Morgunblaðið - 17.10.1970, Page 19

Morgunblaðið - 17.10.1970, Page 19
MORjGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1970 19 Sigurður Möller vélstjóri — Minning F. 10.12 1915. D. 11.10 1970. Sigurður Möller vélstjóri and aðist sunnudaginn 11. október, s.l. á Landsspítalanum í Reykja- vík. Enda þótt hann hefði átt við sjúkleika að striða um ára bil, kom andlátsfregn hans, eins og reiðarslag, snöggt og óvænt. Ég var I heimsókn hjá honum kvöldið áður. 1 viðræðum okk- ar bar margt á góma, eins og svo oft áður. Á sjúkrabeði sínu ráðgerði hann margt um framtíð- ina. Hann hafði verið þungt haldinn undanfarna daga, en lifsviljinn og baráttukjarkurinn var sá sami og áður. Það var í fyrstu erfitt, að gera sér það ljóst, að Sigurður Möller væri allt í einu horfinn á burt. En það var ekki um að villast. Hér hafði sá kallað, sem valdið hafði. Hlutur okkar mannanna, víst etekd miiklu mieiri en sá, að gera áætlanir, en öðrum er ætl- að að ráða úrslitum. Sigurður Möller var fæddur 10. desember 1915, sonur hjón- anna Þorbjargar Pálmadóttur og Jóhanns Georgs Möller, kaupmanns á Sauðárkróki. Hann ólst upp í stórum systkina hópi á Sauðárkróki til 10 ára aldurs, eða þar til faðir hans dó. Þá fluttist hann til móðurbróð- ur síns Jóns Pálmasonar, bónda á Þingeyrum og síðar til bróður hans Þórðar Pálmasonar, sem þá var kaupfélagsstjóri í Vík í Mýrdal. Sigurður gekk í gagnfræða- skóla í Reykjavík, lauk þaðan gagnfræðaprófi, fór siðan í vél- stjóraskólann. Hann var vél- stjóri á togurum langa hríð, eða til ársins 1958, er hann gerðist vélstjóri á Ljósafossi. Síðustu árin vann hann hjá Landsvirkj- un í Rfeykjavík. Árið 1956 kvæntist Sigurður Guðrúnu Jónsdóttur, þau eiga tvö böm, Jón og Valfriði. Son- ur Sigurðar af fyrra hjónabandi hans og Emilíu Samúelsdóttur er Jóhann Georg tannlæknir I Reykjavík. Fjölskyldu Sigurðar er nú þungur harmur kveðinn. Ég kynntist Sigurði fyrst, er hann bjó austur á Ljósafossi. Síðar var ég oft gestur á fal- legu heimili hans og Guðrúnar að Hraunbæ 84 í Reykjavík. Þar var gott að koma. Heimilisbrag- ur var hlýr og notalegur. Hjón in voru samhent og studdu hvort annað. Þaðan á ég margar góð ar minningar. Kynni min af Sigurði voru margbreytileg, en öll jafn góð. Ég kynntist honum sem góðum og ástríkum heimilisföður, sem góðum vini og ráðgjafa, sem greindum og snjöllum stjórn- málamanni. Félagsmál og stjórn- mál voru áhugamál Sigurðar, og valdist hann til ýmissra trúnað arstarfa á þeim sviðum. Margir leituðu því til Sigurð- ar mieð vandamál sín. Er skemmst frá þvi að segja að hann reyndi að leysa hvers manns vandræði, og tókst það oftast vel og far- sællega. Sigurður var maður ör- gerður, með afbrigðum duglegur og vann heill að hverju starfi. Sigurður var maður fríður sýnum. Framkoma hans var að- laðandi og mótuð af hlýju og velvild í garð náungans. Hann var hreinlyndur og hreinskiptinn í orðum og athöfnum, og hafði til að bera sterkan persónuleika. Hann var höfðingi i lund og vin margur. Að sjálfsögðu hafði Sig urður sína galia, eins og aðrir menn, en ekki bar á þeim, sakir mannkosta hans. Siðustu ár ævinnar var Sig- urður haldinn þungbærum sjúk dómi, en bar heilsuleysið