Morgunblaðið - 11.10.1970, Side 8

Morgunblaðið - 11.10.1970, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÖBER 1970 Sjö fyrrverandi þing- manna minnzt VIÐ setningu Alþingis í gær minntist aldursforseti, Sigurvin 'Einarsson, sjö fyrrverandi þ>ng- manna, er látizt hafa síðan síð- asta Alþingi lauk störfum. Fara minningarorð aldursforseta hér á eftir: Sjö fyrrverandi alþingismenn hafa andazt frá því er síðasta Alþingi lauk störfum. Þeir eru Katrín Thoroddsen laeknir, sem andaðist í sjúkrahúsi hér í borg 11. maí, sjötíu og þriggja ára að aldri, Bjarni Bjarnason fyrrver- andi skólastjóri, sem lézt í sjúkra húsíi hér í borg, 2. ágúst, átt- ræður; Bjanni Snæbjömsson læknir, sem andaðist á heimili sínu í Hafnarfirði 24. ágúst, átta- tíu og eins árs; Magnús Gíslason fyrrverandi skrifstofustjóúi, sem lézt í sjúkrahúsi hér í borg 21. september, áttatíu og fimm ára; Karl Einarsson fyrrverandi sýslumaður, sem andaðist í sjúkrahúsi hér í borg 24. sept- ember, níutíu og átta ára; Þór- oddur Guðmundsson fram- kvæmdastjóri, sem varð bráð- kvaddur í gistihúai hér í borg 3. októtber, sextíu og sjö ára að aldri og Gísli Jónsson forstjóri, sem lézt í sjúkrahúsi hér í borg 7. október, áttatíu og eins árs að aldri. KATRÍN THORODDSEN Katrín Thoroddsen var fædd 7. júlí 1896 á ísafirði. Foreldrar hennar voru Skúli ritstjóri og alþingismaður Thoroddsen, son- ur Jóns sýslumanns og skálds Thoroddsens, og kona hans, Theodóra Thoroddsen, dóttir Guðmundar prófasts og alþing- ismanns á Kvennabrekku Einars sonar. Hún lauk stúdentsprófi við menntaskólann í Reykjavík árið 1915 og lækndsprófi við Há- skóla íslands 1921. Við fram- haldsnám í sjúkrahúsum í Nor- egi og Þýzkalandi var hún á ár- unum 1921-1923 og fór síðtar margar námsferðir til útlanda, eirakum til að kynna sér heilsu- gæzlu og heilsuvernd barna. Ár- in 1924—1926 var hún héraðs- læknir í Flateyjarhéraði, síðan starfandi læknir í Reykjavík, viðurkenndur sérfræðingur í bamasj úkdómum 1927, læknir unigbarnaverndar Líknar, síðar Heilsuverndarstöðvar Reykjavík ur 1927—1940, yfirlæknir þar 1940—1955 og loks yfirlæknir bamadeildar Heiluverndarstöðv- ar Reykjavíkur 1955—1961. Katrín Thoroddsen tók sæíi varaþingmanns á Alþingi um skeið haustið 1945, en var síðan landskjörinn alþingismaður á árunum 1946—1949, átti sæti á 5 þinigum alls. í undirbúnings- nefnd Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur var hún frá 1946 og í undirbúnin-gsnefnd Bæjarspít- ala Reykjavíkur frá 1949, en lagði níður störf í þeirri nefnd. Hún var í bæjarstjórn Reykja- víkur 1950—1954 og átti sæti í barnaverndarnefnd um skeið. Katrín Thoroddsen helgaði ævistarf sitt fyrst og fremst lækningum og líknarmálum. Hún hóf læknisstörf sín í erfiðu læk- ishérað'i og reyndist þeim vanda vaxin. Síðan varð hún fyrst kvenna til að stunda almenn læknisstörf hér í Reykjavík. Hún varð vinsæll læknir, fórnfús og ósérhlífin, umhyggjusöm börn- um og öllum smælingjum og ótrauð í baráttu fyrir umbótum í heilbrigðis- og mannúðarmál- um. Á Alþingi átti hún sæti í heilbrigðis- og félagsmálanefnd og sinnti hér mest þeim mála- flokkum, sem þar er fjallað um. Hún hafði fastmótaðar skoðanir um sjálfstæði þjóðar sinnar og samstarf við aðrar þjóðir og lét að sér kveða, er henni þótti þar vikið af réttri braut. Hún átti það til að vera hrjúf og hvass- yrt, er hún varði málstað sinn, var kröfuhörð við sjálfa sig og aðra, heilsteypt og einlæg í bar- áttu fyrir