Morgunblaðið - 05.09.1970, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SBPTEMRKR 1970
Ég hef alltaf augun opin fyrir
öllu sem fallegt er
— segir Fúsi Halldórs
í viðtali við Björn Bjarman
VIÐ FÚSI sitjum heima í
stofunni hans og spjöllum sam-
an. Það' þekkja allir Fúsa Hall
dórs eða Sigfús Halldórsson
eins og hann heitir samkvæmt
Þjóðskránni. Þó að Fúsi sé
fyrst og fremst Austurbæingur
og Valsmaður, þá býr hann nú
með konu sinni og börnum í
Kópavogi og nýtur þar róleg-
he'tanna í sumar miili þess
sem hann þýtur um með pens-
ilinn og festir á léreft og blað
hvað, sem fyrir verður. Og í
dag ætlar Fúsi að opna mál-
verkasýningu í Casa Nova eða
nýbyggingu Menntaskólans í
Reykjavík.
Auk málverkasýningarinnar
ketnur út þessa dagana laga-
safn eftir Fúsa, en allt þetta
brambolt á sér tilefni, sem er
að Fúsi kall verðuir fimmtug-
ur þann sjöunda þessa mánað-
ar.
Það eru máski fáir, sem trúa
mér og þess vegna endurtek
ég, samkvæmt kirkjubókum er
Siigfús Halldórsson, tónskáld
og lismálari fæddur 7. septem-
ber 1920.
í stofunni hjá Fúsa fer sam-
an hvoru tveggja óvenjuleg
hlýja og menningarbriagur:
myndir á veggjum, bókahillur,
stærðar flygill að ógleymdum
hannyrðum, sem eru óvenju
smekklegar og vel unnar.
SPJALLAÐ UM SWEET
NONSENSE
í grein, sem Sigurður heit-
inn Einarsson í Holti ritaði um
Fúsa fyrir tíu árum segir:-
„Einhvernveginn er því svo
varið með suma menn — því
miður aðeins' tiltölulega fáa —
að það breytir alveg yfirsvip
dag3ins og tóni, ef maður er
svo heppinn að hitta þá. Dag-
urinn getur verið einn af þess
um fráleitu dögum, þegar allt
snýzt öfugt gegn manni allt frá
því að maður byrjaði á að
raka sig að morgni og uppgötv
ar að síðasta blaðið er ryðgað
og skörðótt í vélinni — og til
þess, að maður leggur sig að
kveldi úrvinda eftir að hafa
verið að bisa við stíflað frá-
rennsli í þvottahúsinu. Ég efa
ekki að þeir lesendur mínir,
sem komnir eru til vits og ára,
kanmast allir við slíka daga.
Tilverunni þóknast stundum að
gera úr þeim merkilegt píslar-
tæki. Á milli þessara tveggja
skauta, morguns og kvölds,
tekst henni stundum að senda
á veg manns alla þá smámuna-
þrefara og leiðindapoka, sem
hún á tiltæka í heilu lögsagnar
umdæmi. Einhvem veginn
hafa þeir allir átt erindi þenn
an dag.
Og svo hittir maður Sigfús
Halidórsson. Það getur borið
að með ýmsum hætti, Hann
getur dottið inn úr dyrunum,
eða maður mætir honum á göt
unni og tyllir sér einhvers stað
ar og fær sér kaffibolla. Það
er alveg sama, hvemig það ber
að. Maður er sloppiran úr klóm
þeirrar óvættar, sem hefur of-
sótt mann daglangt, leiðans,
ergelsins, vonbrigðanna. Dag-
urinn skiptir um yfirsvip og
tón, fær ofurlitla hýru í yfir-
bragðið, glettni í augnaráðið
— annan málróm. Þetta upp-
götvast ekki í djúpúðugum við
ræðum, kannski aðallega í
spjalli af þeirri tegund, sem
enskir nefna Sweet nansense —
eiskulegan hégóma. En er .af-
bragðs holt fyrir sálina“.
