Morgunblaðið - 11.10.1970, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.10.1970, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1970 13 Gísli Jónsson Tónsson, fyrrum alþingis- maður, sem nú er látinn, var einn þeirra samtíðarmanna, sem mikið komu við sögu. Hann var sérkennilegur persónuleiki, byggður upp á andstæðum, sem kölluðu á líf og gróanda, eins og oft vill verða. Gísli Jónsson átti sæti á Alþingi Islendinga um langt skeið og markaði spor í þingsöguna. Hann var einarður baráttumaður, hélt óhikað fram þeim málstað sem hann trúði á, lítt fjötraður af því, sem kallað hefur verið flokksbönd. Af þess- um sökum gustaði stundum af Gísla Jónssyni í þingsölunum. Hann varð eftirminnilegur öll- um þeim, sem fylgdust með þjóð- málum meðan hans naut við. Gísli Jónsson var grein á sterkum stofni. Að honum stóðu þrekættir og naut hann þess í störfum sínum, eins og oft mátti sjá. Hann var hugrakkur bar- áttumaður eins og bróðir hans, Guðmundur Kamban, og líkari honum en margir hugðu framan af. Guðmundur Kamban var einn sérkennilegasti og áræðnasti rit höfundur okkar á þessari öld. Hann náði langt, lengra en hægt er áð ætlast til af rithöfundum sem skrifa verk sin fyrir þröng- an markað og fámenna þjóð. En Guðmundur var einn þeirra full- huga íslenzkrar menningar, sem lét fámennið hvorki smækka sig né sníða sér stakk. Gísli Jónsson var einnig hug- rakkur maður og áræðinn. Á fullorðinsaldri rann honum blóðið til skyldunnar. Hann sett ist einnig við skriftir og lét eft- ir sig rit, sem margur gæti verið fullsæmdur af, sem lengri rit- höfundaferil átti að baki. Gísli Jónsson gat verið harðsnúinn maður og erfiður andstæðingur í orðasennu, en undir skelinni sló hlýtt hjarta, sem menn mátu því meir sem þeir kynntust því. Með Gísla Jónssyni er enn einn fulltrúi glæsilegrar bar- áttusveitar islenzkra stjórnmála manna síðustu áratuga fallinn í valinn. Alþingi og þjóðin öll á að baki að sjá á þessu ári mörg- um merkum þingmönnum, og var þeirra minnzt við setningu Alþingis í gær. Hver þeirra setti svip á samtíðina með sínum hætti. Gísli Jónsson er einn þeirra, sem hvað eftirminnileg- astur er vegna sjálfstæðra skoð- ana og þreks, sem einkennt hef- ur íslenzka alþýðu, svo lengi sem menn muna. Fegurra mannlíf Sumir hafa skilað ævistarfi sem lengi sér stað. Einn þeirra er Jónas Kristjánsson, læknir. Fyr- ir skömmu var haldið upp á hundrað ára afmæli þessa merka brautryðjanda i náttúrulækning- um hér á landi og var það vel til fallið. Jónas Kristjánsson skildi eftir sig spor, sem lengi verður minnzt. Hann var merk- ur brautryðjandi og barðist fyr- ir góðum málsstað. Eins og allir brautryðjendur, átti hann á margan hátt I vök að verjast. Kenningum hans um náttúru- lækningar var fálega tekið af ýmsum. Aðrir höfðu þær í flimt- ingum, eins og oft vill verða. Nú hafa þessar kenningar orðið að lifandi staðreynd í þjóðlífinu og er það vel. Umgjörð þeirra er Hveragerði og sú öfluga starf- semi, sem Náttúrulækningafélag Islands rekur þar. Heiisuhæli félagsins í Hveragerði hefur orð ið mörgum til góðs. Þar er stunduð heilsurækt, sem