hugsjónamálum sínum. BJARNI BJARNASON Bjarni Bjarnason var fæddur 23. október 1889 á Búðarhóli í Austur-Landeyjum. Foreldrar hans voru Bjarni bóndi í Búðar- hólshjáleigu Guðmundsson bónda þar Sigurðssonar og konu hans Vigdís Bergsteinsdóttir bónda á Torfastöðum í Fljóts- hlíð Vigfússonar. Hann stundaði nám í Flensborgarskóla 1907— 1909, lauk kennaraprófi í Reykja vík 1912 og íþróttakennaraprófi í Kaupmannahöfn 1914. Hann var kennari við barnaskólann í Hafnarfirði 1912—1915, skóla- stjóri þess skóla 1915—1929 og skólastjóri héraðsskólans á Laug arvatni 1929—1959. Bjarni Bjarnason kenndi leik- fimi í Flensborgarskóla þann tíma, sem hann stundaði kennslu í Hafnarfirði og leiðbeindi um íþróttir í ýmsum íþróttafélögum þar. Hann rak bú í Straumi í Garðahreppi 1918—1930, stjórn- aði búi héraðsskólans á Laugar- vatni 1935—1953, en rak þar eig- ið bú eftir það. Formaður Sam- bands íslenzkra barnakennara var hann frá stofnun þess 1921 til 1927 og í stjórn þess til 1931. Á Alþingi átti hann sæti á árun- um 1934—1942, sat á 13 þingum alls. Hann var gæzlustjóri Bún- aðarbankans 1938, átti sæti á Búnaðarþingi 1946—1966, var í stjónn Stéttarsambands bænda 1953—1963 og jafnframt í fram- leiðsluráði landbúnaðarins og hann átti sæti í tryggingaráði 1959—1967. Ýmis trúnaðarstörf, sem hér verða eigi talin, voru honum falin í sveit hans og hér- aði í skólamálum, búnaðarmál- um og félagsskap samvinnu- rnanna. Bjarni Bjarnason ólst upp við landbúnaðarstörf og sjósókn. Hann hóf ungur þátttöku í íþrótt um, varð sigursæll glímumaður, kennari ungra íþróttamanna og hvatamaður um líkamsrækt. Hann valdi sér kennslu að ævi- starfi, og honum var um fertugs- aldur falin forstaða nýrrar menntastofnunar. Skólastjórn Bjarna á Laugarvatni var í föst- um skorðum. Hann lét sér annt Sigurvin Einarsson, aldursforseti Alþingis, minnist látinna þing- manna. um nemendur sína, hvatti þá til dáða og gerði til þeirra kröfur um ástundun og reglusemi. Hér- aðsskólinn á Laugarvatni varð visir mikiis menntaseturs á þeim stað. Þar reis íþróttakennara- skóli, húsmæðraskóli og loks menntaskóli. Bjarni á Laugar- vatni átti mikinn þátt í stofnun þessara skóla allra. Stofnun menntaskóla þar át'ti harðri andspyrnu að mæta, og þurfti mikla bjartsýni og harðfylgi til að leiða það mál til lykta. Bjarni Bjarnason var athafna- og framfaramaður, og áhugamál hans voru mörg. Hann var bú- maður, stjórnaði lengi stórbúi jafnframt skólastjóm. Hann beitti sér fyrir því, að bændur landsins stofnuðu stéttarsamtök, og bændur völdu hann um langt skeið til margvíslegra trúnaðar- starfa. Hann sat á Alþingi tæpan áratug og beitti sér þar meðal annars fyrir umbótum í skóla- málum og landbúnaðarmálum. Hann var raunsær hugsjóniamað ur og laginn málafylgjumaður. Ævistarfs hans sér víða stað, þó að hæst beri farsæla stjórn á menntasetrinu á Laugarvatni. Síðustu æviárin vann hann ötul- lega að útgáfu mikils rits um mennimgar- og framfarasögu Suðurlandsundirlendis. BJARNI SNÆBJÖRNSSON Bjarni Snæbjörnsson var fædd ur 8. marz 1889 í Reykjavík. Foréldrar hans voru Snæbjörn múrari þar Jakobsson útvegs- bónda í Litla-Seli í Reykjavík Steingrímssonar og kona hans, Málfríður Júlía Björnsdóttir, út- vegsbónda í Bakkakoti á Sel- tjararnesi Kolbeinssonar. Hann lauk stúdentsprófi við mennta- skólann í Reykjavík árið 1909 og lækmisprófi við Háskóla ís- lands 1914. Hann var settur hér- aðslæknir á Vatneyri við Patreks fjörð 1914—1915, stundaði