Morgunblaðið - 06.12.1970, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.12.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. DESBMBBR 197» 49 ■U. arlausu stúlkunnar Serafínu Vitalye'vu. Kúgararnir eru hinir dæmdu. Stalín er dæmdur. Beria er dæmdur. Akakumov, liðsfor- ingi Bería er dæmdur. Fangelsis- stjórinn, Klimentiev, höfuðsmað- ur er dæmdur. Kerfið er Moloch (dæmt) . Það étur skapara sína. Enginn, sem hefur átt samvinnu við Stalín sleppur við dóm. Víkjum nú að sögusviði Solz- henitsyns. Það er ekki fangabúð- ir í Síberiu, umluktar stólpa- og gaddavírsgirðingum, með gnæf- andi varðturnum —• Rússland Stalíns — . Þessu um'hverfi lýsti Solzhenitsyn í bók sinni „Dagur úr lífi Ivan Denisovich". Nú er sögusviðs Mavrino-sérfangels- ið, visindastofnun, sem staðsett er í útjaðri Moskvu. Innan veggja þessarar stofnunar dvelja fangar, sem eru lærðir vísindamenn, eða tæknifræðingar og hópur „frjálsra" starfs- manna lögreglumáJaráðuneytis- ins. Þessi stofnun og tugir ann- arra slíkra uxu eins og ill- kynjuð æxli, út úr refsikerfi Stalíns. 1 þessar stofnanir voru fluttir menn og konur, sem höfðu sérstaka kunnáttu og hæfileika til að leysa af hendi erfið vísindaleg, hernaðarleg eða verkfræðileg viðfangsefni. Atómsprengjan var að mestu leyti gerð í þessum stofnunum. Margir geimferðasérfræðingar Rússa unnu árum saman í fang- elsisstofnunum, einkanlega þó fyrir s'iðari heimsstyrjöldina. Stofnun af þessu tagi var nefnd „sharashka" á fangelsis- mállýzku, en það leggst út „framkvæmd bygg* á blekkingu og svikum". Þetta orð varð til á Stalinstímanum —- líklega kringum 1920, þegar fangaverð- ir Stalíns tóku að skipuleggja vinnu verkfræðinga og tækni- fræðinga í fangelsunum. Þessi fangelsi voru þá nefnd „verk- smiðjur illverka". Áður en Stalín féll frá, hafði honum tekizt að koma þessu kerfi á alls staðar í Rúss- landi. Meinið var, að kerfið reyndist illa, því með engum ráðum tókst að drepa mannsál- ina í dróma. Einmitt þetta er boðskapur Solzhenitsyns, og þessi boðskapur vekur bjart- sýni. Fyrir ævalöngu reyndu harðstjórar að bæla ást Rússa á mannlegum hugsjónum, og enn standa þelr i sömu spor- um, ekkert hefur áunnizt í þá átt. Solzhenitsyn er lifandi minnisvarði um mistök þeirra. Solzihenitsyn, maður og rit- höfundur, hefur verið umdeildur allar götur frá því að hann haslaði sér völl í sovézkum bók- menntum, á árunum fyrir 1960. Þá hafði hann dvalið 8 ár í vinnubúðum og 3 ár í út- legð (var dæmdur fyrir að hafa viðhaft ótilhlýðilegt orðbragð um Stalín, í bréfum til vinar síns). Fyrsta Skáldsaga hans, „Dag- ur úr Mfi fvan Denisovich“ birtist i sovézka bókmenntatíma ritinu Novy Mir í nóvem- ber 1962, og var það eingöngu vegna þess, að Nikita Krúsjeff gerðist persónulegur talsmaður hans. Þetta verk hefur enn ekki komið út í bókarformi í Sovét- ríkjunum. Þær góðu viðtökur, sem bókin fékk utan Sovétríkj- anna — bókin kom t.d. út óbund in í 4 útgáfum, og það aðeins í Bandaríkjunum — leiddu til þess, að gagnrýnendur í Sovét- ríkjunum beindu spjótum sínum vægðarlaust að Solzhenitsyn. Þegar Krúsjeff