Þessi orð skáldsins sáluga í
Holti höfum við formála fyrir
spjalli okkar Fúsa. Við ætlum
svo sem ekki að vera neitt stór
gáfaðir eða sniðugir heldur
láta móðann mása um myndir
og lög og auðvitað er það Fúsi,
sem á að hafa orðið.
MENN HAFA EYÐILAGT
EINU ÁLFABORGINA
Á ÍSLANDI
— í fyrstu klassísk spurning,
Fúsi, hvenær eru myndirnar
málaðar?
— Þær eru alla leið aftur í
1947 og til dagsins í dag eða
nokkurs konar þvensikurður en
þó ekki heildansýning.
— Hvað hefurðu oft sýnt
hér í Reykjavík?
— Ég held fjórum sinnum og
að auki víða út um landið. Já,
og þar fyrir utan hef ég tekið
þátt í nokkrum samsýningum,
sem ég man ekki hve margar
eru.
— Mótívin?
— Undirstaða sýningarinnar
er Reykjavík. Þetta er Reykja-
víkursýning. Þarnia koma
mannamyndir og landslags-
myndir. Þetta er unnið bæði í-
olíu, vatnslitum, pastel, svart-
krít, brúnkrít og blýanti.
— Eru ekki einhverjir
skemmtilegir karakterar, sem
þú hefur fest á léreftið?
—•' Jú, jú, m.a. Guðmundur
Hagalín, Vilhjálmur frá Ská-
holti, Hafsteinn miðiil, Sveinn.
Skorri og tengdafaðir minn
Jón Andrésson o. fl.
— Þið voruð miklir vinir þið
Vilhjálmur frá Skáholti?
— Já, það er rétt, og ég er
reyndar að hugsa um að setja
myndina af honum í heiðurs-
sess. Mér er oft hugsað til hans
Villa og þó aldrei meir en nú
fyrir þessa sýningu, því enginn
átti meiri þátt í að ég kom upp
Reykj avíkursýningunni 1960
en eimmitt hanin.
— Og þú hefur líka gert lög
við ljóðin hans eða máski öf-
ugt.
— Já, ég gerði lög við ljóðiin
en varla öfugt.
— Kynni ykkar Vilhjálms
voru mjög náin?
— Veturinn 1959 kom Vil-
hjálmur til mín næstum á
hverju kvöidi og þá efldust
kynnin og urðu að vináttu,
sem entist til dánardægurs
hans eða jafnvel lengur. Ann
ars þekktumst við frá fyrstu
byrjun eða frá því ég man
eftir mér.
Ég hef varla þekkt skemmti
legri og elskulegri mann en
hanin Villa frá Skáholti. Hann
var fyrst og fremst fagurkeri
og góðmenni.
— Fúsi, þú hefur málað tala-
vert af gömlum húsum er það
ekki?
— Jú, og hef haft mi'kla
Sigfús við eitt málverka sinna.
Þrír sjómenn og
trillan Katrín GK. 90
flóa sagði Marikús, að hann
vonaðist til að hið háa Al-
þingi, sem nú kæmi saman,
léti loka Faxaflóanum fyrir
snurvoð, og vildi í því sam-
bandi benda á, að allir þeir
snurvoðarbátar, að undan-
teknum nökkirum bátum frá
Keflaivík, seim gerðir væru út
frá Faxaflóahöfnum, stunduðu
nú veiðair utatn Faxaiflóasvæð-
isins, því þeir væru búnir að
skrapa allam fisk upp á svæð-
inu. Undir þetta tóiku hinir
tveir.
Mabkús er búinn að vera á
togurum siíðan 1945 og starf-
aði þá mikið sem lestarmaður
og sigldi oft á því tísmabili.
Á trillunni sinni notar hann
þá aðferð að blóðga fiskinn
beint ofan í plastkassa og
gerir að honum þannig, að fisk
urinn kemur aldrei við dekk.
Út úr þessu segir hann að
komi betri vara og meiri
ÞEIR Markús Þorgeirsson,
Kristján Guðmundsson og
Sigurþór Sigfússon stóðu á
bæjarbryggjunni í Hafnarfirði
og ræddu landsins gagn og
nauðsynjar og þá sérstaklega
það sem snerti sjóinn, því
sjávarútvegurinn snertir þá
alla að meira eða minna leyti.