fram- hald'snám í Danmörku 1915— 1917, en var alla tíð síðan starf- andi læknir í Hafnarfirði. Hann var jafnframt yfirlæknir St. Jósepsspítala í Hafnarfirði 1933- 1956 og settur héraðslæknir í Hafnaríirði um skeið á árunum 1941—1942 og 1947. Bjarni Snæbjörnsson var kjör- inn til ýmissa trúnaðarstarfa. Hann átti sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á árunum 1923— 1926, 1931—1938 og 1942—1947, var í stjórn Raftækjaverksmiðj- unnar í Hafnarfirði 1936—1969, formaður Rauða kross deildar Hafnatrfj aröar 1941—1948, for- maður Krabbameinsfélags Hafn arfjarðar 1949—1965, í stjórn Krabbameinsfélags íslands 1951—1968, og í stjórn Spari- sjóðs Hafnarfjarðar 1951—1968, formaður henmar 1958—1968. Hann átti sæti á Alþingi 1931— 1933 og 1937—1942, sat á 12 þing um alls. 1 landsbankamefnd átti hann sæti árin 1942—1957. Bjami Snæbjörnsson helgaði ævistarf sitt fyrst og fremst lækninga- og líknarmálum. Á öndverðum læknisárum hans í Hafnarfirði reyndi mjög á dug hanis og drengskap, er hin mann- skæða Spánska veiki geisaði á þeim slóðum. Er í minnum haft, hve vél hann reyndist þá sjúk- um og sorgmæddum. Hann hélt áfram læknisstörfum við miklar vinsældir fram á elliár. Árið 1968 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar einróma að gera hann að heiðursborgara Hafnar- fjarðar og votta honum með því virðingu og þakklæti fyrir fimm tíu ára læknisstörf í Hafmarfirði. Bjarni Snæbjörnsson var áhuga .samur og skoðanafastur í stjórn- málum, félagslyndur og skyldu- rækinn, prúðmenni og drengskap armaður. Eftir honum var sótzt til trúniaðarstarfa í flokki hans, bæjarfélagi og félagssamtökum, og hann reyndist í hvívetna verður þess trausts, er honum var sýnt. MAGNÚS GÍSLASON Magnúa Gíslason var fæddur 1. nóvember 1884 í Eydölum í Breiðdal. Foreldrar hans voru Gísli, síðast bóndi og póstaf- greiðslumaður á Búðum við Fá- s'krúðsfjörð, Högnason bónda á Skriðu í Breiðdal Gunnlaugsson ar og kona hans, Þorbjörg Magn- úsdóttir, síðast prests í Eydölum, Bergssonar. Hann lauk stúdents- prófi við menntasikólann í Reykjavík árið 1906 og lögfræði prófi frá háskólanum í Kaup- mannahöfn 1912. Hann stundaði málaflutningsstörf í Reykjavík 1913—1916, var settur sýslumað- ur í Suður-Múlasýslu 1916— 1917 og í Árnessýslu 1919. Að- stoðarmaður í fjármálaráðuneyt inu varð hann 1918 og fulltrúi þar 1919. Á árunum 1920—1921 var hann fulltrúi hjá bæjarfóget anurn í Reykjavík. Hann var skipaður sýslumaður í Suður- Múlasýslu á árinu 1921 og gegndi því embætti til miðs árs 1939, er hann var skipaður skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytiinu en því embætti gegndi hann fram á árið 1952, er honum var veitt lausn sökum aldurs, Magnúsi Gíislasyni voru jafn- framt aðalstarfi falin ýmia trún- aðanstörf. Hann átti sæti á Al- þingi á árunum 1939—1942, sat á 6 þingum alls. í yfirfasteigna- matsnefnd var hann 1919—1921. Hann var skipaður formaður milliþinganefndar í launamálum 1943, formaður nefndar sam- kvæmt 46. gr. launalaganna 1946, skipaður í nefnd til að endur- skoða launalög 1919 og í nefnd til að endurskoða lög um toll- skrá 1953. Hann var í yfinskatta- nefnd Reykjavíkur 1940—1962 og í happdrættisráði Háskóla ís- lands 1945—1962. Hann var með- al stofnenda togarafélagsins Kára 1918 og í stjórn þess til 1931 og einn af stofinendum Skóg ræktarfélags Austurlands 1935 og í stjórn þess til 1939. Magnús Gíslason var farsæll og dugmikill embættissmaður. Hann var