Morgunblaðið - 05.09.1970, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 1970
P
V
►
■25555
•^"^ 14444
mmim
BILALEIGA
HVERFISGÖTU 103
VW Seafiferðabifrád-WH 5 manna-VWsvefnvagB
VW 9manna-Landrover 7manna
bilaleigan
AKBRA UT
w rental sermce
r’ 8-23-47
sendum
Bílaleigan
UMFERÐ
Sími 42104
SENDUM
ÍBÚÐ TIL LEIGU
í SAMBÝLISHÚSI
fbúðm er ein stofa, eicfbús, bað
og geymsla og afnot af sameig-
iniegu þvottaihúsi. Tifboð menkt
„Regiusemi 4212” ser>dist Morg-
urtblaðiou fyrir rræstkomandi
miðvikudagskvöld.
SKÓLAVÖRUR
SKÓLAFATNADUR
Opið til kl. 4.
Flestar gerðir
húsgagna ávallt til.
GAMLA KOMPANÍIO HF
Srðumúla 33
simi 36500 - 36503.
0 Skyldi það hafa
dreypt á?
Freymóður Jóhannsson
skrifar:
„Velvakandi góður!
f bréfi til þín, er birtist i
Morgunblaðinu i dag, 2. sept.,
frá almennum borgara, um þef-
ara og nafnskírteinasýningar,
er kvartaö undan framkvæmd
ákveðinna reglna á vínveitinga
stað. Meðal annars er getið um
lögregluþjóna og vineftirlits
menn, er hafi verið „á þönum
milli vínstúknanna með nefið
niðri í hvers manns glasi.“
Rétt mælir þú, Velvakandi
sæll, að ósköp er lýsingin leið-
inleg. Ætli aumingja fólkið
hafi, samt sem áður, drukkið
úr glösunum? Hvað heldur þú?
0 Misjafnar eru mann-
raunimar
Mér finnst nú, að frásögn
almenns borgara beri umrædd
um veitingastað einmitt tiltölu-
lega gott vitni um eftirlit það,
sem nauðsynlegt hefur þótt á
svona stöðum. Ég mundi hins
vegar, þveröfugt við almennan
borgara, hafa nafnskírteini mitt
til reiðu eins oft og áberandi
og tök væru á, til þess að vekja
eftirtekt á persónuleika minum
og löghlýðni og til þess að
sýna að ég hafi engu að leyna.
Ég geri þetta alltaf í „trygg-
ingunum", — finnst svo gaman
að þessu, þótt ég þurfi þess
ekki. En misjafnar eru mann-
raunimar.
0 Þurrkur beztur
Annað mál er það, að til þess
að losa svona almenna borgara
við slxkan ófögnuð eins og sýn
ingar á eigin nafnskírteinum og
ókræsileg nef niðri í glösum
sínum, væri áreiðanlega heppi-
legast, ég tala nú ekki um holl-
ustuna fyrir þjóðfélagið, að
losa svona samkomur við þess-
ar vínveitingar, — banna þar
alla áfengisneyzlu, eins og vel
hefur reynzt á útiskemmtunum
um verzlunarmannahelgarnar
undanfaxrin ár, því að allt mun
brölt þetta vera vegna áfengis-
veitinganna á umræddum stað.
2. september 1970,
Freymóður Jóhannsson".
0 Ekki einu sinni ný-
snýtt nef innan barma
„Borgfirzk kona“ skrifar Vel
vakanda svipað bréf. Segist
hún ekki skilja, af hverju fólki
sé illa við að tjá heimildir á
sér með sýningu nafnskirteinis,
sem sé ákaflega einfaldur hlut-
ur og oft kærkomið tækifæri til
þess að kynna nafn sitt, en
aftur á móti kæri hún sig ekki
um annarra manna nef innan
barma á eigin glasi, „ekki einu
sinni nýsnýtt lögreglumanns-
nef.“
0 Þjóðræknisfélag
fsiendinga
Helgi Vigfússon skrifar eftir-
farandi bréf, og hefur hann
sjálfur sett fyrirsagnir á und-
an og I bréf sitt:
0 Hvað hefur orðið af?
„1929 var stofnað Þjóð-
ræknisfélag Islendinga. Höfuð-
tilgangur félagsstofnunarinnar
var sá að efla þjóðrækni
og samvinnu Islendinga heima
og erlendis. Mjög sjaldan þvi
miður heyrist um lif og tilveru
þessa félags, sem þó verðskuld-
aði það, að almenningur vissi
um, þvi að svo margir íslend-
ingar eru áhugasamir um ætt-
firæði og eru um leið ættrækn-
ir.
