá Ist-
ambúl yfdr til Vín til Kaup-
mananhafnar með SAS-flug-
vél 26. ágúst og kom þá til
Kaupmainnahafnar síðla dags.
Daginn eftir veiktist hann og
fékk hita. Var honum gefið
penisillín, en 29. ágúst fékk
hanm útbrot, sem talón voru
geta stafað af pemsillíngjöf-
inni. Var 31. ágúst lagður inn
á Blegdams-spítala og talinm
hafa blóðkreppusótt. Var
hann þá illa haldinn með út-
bnot og auk þess lungna-
bólgu.
Sjúklingurinn er talinn
hafa verið bólusettur gegn
bólusótt á barnsaldri og end-
urbólusettur í maímánuði sl.
Endurbólusetindngin er sögð
hatfa verið án árangurs.
Tailið er a@ nóðst hafi tii
allra, sem hafa komizt í snert
inigu við sjúklinginn eftir að
hanin kom til Kaupmannahafn-
ar og eftir að hann var lagður
inn í sjúkrahúsið. Þeir hafa
verið bólusettir og gefin lyf.
Þeir eru einnig einangraðir.
Ekki hafa aðrir verið bólusett
ir í Danmörku.
Enmifremiur hefur verið
reynt að ná í aila farþega,
sam voru með SAS-flugvél-
inni, þeigar sjúklingurinn kom
til Kaupmannahafniar, og til
þess notuð öll fjölmið'kmar-
tæki.
Þá saigði landlæknir að mik-
ill hluti íslendinga ætti að
vera bólusettur gegn sjúkdóm-
iinium.
- Kvikmyndir
Framhald af bls. 12
hafa góða þekkingu á fólkinu, vel-
þóknun þess og vanþóknun, hugsun
þess og háttum?"
Kurosawa hefur ekki verið ýkja af-
kastamikill nú síðustu árin, og sumir
voru farnir að óttast að hann væri setzt-
ur í helgan stein — sérstaklega eftir
árekstur hans og Hollywoodkvikmynda
vers eins varðandi gerð myndarinnar
„Tora, Tora“ um árásina á Perl Har-
bour. (Kurosawa hafði fallizt á að
stjórna hinum japanska þætti myndar-
innar, en gat þegar til kom ekki fellt
sig við vinnubrögð Bandaríkjamann-
anna. Nú er hann ekki til viðræðu um
þá mynd.) Brezkur gagnrýnandi John
Gillet hitti þó Kurosawa að máli ekki
alls fyrir löngu, og komst að þvi að
hann vinnur að nýrri mynd um þessar
mundir. Birtist viðtalið í síðustu sumar-
útgáfu „Sight and Sound" og þar segir
Kurosawa: „Þú gætir kannski þýtt
heiti hennar sem „Sporvagnsins þys.“
Þetta er könnun á fólki, sem býr í
fátækrahverfum smábæjar; mynd um til
finningar þess og samskipti en samt sem
áður mjög frábrugðin „The Lower
Depths" (gerð eftir sögu Gorky).
Þetta er alveg ný tegund myndar fyr-
ir mig, en fullsnemmt er að skýra frá
því á hvaða hátt það er. Við höfum
komið upp fullkomnu sviði á svæði i
nánd við Tokyoflóann, og fer taka þar
fram i tvo mánuði auk eins mánaðar í
Toho-verinu. Við erum með 3 eða 4
velþekkta leikara og mikið af óþekktu
fólki." Kurosawa upplýsir, að kvik-
myndin sé fyrsta framtak fjögurra sjálf
stæðra leikstjóra, sem kalla sig „Skytt-
urnar fjórar" (hinir eru Ichikawa,
Kobayashi og Kinohsita), sem allir ætla
að leggja til eina mynd árið 1970. „En
við eigum í talsverðum fjárhagserfið-
leikum; okkur tókst að fá lán hjá
banka, og er þetta í fyrsta skipti sem
slík stofnun hefur aðstoðað kvikmynda-
iðnaðinn. Takist þetta vel, eigum við
von á meiri aðstoð, og því verður þetta
að takast."
Oft hefur það komið fram hjá Kuro-
sawa í viðtölum, að harin hefur áhyggj-
ur af framtið japanskra kvikmynda og
telur gróðahyggju kvikmyndafyrirtækj
anna eyðileggja unga leikstjóra. „Ég
viðurkenni að sem stendur er enginn
(ungur leikstjóri) sem stenzt samanburð
við stóru nöfnin, en það er hópur
manna á aldrinum milli 20 og 25 ára,
sem vill virkilega gera kvikmyndir —
en vita ekki hvernig. Ef endurreisn á
að eiga sér stað, vil ég gjaman leggja
þeim lið. Stóru fyrirtækin mundu senni-
lega eyðileggja þá, og aldursflokkakerf
ið okkar leiðir það af sér, að þú verð-
ur ekki orðinn leikstjóri fyrr en það er
um seinan. Veiztu að meðalaldur starfs
fólks kvikmyndaveranna er 39 ár?
Hvað um það, ég hef ráðið tvo unga
menn mér til aðstoðar við nýju mynd-
ina og við skulum sjá hvemig það
gengur."