réttsýnn dómari og frið samur valdsmaður, leysti fús- lega vanda þeirra, sem til hans leituðu og naut vinsælda í sýslu sinni. Hann gegndi erilsömum störfum skrifstofustjóra fjár- málaráðuneytisins á miklum um brotatímum, árum heimsstyrjald ar og óstöðugleika í fjármálum. Þau störf leysti hann vel af hendi sem önnur, var gætinn og sam- vizkusamur, starfsfús og ráðholl ur. Hann var sanngjarn og nær- gætinn við það starfsfólk, sem hann átti yfir að ráða, og því fannst gott að starfa undir stjórn hans. Síðustu árin var hann orð- inn sjóndapur og átti við van- heilsu að stríða. KARL EINARSSON Karl Einarsson var fæddur 18. janúar 1872 í Miðhúsum í Eiða- þinghá. Foreldrar hans voru Einar bóndi þar Hinriksson bónda í Dalhúsum í Éiðaþinghá Hinrikssonar ög kona hans Pálína Vigfúsdóttir bónda á Háreksstöð um á Jökuldal Péturissonar. Hann lauk stúdentsprófi úr Lærða skólanum í Reykjavík árið 1895 og lauk lögfræðiprófi við háskólann í Kaupmannahöfn 1903. Árið 1904 var hann um skeið settur sýslumaður í Rang- árvallasýslu og 1904—1905 sett- ur sýs'l'umaður í Skaftafells- sýslu. Á árinu 1905 hóf hamn máliaflutningsstör'f við la-ndsyfir dóminn í Reykjavík. Hann var settur aðstoðarmaður í stjórnar- ráðinu 1906. Árið 1909 var han.n skipaður í nefnd til að rannsaka hag Landsbankans, og var hann formaður þeirrar nefndar. Sama ár var hann skipaður sýslumað- ur í Vestmannaeyjum, og gegndi því embætti fram á árið 1924. Fluttist hann þá til Reykjavíkur og starfaði lengi við endurskoð- un í fj ármálaráðuneytinu. Karl Einarsson var alþingis- maður Vestmannaeyinga á árun- urn 1914—1923, sat á 11 þingum alls. Karl Einarsson var hátt á tí- ræðisaldri, þegar hann andaðist, hefur náð hæstum aldri þeirra manna ,sem setið hafa á Alþingi. Nær hálf öld er liðin síðan hann hvarf af þingi. Á þingsetuárum hans var sjálfstæðisbarátta ís- lendinga ofarlega á baugi og full- veldi landsins náð, og hann tók þátt í þeirri baráttu og þeim sigrnm af heilum hug. Á Alþingi var hann fulltrúi þess hluta landsins, þar sem sjósókn og afla brögð ráða mestu um afkomu manna. Hann barðist fyrir hafn- argerð í Vestmannaeyjum af þrauitseigju og varð ágengt um síðir. Hann var meðal stoínenda Björgunarfélags Vestmarmaeyja og beitti sér fyrir framlagi til þess frá bæjarfélagi og úx ríkis- sjóði. Hann hreyfði fyrstur manna á Alþingi þeirri hugmynd að nota sama skip til björgunar- starfa og landhelgisgæzlu. Eftir brottför sína frá Vestmannaeyj- um lifði Karl Einarsson kyrrlátu lífi, en hélt heilsu og starfsorku fram á tíræðisaldur. ÞÓRODDUR GUÐMUNDSSON Þóroddur Guðmundsson var fæddur 21. júlí 1903 á Siglufirði. Foreldrar hans voru Guðmund- ur, síðar útvegsbóndi á Þöngla- ba'kka, Jörundssonar útvegB- bónda á Syðstabæ í Hrísey Jónssonar og kona hans, Sigríð- ur Sigurðardóttir bónda í Skarðs dal í Siglufirði Gunnlaugissonar. Hann var sjómaður nokkurt skeið, en rak síðar síldarsöltun og útgerð á Siglufirði. Bæjarfull trúi á Siglufirði var hann 1934_ 1962 og átt sæti í stjórn Síldar verksmiðja ríkisins frá 1944 til dauðadags, Hann sat sem vara- Framhald á bls. 1S <mHioir(BiL' ÚTSÝNIÐ AUGAÐ GLEÐUR Veitingasaturinn efstu hæð opinn allan daginn. Matseðill dagsins Úrval fjölbreyttra rétta. Hjá okkur njótið þér ekki aðeins úrvals veitinga, Barinn opinn 12-14.30 og 19-23.30 heldur einnig eins stórkostlegasta útsýnis, sem völ er á í Reykjavík. Borðapantanir í síma 82200.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.