Morgunblaðið - 12.09.1970, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.09.1970, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. S'BPT. 1970 13 Formaður kvennadeildar Björg Stefánsdóttir og forstöðukona stöðvarinnar, Jónína Guðmundsdóttir við eitt af tækjum stöðv- arinnar. (Ljósm. Sv. Þorm.) 70 sjúklingar þjálfaðir 1 dag — í stöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Hita- mengun verði könnuð — með meiri nýtingu MBL. leitaði upplýsinga hjá Jakobi Gíslasyni orkumálastjóra vegna frétta um að afgangsvatn frá borholum á Námaskarði mundi seitla út í Mývatn og mundi e.t.v. geta valdið þat spjöllum. Jakob sagði það rétt, að' tals- vert varmamagn færi í jörðu í Námaskarði eftir notkun. Væri hætt við að það yki eitthvað rennsli á heitu vatni í Mývatn. Þangað hefur sem kunnugt er far ið heitt vatn í árþúsundir.25 stiga heitt vatn er t.d. i Stórugjá og 40 stiga heitt í Grjótagjá. Nú mundi þetta eitthvað aukast og ef heitavatnsrennslið ykist veru- lega með meiri hagnýtingu svæðisins, þyrfti að rannsaka svokallaða „thermal pollution" eða hitamengun. Er það séð fyr ir og gert ráð fyrir því. Nú þegar fara alltaf fram efna íræðilegar rannsóknir á heita vatninu úr borholunum í Náma- skarði. Sagði Jakob að sam- kvæmt upplýsingum sérfræðinga þeirra sem við það fást, væri sér ekki kunnugt um að það innihéldi nein skaðleg efni. Nú þegar hafa verið boraðar 8—9 holur í Námaskarði og eru 6 þeirra i notkun. Kemur úr þeim 250 stiga heitt vatn og breytist hluti af því í gufu, en afgangurinn er 100 stiga heitt vatn. Dálítið af því er notað í kísilverksmiðjunni, en hitt fer aftur niður í jörðina og má bú- ast við að það siist gegnum jarð lögin. Breiðdalsvík, 9. september. 1 GÆR lauk aðalfundi Sam- bands austfirzkra kvenna hér i Staðarborg. Er það i fyrsta sinn sem hann er haldinn sunnan Breiðdalsheiðar. 1 tilefni af því fór fréttaritari blaðsins á fund aðalritara sambandsins, frú Önnu Þorsteinsdóttur í Eydöl- um, sem lét í té eftirfarandi atriði. Fundurinn stóð í tvo daga, 8.—9. september. 1 sambandinu eru 9 félög, en fundinn sátu auk stjórnar 21 fulltrúi og nokkrir gestir. Fundurinn var haldinn í boði kvenfélagsins Hlífar í Breið dal. SAK hefur látið skólamál á Austfjörðum til sin taka. Að þessu sinni var aðalmál fundar- ins að reyna að koma á náms- flokkastarfi innan hinna ýmsu kvenfélaga. 1 því sambandi ræddi frú Guðrún Bjartmarsdótt ir á Eiðum um námshringi og bréfaskóla og hafði námshringa- vinnustund. Einnig flutti frú Guðrún er- indi um stöðu konunnar. Frú Guðrún Narfadóttir flutti er- indi um áfengisvandamálið og frú Sigríður Haraldsdóttir um heimilisfræðslu og svaraði spum ingum í þvi sambandi. DAGLEGA er tekið á móti um 70 sjúklingum til þjálfunar og endurhæfingar í stöð Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra að Háaleitisbraut 13 í Reykjavík og er þó ekki hægt að anna eftir- spum. Stöðin að Háaleitisbraut var tekin í notkun að hluta fyr- ir tveimur ámm, en nú á næst- unni verður sundlaug og leik- fimissalur tekinn í notkun og er þá húsið fullnýtt. Við stöð- ina vinna alls 12 manns, þar af Rætt var um breytingu þá, sem gerð hafði verið á Hús- mæðraskólanum á Hallormsstað og samþykkt ályktun, þar sem konur voru hvattar til að sækja námskeið við skólann. Á fyrra ári veitti sambandið styrk til sjúkrahússins í Nes- kaupstað, en nú var ákveðin styrkveiting til læknamiðstöðvar á Egilsstöðum. Á vegum sambandsins er starf rækt