Kristján vinnur á lagemum
hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarð-
ar. Næg atvinna hefur verið
þar að undanförnu og sagði
hann, að starfsfólk Bæjarút-
gerðarinnar saknaði þess að
missa hinn ágæta forstjóra
Sæmund Auðunsson, sem hef-
ur verið ráðinn skipstjóri á
rannsóknaskipið Bjarna Sæ-
mundsson.
Þeir Markús og Sigurþór
róa báðir á trillu. Triiila Mairk-
úsar, Katrín GK-90, er aðeins
4 mánaða gömul, srnáðuð hjá
Bátalóni í IHafnarfirði. Er
þetta allra snotrasta trilla og
hafa þeir róið 2—3 á henni á
handfæri í Faxaflóa. Hefur
afliinn verið mieð betra móti
þar sem meiri fiskur -virðist
nú ganga á miðin en aður.
Hefur báturinn aflað 80 tonn
frá því um miðjan apríl. Þeir
hafa rafmagnisrúllur um borð
og sagði Markús að þær gerðu
vinnuna léttari og aflinn yrði
meiri.
Varðandi snurvoðina í Faxa- Á bryggjunni í Hafnarfirði frá v. Markús, Kristján og Sigurþór.
þyngd. Hamm var eindregið.
þeirrar Skoðunar, að Sjó-
maimasambandið ætti að
stuðla að því, að fiskurinn
verði ísaður í kassa og farið
verði inn á þá braut að þeiim
lögum verði komið á, að á
rniilli löndunarstaða og fisk-
vinnslulhúsa verði hráefnið
flutt í Ikössum. Hann hafði
séð þetta alls staðar gert er-
lendis. og vildi benda á þá
reynslu sem hann ihafði fengið
af þessu.
Um borð í Katrínu er góð-
ur seglútbúnaður og vi'll
Marfcús eirudregi® benda öll-
um skipstjórnarmönnum á
trillum og mimni bátum á, að
þeir læri meðferð segla, en
láti þau ekki fúna við mastrið
Ljósm. H. Hall.
eða niður við dekk. Það er af
sam áður var, því nú er gert
grín að mönnuim sem hafa
uppi segl. En meðferð skips
og vélar og líðan manna um
borð er allt önnur þegar Skip
er undir seglum við réttar að-
stæður, auk þess sem góður
seglaútbúnaður hefur bja-rgað
mörgum mannislífum. Mankús
hefur reynt það sjálfur hvað
það getur komið sér vel að
kunna að beita seglum, en
hann lærði það af Færeying-
um sam hann hafði uim borð
hjlá sér. Það vair árið 1960 að
hann var með Hrefnu AK-93,
vélbilaða undir Öndveirðarnesi
í 11—13 vindstigum af SA.
Þegair vélin bilaði voru þeir
staddir 1,5 sjómílur undan
landi. Þeir beittu seglum og
þegar varðslkipið Ma.ria Júl'ía
kom þeim til hjálpar 9 tímum
seinna, voru þeir ikomnir irúm-
ar 4 sjóimiílur frá landi.
Mairikús hefur þá hugmynd
fram að færa, í samibandi við
smábáta, að settar verði neyð-
arbaujur á voga og vilk-
ur meðfram strönd landsins
þannig, að ef um minni háttar
vélainbilun væri að ræða, þá
gætu aðrar trillur hjálpað
þeinri biluðu til þess að kcm-
aist í baujuna auk þess sem
það gæti verið mii'kil hjálp í
vonduim veðrum, ef hægt væri
að vinda sig í bauju.
Eins og áður er getið er
trilla Mairkúsair fjögurra mán-
aða gömul. Hún er 10 tonn, og
öll hin snotrasta bæði að in,n-
an og utan. Fulitirúar sem
voru hér á ráðstefnu F.A.O.
komu og skoðuðu bátinn og
urðu mjög hrifnir.