Morgunblaðið - 17.10.1970, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.10.1970, Blaðsíða 4
4 MORGUNBL.AÐIÐ, L.AUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1970 > - 22*0*22* RAUOARÁRSTÍG 31 ■ '1.4444 WflWOII? BILALEIGÁ HVERFISGÖTU 103 VW Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn VW ðmanna-Landrover 7manna Mlaleigan AKBKAVT ^jczrcsk. car rental scrvice 8-23-47 h sendum Bílaleigan UMFERÐ Sími 42104 SENDUM LOFTUR HF. UÓSMYNDASTOFA Ingólfsstrætl 6. Pantið tíma < síma 14772. FÆST UM LAND ALLT 7VVORNY er eins og þúsund dásamlegir draumar Sex ferskar, aðlaðandi ilmtegundir og mildir litir fagurra blóma láta drauma yðar verða að veruleika. Hve dásamlegt er að svífa á vængjum draumana yfir burkna lundum blómskrýddra dala, þar sem léttur andvari skógarilms lætur drauma yðar blandast veruleikanum. Morny . . . og draumar yðar rætast. ÓL JOHNSON & KAABER |f Q Blaðburður í Hveragerði „Kæri Velvakandi! Vegna bréfs þess, er húsmóð ir skrifar í dálka þina hinn 11.10 s.l. um blaðburð í Hvera gerði vill umboðsmaður Morg- unblaðsins segja eftirfarandi: Verzlunin, sem um getur, tel ur það skyldu sína að veita alla þá þjónustu á verzlunar svæðinu, sem frekast er kost- ur, og þar með létta störf hús mæðra. £ Marg-auglýst án árangurs Margoft hefur verið auglýst í gluggum verzlunarinnar eft ir fólki, til þess að annast þá sjálfsögðu þjónustu að bera dagblöðin til kaupenda. Einnig hefur verið reynt að fá full- orðið fólk til þessa starfs. Síð ast en ekki sízt var á s.l. sumri dag eftir dag auglýst í Morgunblaðinu eftir blaðburð- arfólki, og varð það án telj- andi árangurs. Verði nú þessi tilskrif okkar sem jafnframt geta verið aug- lýsing til þess að einhverfeng ist til starfsins, yrði enginn ánægðari en undirritaður. f.h. verzlunarinnar Reykja- foss h.f., Hveragerði, Kristján H. Jónsson." 0 Raunir drykkju- mannsmóður „Kæri Velvakandi! Ég skrifa þér af hjartans einlægni. Ég er brotin á sál og líkama. Ég er með drykkju- mann á heimilinu og er búin að hafa hann mörg ár. Aldur minn er 77 ár, og ég er ekkja. Sonur minn, sem er drykkju- maður, er 50 ára. Maður skyldi ætla, að hann hefði aldur til að sjá sér farborða. En Guð minn góður. Ég er orðin of gömul til að geta sinnt þessu öllu. Vakað eftir honum, pass- að sígarettur, svo að kvikni ekki í húsinu, borgað bílana, sem keyra hann heim. En hvert á ég að snúa mér? Sjálf erég mjög heilsulítil. Læknarnir geta ekkert gert fyrir hann, lögreglan getur haft hann eina nótt. Hvergi er pláss fyrir þennan ólánssama mann. 1 ör væntingu skrifa ég þér og spyr þig, eins og ég væri að spyrja Guðsmanninn: Velvak- andi góður, hvað á ég að gera? Þó svo að fjölskyldan sé stór, þá er hver sér næstur. Allir vilja ala börn sín í friði og ró, alls ekki með hang- andi drykkj umanni. Enginn vill hitta þennan ólánssama mann. En nú er ég þreytt og veik. Allan mánuðinn er drukkið, ekkert er unnið. Ég vaki og bið eftir honum. Eng in móðir rekur vesaling sinn út á hjarnið. En engin yfirvöld virðast vera til, sem hjálpað geta, að koma honum undir læknis- hendur. Sama svarið: ekkert pláss. Háttvirta yfirvald, hvað á ég að gera? Uppgefin, gönml móðir.“ — Velvakandi getur því mið ur ekki ráðlagt konunni neitt sérstakt, sem hún hefur ekki reynt áður. Einhver sam- tök hljóta þó að geta hjálpað. Geti einhver lagt konunni gott ráð, fengi hann rúm í þessum dálkum. £ Ai hverju verður vísa vinsæl? Sumar vísur verða öðrum frægari og alþekktar án þess að alltaf sé hægt að greina ástæðuna. Svo er um vísuna: Þessi penni þókhast mér, því hann er úr hrafni. Hann hefur skorið geiragrér, Gunnlaugur að nafni. — Hún er að vísu leikandi létt og lipur, einföld í sniðum og auðlærð, en það eru líka margar aðrar vísur, sem ekki njóta frægðar á við hana. E.t.v. hefur hún birzt í mörgum for skriftarbókum og stafrófskver um (og Almanaki Þjóðvinafé- lagsins), svo að margir hafa numið hana í æsku og ekki gleymt síðan. 0 Hver er svo höfund- urinn? S.J.G. skrifar: „Velvakandi sæll! Mér datt í hug að leggja orð í belg varðandi það, hver muni höfundur stökunnar „Þessi penni þóknast mér“ . . . Gunnlaugur á Skuggabjörgum (f. 1786 d. 1866) hefur að vísu stökuna í vísnasafni sínu, en getur ekki um höfund hennar — hefur sennilega ekki vitað, hver hann var. Er sama að segja um tvær aðrar vísur, sem byrja á orðunum „Þessi penni“ . . . Eru þessar vísur 7., 54. og 55. vísa af þeim, er byrja á Þ-i i safninu. 1 almanaki þjóðv.fél. 1914 er vísan og er, að sögn Hannes- ar Þorsteinssonar, átt við séra Gunnlaug Sigurðsson áBrjáns læk, d. 1767. Ýmsum hefur vís an verið eignuð. T.d. er hún skrifuð á almanak 1803 með hendi séra Jóns Jónssonar prests á Barði (f. 1760 d. 1838) og því eignuð honum. Þá kvað hún og hafa verið eignuð séra Hallgrími Péturssyni. Hver er svo höfundurinn? Með þökk fyrir birtinguna. S.J.G." 3ja-4ro herb. íbnð óskost Ung hjón qska eftir að taka íbúð á leigu í Hafnarfirði eða Garðahreppi. Upplýsingar í síma 42730. Iðnaðarhúsnœði 100—200 ferm. óskast til kaups eða leigu. Upplýsingar í símum 16683 og 37392 á kvöldin. PINGOUIN-GARN Nýkomið: CLASSlQUE CRYLOR SPORT CRYLOR, nýir litir MULTI PINGOUIN. Þessar tegundir þola þvottavélaþvott. Verzlunin HOF. Þingholtsstræti 1. Frískir ungir menn með aðlaðandi framkomu og viðkunnanlegf útlit geta fengið starf í herrafataverzlun Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf og menntun leggist inn á atgr. Morgun- blaðsins merkt „Framtíð 47 7 7" ALIZE-GARN Nýkomið mikið litaúrval. Kostar aðeins kr. 40/— pr. 50 gr. Þolir bvottavélaþvott Verzlunin HOF, Þingholtsstræti 1. Arinn Ef ég hleð arininn, reykir ekki inn. Það eru nokkur brögð af því að eldstæði reyki sökum vansmíðar. Oftast er hægt að laga það með lítilli fyrirhöfn. Legg flísar og grjót. Fagvinna. M. NORDDAHL. sími 37707.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.