Félagið mun hafa verið stofn
að með það fyrir augum, að í
framtiðinni yrði það einn
traustasti tengiliður milli ís-
lendinga heima og erlendis.
Þá sjaldan að Vestur-lslend
ingar sameinast í eina flugvél
til landsins, hefur þjóðræknis-
félagið gestaboð fyrir þá, og er
það vel.
En aðeins einu sinni á ári,
og þá á þeim tíma, sem sumar-
leyfi standa sem hæst, er boð-
að til fundar.
Félagsmálastarfsemi tekur
mikinn tima, og vafalaust eru
forsvarsmenn félagsins önnum
kafnir, en má ekki dreifa fé-
lagsstarfinu á fleiri?
Til þess þarf að sjálfsögðu
að opna félagið betur fyilr al-
menning.
0 Verðskuldar athygli:
Varðhorg
Norður á Akureyri starfar
Hótel Varðborg. Hótelið hefir
verið byggt upp og skipulagt
undir frábæiri stjóm Stefáns
Ágústs Kristjánssonar, for-
stjóra Sjúkrasamlags Akureyr-
ar, í umboði góðtemplara.
Undir handleiðslu Stefáns
hefir hótelið skipað veglegan
sess hjá innlendum sem útlend-
um gestum. Útlendingur, Banda
rikjamaður, sagði mér, að hann
skipaði þessu hóteli á bekk
beztu hótela, sem hann hefði
komið í, hvað allan útbúnað
snerti.
Er þetta skemmtilegur vitnis
burður.
Fyrst ég er svo á annað borð
byrjaður á að tala um hótel-
menningu, þá langar mig til
þess að minnast á annað hótel
á landinu og er það:
0 Hótel Höfn í
Hornafirði
I hinum fegursta fjallahring,
á fögrum stað í Hornafirði,
stendur eitt hinna reisulegustu
hótela landsins. Heillandi af
fegurð staðarins og töfrandi lit
brigðum, nýtur maður á þessu
hóteli skemmtilegrar þjónustu
og frábæirar gestrisni hóteleig
enda.
0 Séra Þorvaldur á Mel
í Miðfirði
Melur í Miðfirði var allt
fram á þessa öld talið meðal
eftirsóknarverðustu brauða
landsins, að minnsta kosti norð
an heiða.
Um aldamótin 1600 sat stað-
inn einn mesti lærdómsmaður
sinnar samtíðar, Arngrímur
hinn lærði.
Hann gerði garðinn frægan,
því að útlendingar veittu þvi
athygli, að frá Mel voni send
merk lærdómslistarit, skrifuð á
latínu. Séra Axmgrímur sat stað
inn í hálfa öld.
Nokkrum öldum síðar, eða ár
ið 1877 fékk séra Þorvaldur
Bjarnason veitingu fyrir staðn
um, og sat hann staðinn með
reisn og virðingu í 29 ár.
Lærður frá Kaupmannahafn
arháskóla, áhugamaður á hin-
um islenzku handritum í Áma-
safni, og fékkst hann nokkuð
við að skrifa upp handrit fyrir
Jón forseta Sigurðsson og Árna
safn.
Hann gaf út t.d. Krókarefs-
sögu 1866, og ennfremur má
nefna „Leifar fornra kristinna
fræða íslenzkra" 1878.
Tungumálamaður var hann
alveg sérstakur og eftirsóttur
þýðandi. Bókasafn átti hann
mjög stórt og vandað, eitt hið
stærsta á sinni tíð. Framfara-
maður var hann I landbúnaði.