orlofsnefnd, sem séð hefur um 6 daga orlofsdvöl á Hallorms stað. Frú Sigríður Fanney Jónsdótt ir á Egilsstöðum var kjörin heið ursfélagi SAK, en hún hefur, sem kunnugt er, verið formaður um árabil. En á s.l. ári tók við formennsku Ásdis Sveinsdóttir. Að kvöldi annars fundardags bauð kvenfélagið Hlíf fundar- konum og kvenfélagskonum úr Breiðdal og nærsveitum til kvöld vöku. Til skemmtunar var upp- lestur, söngur og kvikmynda- sýning með tali og tónum. Mynd ina tóku Guðjón Sveinsson og Sigursteinn Melsteð, báðir úr Breiðdal. Taldi frú Anna að þeir hefðu raðað þessu saman á sér- stakan og skemmtilegan hátt. — Fréttaritari. 6 sjúkraþjálfarar og tveir lækn- ar. I gær boðaði kivennadieild fé- lagsiinis til blaðaimiaininiafuinidiar til þeiss a'ð kymma starfseani félags- irus, seim skipiia má í two þætti. Anniars vegar er rekstur stöðv- arimmiar við Háaleitiisbraut og hinis vegar rekstur bamaihieiiimilis og akóla að Reykjaidial í Mos- fellgsveit. í Reykjadial fá böm, sam dveljast þar yfir siuimairtím- ainin, þjálfun og ýmisia kemirasliu, en í fyrravetur var tefciin upp sú nýjiuinig að reika þar stoóla fyrir lörnuð og fötluð börn. Skólamn sóttu þá ucm 20 börn oig verða þau heldiuir fleiri á koimamdi vetri. Sfcólaistýra er Svamhildur Svavarsdóttir. Sikólinm í Reykja- dal er fyrir allt sfcyldustiigið, eða fyrir börm á aldrimum 7—14 ára og önmuðuist tveir kemirnarar keninislumia á sl. vetri og svo er einniig í vetur. Stöð Styrktarfélaigls lamaðra og fatlaðra að Háaleitisbraut 13 er rökin undir stjórn Jónínu Guðmiuindsdóttur, sjúkraþjálf- ara, en yfirlaaknir stölðvarininiar er Hauikur Kriistjámisision. Fé til stJöðvarinimar er femgið mieð ýmisu mióti, en mestan stuðnimg fær fé- lagið með sölu eldspýtma og mieð happdraetti, seim dreigið er í einu simrni á ári. Fær félaigið um það bil 3 millj. króma á ári í ágóða atf þessu tvemiruu. Em aiulk þessa fær félaigið niokkum situðninig frá ríki og borg og með gjöfum frá eimstaklimgum. Undanfarin 4 ár hefur kvenna deild félagsimis gemgizt fyrir kaffisölu til styrktar starfsem- iirumi og verður him árlegia kiadffi- sala á suminiudaigimn 13. sept. Kaffisalan ver'ður frá kl. 2.30—6 í Tónabæ. Á meðain á kaffisöl- uinmii stendur verða ýms skemmtiatriði fhutt, m.a. mum hljómsiveit Ragnars Bjamasomar leifca, Ómiar Raigmarssom verða með sfeMmmtiþátt, þjóðdamsa- sýraiimg o. íi. Formaður kvenmiadeildarinnar, sem mú telur um 140 konur, eir Björg Stefánisdóttir. Adalfundur SAK í Breiödal: Austfirzkar konur styrkja læknamiðstöð Fréttir frá Breiöafirði: Haustið sezt snemma að Stykkisókni,, 9. sept. HAUSTHD virðist ætla að setjast sneemma að hér við Breiðafjörð, eins og amnárs staðar. Septemtoer varla byrjaður fyrr en fjöll voru orðin girá og sum aitovít. HeySkap er nú að mestu lokið og befuir hamn genigið misjafn- lega, spretta verið misjöfn, sums staðar léleg, en á öðruim stöðum í meðallagi og einstaka stað góð. Heyfemgur bænda mun því lítið meiri en í fyrra, en þá var ó- þurrkatíð með afbrigðum. Berjaspretta virðist lítil sem emgin hér í raágrenninu og það litla sem sést þá eru það lítil og óþroska ber sem að litlum sem emgum motum koma og varla tek- ur að hirða. Bregður því mörgum við, sem hefur getað aflað sér áður saemilegs vetrairforða af saft og sultu, en þetta eru allt ávext- ir ávextir kaldari veðráttu í sum- aæ. Þeir eru ekki margir logn- og sólskinsdagarnir hér í sumar og finmst því æði mörgum sijmarið hafa verið stutt. Sumiartoótelið