Morgunblaðið - 05.09.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.09.1970, Blaðsíða 12
12 MORGUJSTBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1970 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjóma rfulltrúi Fréttastjórj Auglýsingastjóri Rttstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald 165,00 kr. f tausasöiu hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveirvsson. Matthias Johannessen, Eyjótfur Konráð Jónsson. Þorbjöm Guðmundsson. Bjöm Jóhannsson. Ámi Garðar Kristinsson. Aðaistraeti 6. Simi 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanfands. 10,00 kr. eintakíð. ALMENNIN GS ALITIÐ GEGN VERÐBÓLGU ITerðbólga og dýrtíð eru * gamlir kunminigjar okk- ar íslendinga. Einn helzti sérfræðingur okkar í efna- hagsmálum hefur m.a.s. hald ið því fram, að íslemdingar ættu að vera í aðstöðu til að veita öðrum þjóðum góð ráð um viðbrögð gegn verðbólgu vegna langrar reynslu og þess, að íslendingar hafa reynt allar hugsanlegar leið- ir tii þess að ráða niðurlög- um þessa skaðvalds. Að vísu hefur ekki borið á því að aðrar þjóðir, sem berjast nú við verðbólguna, hafi leitað ráða hjá okkur íslendingum, en á hinn bóginn verður þess nú vart, að afstaða lands- manna sjálfra tii þessa fyrir- bæris er önnur en áður var. Eitt af því, sem gerði stjórn- arvöldum erfitt fyrir um varnir gegn verðbóigu, var sú staðreynd, að almenning- ur aliur var gegnsýrður af verðbólguhugsunarhætti. I mörgum tiivikum óskuðu menn beinlínis eftir verð- bólgu, t.d. til að greiða nið- ur byggingarskuldir og að öðru leyti miðuðu menn fjár- hagslegar ráðstafanir sínar við verðbólguástand. Þesisi almenna afstaða átti sinn þátt í þvi, að fyrr á ár- um reyndist jafnan erfitt að ráða niðurlögum verðbólg- unnar. Nú verður þess mjög vart, að almemningsálitið er al'lt annað en áður og að mik- fl andstaða er gegn verð- bólguhugarfari. Þessi stað- reynd hlýtur að vera mjög þýðimgarmikil í augum þeirra, sem nú fjalla um verðbólguvandann. Vegna þess að fólkið í landinu skil- ur mjög glögglega þá hættu, sem er framundan, og þann vanda, sem við er að etja, má vænta þess, að stuðning-. ur við ákveðnar aðgerðir til þess að stöðva verðbólgu- skrúfuna verði mjög ríkur. Þetta er mikilvæg stað- reynd, sem vert er að veita eftirtekt. Oft hefur viljað brenna við, þegar gerðar hafa verið ráðstafanir í efna- hagsmálum, að stuðningur almennings við þær hefur ekki verið nægilega mikiU og þær þess vegna átt erfiðara uppdráttar. En nú horfa mál- in öðru vísi við. Fólkið í land inu gerir þá kröfu til stjóm- arvaidanna að verðbólgu- hjólið verði stöðvað, víta- hringurinn rofinn og kaup- máttur launanma tryggður jafnframt rekstrargrundvelli atvinrtuveganna. Þessi glöggi skilningur hins almenna borg ara á verðbólguhættunni, sem m.a. hefur verið undir- strikaður rækilega undan- farna daga í sambandi við verðhækkanir á landbúnaðar vörum, skapar ný viðhorf og gera ríkisstjórninni kleift að ráðast gegn verðbólguvand- anum af festu og einbeitni. Almenningsálitið gagnvart verðbólgunni er þýðingar- mikið fyrir ríkisstjómina, en það er einnig vert fyrir stjómarandstöðuflokkana að veita því eftirtekt. Með sama hætti og ríkisstjórnin á vís- an stuðning við aðgerðir gegn verðbólgu, verða stjómarand stæðingar að gera sér grein fyrir því, að ábyrgðarleysi þeirra gagnvart þessu vanda- máli gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þá. Þess vegna verður að krefjast þess, að stjórnarandstaðan komi fram af ful'lri ábyrgð á næstu mánuðum í sambandi við þær varnaraðgerðir gegn