ástæða er til að vekja athygli á ekki síður en hlú að. Miklir möguleikar eru á Is- landi til heilsuræktar. Jarðhit- inn mun án efa verða mörgum hvatning í framtíðinni um að hefjast handa og reisa stór heilsuhæli, þar sem útlent fólk og innlent getur notið þess lækn ingamáttar, sem í jarðhitanum felst. Á þessum sviðum á Island áreiðanlega meiri möguleika en flest lönd önnur. Á þessum möguleika er rétt að vekja at- hygli við hundrað ára afmæli þess manns, sem segja má að sé höfundur heilsuhælisins í Hveragerði. í þessu sambandi er ekki úr vegi, að Morgunblaðið minnist nú á hlut Valtýs Stefánssonar, ritstjóra, í þessu brautryðjenda- starfi, en honum var í blóð bor- ið að styðja framfaramál. Hann studdi ótrauður við bakii á Jónasi Kristjánssyni. Málstaður læknisins var einnig málstaður Morgunblaðsins og hafði það á sínum tima ómælanlega þýðingu fyrir Jónas Kristjánsson og hug- sjónir hans. Valtýr Stefánsson trúði á lækningamátt íslenzks jarðhita og var sannfærður um, að heilsuhælið í Hveragerði mundi veita mörgum meiri lífs- þrótt og betri heilsu. Siðustu ár- in sem Valtýr lifði, gladdist hann yfir því að geta skroppið í Hveragerði sér til hres.singar og heiloubótar eftir mikið og stór- brotið lífsstarf. Þeir, sem þá voru ungir og þekktu Valtý Stefánsson og hugsjónir hans, gengu ekki í grafgötur um, að heilsuhælið i Hveragerði stóð hjarta hans nær. Þá var stund- um skemmtilegt að hverfa frá erli dagsins, skreppa í Hvera- gerði og tala við Valtý um lands ins gagn og nauðsynjar, læra af orðum hans og reynslu og til- einka sér þá jákvæðu Mfshug- sjón, sem einkenndi alt Mf hans og störf. Svo mikinn sannfær- ingarkraft átti þessi eftirminni- legi ritstjóri Morgunblaðsins, að honum tókst jafnvel að telja bréfritara, þá ungum manni og matvöndum, trú um að fæðið i heilsuhæli Náttúrulækningafé- lagsins væri ekki einungis til fyrirmyndar, heldur væri þar einnig á boðstólum bragðbetri matur en annars staðar. Þurfti þó nokkurn sannfæringarkraft til þess. „Bókstafurinn blífur” Valtýr Stefánsson sagði ein- hverju sinni: „Ég vandist því fljótt að bókstafurinn blífur, það sem einu sinni hefur verið prentað í dagblaði, verður ekki aftur tekið. En ég held að þeir, sem hafa ekki kynni af dagleg um störfum blaðamannsins, eigi erfitt með að skilja þessa til- finningu að þurfa alltaf að sætta sig við „bókstafinn". I blaðamennsku fer margt aflaga, og þegar blaðamaðurinn gefur höggstað á sér, á hann að líta á það alvarlegum augum og heita því með sjálfum sér, að það skuli ekki koma fyrir aftur.“ Þessi orð eru rifjuð upp hér af gefnu tilefni. Ástæðan er sú, að einum af ritstjórum Timans, Þórarni Þórarinssyni, varð það á 27. september s.l. að vitna i orð Bjarna Benediktssonar um landhelgismálið á þann hátt, að honum og blaði hans varð til litils sóma. Ritstjórinn hugðist nota tilvitnun sína i hinn látna forystumann Sjálfstæðisflokks- ins i því skyni að vega að sam- starfsmönnum hans og þeirri stefnu sem Bjarni Benediktsson sjálfur markaði í landhelgismál- inu. „Bókstafurinn blífur", rang- færslur Tímaritstjórans verða þvi miður