Morgunblaðið - 17.10.1970, Síða 8
8
MORGUNRLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 18T0
Samheldnin er aðalatriðið
Spjallað við Axel Einarsson,
sem lætur af formanns-
störfum í H.S.Í.
I»essi mynd var tekin á 5 ára afmæli H.S.I. og eru þarna saman komnir allir þeh- er höfðu átt
sæti i stjórn sanihandsins frani til þess tínia. Fremri röð frá vinstri: Hallsteinn Hinriksson, Árni
Árnason, Ásbjörn Sigurjónsson, þáv. fornt. H.S.I., og Hafsteinn Guðmundsson. Aftari röð: Guð-
mundtir H. Garðarsson, SÍKurður Norðdal, Axel Sigrurðsson, Rúnar Bjarnason, Axel Einarsson,
Valg-arð Thoroddsen og Valgeir Ársælsson.
Nú um helgina fer fram árs-
þing Handknattleikssamhands
fslands, H.S.f. Svo sem venju-
lega koma þar til meðferðar og
umræðu fjölmörg mál er íþrótt-
ina varða, en á þessu þingi verða
einnig formannsskipti í samhand
inu, þar sem núverandi formað-
ur, Axel Einarsson, hefur lýst
því yfir að hann gefi ekki kost
á sér lengur til starfans. Benda
allar líkur til þess að Valgeir
Ársælsson, sem hefur átt sæti í
stjórn H.S.f. um árahil og nú síð
ast verið ritari sambandsins
verði kjörinn formaður. Þá mun
annar stjórnarmaður HJS.f.,
Gissur Kristjánsson frá Hafnar
firði, ekki gefa kost á sér til
endurkjörs, og er talið líklegt
að utanbæjarmaðiir taki hans
sæti í stjórninni.
Axel Einarsson hefur fylgzt
með handknattleiksíþróttinni um
árahil hérlendis — var fyrst
leikmaður, en síðar stjómarmað-
ur í li-S.f. og formaður s.I. þrjú
ár. Hefur hann tinnið niikið og
öeigingjarnt starf í þágu íþrótt
arinnar, og verður skarð það
sem hann skilur eftir vandfyllt.
En Axel heftir sínar ástæður fyr
ír þvi að hætta, og segir að
hann telji það óheppilegt að
sami formaður sé í slíkum sam-
böndum lengur en í 3—5 ár, og
atik þess sé hann störfum hlað-
inn, og sjái fram á það að liann
geti ekki sinnt formannsstarfinu
sem skyldi í framtíðinni.
fþróttasíðan fékk Axel til við-
tals í tilefni þess að hann lætur
nú af störfum og var fyrsta
spurning okkar um hvenær
hann hefði fyrst kynnzt hand-
knattleiknum.
— Ég var félagi í Víkingi, allt
frá því að ég var smástrákur,
sagði Axel, og þar kynntist ég
fyrst handknattleiknum á náms-
skeiði hjá nafna mínum Andrés-
syni. Hjá honum lærði ég einn-
ig knattspyrnu. Aðaláhuginn á
handknattleik kom hins vegar
ekki fyrr en á Menntaskólaár-
unum, en Valdimar Sveinbjöms-
son, leifcfimikennari í skóiamum,
var mikill áhugamaður og braut
ryðjandi um iþróttina, og vakti
áhuga fjölmargra unglinga á
íþróttinni.
Nú, og svo kom brátt að því
að efnt væri til fslandsmóts í
handknattleik fyrir þriðja
fiokk og tók Víkingur þátt í
þeirri keppni ásamt A og B liði
frá Ármanni. Þetta fyrsta mót
okkar gekk heldur örðuglega
fyrir Víking, þar sem við töp
uðum fyrir báðum Ármannsliðun
um með miklum mun. Eigi að síð-
ur þótti manni mjög merkilegt
að fá að keppa í íþróttahúsinu á
Hálogalandi og vera orðinn þátt
takandi í íslandsmóti. Eft-
ir þetta tókum við upp reglu-
bundnar æfingar og keppti ég
síðan í öllum flokkum, síðast i
meistaraflokki, á íslandsmótum,
bæði úti og inni.
— Voru ekki margir gððir
handknattleiksmenn í Mennta-
skólanum á þessum árum?
-— Jú, það má með sanni segja
það. Með mér í bekk voru t.d.
tveir frægir garpar, þeir Snorri
Ólafsson, sem lék með Ármanni
og Hörður Felixsson í KR, en
þeir urðu báðir landsliðsmenn.
í skólanum voru einnig Kjartan
Magnússon, Ármanni, Bjami
Guðnason, Víkingi og fjölmargir
aðrir góðir handknattleiksmenn.