með einstakri karlmennsku og æðru leysi. Hann hafði ætíð tök á því að rétta öðrum hjálparhönd, þótt hann sjálfur væri ef til vill sízt minni hjálpar þurfi. Á meðan menn njóta samveru stunda með vinum og vanda- mönnum, er sjaldnast hugsað um hve mikils virði þær sam- vistir eru hverjum manni. Einn af vinum Sigurðar lét svo um mælt, eftir að andlátsfregnin hafði borizt, að sér fyndist heim urinn snauðari en áður. Fleir- um mun hafa orðið svo innan brjósts við fráfall hans. Stórri sögu er lokið, sögu sem að lík- indum verður aldrei skrifuð, ut- an fátækleg orð í eftirmála. Við ferðalok skal litið yfir far in,n veg. Þótt stundin sé trega- blandin, er þakklæti þó efst i huga. Fátt er haldbetra ferðamönn- um á langri leið og misjafnri, en góðir samferðamenn. Þar sem góðir menn fara, þar eru guðs er vegir. Ég færi Sigurði Möller, vini mínum, hjartans þakkir fyrir kynningu alla á okkar sam leið og bið honum og ástvinum hans blessunar. Einar Oddsson. þessa stundina voru allar áhyggjur lagðar til hliðar. Úti á höfninni lá stór upp- skipunarbátur. Þangað þurfti að fara til þess að athuga hv'að hann hefði innanborðs og það var gert — en hvað var þetta — í bátnum voru húsgögnin úr stof unni heima. Heima hjá honum voru gestir, vinir og frændur foreldra hans — og allt i einu birtist alvara lífsins unga drengnum. Nú var ekkert gam- an að leika sér í góða veðrinu og hann fór heim dapur i bragði. Drengurinn var Sigurður Möller, sem þá var á ellefta ár- inu. Móðir hans fluttist suður til Reykjavíkur um vorið 'með yngsta barnið, þau eldri fóru í ýmsa staði í skóla og vinnu. Sig- urður fór fyrst til Jóns Pálma- sonar á Þingeyrum, en síðar til Þórðar Pálmasonar, sem þá var kaupfélagsstjóri í Vik í Mýrdal. Eftir fá ár sameinaðist fjölskyld an í Reykjavík. Sigurður flutt- ist þá til móður sinnar. Fór hann þá fyrst í gagnfræðaskóla ÍHÁR og gjörvu'Legur. bjartur yf- irlitutm og fríður sýnum var Silg- urður Mö,lllier og bauð af sér þamin þolkika, er laðaði alla aið. Vei geifánn o,g vel gerður, hreln- lyniduir og. kurteis fcappsimaiðor. AUa þessa eðdliskosti átti hamrn eklki lamgt a@ sækja, somuir himina glæsilegiu og hugljúfu hjóna Þor- bjairgair Páiimiadóttuir og Jólhanms Georgs Möllers baiupimanins á Saiuiðárkróki. Faðir Sigurðair féll frá í blóma lífs á bezta aldri, en móðiir hainis kom hiinium stóra og mainmvæn- lega bairoahópi. ellefu systkiraum, áfram með aðdáanleigu þrelki og þrautseigjiu. Sigurður fór uragur í atviininu, gerðist velstjóri til sjós, fór á stríðaáriunuim fleiri feirðir miillli larada en flestir aðrir og sýndi þar þaran fcjarlk og æðrul'eysi, sam eimlkeninidi l)íf hanis í einu og öllu. Síðar vair hamin í rúmiam ára- tug vélstjóri við Sogsviríkjun og bjó a,ð Ljósafossi. Þa,r Var hainm hreppsniefndairmaður og skóilia- nefndarformaður, enda vair hug- ur hans jafn-ain bundinn féiagis- málum. Síðiustu árim var hamin starfsimiaðuir viö Elliðaárstöðvairm- air. Sigurður va-r tvíkvæntur. Fyrri fcona hiams var Emilía Samiú-efe- dóttiir og áttu þau einm son, Jó- haimn Georg Möliler taninlæfcni. Seinni boma hains er Guðrún Jótn® dóttiir Möller og eignuðúst þau tvö bönn, Jón, 13 ára og Valtfrí'ði, 