verðbólgu, sem óhjákvæmi- lega verður að grípa til. Landsmálafundir Sjálfstæðisflokksins A ð undanfömu hefur Sjálf- stæðisflokkurinn efnt til landsmálafunda víðs vegar um landið og hafa ráðherrar flokksins mætt á þessum fundum, flutt framsöguræð- ur og svarað fyrirspurnum fundarmanna ásamt forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins í viðkomandi kjördæmi. Þessir landsmálafundir, sem munu verða rúmlega 20 talsins er þeim verður lokið, eru liður í því að gera al- menningi grein fyrir sjónar- miðum Sjálfstæðisflokksins til stjórnmálaástandsins eins og það nú er, í kjölfar gjör- breyttra viðhorfa á þessu sumri. Slík tengsl stjórnmála- flokka og almennings eru þýðingarmikil og til þess fall- in að efla skilning fólks á þeim vandamálum og verk- efnum, sem við þarf að fást hverju sinni. Landsmálafund irnir hafa ekki sízt verið Sjálfstæðisiflokknum mikil- vægir nú, þegar flokkurinn stendur á örlagaríkustu tíma- mótum sögu sinnar. íj Akira Kurosawa Eftir Björn Vigni Sigurpálsson Japanir hafa nokkur undanfarin ár verið mestu kvikmyndaframleiðendur veraldar. Á síðasta ári voru þeir langt á undan öllum öðrum kvikmyndaþjóð- um, framleiddu alls 719 myndir, Indverj ar voru í öðru sæti, framleiddu 316 myndir á árinu, þá Formósa með 257 myndir, Italía í fjórða sæti með 245 myndir, Hong Kong með 171 mynd og Bandaríkjamenn voru í sjötta sæti með 168 myndir. Ljóst má vera af þessari upptalningu, að áhuginn fyrir kvik- myndum í Austurlöndum fjær er gífur- legur, og Japanir eru þar í fararbroddi. Áhuginn fer vaxandi með hverju ár- inu, og til að gefa ofurlitla hugmynd um þróunina í Japan síðustu áratugina skal nefnt, að í október 1945 voru að- eins 845 kvikmyndahús í Japan, en í janúar 1957 voru þau orðin sex þúsund. Þessi þróun hefur haldið áfram síðustu árin. Fimm eða sex kvikmyndafyrir- tæki eru alls ráðandi í framleiðslunni á kvikmyndum í Japan, og er mikil verka skipting á milli þeirra til að hagsmun- ir rekist ekki á. Þannig annast eitt þeirra gerð ástarlífsmynda, annað gerð glæpamynd, enn annað gerð fjölskyldu- mynda, hið fjórða gerð stríðsmynda o.s. frv. Markaðurinn heima fyrir er nán- ast óþrjótandi og þörfin á útflutningi kvikmynda ekki nema takmörkuð. Aðeins 19 ár eru liðin frá því, að Vesturlandabúar fóru fyrst að kynnast japanskri kvikmyndagerð, og verður að viðurkennast að enn í dag eru kynni okkar af japönskum kvikmyndagerðar- mönnum ekki nema takmörkuð. Akira Kurosawa er vafalaust sá maður, sem vestrænir kvikmyndaáhugamenn þekkja bezt til. Hann var líka sá, sem fyrstur kynnti japanskar kvikmyndir fyrir Vest urlandabúum, er mynd hans „Rasho- mon“ var sýnd á kvikmyndahátíðinni I Feneyjum árið 1951. Hún var tíunda mynd Kurosawa og hlaut aðalverðlaun kvi kmyndahátíðarinnar. Svo vill til, að Hafnarbíó sýnir um þessar mundir eina af myndum Kuro- sawa — „Barnsránið", eins og hún hef- ur verið nefnd á íslénzku. Ef ég man rétt þá er þetta 3ja myndin eftir hann, sem sýnd er hérlendis; hinar tvær fyrri voru „Rashomon" og „Yojimbo“ eða Lif- vörðurinn. Þá veit ég til þess, að Há- skólabíó er á höttunum eftir tveimur öðrum myndum Kurosawa til mánudags sýninga, og er önnur þeirra „Shichinin no Samurai“, ein þekktasta mynd hans. 1 bók sinni „The Contemporary Cin- ema“ skýrir Penelope Houston (þekkt- ur brezkur kvikmyndagagnrýnandi og ritstjóri „Sight and Sound") frá þvi, að tvær sagnir séu uppi um það, hvern- ig „Rasohmon" náði til Feneyja. Sam- kvæmt annarri þeirra höfðu Japanir mikinn hug á því að senda mynd á há- tíðina, en voru mjög tvístígandi, þar eð þeir vissu ekki hvort þeir ættu nokkuð, sem hæfði til sýninga erlendis. Fengu þeir fulltrúa hjá ítölsku kvikmyndafyr- irtæki í Tokyo til að líta á framleiðslu sína. Hrifning hans leiddi til þess, að ’ishomon" varð fyrir valinu, og opn- aði þar með augu Vesturlandabúa fyrir japanskri kvikmyndagerð. Hin sagan er á þá leið, að japanskir framleiðendur hafi verið staðráðnir í að vinna mynd- um sínum markað á Vesturlöndum. Hafi þeir í samvinnu látið gera mynd eftir Kurosawa við stjórn nýjustu myndar sinnar — „Sporvagnsins þys.