— Hvemig handknattleik lék
uð þið á þessum árum?
— Hann var töluvert frábrugC
inn því sem nú gerist. Þá var
leikmönnunum meira raðað upp
á völlinn, eins og gerist í knatt-
spyrnunni og á fyrstu árunum
sem ég keppti var það t.d. al-
gengt að sóknarleikmennimir
kæmu lítið aftur í vörnina, þeg-
ar hitt liðið var með bolt-
ann. Oft var skorað töluvert
meira af mörkum í þessum leikj-
um en nú gerist, þó var þetta
dálítið misjafnt eftir liðum. Ég
man t.d. að Valsmenn spiluðu
mikið upp á það að halda bolt-
anum og skjóta ekki fyrr en
sæmilegt færi gafst. Síðan urðu
fljótlega miklar breytingar á
leikaðferðum. Hingað komu er-
lend lið og fslendingar kynnt
ust handknattlieik eriendis, og
um leið fór íþróttin að þróast
meira hérlendis, og eftir því
meira sem þessi kynni urðu meiri
og nánari.
— Varðst þú nokkurn tímann
fslandsmeistari Axel?
— Svo langt náði ég nú reynd
ar aldrei, en okkur Víkingunum
gekk þó stundum bærilega og
unnum t.d. nokkur hraðkeppnis-
mót í meistaraflokki auk Reykja
víkur- og íslandsmóta í yngrí
flokkum. Ég spilaði með Víkingi
fram á Háskólaár mín, en þá
hætti ég, fyrst og fremst vegna
j>ess að mér var bannað að vera
með vegna veikinda. Eftir að ég
lauk Háskólaprófi hér, fór ég
eitt ár, — kom heim 1957 og ár-
ið eftir, 1958, var ég svo kjör-
inn í stjórn H.S.Í. og reyndar
K.S.Í. líka, og hef ég síðan átt
sæti í stjórn H.S.Í., en hætti i
síðarnefnda sambandinu eftir að
ég var kosinn formaður H.S.Í.
Var ekki ólíkt að starfa í þess-
um tveimur stjórnum?
— í>að var það vissulega, enda
var Hanfknattleikssambandið
aðeins ársgamalt er ég tók sæti í
þvi, en Knattspyrhusambandið
var hins vegar búið að starfa i
lengri tíma, og mólin þar voru
fallin í miklu fastari skorður. í
stjórn K.S.f. áttu sæti mér eldri
menn, en í stjórn ff.S.Í. vorum
við hins vegar flestir jafnaldr-
ar. Aðstaða H.S.f. á þessum ár-
um var ennfremur mjög erfið, og
áttum við t.d. ekki þess kost að
heyja landsleiki hér heima, inn-
anhúss, fyrr en 1964, og þeim er-
lendu liðum sem hingað komu
til keppni urðum við fram til
þess tíma að bjóða inn i gamla
Hálogalandshúsið eða leika ut-
anhúss. En ég hafði alltaf gam-
an af að starfa í báðum þess
um stjómum, og veran í K.S.f.
var mér dýrmætur skóli er ég
tók við stjórn H.S.f.
Hver er að þínum dómi ástæð-
an fyrir því að íslendingum hef
ur vegnað svona vel í hand-
knattleik fram til þessa?
— Um þetta hef ég oft verið
spurður, og þá jafnan svarað því
til, að fyrir því séu nokkrar
ástæður. í fyrsta lagi held ég að
handknattleikur eigi vel við okk
ur íslendinga, bæði keppend
ur og áhorfendur. Þetta er hrað
ur og harður leikur, þar sem
alltaf er mikið að gerast. í öðiu
lagi álít ég að þessar erfiðu að-
stæður sem ég nefndi áðan, hafi
þjappað okkur saman og valdið
þvi að menn voru fúsari að
leggja meira á sig, en ef aðstæð-
ur hefðu verið fullkomnar. í
þriðja lagi hefur það svo örugg-
lega haft mjög mikið að segja að
handknattleikur er kynntur og
kenndur í skólunum og í fjórða
lagi, og þá síðast en ekki sízt,
hefur alltaf verið æft ákaflega
vel, og frá byrjun hefur verið
metnaður allra að kynnast vel
því sem er að gerast í útlönd-
um í handknattleik og notfæra
sér það bezta, sem menn hafa
séð eða heyrt um.