11 ára. Sigurður Möi’ler féll í vaiinin fyrir aldur fram eims og falðir hans og aRt of mörg úr systfcinia- hópmiuim. Fráfall hams bom okkur viinulm hanis á óvart. Sú vam- heiilsa sem þjáðd bamin um margra ára skeið, var alvarlegri, en olklkur uiggði, ©n karfLmeinmislka hainis duLdi ofckur þesis eir að fór. Sigurður 'hafði ákveðinair sboð- ainir utm mienn og málefnii og uindraverðan hæfilelka til þesis að ta,la menm á siit't miáfc — allt af hreiinlyndur og svo hófsamiur í dómum, að helzt miiiranir á þamin mætia miamin, er Sturiumigia heifur um þau orð, en ég vill hér upp taka sem hirnztu kveðu til Siig- urðar MöLlers: Láti nú guð hon- um raun lofi betri. Gunnar Thoroddsen. Það var síðari hluta vetrar, veðrið var kyrrt og blítt. Strák- arnir á Sauðárkróki voru úti í góða veðrinu að leika sér. Faðir foringjans, sem var ljóshærður og bjartur yfirlitum, hafði dáið — um veturinn — en æskan er gieymin á alvöru lífsins og en síðan í vélstjóraskólann og varð fyrst kyndari en síðar vél stjóri á togurunum Tryggva gamla og Ingólfi Arnarsyni. Á þessum skipum sigldi hann um 22 ár og á stríðsárunum fór hann rúmlega 100 ferðir yfir haf ið, lokaður niðri í vélarrúmi. AIl- ir geta gert sér í hugarlund hver líkamleg og andleg raun það hefur verið. Ungur giftist Sigurður Emelíu Samúelsdóttir og áttu þau einn son, Jóhann Georg, sem nú er tannlæknir í Reykjavík. Þau slitu samvistum. Árið 1956 kvæntist hann Guðrúnu Jóns- dóttur og eiga þau tvö börn, Jón 13 ára og Valfríði 11 ára. Ég kynntist Sigurði fyrst eft- ir að hann fluttist austur að Sogsfossunum, en þar var hann um tíu ára skeið vélstjóri, en fluttist þá til Reykjavikur og vann við Elliðaárstöðina um tveggja ára skeið, eða þar til hann andaðist þann 11. þ.m. Fljótlega eftir að hann kom hingað austur varð hann leið- andi í félagsmálum vélstjóranna og öðrum málum austur þar, hann varð hreppsnefndarmaður og Skólanefndarformaður 1 Grímsneshreppi. Sigurður var að laðandi maður í framkomu og greindur í bezta lagi, velviljað- ur og raunsær og því vel til forustu fallinn. Hann var ör á fé og höfðingi heim að sækja. í honum var ekkert smámunalegt. Hann var ákveðinn í skoðunum og hélt vel á málum fyrir sinn flokk, Sjálfstæðisflokkinn. Taldi hann að við værum svo fámenn þjóð, að bezt færi á að hér sam- einuðust stétt með stétt í baráttu fyrir hagsmunum heild- arinnar. Hann hafði vantrú á öll um klíkuskap og öfgastefnu. Nú síðustu árin átti hann við vanheilsu að striða og gerði sér eflaust ljóst að kallið gæti kom- ið fyrr en varði. Ég og fjöl- skylda mín vottum Guðrúnu og börnunum innilega samúð okk- ar. Minningin um góðan dreng varðveitist í hugum allra vina hans. Jón Pálsson. 1 dag er ti'l moldar borinn Sigurður Möiller, vélstjóri. Um mánaðamótin sept.