missti völdin, glataði Solzhenitsyn vemdara sínum og útgefanda. „Krabba- deildin" og „Fyrsti hringurinn", hafa enn hvorki verið gefnar út í tímariti né sem bækur, en tal- ið er að um 5000 afrit af hand- ritinu séu í umferð manna á milli. Samkvæmt vitnisburði Solzhenitsyns sjálfs hafa menn, honum f jandsamlegir, menn sem reka pólitískan áróður, borið út um hann gróusögur. Þeir segja að hann sé handbendi vestrænna afla, hafi samvinnu við V-Þjóð- verja og að hann sé svikari við Egyptaland. f maí 1967 lagði Solzhenitsyn fram formlega kvörtun i rithöf- undasambandi Sovétríkjanna, þar sem hann bar leyrfilögregl- unni á brýn, að hún hefði lagt hald á handrit sin og persónuleg skilrfki, og að óstaðíestum afrit- um af verkum hans væri dreift meðal fólks í Moskvu, án sam- þykkis hans. Hann varaði við þeirri hættu, að einhver þessara afrita kynnu að berast yf- ir landamærin og vera gefin út á Vesturlöndum. Hann krafð- ist verndar gegn þessu, og benti á, að rússneskir rithöfundar væru varnarlausir gegn þvi, að bækur þeirra væru gefnar út á Vesturlöndum, þar sem Rúss- land hefði ekki staðfest sam- komulag um alþjóðlegan útgáfu- rétt. í kjölfar þessa, upphófst löng deila í Mosfcvu. Hámark deil- unnar var 22. september 1967, þegar féiagar Solzhenitsyns í rit- höfundasambandinu héldu yfir honum óformlega yfirheyrslu. Solzhenitsyn fór fram á að bæk- ur hans yrðu gefnar út í Sovét- ríkjunum. Andstæðingar hans kröfðust þess að hann semdi uppkast að opinberu bréfi, og fordæmdi það háttarlag, að verk hans væru „notuð i áróðursskyni" á Vesturlönd um og ennfremur að hann bæri af sér „þann áburð vestrænna blaða“, að hann væri „foringi hinnar pólitísku andspyrnu“. Solzhenitsyn neitaði að verða við þessari kröfu. Þar eð engin formleg mótmæli bárust gegn útgáfu „Krabba- deildarinnar", lét Novy Mir setja verkið, höfundur las próf- arkir og ákveðið var, að verk- ið birtist í janúarhefti tímarits- ins 1968. Það varð ekki og frétzt hefur, að persónuleg ákvörðun Leonid Brezhnevs hafi þar um Aleksandr I. Solzhenitsyn. ráðið, og Politburo hafL svo staðfest þá ákvörðun. Prófarkir af „Krabbadeild- inni“ bárust svo til samstundis til Vestur-Evrópu og útgáfa bókarinnar var undirbúin. Á eftir fylgdi afrit af handriti „Fyrsta hringsins“. Hvernig komast þessi og ört vaxandi fjöldi annarra rússneskra hand- rita, sem ekki hafa verið gefin út í Sovétríkjunum, tii Vestur- landa? Leiðirnar eru margar. Á árun um frá 1920 og fram yfir 1930 voru rússneskir rithöfundar hvattir til þess, að gefa út verk sín í Berlín, en þar störfuðu þá mörg rússnesk útgáfufyrirtæki og stór hópur útflytjenda hafði setzt þar að. Þannig var þvi hægt að komast yfir útgáfurétt fyrir bækur, jafnvel þó að þær væru bannaðar í Sovétríkjunum. Eftir að hreinsanimar hófust, voru rithöfundar, sem létu gefa bækur sínar út í Berlín dregnir fyrir rétt, og bornir þeim sökum að reyna, af ásettu ráði, að sneiða hjá sovézkri ritskoðun. Nú getur höfundur afhent ein hverjum manni, sem hann þekk ir ekki afrit af handriti, vit- andi, að sá hinn sami kemur því úr