6—12 beztu handknattleiksþjóða
heims. Hins vegar held ég
að allir geri sér grein fyrir því,
að það verður stöðugt erfiðara
að halda þessu sæti og ástæðan
fyrir því er náttúrlega fyrst og
fremst peningahliðin. Við höfum
ekki efni á því að hafa hér hóp
af velmenntuðum leiðbeinendum
og verðum að sækja um of til
annarra. Svo kemur líka auðvit-
að annað vandamál til sögunn-
ar, kröfurnar til leikmannanna
vaxa stöðuigt og þeir verða að
eyða æ meiri tíma til æfinga og
keppni, sem kemur svo niður á
fjárhagsafkomu þeirra. Þennan
vanda gætum við leyst með því
að hafa heimild til þess að
greiða leikmönnum fyrir sannan
lega töpuð vinnulaun. Þær
greiðslur teldi ég að heppilegast
væri að færu í gegn hjá viðkom-
andi atvinnurekendum, þannig
að þeir greiddu leikmönnum
laun, en gerðu síðan reikning til
viðkomandi sambanda.
— Hvað finnst þér um þátt
tökuna í síðustu heimsmeistara-
keppni?
— Að sumu leyti varð ég fyr-
ir vonbrigðum með frammistöð-
una, en aftur á móti gekk sumt
mæta vel. Það er staðreynd að
þarna töpuðum við leikjum,
sem við hefðum átt að vinna, og
hefðum örugglega orðið framar
ef liðið hefði alltaf sýnt sitt
bezta í öllum leikjunum — en
auðvitað er það sjaldgæft að lið-
um takist það í slíkri keppni sem
þessari. Hins vegar var förin í
heimsmeistarakeppnina mjög
lærdómsrík og kemur okkur tii
góða í næstu stórkeppni.
— Nú hefur Handknattleiks-
sambandið verið gagnrýnt fyrir
skipulagsleysi •— að ekki sé unn
ið nógu markvisst að ákveðnum
verkefnum og að verkefni lands
liðsins og félagsliða stangist á
meira og minna?
— Mér er óhætt að segja það,
að slik gagnrýni er á misskiln-
ingi byggð. Hafi nokkurt sér-
samband skipulagt starf sitt
langt fram í tímann, þá er það
einmitt H.S.Í., og nægir þar að
nefna að við höfum þegar, í stór-
um dráttum, skipulagt keppni
fyrir næstu 3 keppnistímabil. Við
höfum alltaf lagt mikla áherzlu
á eflingu félagsliðanna, og reynt
að aðstoða þau eftir mætti m.a.
með þvi að útvega þeim leiðbein
enidur og greiða götu þjálfara
þeirra, sem hafa viljað fara á
námskeið erlendis. Landsliðsæf-
ingar hafa einnig verið skipu-
lagðar þannig að þær stangast
ekki á við æfingar félagsliðanna.
Við höfum ávallt hvatt félögin
til að taka þátt i alþjóðlegum
keppnum og stóðum m.a. fyrir
þeirri breytingu á keppnisregl
um fyrir Evrópukeppnina, að
ávallt skuli leikið heima og
heiman. Áður var aðeins um
«inn leik að ræða í hverri um-
ferð og kom þáð oft fyrir að
litlu þjóðirnar urðu að heim-
sækja þær stóru.
Það ætti sjálfsagt að nægja að
benda á, að félagsliðin hér,
standa mjög framarlega á al-
þjóðlegum mælikvarða, það sjá-
um við af útkomu úr leikjum
þegar félagslið okkar eru að
keppa við erlend félagslið. Þá
má og benda á, að t.d. í vetur
verða 8 landsleikir við fjórar
þjóðir hérlendis, en aðeins ein
utanferð — boðsferð til Rúss-
lands, sem standa mun 6—7
daga. Þessari ferð hefur verið
frestað æ ofan í æ, þangað til
núna. Það er ekkert launungar-
mál að það sem H.S.Í. stefnir
núna að, og miðar undirbúning
sinn við, er þátttaka i Olympíu-
leikjunum, og verðum við að átta
ofckur á því, að aðeins er uim
21 mánuður þangað til úrslita-
keppnin sjálf hefst og um 15
mánuðir þangað til undankeppn
in fer fram.
— Hvað er þér minnisstæðast
Fraiuhald á bts. 11
Axel Einarsson afhendir Valdimar Sveinbjörnssyni — braut-
ryðjanda handknattleiksins á fslandi æðsta heiðursmerki H.S.f.
Þessa teikningu gerði Ragnar Lár eitt sinn af handknattleiks — En erum við ekki að drag-
skútunni. I stafni stendur Ásbjörn Sigarjónsson, þá kemur Axel ast aftur úr?
Einarsson, Valgeir Ársælsson, og þar seni hann var gjaldkeri, _______ tej svo se ekki enn-
þótti viðeigandi að hans skjöldur væri túkall. Og í skut stend- þa og ag vjg séum meðal
ur Axel Sigurðsson og Guðmundiir H. Garðarsson.
svo út, og var þar við nám I