-okt. sl. hitti ég Sigurð á vinnústað hans i rafstöðinni við Elliðaár. Mér kom sizt til hugar þá, að það væri kveðjustund. Sigurður hafði átt við vanheilsu að stríða sil. 3 ár og verið all- þungt haldinn öðru hvoru og þá jafnan orðið að dvelja á sjúkrahúsi um tíma og svo var einnig nú, er andlát hans bar að, snöggt og óvænt, að morgni sunnudags 11. þ.m. Að þessu sinni var síður ástæða til að óttast nokkuð slikt. AMít útlit var til, að sjúkrahúsdvöl Sigurðar yrði stutt að þessu sinni, þar sem hann hafði oft verið verr hald inn en nú. Vissuilega höfðu veikindi Sig- urðar á undanförnum árum gengið á llíkamsþrek hans, svo að sjá mátti, en einhviern veg- inn tfannst manni svo sjéd'fsagt, að Sigurði tækist að yfirstíga veikindi sin með sigri að lok- um. En enginn má sköpum renna, grið voru ekki gefin. Ætt og uppruna Sigurðar vænti ég að aðrir geri skil. Ég minnist hans fyrst og fremst sem sam- starfsmanns og vinar frá sam- starfsárum okkar. Sigurður Möller bar sterkan norrænan svip. Hann var hár maður vexti og grannur, l'jós- hærður oig bláeygður. Sigurð- ur var glæsimenni í öllum hátt um o>g að ölTu atgervi, dreng- lyndur og hjálpfús, svo til fyr irmyndar var og vildarmenn átti hann fáa eða enga. Sigurð- ur var maður léttur í lund og gæddur ríku skopskyni. Sigurði lék l'étt tungumála- nám og las hann mikið bæfcur á erlenduim málum. Móðurmálið var honum ekki síður tamt hvort sem var i ræðu eða riti. Ég kynntist, Sigurði fyrst, þeg- ar ég hóf störf 1 rafstöðinni við Ljósafoss 1959. Við urðum síð- an vinnufélagar á næstu árum og vinátta verið á milli okkar æ síðan. Sigurður hóf störf hjá Sogsvirkjun árið 1958 og þá i rafstöðinni við Ljósafoss. Áður en Sigurður hóf störf hjá Sogs virkjun, hafði hann verið starfs maður Bæjarútgerðar Reykja- víkur og þá leragst sem yfirvél- stjóri á hinu kunna happaskipi b/v Ingólfi Arnarsyni, sem enn er í fullum rekstri og þykir mér ekki ólíklegt, að skipið njóti enn í dag snyrtimennsku og samvizkusemi Sigurðar i starfi. Eftir að Sigurður hafði starfað um nokkurra ára skeið i rafstöðinni að Ljósafossi, tflutit ist hann um set og starfaði síð an við rafstöðina að Irafossd unz hann tfluttist til Reykjavík ur 1968. Eftir að Sigurður fflutt- ist til Rvíkur, starfaði hann á skrifstofu í rekstrardeild Lands virkjunar. Á starfsárum sínum við Sogsstöðvarnar tók Sigurð- ur töluverðan þátt í félags- og sveitarstjórnarmálum. Einnig tók Sigurður virkan þátt í stjórn málabaráttunni og þá jafnan í röðum Sjáltfstæðismanna. Sigurð ur var erindreki Sjálfsitæðis flokksins I Suðurlandskjördæmi fyrir tvennar síðustu alþingis kosningar. Sigurður átti sæti í hreppsnefnd Grímsneshrepps tvö kjörtímabil, unz hann fHutt ist búferlum til Reykjavíkur Ennfremur var Sigurður formað ur skóianefndar Ljósafossskóla um skeið. Jafnframt þvi, sem Sigurður tók mikinn þátt i ýms um félags- og sveitarstjórnar máTum í sveitarfélagi sínu, lét Sigurður einnig stéttarfélagsimál stéttar sinnar mikið til sín taka og átti meðal annars sæti samninganefnd stéttarfélags síns 1966—1967. goldið þess. Hér austan fjalls átti Sigurður gifturíkan og kannski erilsaman starfsdag, en heilsan leyfði ekki slikt álag ásamt ábyrgðarmikl'U vaktstai|i í rafstÖð. Og einnig gat verið lifisspursmál að vera ekki f jarri Tæknishendi. Sigurður flyzt því fyrst og fremst til Reykjavik- ur af heilsufarsástæðum og hef ir honum þótt ekki með ölTu sársaukalaust að skilja við áhugamál sin hér. Sigurður og Guðrún kona hans, voru búin að reisa sér og börnum sinum glæsilegt heimili í eigin hús- næði við Hraunbæ 84 í Reykja vik. Ég minnist