ekki aftur teknar. En hann og aðrir ættu að læra af þessum mistökum. Það eru slæm- ar leikreglur, svo að ekki sé meira sagt, að ætla að nota orð Bjarna Benediktssonar til að sanna ágæti vinstri stjórnarinn- ar og afskipta hennar af land- helgismálinu. Grein, sem birtist í Morgunblaðinu og sýndi eftir- minnilega fram á rangfærslur Þórarins, vakti verðskuldaða at- hygli. Þó að íslenzkir blaðales- endur séu ýmsu vanir, kom það mörgum á óvart, hve rangfærsl urnar voru ósvífnar, hvernig orð Bjarna Benediktssonar voru mistúlkuð og slitin úr samhengi og málatilbúningur ritstjóra Tímans raunar fyrir neðan all- ar hellur. Hefur hann oft sýnt betri og heiðarlegri vinnubrögð og ætti að temja sér aðrar bar- áttuaðferðir en þær sem hann notar í fyrrnefndum helgarpistli sínum. Sagt hefur verið, að íslenzkri blaðamennsku hafi farið fram. Vonandi á það við einhver rök að styðjast, a.m.k. þykja óvönd- uð vinnubrögð ekki lengur til sóma eða fyrirmyndar. Samt er því ekki að neita að enn er sumt með eindæmum í blöðunum og raunar með þeim hætti, að sæmi- lega sómakæru fólki þykir nóg um. Eitt hið ógeðfelldasta, sem nú sést á prenti, er sú aðferð að nota nafn Bjarna Benedikts- sonar og orð til að vega að stefnu hans og nánustu sam- starfsmönnum. Að falsa veruleikann í síðasta Reykjavíkurbréfi, sem góðu heilli hefur orðið til- efni nokkurra umræðna manna á meðal og virðist jafnvel hafa komið óþarfa róti á viðkvæmt tilfinningalíf sumra, var m.a. minnzt á Þjóðviljann og hvemig rússneska sendiráðið matar hann dag hvern með frétt- um frá rússnesku fréttastofunni Novosti eða APN. Magnús Kjartansson ætlaði að taka létt á því atriði, enda er þjónkun hans og blaðs hans við skoðanir Zhivkovs og annarra Stalínista viðkvæmt mál. 1 stað þess að sýna fram á, að höfundur Reykjavikurbréfs hefði haft rangt fyrir sér, tók Þjóðvilja- ritstjórinn að syngja óskalag sitt um valdabaráttu innan Sjálf- stæðisflokksins og ótta Morgun- blaðsins við þessa voðalegu bar áttu. Tilefnið var prófkjör Sjálf- stæðisflokksins, sem er eina sýni lega merkið um þessa svo- kölluðu valdabaráttu, en auðvit- að getur Þjóðviljinn ekki sætt sig við, að slík lýðræðisleg og heiðarleg keppni í stjórnmálum sé annað en harðvitug valda- barátta, svo að viðhöfð séu hans eigin orð. En Adam var ekki lengi i Paradís. Ritstjóra Þjóð- viljans hefði verið nær að huga að eigin vandamálum og syngja færri óskalög. Siðastliðinn mið- vikudag birtist í Þjóðviljanum grein eftir ungan róttækan rithöf und, Véstein Lúðvíksson, og bar hún heitið: Að falsa veruleikann. 1 grein þessari er auðvitað ráðizt með venjulegu orðbragði ung- kommúnista á Morgunblaðið, enda nauðsynlegt til að fá inni i Þjóðviljanum og sanna eigin verðleika. Viðbrögð þessa unga manns við skrifum Reykjavíkur- bréfs eru þau í stuttu máli, að hann lýsir málgagni sinu, Þjóð- viljanum, á þennan hátt: „Má þá kannski gera ráð fyrir að fól'k segi Morgunblaðinu upp hópum saman á næstunni? Segi sem svo: Nei takk, hingað og ekki lengra, það er komið nóg? Vendi að þvi búnu sínu kvæði í kross og taki að kaupa Þjóð- viljann? Nei, því miður, það er ekki hægt að gera ráð fyrir því. Til þess er Þjóðviljinn allt of lé- legt blað. Jafnvel ákveðnustu sósialistar komast ekki hjá þvi að líta í Morgunblaðið við og við ... 