í Stykkisihókni er nú að Ijú'ka störfum. Hættk að taika á móti dvalargestum nú um- helgima og lokar 13. septern- beir. Hefur verið mikið ammríki þar í allt sumar eða frá því að verkfalli laufc og efcki margai' þær mætur sem ekki hefur verið fullskipað, auk þess sem þumft toefur á húsnými úti í bæ að halda. Er því hagur þess vax- andi. Ferðamannastraumur til Stykkighókms eykst með ári hverju og þegar eru margar pant anir um kótelrými kommair fyrir næsta sumar. Forstöðukona Sum acrtoóteisims hefur verið umdanfar- in ár frú María Bærimgsdóttir og hefur velgemgni hótelsims ekki kvað sízt byggzt á atorku henn- ar og duigraaði. Unnið er nú í byggingu félags- heimilisins sem jafmframt á að hafa veitiragaaðstöðu og hefur verkinu miðað vel áfraim í sum- ar og haust. Framikvæmdastjóri byggiragarinmar er Stefán Sig- geirsson afgreiðslumaður, en 1 framikvæimdaraefnd með honum eru Friðrik Þórðarson sýslumað- ur og Leifur Jóhanraesson ráðu- nautur. — Fréttaritari. Árás á sendiráðs- bústað Guatemala 10. sept. AP. HRYÐJUVERKAMENN réðust að húsi sendiherra Uruguay í Guatemala síðdegis í dag og unnu mikil spjöll á því. Sendi- herrann var ekki heima, en kona hans og kornungt barn þeirra komust út úr húsinu án þess að hljóta meiðsl. Tilræðismennirnir köstuðu tveimur sprengjum á húsið og skutu síðan á það af vélbyssum. Sökudólgarnir komust undan. Evrópufrímerkin 1972 og 1973 valin Frímerkið 1971 eftir íslending Á fundi sínum í Montreux í Sviss, 24. ágúst s.l., valdi póst- nefnd Evrópuráðs pósts og síma (CEPT) myndir á Evrópumerki 1972 og 1973. Fyrir Evrópumerkið 1972 var valin teikning eftir Finnann Paavo Huovinen, en fyrir Evrópu frímerkið 1973 var valin teikn- ing eftir Norðmanninn Leif Fri- mann Anisdahl. Alls voru lagðar fram 27 teikn ingar, þar af tvær frá íslandi, eftir Helga Hafliðason, arkitekt í Reykjavík. Næsta Evrópumerki, sem kem ur út í mai 1971, verður sem kunnugt er með mynd eftir Helga Hafliðason, en það var valið á árinu 1968. Er Helgi annar Is- lendingurinn, sem valin hefur hefur verið teikning eftir á Evrópufrímerki. Hinn er Hörður Karlsson, en hann teiknaði Evr- ópufrímerkið 1965. Þangað til nú, að valdar voru teikningar frá Finnlandi og Noregi, var Island eina landið, með mynd Evrópumerkið 1971, teiknað af Helga Hafliðasyni. Merkið er væntanlegt í maí næstkomandi. sem valin hefur verið teikning frá oftar en einu sinni. (Fréttatilkynning frá Póst- og símamálastjórn). V erðlaunagarður í Kópavogi BÆJARSTJÓKN Kópavogs, Rot- ary- og Lions-íklúbbair Kópavogs veiittu viðurkenningu fyrir fegr- un og anyrtiBri'enjisku í sam- bandi við útlit lóða og gairða í kaupstaðnum sumarið 1970. Fyrir fegursta garð í_Kópavogi hlutu Ihjóniin frú Ásta Ólafsdóttir og Ólafuir Jónsson, frú Gerður ÓSkarsdóttir og Bjamd Ólatfsson viðurkennmgu Rotary- og Lions- klúbbanna fyriir garð þeirra að Grænutuinigu 7. Garðurkm er slkipulagður af Hrólfi Sigurðs- syni listmálara. Ennfremur veitti bæjarstjóim Kópavogs viðurkenningu fyrir sérstaJka snyrtimennsku eftirtöld- um aðilum: Frú Maggy Jónsdóttur og Gunnairi Jónssyni fyriir garðiim að Austurgerði 1, frú Helgu Jörgensem og Einari Ó1 afssyni fyrir garðinn að Lönguibrekku 24, frú Áslaugu Pétursdóttur og Jóni Jóelssyni fyrir gairðinn að Þiimg- hólsbraut 18, frú Guðrúnu Ingi- marsdóttur og Vigfúsi Ingvam- syni fyrir garðinn að Þver- bretoku 3. (Frá dómnefnd gamða í Kópavogi).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.