með hlýhug heimsókna minna og konu minn ar á heimili Sigurðar og Guð- rúnar, þar var ával'lt íslenzk gestrisni í öndvegi. Nú að leiðarlokum vil ég þakka Sigurði fyrir samstarfsár in og vináttuna og óska honum góðrar ferðar um ókiunna stigu. Ég sendi konu hans, Guð rúnu og bömunum, Jóni og Völu, hugheilar samúðarkveðj- ur frá mér og fjölskyl'du minni og bið þau minnast, að látinn lifir. Gúðmvmdur Eiríksson. Öll þessi störf og önnur, sem hér verða ekki talin, vann Sig urður með áhuga og ósérhllfni. Sigurður var mikill málafylgju- maður og hugsjónamaður, en þó var Sigurður viðkvæmur í Tund og tók nærri sér, ef vegið var að máTstað hans. Mér er ekki grunlaus't um, að Sigurður hafi gengið of nærri þreki sínu á þessum árum og hann síðan 1 dag verður til moldar boi - inn skólabróðir og vinnufélagi. Sigurður er fyrstur af okkur skólabræðrunum sem hverfur af sjónarsviðinu. Þó að við félagar hans, gerðum okkur grein fyrir, hversu alvarlegur sjúkdómur hans var, kom andlátsfregn hans okkur á óvart. Leiðir okkar lágu fyrst saman er við hófum nám í Vélsklóla íslandis fyr.ir 24 áruim. A8 námi loknu, skildu leiðir en lágu saman aftur er Sigurður hóf störf við rafstöðvarnar við Sog- ið fyrir 13 árum. Sigurður bar sérstakan persónuleika, var fríð ur sinum, snyrtilegur og myndar legur á velli, gæddur miklum og fjölþættum gáfum, vel máli far- inn og átti auðvelt með að tjá sig á mannfundum. Hjálpfús við vini og aðra sem þurftu á hjálp hans að halda. Fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðfé- laginu og lét sér fátt óviðkom- andi. Upphaf að veikindum hans var, að eitt sinn er miklar ístrufl anir voru við Sogið, lagði hann mjög hart að sér, ný staðinn upp úr veikindum og sló honum þá niður. Upp úr þessu fékk hann exem eða asma á mjög háu stigi, og fékk svo alvarleg áföll að lífi hans var oft bjargað með snar- ræði. Hann hafði aflað sér svo stað- góðrar þekkingar á sjúkdómi sínum, að hann væri sennilega löngu allur ef hennar hefði ekki notið við. Hann sagði eitt sinn við mig að hann vonaðist til að lifa þar til nýtt meðal kæmi á markaðinn, sem verið væri að gera tilraunir með og miklar von ir væru bundnar við. Hann bar sjúkleika sinn af mikilli hug- prýði og æðruleysi, hélt alitaf á- fram að byggja upp sitt heimili, eftir að hann fluttist hingað suð ur og var mættur til vinnu í Varastöðinni strax og skin varö á milli skúra. Sigurður var traustur og samvizkusamur starfsmaður og leysti vel af hendi þau störf sem honum voru faliin. Hann hafði mikinn áhuga á tfélagsmálum og voru hon- um falin ýmis störf fyrir vél- stjóra við kjarasamninga o.fl. Einnig vann hann störf fyrir hreppsfélagið fyrir austan og var meðal annars í hreppsnefnd. Stjórnmál voru honum hugleik- in og tóku stundum hug hans all- an, vann hann mikið starf fyrtr Sjálfstæðisflokkinn eftir að hann hætti sjómennsku. Andlát veldur ástvinum ævin- lega miklum sársauka. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd okkar samstarfsmanna Sig- urðar, hjá Landsvirkjun votta eiginkonu hans, börnum og öðr- öðrum ástvinum dýpstu sam- úð okkar, i andstreymi þeirra og sorg. • Árni Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.