“ ákveðinni formúlu, sem þeir vissu fyrir að miunidi fa-lia vel í kraimið hjé giest- um kvikmyndahátíðarinnar. Fyrri sögnin er nú almennt talin sennilegri, og ekki er undarlegt, þó að „Rashomon" vekti áhuga ítalska full- trúans, þvi að Kurosawa er yfirleitt talin vestrænastur allra japanskra kvik myndagerðarmanna. Kurosawa er nú sextugur að aldri, og í viðtali við „Show Business Illustrated” hefur hann lýst fyrstu kynnum sínum af kvik myndum. „Það var árið 1937, er ég var óþekktur listmálari í Tokyo, að ég rakst á auglýsingu i dagblaði að PCL, er síðar varð Toho-kvikmyndaverið, óskaði eftir að ráða aðstoðarleikstjóra. Umsækjendur voru beðnir um að skrifa ritgerð um grundvallargalla japanskr- ar kvikmyndagerðar og benda á leiðir til úrbóta. 1 svari mínu benti ég á í gamansömum tón, að væri um grund- vallarigialla iað raeiðia, diyigðiu enigiitn mieð- ul. Ég sagði einnig, að alltaf væri hægt að gera betri kvikmyndir. Mér til undr unar var mér boðið starfið, sem ég þáði með það fyrir augum að snúa mér aftur að málaralistinni eftir 1—2 mánuði. Ég komst þó brátt að því að kvikmynd- in var tjáningarmiðill minn og varð um ky rrt.“ Ku rosawa byrjaði sem aðstoðarleik- stjóri hjá Kajiro Yamamoto, sem var þá helzti leikstjóri Japans. Hann lagði mikla áherzlu á nauðsyn þess, að leik- stjórar kynnu vel til verka við gerð handrits til að geta skilið kvikmyndina til fulls. Kurosawa hefur fylgt þessu dyggilega, og hann velur iðulega leik- arana áður en hann byrjar samningu handrits. Kurosawa fer ekki dult með aðdáun sina á vestrænni kvikmyndagerð, og þá ekki hvað sízt á bandarískum „Vestrun um“ eða hnegg-óperum. Kurosawa nefnir sérstaklega John Ford sem sinn eftirlætis leikstjóra, en afneitar því að hafa orðið fyrir sérstökum áhrifum frá honum, þó að hann a.m.k. tvívegis nán ast staðfæri „vestra" við japanskar að- stæður; þ.e. í myndunum Yojimbo og Sanshiro Tsubaki. Þar er Samurai-inn staðgengill kúrekans. I heimalandi hans hafa gagnrýnend- ur stundum veitzt að honum fyrir að vera of vestrænn, kannski vegna þess hversu góðar viðtökur hann hefur fengið á Vesturlöndum. Hann er þakk- látur fyrir þessar velviljuðu viðtökur Vesturlandabúa og segir: „Mér finnst að þeir (vestrænir gagnrýnendur) gefi sér meiri tíma til að hugsa um kvik- mynd og hvað þeir ætli sér að skrifa — í samanburði við japanska gagnrýnend- ur. Ég gæti trúað því, að margir japanskir gagnrýnendur telji sig þurfa að finna eitthvað til að gagnrýna hvern einasta dag — annars missi þeir starfið. Ég reyni þó að láta þá ekki hafa nein áhrif á mig.“ Hann ætlast þó til þess að menn hafi í huga, að myndir hans eru fyrst og fremst japanskar og gerðar fyrir innan- landsmarkað. „Mér kæmi aldrei til hug- ar að gera mynd fyrir erlenda áhorf- endur. Ef verk hefur enga þýðingu fyr- ir japanska áhorfendur, þá kæri ég mig sem japanskur listamaður ekkert um það. Hvernig getur maður gert mynd fyrir annars konar menningu án þess að Framhald á bls. 16 n ih

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.