1 fyrsta lagi eru erlend ar fréttir Þjóðviljans allt of litl- ar. I öðru lagi getur ærið oft að líta á siðum blaðsins meðvitaðar tilraunir til veruleikafölsunar sem sóma sér fremur illa i blaði sem telur sig málgagn sósíalisma. Svo lengi sem þetta heldur áfram er þess ekki að vænta að hægt verði að fá fólk til að hætta að lesa Morgunblaðið. APN heitir sovézk fréttastofa sem rekin er af sovézkuim dag- blöðum. Sovézk dagblöð eru í eigu sovézka ríkisins. Sovézka ríkisvaldið er í höndunum á skriffinnskubákni sovézka kommúnistaflokksins. Sovézka kommúnistaflokknum ræður stalínistísk forréttindaklíka, sem er mest í mun að halda sjálfri sér við lýði og er ekki sósialísk frekar en ritstjórn Morgunblaðsins. Hlutverk APN er að gefa þá mynd af Sovétríkjunum og sögu þeirra, sem valdhöfunum í Kreml þykir bezt henta. Þarmeð er ekki sagt að allt, sem frá þessari fréttastofu kemur sé einn óslitinn lygavefur. Sumt hefur vafalítið við margt að styðjast. En skeyti APN gefa enga raunsæja heildarrpynd af Sovétríkjunum. Þau gefa aðeins falsmynd . . . APN sendir skeyti sin um allan heim og þykir ekki seíja vöru sina dýrt. 1 ýmsum smáríkjum er hún í tengslum við sovézku sendiráðin. Þar eru skeytin þýdd og síðan send ásamt myndum þeim blöðum sem hugsanlega vildu birta eitt- hvað . . . En undarlegan áhuga sýnir Þjóðviljinn þessari frétta- stofu. Það líður varla svo dagur að hann birti ekki eitt eða tvö skeyti hennar, stundum lang- ar greinar. Og það heyrir til undantekninga að Þjóðviljinn birti upplýsingar um Sovétríkin úr annarri átt . . . Kunningi minn einn segir að það sé mis- skilningur sem standi í haus blaðsins á degi hverjum, að Þjóðviljinn, sé málgagn sósíal- isma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis, það ætti með réttu að standa málgagn kratisma, skrifstofuvalds og sovézka sendiráðsins . ..“ Þá heldur greinarhöfundur því einnig fram, að áhugl Þjóð- viljans á greinum frá rússnesku fréttastofunni stafi ekki sízt af því, að hann vilji „telja fólki trú um, að tveimur árum eftir innrásina sé allt fallið í ljúfa löð í Tékkóslóvakíu." Af þessu má sjá, að ritstjóra Þjóðviljans væri hollast að snúa sér að innanrikismálum flokks síns, vandræðin eru næg heima fyrir. En ef marka má skrif hans á föstudag, er hann hæstánægð- ur: segir að ástæða sé til að fagna grein Vésteins; Þjöðviljinn megi una Mutskipti sinu vel! Tilvitn- anirnar hér að framan sýna þá staðreynd, sem raun- ar var vituð: að skrif Magnúsar Kjartanssonar hafa lítil áhrif, og Þjóðviljann lesa kommúnistar af gömlum vana. Og eitt er víst: að nú munu þeir gleypa Novosti-greinarnar, án gæðastimpils rússnesku frétta stofunnar, í þeirri trú, að þær séu heimatilbúnar kræsingar! Pistla Magnúsar Kjartanssonar lesa menn áfram með sama hug- arfari og hingað til, þ.e. eins og Spegilinn. Er þetta síður en svo sagt Speglinum til hnjóðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.