Séra Þorvaldur var gæfu-
maður, kona hans var frænd-
kona hans (bræðra- og systra-
börn), maddama Sigríður Jóns-
dóttir söðlasmiðs í Belgsholti í
Melasveit i Borgarfirði, Bene-
diktssonar; meðal systra Sigrið
ar var frú Kristín kona Jóns
frá Deildartungu Jónssonar,
langamma Jóhannesar Helga
og Magnúsar Ólafssonar yfiri.
Prestshjónin á Mel eignuðust
5 böm, og út frá þeim er kom-
irm stór og merkur ættbogi.
Minníng hjónanna, sem sátu
Mel á ánmum 1877—1906 hefir
því miður ekki verið sýnd sem
skyldi nægilega mikii virðing,
sem þau verðskulda.
Séra Þorvaldur var, eins og
að framan er greint, einn mesti
lærdómslistarmaður í klerka-
stétt á Islandi á sinni tíð. Verð
ugt verkefni væri það fyrir
ungan menntamann að kynna
sér líf og ævistörf prestshjón-
anna að Mel í Miðfirði.
Helgi Vigfússon"
0 Ættir og gistihús
Nú, nú, í þessum dálkum má
svo vart einum hæla, að ann-
ar verði ekki afbrýðisamur.
Velvakandi hefur gistingar-
reynslu af þremur gistihúsum á
Akureyri, þ.e. Hótel Akureyri,
Hótel KEA og Varðborg. Þau
eni öll ágæt, eins og reyndar
Akureyri er ölL Þetta er eini
bærinn á íslandi, þar sem
Reykvíkingar geta leikið túr-
ista, og ég held, að okkur væri
skollans nær að fara oftar til
Akureyrar en Mallorca, en
stopp, stopp, nú tryllast ferða-
skrifstofumar.
Eins er það með ættarrakn-
ingu bxréfritara. Nú fer fjöldi
manns sjálfsagt í fýlu, af því
að Helgi getur þeirra ekki í
niðjatali þessara merku prests-
hjóna. — En Velvakandi er svo
sem vanur þvi, að til hans blási
fúlur andi og um hann leiki
þungt og þrútið loft úr nösum
fýlupoka, sem skilja ekki, að
útilokað er að geðjast öll-
um. Samt reynir Velvakandi að
opna glugga sína upp á gátt.
0 Júgóslavneskur
maskínutæknistrákur
Slavoljub Milosavljevich,
Hajduk Veljka 7, Gor. Milan-
ovac, Júgóslavíu, skrifar Vel-
vakanda á þýzku og segist
vilja skrifast á við íslending á
þýzku eða „jugoslawischer
Sprache", (hver skrambinn,
sem það er nú, sennilega á
hann við serbnesku). Hann er
tvítugur að aldri og kveðst
hafa mikla þörf og löngun til
þess að skrifast á við jafn-
aldra sína utan júgóslavnesku
landamæranna. Hann er vél-
fræðingur að atvinnu og hef-
ur mikinn áhuga á íþróttum,
tónlist, góðum bókum (einn af
þeim), ferðalögum, leiklist, fri-
merkjum og landslagspóstkort-
um.
Sölumaður
algerlega reglusamur og heiðarlegur með eigin bíl (sendiferða-
brl) óskar eftir að taka að sér söluferðir út á landi fyrir traust
heildsölufyrirtæki eða framleiðanda.
Tilboð vinsamlegast leggist inn á afgr. Mbl. sem fyrst merkt:
.Söluferðir — 4059”.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast í byggingu verksmiðjuhúss að
Vatnagörðum 4.
Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora,
Sóleyjargötu 17, kl. 13—16, gegn kr. 5.000.—
skilatryggingu.
Tilboðsfrestur er til mánudags 14. sept. kl.
16.00.
HF. ÚTBOÐ OC SAMNINGAR
Stúlkur — bœkur
Stúlkur (ekki yngri en 20 ára) óskast í bókaverzlun í Mið-
borginni. Góð kunnátta í Norðurlandamálum nauðsynleg og
helzt einhver kunnátta í þýzku, frönsku eða spönsku. Reynsla
í afgreiðslustörfum nauðsynleg.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist
Morgunblaðinu merkt: „Áhugi — 4325".