landi. (Solzhenitsyn hefur lýst því yfir, að öll útgáfa verka hans erlendis, sé framkvæmd án leyf is hans og án nokkurs sam- starfs við hann. Þetta er mjög veigamikið. Andrei Sinyavsky og fleiri eru að afplána þrælk- unarvinnudóm, vegna þess, að þeir aðstoðuðu við að koma handritum sínum úr landi). Átt getur sér s'tað, eins og var með bók Pastemaks „Doktor Zhivago", að búið sé að ganga frá áætlun um birtingu verks í Novy Mir, og afrit af verkinu því afhent útgáfufyrirtæki á Vesturlöndum. Feltrinelliútgáfu fyrirtækið á Italíu hafði undir höndum afrit af handritinu að „Doktor Zhivago", þegar „flokks línan“ í Sovétríkjunum breyttist og hætt var við að birta „Dokt- or Zhivago“ í Novy Mir. Feltr- inelliútgáfufyrirtækið neitaði að senda handritið aftur til Moskvu, og heimurinn átti þess kost að lesa „Doktor Zhivago". Búið var að tilkynna í Sovét- rikjunum útgáfu „Tuttugu bréfa til vinar." Bók Svetlönu Stalíns, áður en hún fór úr landi. Sov- ézka leynilögreglan (K.G.B.) fór ránshendi um íbúð hennar og hafði á brott með sér afrit af handriti hennar og myndaal- búm með fjölskyldumyndum. Þessi gögn voru fengin í hend- ur blaðamanni í Moskvu, að nafni Viotor Lewis og er sá jafnframt „sölumaður" hjá lög- reglunni. Hann prangaði þessu svo inn á vestrænt bókaútgáfu fyrirtæki, og var tilgangurinn að spilla fyrir þeim fyrirætlun- um, sem þá þegar höfðu verið gerðar um útgáfu. Það kátbros- lega við þetta tiltæki K.G.B. var, að þeir gættu þess ekki, í ákafa sínum við að fá útgefið sitt handrit af bók Svetlönu, að þeir voru farnir að semja við, a.m.k. eitt útgáfufyrirtæki á Vesturlöndum, sem naut fjár- styrks frá C.I.A. Oftar en einu sinni hefur ver- ið flett ofan af innbyrðis tog- streitu milli erindreka C.I.A og K.G.B út af handritum. Vestur- þýzkt félag, sem er mjög and- vígt Sovétrikjunum og þiggur styrk frá C.I.A. er þrátt fyrir það orðað við K.G.B. Átt er við N.T.S. N.T.S. er eins konar tveggja lína neðanjarðarbi’aut fyrir handrit, sem smyglað er út frá Moskvu til Vesturlanda og til baka aftur. Hægt er að leggja á borðið fullnægjandi sannanir fyrir samstarfi milli K.G.B. og C.I.A. á þessu sviði. Líklegt er, að handrit Solz- henitsyns að „Krabbadeildinni" og „Fyrsta hringnum" hafi bor- izt til Vesturlanda um Tékkó- slóvakiu. Smásögur Solzhenit- syns og útdrættir úr „Krabba- deildinni" voru gefin út bæði í tékkneskum og slóvönskum þýð ingum. Tékkar studdu mjög ein dregið kröfur Solzhenitsyns um útgáfufrelsi, um afnám ritskoð- unar og um að Sovétríkin stað- festu samkomulag um alþjóðleg- an útgáfurétt. Ef ritskoðunin heldur áfram að stemma stigu við því, að nokkuð af merkum bókmennta- verkum verið gefið út í Sovét- rikjunum og Sovétstjórnin situr við sinn keip að neita að und- irrita samninginn um alþjóðleg- an útgáfurétt, getur ekkert kom ið í veg fyrir það, að handrit frá Rússlandi haldi áfram að berast til Vesturlanda, bæði óstaðfest, hálfstaðfest og meira að segja stolin handrit — fyrir allra augum. Harrison E. Salisbury (The New York Times Book Review.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.